Þjóðviljinn - 06.11.1954, Page 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. nóvember 1954
Stigamaðuriim-------------
Eftir
Giuseppe Berto
v________________
'45. dagur
framan í annaS og við töluð'umst ekki við heldur nema
• um hið allra nauðsynlegasta. Hve lengi gátum við hald-
ið svona áfram? Og hvernig færi þetta? Ég hafði enga
‘ tilfinningu lengur fyrir tíma; hafði þetta gengið svona
til í viku, hálfan mánuð eða mánuð? Nú var ágústmán-
’ uður á enda.
Eina nóttina lá ég og beið. Miliella hafði farið út þeg-
’ ar klukkan sló tvö. f húsinu var þögn; úti var einnig
þögn, aðeins rofin af suði skordýranna og væli í stöku
næturfugli. Svo heyrðist skothljóö innanúr þorpinu of-
’ anverðu. Margir skothvellir hver á eftir öörum, síðan
strjálli hvellir, ákaft hundagelt úr mörgum áttum. Ég
spratt samstundis á fætur. ÁÖur en ég fór niður tók ég
eftir því að foreldrar mínir höfðu vaknað; ég heyi'ði þau
tala saman í herbergi sínu. Ég fór niður og hljóp út,
yfir húsagarðinn og eftir stígnum, .alla leið að eikinni
hjá þjóðveginum. Tunglið var ekki enn komið framund-
an fjallinu, en það var bjarmi á himninum. Og móðir
mín kallaði heimanað. Hún kallaði nafn mitt og nafn
Miliellu kvíðandi röddu. Og ég svaraði: „Við erum
hérna, mamma, við erum hérna.“ Og hún kallaði:
„Komið heim, komið strax.“ Og ég svaraði: „Viö erum
alveg að koma, mamma, við erum aö koma.“ Og eftir
andartak fór hún aftur að kalla.
Loks kom Miliella hlaupandi niður götuna. Hún nam
staðar þegar hún sá mig. En svo þekkti hún mig og
fleygði sér í fang mér öldungis máttvana. Hún skalf
og grét. „Þeir eru búnir að drepa hann, ó, þeir eru bún-
ir að drepa hann,“ kjökraði hún, hallaði sér að mér og
: móðir mín hélt áfram að kalla. Og ég hélt þétt utanum
1 hana og lagöi af stað heim að húsinu. Og hún fylgdist
með mér án þess að vita hvert. En svo tók hún eftir því
að við vorum á leið heim að húsinu og móðir okkar var (
að kalla og hún vildi ekki halda áfram. „Ég ætla ekki
1 inn,“ sagði hún. „Ég vil ekki fara inn aftur.“
‘ Og ég teymdi hana áfram. „Þú þarft ekki að vera
hrædd. Segðu ekki að þú hafir farið út. Þau vita það
ekki.“
Þá jafnaði hún sig. „Farðu og sjáðu,“ sagði hún.
„Hlauptu.“
„Hvert?“
„Fyrir ofan Grupa, í grjótnáminu. Hlauptu.“
Ég tók ekki á rás. Ég var eins og tilfinningalaus. Ég
var örþreyttur. Mér stóð á sama um Miliellu. Mér stóð
1 rieira að segja á sama þótt þeir hefðu drepið Michele
Rende. Þannig hlutu afdrif hans að verða fyrr eða
'siðar. Við þurftum umfram allt aö fá frið.
f Grupa var fólk úti á götunum og hávaði og manna-
mál. Fólkið vissi ekkert meö vissu, hafði.aðeins séð
nokkra lögregluþjóna hlaupa framhjá í áttina til fjalls-
ins eftir skothríð. Allir vonuðu að þeir væru þegar búnir
að drepa hann. Annaðhvort voru þeir þegar búnir að
þíví eða þeim tækist það ekki. Það var ómögulegt að
hafa upp á manni í fjallshlíðinni að næturlagi.
En þeir höfðu ekki drepið hann. Aftur á móti hafði
’ hann sært lögregluþjón, hitt hann í fótinn. Sagt var
að hann hefði orðið fyrri til að skjóta um leið og hann
kom auga á lögregluna. Skömmu seinna var særði mað-
úrinn'borinn framhjá. Hann stundi af kvölum og fé-
lagar hans formæltu Michele Rende og sóru að drepa
hann eins og hund. Þeir sögöu að hann væri smánar-
blettur á þjóðfélaginu.
Ég sneri heimleiöis og reyndi að gera mér í hugar-
lund hvað gerzt hafði. Ef til vill hafði lögreglan rekizt
•á hann af tilviljun. Eða ef til vill hafði hún setið fyrir
honum í grjótnáminu, af því að hún vissi að von var
á honum þessa nótt eða einhverja næstu nótt. En þá
hlaut hún einnig að vita um Miliellu; einhver hlaut að
hafa séð hana á ferli næturnar á undan og njósnað um
hana. Og þá fengið allt þorpið að vita þetta, og for-
eldrar okkar líka. Ég gat ekki ímyndaö mér hvað þau
tækju til bragðs ef þau fengju að vita það. Faðir minn
mundi áreiðanlega drepa hana; hann mundi ekki skorta
.hugrekki til þess. En ef lögreglan hefði vitað um feröir
hans, þá hefði hún ekki látið hann verða fyrri til að
skjóta; hún hefði skotið fyrst. Og það var tilgangslaust
fyrir mig að brjóta heiiann um þetta; ég komst að
engri niðurstöðu. Mig langaði aðeins að komast í rúm-
ið og sofa. Og eftir þetta færi Miliella ekki út á næturn-
ar framar, hvaö sem fyrir kæmi, og ég fengi svefnfrið.
Þegar ég kom fram hjá olívutrjánum, sá ég að faðir
minn stóð í húsdyrunum. Það logaði Ijós í eldhúsinu
bakvið hann. Sennilega stóð hann þarna og beiö eftir
mér. Ég gekk áfram, álútur með máttlausa handleggi
og mér stóð alveg á sama hvort hann var þama eða
ekki. Ég kom að dyrunum og hann vék ekki til hliðar.
Þá leit ég upp. Ég sá hönd hans nálgast andlit mitt og
ég gerði enga tilraun til að koma fyrir mig vörnum.
Hann sló mig af alefli með flötum lófanum. Svo hleypti
hann mér framhjá án þess að mæla orð.
Þaö var slökkt í herbergi Miliellu en Ijósglæta barst
fram í ganginn gegnum opnar dyrnar. Móðir mín sat
hjá rúminu. Munnur minn var fullur af blóði. Ég kyngdi
því til að geta talað.*„Ég fór til aö sjá,“ sagði ég og rödd
mín var eymdarleg og hálfbrostin. Aftur varð ég að
kyngja. „Þaö var Michele Rende sem skaut,“ sagði ég.
„Hann særði lögregluþjón, en þeir náðu honum ekki.“
Svo fór ég í rúmið.
Daginn eftir var aftur sent eftir henni á lögreglu-
stöðina. Ég veit ekki hvernig þeir komu boðum til henn-
ar eöa hvort hún fór þangaö ein eða einhver með henni.
Ég lá í rúminu með hita. Ég vissi að sent hafði verið
eftir henni, vegna þess að hún kom og sagði mér frá
því strax og hún kom heim. „Lögreglan sendi eftir mér,“
sagði hún.
Ég heyröi af röddinni að það var hún og hafði stanz-
að rétt fyrir innan dyrnar og var örvílnuð. Ég horfði upp
í loftið og sagði ekkert.
„Ég sagði ekki neitt,“ sagði hún.
Ég' þagði.
„Þú mátt ekki segja neinum neitt heldur.“
„Allt 1 lagi,“ sagöi ég og beið hreyfingarlaus þangað
til hún fór út. Hún kom ekki inn til mín aftur alla þrjá
dagana sem ég var í rúminu.
En ég sá hana þegar ég kom aftur á fætur og hún
var niðurdregin og vonleysisleg og ekki var annað að
sjá í augum hennar og hreyfingum en uppgjöf og dap-
urleik.
Það var ómögulegt að lifa lífinu á þennan hátt. Þeg-
ar viö hittumst við matborðið voi*um viö eins og ókunn-
ugt fólk, svo rækilega vorum við búin að einangra okk-
RauS floshúsgögn og
nýfizku litir
Við erum oft fullfljót að hlæja
að smekk forfeðra okkar. Tök-
um til dæmis rauðu floshúsgögn-
in, — í þá daga var smekkur-
inn sannarlega einhliða og ef
fjölskylda vildi afla sér virðing-
ar kom hún sér upp einhverju úr
rauðu flosi. En að vísu var til
fólk með sjálfstæðan smekk og
valdi græn floshúsgögn.
Nú hefur hrifningin á floshús-
gögnunum rénað og við fögnum
því úrvali í húsgögnum sem nú
eru á boðstólum. Heimili okkar
þurfa ekki að vera einhliða, og
þó hættir þeim til að verða það.
Við erum ekki eins óháð smekk
annarra og við viljum vera láta.
Takið til dæmis liti.
Árum saman hefur sú skoðun
verið ríkjandi að litir í stofum
ættu að vera daufir, göfugir og
helzt óhreinir. Þessi ótti við
hreina og sterka liti kemur fram
í flestum innréttingum. Og hvaða
litir eru ríkjandi? Það eru dauf-
grænt, saurgult, drapp, grátt og
svart. Þeir koma allsstaðar fram,
hvort sem um er að ræða vegg-
fóður, húgagnaáklæði, rúmteppi
eða gólfteppi.
Þessir litir eru í tízku og þeir
hafa verið taldir hentugir, en
það er ekki að öllu leyti rétt.
Sterku litirnir eru oft ■ miklu
hentugri svo að þess vegna er
engin ástæða til að óttast þá. Og
það er skemmtilegt að sjá dökk-
bláa sófa með skærgulum púðum
í stað hins eilífa rykgula lit-
ar sem er svo vinsæll. Daufu,
ryklitirnir geta verið mjög fal-
legir, en hvers vegna þurfum við
öll ^að nota þá? !Það væri
skemmtileg tilbreytni að sjá
stöku sinnum sterka, fjörlega
liti.
Nælonpelsar í sfórum stíl
Nú virðast nælonpelsarnir
vera að ná útbreiðslu á hinum
Norðurlöndunum og það er
langt síðan maður fór að fá
fréttir um hina góðu eiginleika
sem þeir hefðu til að bera.
Eftir fregnum að dæma eru
þeir fallegir og ef marka má
loforðin um endingu, eru þeir
ódýrir miðað við pelsa, en dýr-
ir í hlutfalli við kápur.
Pelsamir em misdýrir og
verðmunurinn stafar af mis-
munandi sniði og efnismagni í
flíkinni, því að að sögn er efn-
ið sjálft hið sama í dýru og
ódýru pelsunum.
oc campn
Sú saga er sögð um einn á-
gætan málara að hann hafi
mjög illa kunnað að meta
peningagildi málverka sinna.
Skýrlega kom þetta í ljós þeg-
ar fyrst var keypt af honum
málverk. Kaupandinn greiddi
400 dollara og þegar málarinn
fékk peningana í hendur ná-
fölnaði hann, ekki samt af
umhugsun um fjárupphæðina
heldur vegna þess að eiga
von á að sjá málverkið sitt
aldrei framar.
□----------□
Gamall maður hafði lengi leg-
ið veikur, og læknar bæjarins
höfðu reynst ófærir um að
lækna hann eða segja, hvað
að honum væri.
Sá gamli fullyrti að hann
þyrfti enga læknishjálp, en að
lokum var leitað fil sérfræð-
inga þrátt fyrir mótmæli
hans.
Þegar þeir voru svo farnir
aftur komu ættingjar og vinir
gamla mannsins til og spurðu,
hvað þeir hefðu nú sagt sér-
fræðingarnir. — Þeir sögðu
nú, að það væri allt í lagi með
mig, sagði sá gamli sigrihrós-
andi, að vísu notuðu þeir mik-
ið af allskonar orðum, sem
ég skyldi nú ekki, en að lok-
um sögðu þeir að allt væri í
lagi og þeir mundu brátt
finna þetta þegar krufningin
færi fram.
ÚtbreicSið
Þjóðviliann
Nælonpelsarnir eru sagðir
mun sterkari en venjulegar
kápur. Mölur ku ekki geta þrif-
izt í þeim og þeir þola rign-
ingu og bleytu ágætlega. Við
þetta bætist að þeir eru léttir
og heitir um leið, svo að eftir
lýsingum að dæma hafa þeir
ýmislegt til síns ágætis.
Flöt lok
Oft er maður í helluhraki
þegar maður er að elda í mörg-
um pottum. Og flöt lok á pottum
geta því verið mjög þægileg, því
að þá er hægt að halda litlum
potti eða skál heitum á lokipu,
sem fellur auk þess þeim mun
betur að pottinum. Takið líka
^ftir skaftinu á lokinu með rauf
upp 1, sem útbúin er til þess
að það geti hangið á vegg í hæfi-
legri seilingarhæð.