Þjóðviljinn - 06.11.1954, Síða 3
Laugardagur 6. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3
ForsÖiiiaiur Norðurlandadeildar
Deatz-verksiniðjaima staddnr hér
Dr. Thomas Schmidt, forstöðumaður Norðurlanda-
deildar þýzku vélaverksmiðjanna Kliickner Humboldt
Deutz í Köln, er staddur hér á landi um þessar mundir.
Var hann kynntur blaðamönnum og fleiri gestum í gær
og skýrði þá frá starfsemi verksmiðjanna.
Deutz vélaverksmiðjurnar voru
stofnaðar árið 1864 og var stofn-
andi þeirra Nico’aus A. Otto, sá
«r fann upp fjórgengls véiina. Er
verksmiðjan talin elzta vélaverk-
smiðja iheims.
20 þús. starfsmerm
1 dag starfa hjá Deutz-verk-
smiðjunum um 20 þús. menn, en
þar eru fyrst og' fremst fram-
leiddar dieselvélar, 3-2000 hestafla,
fyrir báta, skip, dráttarvélar, bíla,
vinnuvélar alls konar, rafstöðvar
ofl.
Á stríðsárunum hófu verksmiðj-
urnar smíði loftkældra dieselvéla,
er hafa þótt bera af öðrum díes-
elvéium hvað gæði snertir. Talið
er að nú séu i notkun um allan
heim rúmlega 110 þús. loftkældra
Deutz-díeselvélar. einnig hér á
landi. Mun láta nærri að um 60-70
Deutz-dráttarvélar séu hér á landi.
Klöckner Humbo’dt Deutz eru
mú stærstu dráttarvéiaverksmiðj-
ur í Þýzka’andi og er framleiðs'an
um 1000 dráttai’vélar á mánuði.
Einnlg- framleiða verksmiðjurnar
:mánaðanlega um 600 Magirus-vöru-
bíla með loftkæidum díeselvélum,
svo og jarðýtur og önnur Iandþún-
mðartæki.
Þess má að lokum geta að afl-
vélin og 4 hjálparvélar í dráttar-
bátnum Magna, sem nú er i smið-
um, eru Deutz-dieselvélar, sú
stærsta 1000 hestöfl.
Eikar
Stofuskápur
(herraskápur)
til sölu.
Upplýsingar í
síma 5541
Höfum fengið send-
ingn af m|‘ög ódýmm
vörum svo sem:
Grænt munstrað
moleskinn
á 30.00 mtr.
Köflótt
skyrtuefni
á 7.50 mtr.
Köflótt og rósótt
flúnel
á 12.40 mtr.
Lakaléreff
hör á 21.30 mtr.
Hörléreft
fíngerð á 22.50 mtr.
Everglaie,
hvítt á 23.60 mtr.
Blúndur
ur nylon, baðmull og tylli.
Kjélahelti
H.T0FT
Skólavörðustíg 8, sími 1035
I sunnudagsmatmn:
'k
Svið
Hangikjöt
Rjúpur
Tryppakjöt
Lifur
Hvalkjöt
★
Gulrófur
Hvítkál
Rauðkál
'k
Allskonar
álegg
'k
Vörnverðið
Hæsta og lægsta smásölu-
verð ýmissa vörutegunda í
nokkrum smásöluverzlunum í
Reykjavík reyndist vera þann
1. þ.m. sem hér segir: (1 kg.
nema annað sé tekið fram).
Rúgmjöl Lægst Hæst Meðalv. 2.50 2.70 2.51
Hveiti 2.60 3.65 2.66
Haframjöl 2.90 3.80 3.31
Hrísgrjón 5.95 6.25 6.14
Sagógrjón 5.20 6.15 5.39
Hrísmjöl 4.55 6.70 5.63
Kartöflumjöl 4.65 4.85 4.74
Baunir 4.50 5.90 5.25
Te, y8 Ibs. pk. 3.10 4.35 3.91
Kakao, 7.00 10.20 8.93
(x/2 Ibs. dós) Suðusúkkul. 58.00 60.00 59.51
Molasykur 3.85 4.30 4.12
Strásykur 2.65 3.25 3.12
Púðursykur 3.25 4.30 3.45
Kandís 5.50 5.75 5.71
Rúsínur 11.30 12.60 11.94
Sveskjur 16.00 19.00 17.93
(70/80) Sítrónur 15.40 17.30 16.15
Þvottaefni, 4.55 5.00 4.79
(útlent pk. pr.). Þvottaefni 2.85 3.30 3.09
(innlent pr. pk.) Á eftirtöldum vörum er §ama
verð í öllum verzlunum. (Verð-
ið er miðað við 1 kg.)
Kaffi brennt & malað 45.00
Kaffi óbrennt 32.30
Kaffibætir 16.00
Mismunur sá er fram kem-
ur á hæsta og lægsta smásölu-
verði getur m.a. skapazt vegna
tegundamismunar og mismun-
andi innkaupa.
Skrifstofan mun ekki gefa
upplýsingar um nöfn einstakra
verzlana í sambandi við fram-
angreindar athuganir.
Frá verðgæzlustjóra).
Vesturgötu 15, sími 4769.
Alþmgishátíðar-
kantata Emils
Thoroddsen
aðalviðfangsefni
Þj’éðleikhússkérsins
Aðalfundur Þjóðleikhússkórs-
ins var haldinn að Hótel Borg
þriðjudaginn 26. okt. s. 1. Auk
kórfélaga sátu fundinn þeir Guð-
laugur Rósinkranz, þjóðleikhúss-
stjóri og dr. Viktor Urbancic,
söngstjóri kórsins.
Fráfarandi formaður, frú
Svava Þorbjamardóttir, flutti
ársskýrslu stjómarinnar, en
samkvæmt henni voru helztu
verkefni kórsins á starfsárinu Al-
þingshátíðarkantata Emils Thor-
oddsen og lagaflokkur úr óper-
ettunni „Nótt í Feneyjum“ eftir
Johann Strauss.
Auk þess aðstoðuðu nokkrir
kórfélagar við sýningar á 2 leik-
ritum og einni óperettu (Ni-
touche) í Þjóðleikhúsinu.
Kórinn hóf vetrarstarfið í
byrjun október með æfingum á
óperunum „Cavalleria Rusti-
cana“ eftir Mascagni og „II
Pagliacci" eftir Leoncavallo, en
sýningar á þeim óperum munu
hefjast í Þjóðleikhúsinu á ann-
an dag jóla næstkomandi.
Stjórnarkosning fór þannig, að
fráfarandi stjórn var öll endur-
kjörin, en hana skipa þau Svava
Þorbjamardóttir formaður, Svan
hildur Sigurgeirsdóttir ritari og
Sverrir Kjartansson gjaldkeri. f
varastjórn voru kjömir þeir Að-
alsteinn Guðlaugsson, ívar
Helgason og Sighvatur Jónasson.
Húnvetningafélagið starfar
að útgófu húnvetnskra frœða
skégrækt, hyggðasafni og fleiri
málunt átHhagaima
Húnvetningafélagiö' hélt aöalfund sinn í fyrrakvöld, en
auk venjulegrar félagsstarfsemi hefur það haft útgáfu-
starfsemi og skógrækt heima 1 héraöi.
Félagið gaf í fyrra út Troðn-
ingar og tóttabrot, en áður hafði
Brandsstaðaannall • verið gefinn
út. Sögufélagið Húnvetningur,
sem starfar heima í héraði hef-
ur einnig gefið út Hlyni og hregg-
viði. Útgáfu fróðleiks og frá-
sagna úr Húnavatnssýslum verð-
ur haldið áfram og kaus aðal-
fundurinn í útgáfunefnd þá próf.
Jón Jóhannesson, sr. Gunnar
Árnason og Hannes Árnason.
Stendur nú ti) að sameina þessa
útgáfustarfsemi og sögufélagsins
Húnvetningur.
Skógræktin
Húnvetningafélagið hefur skóg-
ræktarlund í Vatnsdalshólum,
Þórdísarlund og mun nú ekki
vanta nema 1500 plöntur til að
fullplantað sé í hann, en fyrir-
hugað er að koma upp skóg-
ræktarlundi í Vestur-Húnavatns-
sýslu.
Médelflug
Framhald af 12. síðu.
kvað hann vera 86.5 km, en
tímamet á lofti 1 klst. og 20 mín.
Þjóðverjar heimsmeistarar
Hann kvað um 100 módelflug-
klúbba starfandi í Danmörku og
héldu þeir samkeppni sín á milli
um meistaratitil Daría í módel-
flhgi, en slík keppni fer fram
í mörgum flokkum eftir stærð og
gerð módelanna. Heismeistara-
keppnin í modelflugi fór fram í
Óðinsvéum í Danmörku s. 1. sum-
ar og urðu Þjóðverjar heims-
meistarar. Norðurlöndin hafa sér-
staka keppni fyrir Norðurlönd og
kvaðst Jensen vonast til að ís-
lendingar yrðu þátttakendur eft-
ir 2 ár eða svo.
Þetta er ekki í fyrsta sinni að
módelflugur eru smíðaðar hér á
| landi, því að árum saman hefur
módelflugklúbbur verið starfandi
i sambandi við Svifflugfélagið,
en nú þegar drengjum gefst kost-
ur á að læra í skólunum að smíða
| módelflugur mun áhuginri fyrir
þessari íþrótt margfaldast.
Bridgekeppni Þróttar
Þriðju umferð er lokið og er
staðan þannig:
1. Grímur Gunnar 198. 2. Sigurður
Geiri 189. 3. Jón Tómas 187. 4.
Gunnl&ugur Júlíus 178. 5 Einar
Ingólfur 171. 6 Ólafur Gunnar 171.
7. Pétur P. Guðmundur 170. 8. Ari
Jón 169. 9. Haraldur He’gi 165. 10.
Guðbjartur Bryndís 162%. 11. Jón
Gísli 161%. 12. Daníel Kristín 157.
13. Sigurþór Einar 156%. 14. Thor-
berg Bjarni 153. 15 Oddur Jóhann
150%. 16 Björn Gunnar 149%. 17.
Guðmundur Axel 145%. 18. Sveinn
Sigurþór 144%. 19. Sigurjón Óli
139%. 20. Guðmundur Snorri 122.
Byggðasafn
Aðalfundurinn kaus 5 manna
byggðasafnsnefnd til að hafa með
höndum söfnun gamalla muna
í byggðasafn. Kosnir voru Finn-
bogi Júlíusson, Guðrún Svein-
björnsdóttir frá Hnausum, Pétur
Sæmundsson Blönduósi, sr.
Gunnar Árnason og sr. Jóhann
Briem frá Melstað. — Þá kaus
fundurinn einnig skemmtinefnd.
—o—
I stjórn Húnvetningafélagsins
voru kosnir: Arinbjörn Árnason
form. og með honum Kristmund-
ur Sigurðsson, Björn Bjarnason,
Guðmundur Albertsson og Zoph-
us Guðmundsson.
Andspyrnu-
hreyfingin
hefur skrifstofu í Þingholts-
stræti 27. Opin alla virka
daga kl. 7—9 síðd., sunnud.
kl. 4—6.
Komið og takið áskriftalista
og gerið skil.
Skésalan,
Hverfisgötu 74.
Höfum fengið nýjar birgðir ■
ar ódýrum dömuskóm, inni- ■
skóm og karlmannaskóm. ■
■
■
SKÖSALAN,
Hverfisgötu 74:
liggm leiðin
Dívanar
Og
ottónanar
í fjölbreyttu úrvali.
TiésmiSian ViÐIR.
Laugaveg 166 — Sími 7055.