Þjóðviljinn - 04.11.1954, Side 7
Fimmtudagur 4. nóvémber 1954 — 1>JÓÐVILJINN ~ (T
í Milford, Delaware, Bandaríkj-
unum hélt maður að nafni Bry-
ant W. Bowles, fyrrum liðþjálfi
í flotanum, fasistískan áróðurs-
fund á vegum „Þjóðarsamtaka“
til hagsbóta hvítum mönnum, en
hann er forseti þeirra samtaka.
Hann vitnaði þar 1 fræga stuön-
ingsmenn, svo sem ríkisstjórana
Byrnes (fyrrum utanríkisráðherra
Bandaríkjanna) og Talmadge
. „Ég er ekki andvígur lituðu fólki“
sagði Bowles, „en ég styð hvíta
,menn.“ f ræðulok lyfti hann
þriggja ára dóttur sinni upp á
ræðustólinn og öskraði: „Haldið
pið, að pessi telpa verði látin
ganga í skóla með svertingjum?“
Hann svaraði sjálfur: „Ekki á
meðan ég hef loft í lungum og
púður getur blossað.“ Annar
ræðumanna var enn háfleygai’i:
„Ef guð hefði ætlazt til að við um-
gengjumst svertingja, hefði hann
ekki skapað neina svertingja.
Hann hefði skapað alla menn
hvíta.“
Á fundi á fjallinu Stone Mountain, Georgia, voru teknir nýir meðlimir í Ku Klux Klan, peirra á meðal marg-
ir lögreglumenn! Klansmenn kveiktu krossbálið, með pví að raða saman olíudúnkum og kveikja í peim. Eft-
ir að nýju meðlimirnir höfðu verið teknir í félagið, að viðstöddum púsundum Klansmanna frá öllum Banda-
ríkjunum, hófst ný alda hermdarverka.
Einnig gyðingaof-
sóknir
Þessi fáránlegu og ömur-
legu ummæli eru tekin af
handahófi úr því sorpflóði er
ollið hefur yfir fundi og blöð
'Á kosningadegi í Miami,
Florída, hengdu Klansmenn
mynd af svertingja í einn
Ijósastaurinn. Áletrunin
sýnir „glœp“ hans. Þar
stendur: „Þessi svertingi
kaus“.
í Suðurríkjum Bandaríkjanna,
síðan kunnugt varð um þann
úrskurð hæstaréttar í sumar,
• að börn og ungmenni landsins
hefðu rétt til að ganga í sömu
skóla hvort sem þ«au væru
. hvít, eða dökk á hörund.
Stjómarvöld Suðurríkjanna
r eru með í öskurkórnum. I
, þeim ríkjum, Georgia, Florida,
Maryland, Delaware og fleir-
um er úrskurður hæstaréttar
að engu hafður, og baráttan
gegn lituðu fólki hefur undan-
farið blossað upp í hermdar-
verkum gegn þessu fólki. Á
ýmsum stöðum er ofsóknun-
um og sprengjuárásum einnig
beint gegn gyðingafjölskyld-
um.
ik Ku Klux Klan er góð-
gerðafélag.
Samtök þau er Bowles veit-
ir forystu er ómengaður fas-
istafélagsskapur, studdur af
Ku Klux Klan, isem undanfar-
in ár hefur aukið félagatölu
sína og hermdarverkastarf-
semi. Lengi hefur verið talið,
að Bymes ríkisstjóri stæði ná-
lægt Klaninum, er ætti styrk
hans og samúð vísa. Og bæði
Eugene Talmadge eldri og
sonurinn sem varð'eftirmaður
föður síns sem ríkisstjóri
með h jálp velsmurðrar spilling
arklíku, hafa þrásinnis gortað
af samböndum sínum við Ku
Klux Klan og stuðningi við
æðstu stjórnarvöld þess fé-
lagsskapar.
Opinberlega er Ku Rlux
Klan skráður sem góðgerða-
félag, og sem slíkt undanþeg-
ið skatti! I Suðurríkjunum er
engin leið að koma lögum yf-
ir félagsmenn hans, hvaða
glæpi sem þeir fremja. Klan-
inn á ömgg ítök bæði í lög-
reglu og stjórnarvöldum, og
fréttaþjónustan gætir þess að
Klanmorði á svertingja sé
lýst sem slysi, ekið var á
mann í myrkri eða því um
líkt. Það tekst næstum alltaf!
I Suðurríkjabæjunum verð-
ur maður strax var við þeg-
ar komið er á svæði þar sem
skyndiaftökumar, hinar al-
ræmdu lynching, tíðkast.
Svertingjarnir halda sér þar
mestnnnan bæjarhverfa sinna,
ekki af einangrunartilhneig-
ingu heldur af beizkri nauð-
syn. Fari þeir inn í önnur
bæjarhverfi, reyna þeir að
láta sem minnst á sér bera,
læðast meðfram húsunum.
^ Gekk í Klaninn til
að skaða hann.
Þessar fátæklegu upplýsing-
ar um starfsemi Klansins eru
ekki frá tilviljunarkenndum
heimildum, heldur frá manni,
sem fyrir nokkrum árum gekk
í samtök hans í borginni At-
lanta til að geta barizt gegn
þessum fasistafélagsskap inn-
an frá. Hann heitir Stetson
Kennedy, og bók hans, sem
nýlega kom út hjá Arco Publ-
ishers Ltd. í London, heitir I
Bryant W. Bowles: Haldið
pið að pessi telpa verði lát-
in ganga í skóla með svert-
ingjum. Ekki meðan púður
getur blossað.
rode with The Ku KIux Klan.
(Á reið með Ku KIux Klan).
Áður fyrr fóru Klanfélagarnir
ætið ríðandi til hermdarverka
sinna, en nú aka þeir í bíl með
slökktum ljósum. En þegar
Suðurríkjamenn tala um næt-
urferðir Klansins tala þeir
enn um „reiðir" hans.
Það er sannfæring Kenne-
dys, að á engu sé Bandaríkj-
unum brýnni þörf en að losa
sig við kynþáttaofsóknirnar
og þar með við Ku Klux Klan,
losna við hatursblöð hans
gegn svertingjum, gyðingum
og öðrum þjóðernisminnihlut-
um, og allt hans þéttriðna
net af fasistískum og hálf-
fasistískum félögum. Hvað
eftir annað, síðan stríði lauk,
hafa þau sent menn í „náms-
ferðir“ til Vestur-Þýzkalands,
en þangað komnir leituðu
þeir uppi alræmda nazista og
lærðu af þeim listirnar til að
beita heima. Á þeim tíma sem
Kennedy var félagi í Ku Klux
Klan safnaði hann svo mikl-
um sönnunargögnum gegn
félagsskapnum að nægt hefði
í hverju lýðræðislandi honum
til dómsáfellis. En ekkert að
ráði var gert með það.
Nokkrum Klansmönnum var
refsað fyrir óspektir á al-
mannafæri og fyrir skattsvik,
en ekki hreyft við félags-
skapnum.
Kennedy skýrir sjálfur ó-
beint hvers vegna honum
tókst ekki að vekja málaferli
gegn Ku Klux Klan. Hann
segir: Joe McCarthy er mesti
Rlansmaðurinn Jæirra allra.
Það er einungis formsatriði
að hann er ekki meðlimur í
félagsskapnum. I svarí við
blaðaherferð gegn Ku Klux
Klan fyrir nokkrum árum
svaraði vörður hins- banda-
ríska lýðræðis „óameríska“
nefndin: „Eftirlitsmenn yorir
hafa rannsakað allar heimild-
ir og kærur og komizt að raun
um, að engin nierki sjást um
sliipulagðan, virkan fasisma í
Bandaríkjunum.“
Myndastytta pessi af auð*
mjúkum svertingja með
hattinn í hendinni stendur
í Suðurríkjabænum Mat-
chitotes, Louisiana. Hún er
reist af Ku Klux Klan-fólki
til aö minna svertingja a
herrapjóðerni hvítra manna
★ Klansmenn leyndu
að brenna höíundinn
inni
Nokkur dæmi úr bók Kenne-
dys sýna hve traustum rökum
sú staðhæfing er studd.
Höfundurinn er sjálfur Suð-
urríkjamaður, ólst upp í
Florida, og bók hans lýknf
með áhrifamikilli lýsingu á
því er Klansmenn reyndu aö
brenna hann inni. Einungis
vegna þess hve grannarnir
brugðu fljótt við um hánótt
tókst að bjarga Kennedys-
hjónunum og eignum þeirra.
I æsku sá Kennedy KÍans-
menn misþyrma svértingja* ‘ '1
Framh. á 8. ■'SíðUi