Þjóðviljinn - 12.10.1954, Síða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. október 1954
Eftir
Giuseppe Berto
22. dagnr
„En ef ég vil ekki afhenda þér hana?“ spurði'faðir
minn.
„Þá tek ég hana með valdi,“ svaraði Michele Rende.
Faðir minn leit niður á borðið, þungt hugsandi. Ég
skildi þetta ekki. Mér fannst eitthvað óeðlilegt í fram-
komu þeirra, eins og þeir væru að leika. Og mér var far-
ið að kólna enn meir og ég skalf enn ákafar en áður og
sama var að segja um Miliellu. Móðir mín kom nú í ljós
og sást bakvið Michele Rende. Hún hélt annarri hendi
fyrir munninn og það var bæði eftirvænting og ótti
í svip hennar. Faöir minn leit upp, horföi lengi og róleg-
ur á hana og leit síðan á Michele Rende. „Gott og vel,
taktu hana þá með valdi,“ sagði hann.
„Eins og þú vilt,“ svaraði Michele Rende. Hann reis
letilega á fætur og tók byssu sína af borðinu.
„Níno,“ hvíslaði Miliella við hliðina á mér.
„Þegiðu,“ sagði ég við hana.
Faðir minn sat kyrr og virtist alveg rólegur. Ég hefði
aldrei trúað aö hann byggi yfir annarri eins rósemi.
„Helduröu að þú skipir þér réttu megin við lögin með
þessu?“ spurði Michele Rende.
„Ég held ég skipi mér réttu megin við samvizku
mína“, svaraði faðir minn.
„Það virtist ekki þurfa mikið til að friða samvizku
þína“.
„Það er þó betra en að hafa alls enga samvizku“,
sagði faðir minn.
Þaö var enn eins og þeir væru að leika. En ekkert
kæmi fyrir, ég hafði þegar skilið það. En Miliella hafði
ekki skilið það enn og hún titraði ofboðslega og ég
varð að grípa um hönd hennar til að koma í veg fyrir
að hún ræki upp óp.
Michele Rende tók utanum vélbyssuna og beindi^
henni að föður mínum. „Upp með hendurnar“, sagði
hann.
Faðir minn reis á fætur og rétti hendurnar upp fyrir
höfuðiö. Móðir mín gekk hægt að hlið hans. En Michele
Rende hirti ekki lengur um að miða byssunni. Hann
tók haglabyssu föður míns ofanaf veggnum, opnaði
hana og athugaði skothylkin. „Ég þarf smærri högl“,
sagði hann. „Hvar eru hin skotfærin?“
„í skúffunni til hægri“, svaraöi faðir minn.
Hann opnaði skúffuna og fór að leita og ef til vill
hefur hann viljandi verið svo lengi að því. Þannig
naut hann hins hæpna sigurs síns. Faðir minn hélt
handleggjunum uppréttum með þrjózkusvip. Miliella
var nú farin að átta sig og skalf ekki lengur eins og
áður. „Iívers vegna gerir hann þetta?“ spurði hún
mig.
„Þegiðu“, sagði ég. Ég vlssi ekki hvort hún átti við
föður minn eða Michele Rende. Ég hafði engu að
svara. Auk þess leiddist mér tal hennar.
En hún hélt áfram: „Heldurðu að hann ætli til
Giulíu Ricadi?“
„Hvert annað skyldi hann svo sem ætla? Til systur
sinnar, sem er farin héðan?“
„Hann ættí ekki að fara“, sagði hún. „Hvað ætlar
hann að gera?“
„Hvað heldurðu?" sagði ég. „Þaö gerist ekki annað en
það að hún verður blind. Og það á hún skilið“. j
„Hann má ekki gera það“, sagði hún. „Hvers vegna
segir honum enginn að hann megi það ekki?“
Ég rak olnbogann snöggt í hana því að hún hafði
talað of hátt. „Farðu að hátta“, sagði ég. „Heldurðu að
hann hafi ekki haft tíma til aö hugsa um það sem
hann ætlar sér að gera?“
Hún fór ekki burt, en hún hætti að minnsta kosti
að spyrja.
^•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■b
SsíSnm og saismum
kven- og barnafatnað.
Vönduð vinna
SfeeiSavog 20, 1. hæð
Michele Rende hafði valið sér skothylki. Hann stakk
þeim í vasann og sneri sér að föður mínum sem stóð
enn með upprétta handleggi. „Meira þarf ég ekki“,
sagði hann. „En ég kæri mig ekki um að fólkið í ná-
grenninu viti að ég hef komið hingað. Það er ykkur
í hag að þegja um það“.
Faðir minn svaraði engu.
Michele Rende axlaði byssu fööur míns og hélt á vél-
byssunni í hendinni. Hann gekk nokkur skref í áttina
til dyra, nam síðan staðar og ég sá aftur framan í hann.
„Ég veit ekki hvar ég get skilið byssuna eftir“, sagði
hann. „Ef ég hef tíma skal ég fela hana bakvið kalk-
ofninn í Turri. Annars verð ég að skilja hana eftír í
skóginum fyrir ofan Acquamelo. Þú getur sent son þinn
eftir henni á morgun“.
Enn svaraði faðir minn engu.
Michele Rende gekk til dyra og rétt á eftir heyrðust
útidyrnar opnaðar. Ég sá að faðir minn lagði handlegg-
ina niður með hliðunum. En hann hreyfði sig ekki úr
stað. „Hann rignir ennþá“, sagði rödd Michele Rende.
Það gat ekki verið mikil rigning, en hann rigndi
þó. Þegar dyrnar stóðu opnar heyröist regnhljóðið upp
í stigann.
„Gæturðu ef til vill vísaö mér á einhvern stað til að
sofa“, sagði rödd Michele Rende. „Ég verð að fara í
fyrramálið áður en birtir“.
Faðir minn gerði hvorki að svara né hreyfa sig. Hann
horfði í áttina til dyra. Hann ætlaöi sér auðsjáanlega
að bíða þegjandi þangað til hinn maðurinn færi. Ég
var viss um að hann hafði það í hyggju. En þess í stað
hreyfði hann sig eftir andartak, sagði ekki orð, en tók
niður gripahúsljóskerið af veggnum.
Michele Rende kom inn aftur. „Þakka þér fyrir“,
sagði hann.
Svo fóru þeir saman inn í gripahúsið og ég sá ekki
meira til þeirra. Ég heyrði faðir minn útskýra í sem
fæstum orðum hvar hann gæti sofið og hvernig hann
gæti komizt út um morguninn. „Komdu fljótt“, sagði
ég við Miliellu.
Við gengum sáman upp stigann, að herbergisdyr-
unum mínum, og ég ætlaði þangað inn. „Bíddu“, sagði
hún við mig. Ég fann hana þreifa eftir hönd minni
í myrkrinu. „Nino“, sagði hún.
En hún gat ekki komið upp orði. „Hvað viltu, flýttu
þér“, sagði ég.
limiitblá fegnkápa
Þegar maður fær ekki að sjá
upp í bláan himimnn verður
maður að láta sér nægja liimin-
bláa regnkápu, og í rauninni er
það ekki svo afleit hugmynd.
En burtséð frá litnum er snið-
ið á þessum rykfrakka hentugt
og þægilegt, sem hæfir vel í
okkar veðurfari. Hann er saum-
aður úr ljósbláu poplíni, vatns-
þéttur, hnepptur hátt í hálsinn
og er með tveim góðum vösum.
Takið eftir síddinni. Nýju regn-
kápurnar eru í 'styttra lagi, og
helzt virðist sem mjög síðu
regnkápurnar séu alveg úr sög-
unni.
KARTÖFLU
BRAUÐ.
1 kg. rifnar hráar kartöflur
750 gr. heilhveiti
750 gr. rúgur
250 gr. hveiti
1 msk. salt
7 dl. súr undanrenna eða
vatn 70 gr. pressuger eða
5 tesk. þurrger.
Leysið gerið upp í volgum
vökvanum. Afhýðið og rífið
kartöflurnar, blandið mjölinu í,
einnig salti og vætið í með
gerinu og mjólkinni (eða
vökvanum). Hnoðið deigið vel.
Deigið verður kannski nokkuð
hart, en á að linast við gerj-
unina. Látið deigið lyfta sér
við ca. 30° C., nálægt ofni eða
yl. Skiptið deiginu í 2-3 brauð,
látið þau lyfta sér aftur í
formi eða plötu, áður en bak-
að. Bakið þau um það bil IV2
klst. Borðist fljótlega, annars
geymd á þurrum og köldum
stað, þar eð því er hættara við
að mygla en öðru brauði. Að
öðni leyti geymist það vel.
OC CAMt^si
Ungur eiginmaður (snemma
morgun) — Er ekki kominn
tími til að fara á fætur?
Eiginkonan: — Hvers vegna?
— Barnið er sofnað.
Prófessor: — Kennir þú þess-
um bekk?
Stúdent: — Nei, herra.
P. — Talaðu þá ekki eins
og fífl.
i=SSSS==i
— Ég var að frétta, að Nonni
hafi verið rekinn úr skóla fyrir
svindl.
— Satt er það.
— Hvað kom fyrir?
— Hann hnerraði í rúss-
neskuprófinu og var hent út
fyrir að beygja sögn upphátt.
I ÆFSI !
■ ■
■ ■
j Aðalfundur ÆFR verður:
: haldinn í kvöld 12. október :
[ í Baðstofu iðnaðarmanna og :
jhefst kl. 20:30.
■ Dagskrá:
j 1 Venjuleg aðalfundarstörf. :
| 2 Um 13. sambandsþing
S ÆF: Adda Bára Sigfús- :
| dóttir.
j 3 Frásögn af Kínaför: Ingi j
j R. Helgason.
j 4 Kvikmynd.
j Félagar f jölmennið.
■
[ Stjórn ÆFR j
■ -
Góðus jakki í hvemig
veSn sem er
Stuttir, víðir jakkar eru mjög
vinsælir, enda eru þeir til
margra hluta nytsamlegir. Þeir
eru hentugir yfir dragtir, kjóla
og síðbuxur. Hér er mynd af
jakka úr tvílitu poplíni. Stóri
matrósakraginn og breiðu upp-
slögin eru úr ljósu efni, að
öðru leyti er jakkinn úr lit-
sterku efni. Við svart pils,
svarta hanzka og svarta peysu
er þetta ekki einungis hentug-
ur búningur, heldur einnig
mjög snotur.