Þjóðviljinn - 12.10.1954, Síða 7
Þriðjudagur 12. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Þjóðlelkhúsið
1
Silfurtím
i
eftir Halldór Kilj an Laxness.
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Ævar R. Kvaran og Herdís Þorvaldsdóttir (Peacock og Lóa).
Salurinn fyllist prúðbúnum
gestum, það er mikil eftir-
vænting í lofti. Tjöldum er
lyft, og við erum allt í einu
stödd í lágu húsi í litlum
kaupstað við lygnan fjörð.
Þar á Lóa heima, ung og lag-
leg' kona, hún á góðan mann
og lítinn langþráðan dreng
sem hún dáir og ann; hún er
söngvin og hagmælt og hefur
ort fallegt ljóð um vininn
sinn smáa og samið við það
ómþýtt lag og raular það öll-
um stundum. En undir niðri
er hún óánægð með fátækleg
kjör sín og þráir fé og frama
eins og faðir hennar, hinn
misheppnaði stjórnmálamað-
ur. Tækifærið ber að dyrum
áður en varir, forstjóri Silfur-
túnglsins, fjölleikahússins í
höfuðstaðnum, gerir við hana
samning, hún strýkur til
borgarinnar frá barni sínu og
manni og tekur að syngja
vöggulagið sitt fyrir þjóðina.
Hún er auglýst sem „huldu-
kona þjóðlífsins“ og af henni
gumað með öllum hugsanleg-
um ráðum, en finnur von
bráðar að hún er ekkert ann-
að en ómerkilegur leiksoppur
í höndum ósvífins fjárplógs-
manns og loddara, hún á ekki
sjálfa sig lengur, sál sína eða
líkama, heimili eða barn, hún
“hefur selt sig, fleygt frá sér
því dýrasta og innsta sem
hún átti. Móðurlaust barnið
veikist og deyr, vögguljóðið
er gert að skrílsöng, en sjálf
reynist hún ekki hæf til að
gegna sínu nýja ætlunarverki;
hún er of cspillt þrátt fyrir
allt, of mikil utanbæjarkona.
Það á að framleigja hana til
annarra landa, en forstjórinn
erlendi kastar henni loks frá
sér dauðadrukkinni eins og
slitinni dulu, ekkert virðist
bíða hennar annað en gatan
og sorpið. Svo miskunnarlaus
er þó ekki endir þessa leiks.
Lóa hverfur aftur heim með
hinum trygglynda bónda sín-
um, en við vitum að hamingja
hennar er glötuð, liún verður
aldrei söm kona aftur.
,,Silfurtúnglið“ er háðleik-
ur blandinn harmi, saga ungu
konunnar mannleg og algild
og gæti alstaðar gerzt og á
öllum tírnum, en jafnframt
nöpur ádeila, bundin íslandi
okkar daga. Takmarkalaus
auðhyggja og margvísleg
spilling þjóðfélagsins er
skáldinu í huga, ekkert er
metið nema peningarnir einir,
menn sækjast eftir skjót-
fengnum gróða, drykkjusvalli
og fánýtum skemmtunum,
hylla apamenn og slöngur,
Tónlist: Jón Nordal
drekka sorann úr menningu
erlendra stórborga, skríða •
fyrir auðugum útlendingum.
Og þeir sem græða á trá-
girni og heimsku fólksins eru
kaldrifjaðir braskarar sem
gera allt að verzlunarvöru,
jafnvel það „innilegasta og
um leið algeingasta og sjálf-
sagðasta sem býr í sérhverj-
um mennskum manni“ eins og
forstjóri Silfurtúnglsins
kemst að orði. Háðið og gam-
anið er ekki græskulaust,
skáldið hefur ógeð á ógeðs-
legum hlutum og leynir því
ekki, skopið verður æ napr-
ara er á leikinn líður. Of mik-
il beizkja getur dregið úr á-
hrifum háðleika, eins og
dæmin sanna, en djúp mann-
úð höfundarins og safarik og
mergjuð kímni vega á móti.
En þetta er afskræmd speg-
ilrnynd af íslenzku þjóðlífi,
munu sumir segja, og færi
betur að þeir hefðu á réttu
að standa; að minu viti er
hér fátt ýkt og engu logið,
heldur sumt látið kyrrt
liggja. Skáldið bendir á ó-
hugnanleg fyrirbrigði í lífi
okkar tíma og varar við hætt-
unni, á rödd þess er öllum
hollt að hlýða.
Halldór Kiljan Laxness hef-
ur lítt fengizt við leikrænan
skáldskap um dagana, og þarf
engan að undra þó að „Silf-
urtúnglið“ sé ekki listrænt
stórvirki á borð við frægustu
skáldsögur hans; það ber engu
að síður ýms beztu merki höf-
undar síns. Það er vel
samið verk og hlýtur að vekja
athygli hvar sem það fer,
Laxness er ekki lengur neinn
viðvaningur um leikritun.
Þræðirnir eru ofnir saman af
íþrótt og list, orð og athafnir
sem birtast snemma í leiknum
öðlast nýja og dýpri merk-
ingu áður en lýkur, og næg-
ir að benda á hatt eigin-
mannsins sem virðist næsta
hégómlegt fyrirbrigði í
fyrstu. Að byggingu leiksins
má það helzt finna að atrið-
ið úti fyrir húsdyrum Lóu er
of stutt og tilbreytingarlítið
og raunar óþarft, það sem
þar er sagt og gert hefði
hæglega mátt birta á öðrum
stöðum, með öðru móti. Mál-
ið er mergjað en alþýðlegt
og fer vel í munni leikar-
anna, mörg samtölin gerð af
þeirri snilli sem stórskáldi
einu er lagin. Persónurnar eru
skýrar og einfaldar í sniðum
eins og háðleiknum sæmir,
sjálfum sér samkvæmar frá
byrjun til loka og umfram
allt sannar, mótaðar af ó-
sviknu raunsæi. Óska mætti
að lýsing söguhetjunnar,
hinnar ólánsömu konu, væri
dýpri og fyllri, en forkunn-
legur er forstjóri Silfur-
túnglsins Feilan Ó Feilan,
hinn óborganlegi fulltrúi fé-
græðgi og ósvífins gróða-
bralls, og mun ekki ofmælt
að vandleitað sé að jafn-
snjallri hliðstæðu í leikrænum
bókmenntum.
Sýningin er glæsileg um
flest og stór í sniðum og
vandlega unnin undir stjórn
Lárusar Pálssonar, en sam-
vinna hans og Laxness hefur
áður borið mikinn og góðan
ávöxt, sem öllum mun í
fersku minni. Um réttan
skilning leikstjórans á verk-
inu þarf ekki að efast, enda
mun höfundurinn jafnan
hafa verið með í ráðum, um
hugkvæmni hans og ráðsnilli
geta þeir sannfærzt sem bera
saman leikritið og sýninguna.
Hins er ekki að dyljast að
leikendunum tekst ekki alltaf
að leysa skop verksins úr læð-
ingi, gefa orðum og athöfn-
um nógan lit og líf; þessa
gætir öðru fremur í þriðja
þætti sem er mun svipdauf-
ari á sviðinu en efni standa
til, og raunar víðar. Hið á-
hrifamikla lokaatriði er ágæt-
lega leikið og gríuir hugann
föstum tökum, listrænt afrek
sem lengi verður í minnum
haft.
Lóa er vandasamast Jilut-
verk í leiknum. Húri er þol-
andi en ekki gerandi, færist
úr einum ham í ar.nan og
hrekst ósjálfbjarga að feigð-
arósi; það er í raun og veru
hverri leikkonu ofraun að
gera hana að þungamiðju
leiksins. Herdísi Þorvaldsdótt-
ur tekst að vonum ekki að
bregða nógu stórum svip
yfir örlög hennar, en hún
vandar verk sitt til fullrar
hlítar, og leikur víða ágæta
vel; hún er indæl og ástúð-
leg þar sem hún situr við
vöggu barnsins, lýsir skýrt
sálarstríði Lóu þegar hún
ákveður að strjúka að heim-
an og svo mætti lengi telja.
Og í lokin leikur Herdís af
meiri djörfung og þrótti en
áður, að því ég fæ munað,
sú túlkun eykur enn hróður
hinnar traustu, vinsælu leik-
konu.
Feilan Ó. Feilan er stór-
brotið og orðmargt hlutverk
og þakklátt miklum og marg-
reyndum leikurum, en öðrum
næsta torvelt viðfangs. Um
leik Rúriks Haraldssonar er
ýmislegt gott að segja, gerf-
ið er ágætt og maðurinn hæfi-
lega ógeðfeldur, hreyfingarn-
ar snöggar og skemmtilegar,
framkoman hressileg og sum
orðsvör hans fyndin. En leik-
arinn er ekki nógu málsnjali
og raddgóður til þess' að
lmyttilegar orðræður hins
málgefna forstjóra njóti sín
til hlítar, þar fara margar
snjallar setningar forgörðum.
Orðin koma allt of sjaldan
innan frá og eru oftlega töi-
uð í belg og biðu; afleiðing-
in er sú að áhugi leikgesta
fyrir þessum ógleymanlega
loddara dvínar um of er á
leikinn líður.
Valur Gíslason er bráð-
skemmtilegur í gerfi Lauga
gamla föður Lóu, eftirminni-
legur karl, ljóslifandi og
glettinn, það er hann sem
túlkar kímni skáldsins bezt
allra leikenda. Róbert Arn-
finnsson leikur eiginmann
Lóu, hinn drenglynda og
geðfelda miðlungsriiann.
Róbert er trúr og traustur
sem svo oft áður og göð til-
þrif í leik hans einkum er á
líður, reiði hans réttlát og
sár og harmur hans látlaus
og sannur. Þá kemur Róri
nokkuð við sögu, drykkjuræf-
ill, glæpamaður og óhenpið
gáfnaljós; útlit svipbrigði og
framkoma Gests Pálssonar
eru ýkjulaus og sönn og við
sjáum og skiljum ao þetta úr-
hrak hefur einhvern tíma
verið laglegur maður og eftir-
læti kvenna.
Þau mr. Peacock og við-
hald hans söngkonan ísa eru
fulltrúar hins stóra heims,
London, París, New York.
JEvar Kvaran nýtur sín á-
gætlega í gerfi' hins tungu-
mjúka og kvenholla „vei'ald-
artónstjóra“ og er leikur
hans verulega hnitmiðaður í
lokin — fágaður og öruggur
heimsmaður, útfarinn og
Framhald á 8. siðu.
Rúrik Haraldsson (Feilan Ó. Feilan) og Ævar R. Kvaran
(Mr_ Peacock).
Jón Aðils (dyravörður) og Róbert Arnfinnsson (Óli).