Þjóðviljinn - 06.11.1954, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.11.1954, Qupperneq 5
Laugardagur 6. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bcsndarískccr ilugstöðvar ógna öryggi Breta, segir þingmoður- LeiSa hæffu á kjarnorku- og vetnis- sprengjuárásum yfir þjóSina ■« » v a & Einn fremsti sérfræöingur þingflokks brezka Verka- niannaflokksins í utanríkis- og hermálum ' er þeirrar skoðunar, að stö'ðvár' bandaríska fiugfiéi’sins í Bretlandi stofni þjóöinni í stórkostlegan háska. Richard Crossman, þingmað- ur fyrir kjördæmi í borginni Coventry, ræddi um bandarísku flugstöðvarnar á fundi Fab- íanfélagsins í Nottingham á laugardaginn. Crossman var einn af þeim, sem stjórnuðu sálrænum hernaði Breta á stríðsárunum. Ógnun við öryggi Bretlands. „Bandarísku sprengjuflug- vélastöðvarnar í Norfolk eru nú orðnar ógnun við öryggi Bretlands, sagði Crossnian. „Bandaríkjastjórn hefur ákveð- ið að reiða sig á vetnissprengj- una og kjarnorkusprengjuna til að vega upp af liálfu Vest- urveldanna yfirburði Rússa í mannafla.“ Landið berskjaldað. Hann komst svo að orði, að brezka ríkisstjórnin virtist hafa heimilað Bandaríkjamönnum að gera vetnissprengjuárásir frá stöðvunum í Norfolk. I>ar með hafi hættan á end- urgjaldsárásum verið leidd yfir Breta sem séu þjóða berskjaldaðastir gagnvart slíkum hernaði. Tími til kominn. „Ég álít“, sagði Crossman, „að timi sé til kominn að segja vinum okkar handan við At- lanzhafið hreinskilnislega frá því, að annaðhvort verði þeir að endurskoða hernaðaráætlun sína í samráði við okkur þeg- ar í stað eða að öðrum kosti vera við því búnir að fara á brott héðan með sprengju- flugvélar sínar.“ . RicharcL Crossman Wegur gerður úr gúnuní Svisslendingar hafa orðið fyrstir manna til að nota gúmmí til vegagerðar. Nokk- urra kílómetra vegarspotti 'lagður gúmmí reyndist aðeins 15% dýrari en ef hann hefði verið lagður úr venjulegum efnum. En talið er að gúmmí- vegurinn muni endast 25% lengur og þar að auki hefur hann þann kost að hann er mýkri og bílar geta ekki runnið til á honum. Konnngnrrak þingfiorseia Forseta öldungadeildar þings Libyu hefur verið vikið úr em- bætti að konungsboði. Forset- inn segir Idras konung hafa gripið til þessa ráðs til þess að veikja andstöðuna á þingi gegn samningi, sem veitir Bandaríkjunum flugstöðvar Libyu gegn dollaragreiðslu. I Getur ekki ■ ■ ! fengið kvef ■ ■ Frú Kathleen Chauffey : frá Eltham, einni af útborg- : um London, verður á næst- : unni lögð inn til rannsóknar : á Havardsjúkrahúsið í Sal- : isbury. Þar verður í tíunda : skipti reynt að gera hana : kvefaða. Vísindamenn sem : starfa við kvefrannsóknar- ; stofu sjúkrahússins hafa : níu sinnum sprautað kvef- ; sýkiefnum í hana en þau ■ hafa aldrei hrifið. Frúin hef- ■ • ur ekki svo mikið sem ■ hnerrað um dagana. Læknarnir hafa ótakmark- : aðan áhuga á frú Chauffey, : því að ef þeim tekst að kom- : ast að raun um, hvað gerir : hana ónæma fyrir kvefi, gera : þeir sér vonir um að finna : ráð við þessum útbreiddasta : kvilla mannaima. Telur geislun valda votviðri Kunnur, enskur kjarnorku- fræðingur, prófessor Frederick Soddy, hefur lýst yfir þeirri skoðun að votviðrin víða um heim á þessu ári stafi að lík- indum af kjarnageilsun. Mörg kíló af geislavirkuin efnum rjúka á degi hverjum út í loftið frá kjarnorkustöðvunum í heiminum, sagði Soddy. Friun- eindageilsun gerir rakaagnir raflilaðnar og við það þéttast þær og breytast í rigningar- dropa. Við eðlileg skilyrði eru það einungis rykagnir í loftinu, sem gera raka að rigningu. Soddy kvaðst ekki vilja full- yrða neitt um að veðrið muni framvegis fara síversnandi eft- ir því sem kjarnorkustöðvum fjölgar. Nazistar í Ar- abalöndum Þjóðverjar, sem fyrr meir voru áhrifamenn í nazista- flokknum, gegna nú ábyrgðar- stöðum í mörgum Arabaland- anna, segir Anthony Green- wood, einn af þingmönnum brezka Verkamannaflokksins. Hann hélt því fram í þing- ræðu nýlega, að fyrrverandi liðsforingjar í her Hitlers stjórnuðu nú þjálfun egypzka hersins. Einnig hefur heyrzt að Kruppverksmiðjumar séu að leita um Arabalöndin að hent- ugum stöðum fyrir verksmiðj- ur, til að framleiða í þau þunga vopn, sem Þjóðverjum verður ekki heimilt að smíða sam- kvæmt nýgerðum samningum við Vesturveldin. Englendingur fær Stalínverðlaun Einn þeirra manna, sem á þessu ári fékk friðarverðlaun Stalíns, var enski vísindamaðurinn J. D. Bernal. Hann sést hér til hægri taka við verðlaununum í Moskva. For- maður alþjóðlegu verðlaunanefndarinnar, Dimitri Sko- seltín, réttir honum verðlaunin, sem eru heiðursskjal, gullpeningur og fjárupphœð. Forn, indversk lækninga- jurf fekur f ram raffosfi Haíði góS áhrif á 80% geðsjúklinga í til- raun í Bandaríkjunum Lyf sem unniö er úr jurt, sem öldum saman hefur verið notuö í Indlandi til aö lækna ge'ötruflanir, svefn- leysi og a'öra taugasjúkdóma, hefur veriö reynt viö geö- sjúklinga meö „athyglisveröum og næstum ótrúleg- um árangri“, að því segir í bandarísku læknablaöi. Byggt yflr tjaldbúa Þeim tveim milljónum franka, sem Chaplin gaf húsnæðisleys- ingjum í París, verður varið til að byggja steinsteypt íbúð- arhús handa 180 verkamanna- fjölskyldum, sem nú búa í tjöldum í úthverfum borgarinn ar. Rakvél er rakar án bursta, vatns, sápu eða raf magns Sívalningur með hárbeittum eggjum knú' inn með því að kippa í spotta Ef trúa má fullyrðingum þýzks fyrirtækis, verður rakstur brátt margfalt fljótlegri og fyrirhafnarminni en nokkru sinni fyrr. Starfsmenn fyrirtækisins hafa nefnilega smíðað rakvél sem þeir staðhæfá l'áð taki langt fram bæði venjulegum rak- vélum og rafmagnsrakvélum. Til þess að raka sig með þesá* ari nýju vél er óþarfi að mýkja skeggið með sápu, vatni Teiknarinn George McMan- us er látinn í Kaliforníu 70 ára gamall. Fáir munu kannast við nafnið en því fleiri þekkja fóstur hugar hand og handa, hjónin Gissur gullrass og Rasmínu. Myndasagan af heimiliserj- um þeirra er nú orðin 42 ára gömul og hafði fœrt höfundi sínum of fjár, enda birtist hún í yfir 500 blöö- um í 32 löndum. og bursta og hún er ekki held ur háð rafstraumi eins og raf- magnsvélarnar. Kasthjól. I lögun minnir- þetta nýja tæki á rafmagnsrakvélar, en í stað rafmótors er það knúið með kasthjóli, sem sett er af stað með því að taka í nær óslítanlegan perlonþráð. Kasthjólið er sett af stað með því að kippa tvisvar eða þrisvar í spottann. Það knýr svo sívalning með beittum eggjum, sem hreyfast miklu hraðar en eggjar rafmagns- rakvéla. r Brýnir sig sjálft. Við tvo eða þrjá kippi í spottann helzt sívalningurinn á ferð það lengi, að hægt er um það bil að hálfljúka rakstri áður en næst þarf að kippa í. Eggjarnar raka iafn vel við síðasta snúninginn og þann fyrsta og þær brýna sig sjálfar. Hægt er að stöðva kasthjólið hvenær sem er með því að þrýsta á hemil. Framleiðendur þessarar nýju rakvélar segjast muni senda hana á markaðinn mjög bráð- lega. Jurt sú, sem um er að ræða, nefnist á fræðimáli rauwolfia serpentina og efnið sem unnið hefur verið úr henni og notað sem lyf er kallað reserpine Það hefur reynzt lækka blóð- þrýsting manna. i , 28 af 74 fengu bata. Þrír bandarískir læknap skýra í Journal of the Ameri- can Medical Association frá til- raunum sínum með reserpine. Af 74 sjúklingum, sem þeir gáfu lyfið, fengu 80% meíri eða minni bata. Átta hafa ver- ið útskrifaðir af sjúkrahúsinu og tuttugu hafa fengið að fara heim en eru áfram undir lækn- ishendi. Læknarnir segja að þetta lyf gefi betri árangur við geðlækningar en raflost. Að vísu vara þeir menn við að líta á það sem einhverja allra meina bót í geðsjúkdómum en taka þó svo djúpt í árinni að það sé „þýðingarmesta lyf, sem um getur í sögu geðlækning- anna." Svíar vantrúaðir. Yfirlæknirinh við Beckom- berga geðsjúkrahúsið í Svíþjóð hefur svarað fyrirspumum sænskra blaðamanna um frá- sögn hinna bandarísku lækna. Hann segir að lyfið hafi verið notað á flestum deildum þar síðan um síðustu áramót. Það hefur reynzt hafa róandi áhrif á sjúklingana notað ásamt öðrum lyfjum og í hófi. Hins- vegar er það ekki laust við ó- heppileg aukaáhrif. Sænska yf- irlækninum þykir hinir banda- rísku læknar vera djarir í full- yrðingum sínum þegar ekki meiri reynsla er við að styðj- ast en sú sem þeir lýsa. % l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.