Þjóðviljinn - 12.10.1954, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1954, Síða 6
g) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. október 1954 þlÓÐVILIiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sösíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Xvar K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. t Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. I Samvinna er eina ieiðin Nú um alllangt skeið undanfarið hafa við og við birzt einislega samhljóða leiðarar í málgögnum Framsóknar- ílokksins, Alþýðuflokksins og Þjóðvarnarflokksins. Tíminn segir: Yfirgangur íhaldsins er orðinn stórhættulegur, ráð- ið er að allir vinstri sinnaðir menn sameinist um Fram- eóknarflokkinn. Alþýðublaðið segir: Yfirgangur aftur- haldsins er orðinn stórhættulegur, ráðið er að allir vinstri Stnnaðir menn sameinist um Alþýðuflokkinn. Frjáls þjóð segir: Yfirgangur afturhaldsins er orðinn stórhættulegur, ráðið er að allir vinstri sinnaðir m,enn sameinist um Þjóð- yarnarflokkinn. Forsendur þessara blaða eru réttar, og það er sérstök íástæða til að gefa því gaum, hvernig Sjélfstæðisflokkurinn hagnýtir sér sundrung andstæðinga sinn og að hann hefur raunverulega möguleika á að tryggja sér meirihluta á þingi þótt hann sé stöðugt að tapa fylgi með þjóðinni, En álykt- anir þessara flokksblaða eru auðvitað spaugileg fjarstæða; það er ekki raunsætt mat á ástandinu að ímynda sér að andstæðingar íhaidsins hlaupi allt í einu til einhliða stuðn- ings við einhvern einn af andstöðuflokkunum. Og þetta vita eðstandendur þessara blaða mætavel. Áskorunum þeirra er ekki beint til manna utan flokkanna, heldur til flokks- rnannanna sjálfra. Ráðamenn Framsóknarflokksins, Al- býðuflokksins og Þjóðvarnarflokksins finna að það er að íosna um flokkaböndin, iæ fleiri af fylgjendunum neita að hlýða hinni einstrengingslegu stefnu forustumannánna og krefjast þess að tekin verði upp ný vinnubrögð: að vinstri Söílin taki upp samstarf um öll þau málefni sem þeim eru sameiginleg í stað þess að leyfa afturhaldinu áfram að deila og drottna. Þessi straumhvörf birtast einkar ljóslega í kosningunum jíl Alþýðusambandsþings. Árum saman hefur verið prédik- uið yfir verkafólki sú meginregla að ekki megi hafa sam- vinnu við „kommúnista"; reglan er auðvitað runnin frá áhaldinu en hun hefur verið boðuð af sama kappi í mál- gögnum Framsóknar, Alþýðuflokks og Þjóðvarnar. En nú er reynslan fengin, Alþýðusambandið hefur lamazt til hagsbóta fyrir auðmannastéttina eina saman; og verka- lólk neitar nú að fylgja þessari reglu hvað sem leiðtog- arnir hrópa. Samstarf allra andstæðinga afturhaldsins er rm kjörorð verkafólks og mótar kosningarnar til Alþýðu- sambandsþings í æ ríkara mæli, enaa er það hin sjálfsagða leið til að mæta vandanum. Sömu þróunar verður vart á öllum sviðum þjóðlífsins. Menn minnast þess t. d. þegar bæjarstjórn Reykjavíkur kom sarnan s. 1. vetur að afloknum kosningum. Þrátt fyrir tíiraunir sósíalista hafði ekki tekizt að fá samvinnu and- stöðuflokka íhaldsins um nefndarkosningar, en þeir höfðu meirihluta bæjarbúa á bak við sig. Afleiðingin varð sú að þeir stóðu uppi tvístraðir og ósamþykkir og gáfu íhaldinu rnenn í nefndir að óþörfu. Almenningur reiddist mjög þess- um vinnubrögðum — og mótmæli kjósenda úr öllum and- stöðuflokkum íhaldsins komu því til leiðar að síðan hafa þessir flokkar haft nokkurt samráð sín á milli, þótt það sé enn allt of lítið. — Á Alþingi hefur upplausnin einnig mótað öll vinnubrögð, þrátt fyrir stöðugar tilraunir sósíal- ísta til að koma á samvinnu, og er mál að linni. Verkafólk um land allt metur aðstæðurnar rétt þegar það sriýr baki við fordómum og grýlum og tekur höndum sam- an til að leysa þau viðfangsefni sem brýnust eru, og þeirri stefnu mun vaxa óðfluga fylgi á næstunni. Samvinna er eina ráðið til að hnekkja yfirgangi íhaldsins og peninga- valdsins. Þeir menn, sem reyna að koma í veg fyrir slíka samvinnu og hrópa í staðinn að sameining skuli fara fram imnan einhvers eins flokks, eru aðeins að hjálpa afturhald- inu með óraunsæju blaðri. Og þeir munu einangrast sjálf- ír ef þeim tekst ekki fljótlega að draga réttar ályktanir af jyeruleikanum og vilja almennings. Leikritið á laugardagskvöld- ið, Næturregn eftir H. C. Branner, þótti mér ákaflega leiðinlegt. Og það eru fleiri en ég orðnir þreyttir á þessum síendurtekna þvættingi um hjónabönd, sem hefja göngu sína ofar öllum skýjum, ganga svo í gegnum framhjátökur og rifrildi og enda í andlegum og erótískum dauða. Það var aldrei neitt, sem gat vakið á- huga fyrir framhaldi, aldrei neitt sem kom manni á óvart, ekki eitt einasta atriði, sem hitti í mark, og allra sízt fannst mér til um þau sniðug- heit að enda með því að láta mann á bezta aldri fara að kela við fresskött um miðja nótt í hjónaherberginu, með- an frúin var að loka glugg- anum. En leikendur gerðu þessum leiðindum undarlega góð skil. Við höfum fengið mikinn og skemmtilegan fróðleik um Grænland í skemmtilegu formi í pistlum frá Guðmundi Thor- oddsen, og ekki varð á betra kosið með flutning þeirra en að fela hann Andrési Björns- syni. Les hann fipsta hluti á- gætlega og allt vel. það sem ég hef á hlýtt, nema Sturlu í Vogum, sem sennilega er ó- mögulegt að lesa vel, og svo guðsorðið, sem hann hefur lesið undanfaxna morgna, en það efni mætti þó lesa með ágætum, því að það er ^ott orð. Andrési fer ekki vel svo hástemmdur andagtartónn og hann leggur inn í þann morg- unlestur sinn. Frásaga Jónasar Árnason- ar um humarveiðarnar var með ágætum. Jónas er ein- stakur rithöfundur í allri okkar bókmenntasögu og á ekki sinn líka þótt víðar sé leitað, og hans ritverk njóta sín öllum öðrum betur í flutn- ingi, því að lífæð hans frá- sagnarstíls eru töfrar hins mælta máls, eins og það ligg- ur fegurst og látlausast á vör- um alþýðu manna, og gaman- semi hans, sem læsir sig eins og runnið krydd um hverja setningu, alltaf markviss, oft^ meinleg, það er sú gaman- semi, sem yljað hefur brjóst íslendinga i gegnum allar þrengingar þeirra lífs öld fram af öld. Baldur Bjarnason kom í skarðið á miðvikudagskvöldið, er Gull Kvarans heltist úr lestinni, og talaði um Endur- reisnartímabil Miðaldanna. Slík efni eru of rík af and- legri dýpt til þess að Baldri geti tekizt að gera þeim við- lilítandi skil. Erindi útvarpsstjórans um Marco Polo var skemmtilegt, en nokkuð losaralegt í reip- unum. Föstu dagskrárliðirnir voru yfirleitt góðir. Séra Jakob Jónsson talaði um daginn og veginn. Séra Jakob er prédik- ari mikill, þegar honum dett- ur eitthvað það í hug, sem hann vill segja. Hann hefur t.d. prédikað af svo miklum krafti móti herstöðvum á ís- landi, að Morgunblaðið heimt- aði, að af honum yrði tekin hempan. Því miður hefur prédikun hans slappast á því sviði, og ætti hann þó að vita, að fremur ber að hlýða guði er\. Morgunblaðinu. 1 degi og vegi prédikaði hann fyrir byggingu háhvelfdra mustera guði til dýrðar, og auk þess örnefnasöfnunum víðsvegar um vora hernumdu fósturjörð, og væri þess þó sérstaklega þörf um Suðurnes og annars staðar, þar sem líklegt er að jörð umhverfist fyrst ef ekki tekst að hindra nýja styrjöld. Séra Jakob er þess háttar maður, að ég vil ætlast til, að hann leggi frelsi fóstur- jarðar okkar lið, hverju sinni er hann kemst að hljóðnema útvarpsins, En þótt hann prédiki fyrir einhverju öðru, þá kunnum við íslendingar alltaf að meta eldmóð í pré- dikunum. í tilefni af þessum prédik- imarhugleiðingum, hverfum við um sinn frá föstum þátt- um útvarpsins og víkjum að fleiri prédikunum. Á sunnu- daginn flutti séra Jón Auðuns hörkuáróður fyrir framhalds- lífi mannsálarinnar, og á laugardaginn prédikaði sjálf- ur biskupinn yfir aiþingis- mönnunum, sem nú eru að setjast á rökstóla til að ráða fram úr máhim og raálsefn- um þjóðarinnar Þá lagði biskupinn út . af orðunum: „Sannleikurinn mun gera yð- ur frjálsa". Það er prýðilegt umræðuefni við það tækifæri, en hræddur er ég um, að ekki munu allir þingmenn hafa nægilega vel skilið, hvað í þessum oi’ðum feist fyrir okkar tíma, að ræðu biskups lokinni. Ég hefði viljað, að það hefði verið skýrar fram tekið, að það er sannleikur- inn einn um herstöðvamálið, sem getur aflað þjóð okkar frelsis, svona hluti er bezt að segja blátt áfram og um- búðalaust. Síðan hefði farið vel á því, ef biskup hefði vitnað til orða dómprófasts- ins á sunnudaginn um örugg- 'leika annars lífs og hvílík hætta vofir á eilífðarvegunum yfir hverjum þeim, sem vikur af sannieikans vegi í starfi því, er þjóðin hefur falið honum á hendur. Það hefði rétt aðeins átt að geta þess, að faðir lyginnar er sjálfur djöfullinn og þeir, sem lyg- ina ioka, eru hans börn í anda og sannleika. Það hefði ekki þurft að segja meira, einhverjir háttvirtra þing- manna hefðu ekki talið sér þetta óviðkomandi. Þá hefði ekki verið fjarri lagi að víkja nokkrum orðum að háttum híbýla þeirra, er synir lyginnar og dóttur- synir djöfulsins gista að þessa lífs vegferð iokinni, en þar er „endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun11. Hefði þá ein- hverjum máske dottið í hug að endurskoða afstöðu sína til þjónustunnar við sann- leikann. En víkjum þá aftur að föstu þáttunum. Ævar R. Kvaran er alltaf jafn ágætur úr sínum ýmsu áttum. Auk mikillar skemmtunar er maður alltaf stórum fróðari að erindi hans loknu. — Bún- aðarþættir hafa verið stór- um þarfir tvær síðast liðn- ar vikur, en þeir hafa fjall- að um öryggi í meðferð dráttarvéla. Þórður Runólfs- son öryggismálastjóri hefur annazt þá. Hann semur og flytur skýrt og greinilega. — Ingólfur Davíðsson leysti skýrt og skemmtilega úr spurningum um náttúrufræði. — I þættinum „Úr heimi myndiistarinnar flutti Björn Th. Björnsson erindi um Jóhannes Kjarval og Hjör- leifur Sigurðsson annað um Picasso, og voru bæði rösk- leg og skemmtileg. — Jón Magnússon ræddi um útlönd- Framhald á 11. síðu. Söifigskeiíimíiisi a Gamla bió Ung söngkona, Hanna Bjarna- dóttir að (jiafni, efndi til fyrstu opinberrar söngskemmt unar sinnar hér á landi síð- astliðið fimmtudagskvöld. -— Hún er nú nýkomin heim úr árs námsdvöl í Bandaríkjun- um og mun halda þangað aft- ur innan skamms til frekara náms. Fyrst á efnisskránni voru lög eftir Pergolesi, Donaudy, Sarti, Schumann og Reger. Minnisstæðust verður meðferð söngkonunnar á.,Se tu m’ami* eftir Pergolesi og „Vögguljóði Maríu“ eftir Reger. Síðar- nefnda lagið var sérlega fal- lega sungið. Yfirleitt má segja að rödd Hönnu njóti sín bezt í veikum söng. Þar sem meiri átaka er þörf, er hins vegar eins og rödÚina skorti styrk og öryggi, en úr því mun auk- ið nám og þjálfun bæta, ef að líkum lætur. Fjögur íslenzk lög voru á efnisskránni, „Svanasöngur á heiði“ eftir Sigvalda Kalda- lóns, „Sofnar lóa“ og „Draumalandið11 eftir Sigfús Einarsson, og svo „Mánaskin“ eftir Eyþór Stefánsson. Bezf tókst „Sofnar lóa“, eins og að líkum lætur samkvæmt því, sem áður er sagt. Tvö iög eftir Harriet Ware og H. II. Beach og tvö óperu- lög eftir Puccini og Verdi voru síðast á efnisskránni. Um hæfileika Hönnu Bjarnadótt- ur sem óperusöngkonu verður varla neitt ráðið með vissu af meðferð hennar á óperulögum þessum. En því er alveg óhætt að spá henni, að hún mua verða vinsæl söngkona. B.F.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.