Þjóðviljinn - 12.11.1954, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 12.11.1954, Qupperneq 7
Föstudagur 12. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 r Ný sjónarmið í sögu Islands Þriðji bókaflokkur Máls og menningar, 5. bók — Einar Olgeirsson: ÆTTASAM FÉ- LAG OG RIKISVALD I ÞJÓÐVELDI ÍSLENDINGA — Reykjavík. Heimskringia 1954. Prentsmiðjan Hólar. Þriðji bókaflokkur Máls og menningar er kominn út — það eru haustskipin okkar ís- lendinga í bókmenntum, og nú hefur lengi hver maður spurt annan: Hvað skyldi vera með haustskipunum í ár? Bóka- flokki Máls og menningar er fagnað með líkum hætti og þegar skip kom í fjörðinn í gamla daga, færandi varning- inn heim í bjargarlaust bú. I þetta skipti hafa Islending- ar úr miklu og góðu að velja. Bókaflokkurinn hefur aldrei verið f jölbreyttari né skemmti- legrí, og það má vera andlega dauður maður, sem getur ekki fleytt sér lifandi yfir skamm- degismyrkrið með þessar bæk- ur að förunaut. Kunnugir hafa lengi vitað, að Einar Olgeirsson er af- kastamaður mikill með penn- ann, ritgerðir hans í „Rétti“ og óteljandi blaðagreinar bera því órækt vitni. Hann hefur orðið að skrifa þetta á hlaup- um, það hefur verið „hvíld“ hans frá daglegrí önn stjórn- mála og flokksstarfs. En hann hefur aldrei fengið tóm til að skrifa samfellda bók, lífið gaf honum ekki næði til þeirrar einangrunar, sem nauðsynleg er hvérjum þeim, er rita skal bók. Fyrir þrjátiu árum var hann raunar svo heppinn, að hann varð um. stund vistfast- ur á spítala, og það var ekki að sökum að spyrja: bókin um Rousseau var árangur spítalavistarinnar — við sem þá vorum unglingar munum jafnan minnast þessa litla kvers með þakklæti. En nú á allrasíðustu árum hafði það kvisazt út, að Ein- ar Olgéirsson væri að semja bók um efni úr sögu íslands, og það var ekki trútt um, að sumir væru hálfhneykslaðir á því, að hann, starfandi stjómmálamaður, væri að hnísast i slíka hluti, er væra svo fjarri brennandi vanda- málum dagsins, og það því fremur sem efni rannsókna hans væri tekið úr hinni forn- ustu sögu íslendinga, upphafi þeirra. En nú er árangurinn af þessu starfi hans kominn á prent og gefst öllum kostur á að dæma um það, hvort þær tómstundir, sem Einar 01- geirsson hefur varið í að kanna upphaf íslendinga og þjóðfélags þeirra, hafi verið til ónýtis eytt. Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Islend- inga hefur að geyma niður- stöður af rannsóknum Ein- ars Olgeirssonar á fornsögu okkar. Það eru nú liðin rétt 110 ár síðan Jón Sigurðsson skrifaði Páli Melsteð s&gnfræðing þessi orð: því saga Islands er reyndar einföld, en hitt er vont að fontes (þ.e. heimildir) eru dreifðir. Eg held að saga íslands gæfi ekki lítið verd- enshistorisk Udbytte (heims- sögulegt mikilvægi) ef hún tækist vel, ekki vegna þess að tilburðimir sjeu svo stór- kostlegir, miklu fremur eru þeir mikrokosmiskir (smá- heimslegir) og jafnvel mikro- skopiskir (örsmáir), en þeir verða raktir miklu betur inn í innstu taugar margvíða held- ur en menn geta annarstaðar, og svo er þetta merkilega fri- veldi svo undarlegt einhvern- veginn og originalt, og allt það sem þar með fylgir, að það getur ekki annað en vakið eptirtekt hjá hverri skepnu sem auga hefir fyrir historíu". (Brjef Jóns Sigurðssonar, 1. okt. 1844, bls. 87.) Ég minnist þess ekki, að Jón Sigurðsson hafi á öðrum stað gert svo almennt mat á ís- lenzkrí þjóðarsögu. Hann skrifar þetta um það leyti, er hann var sem óðast að safna heimildum að sögu þjóðarinn- ar og kanna þær, og orð hans túlka hina fersku undrun fræðimannsins á nýstárlegum niðurstöðum: saga hinnar um- komulitlu íslenzku þjóðar er í smáheimi sinum heil verald- arsaga, felur í sér mannkyns- sögulega þróun, en í sama mund „er þetta merkilega frí- veldi svo undarlegt einhvera- veginn og originalt“. En því fór fjarri, að áhugi Jóns Sig- urðssonar á sögu Islands væri eingöngu fræðilegur. Fortíð þjóðarinnar var ekki í huga hans elliblakkur forngripur, heldur lifandi stofn, er bar laufi og greinum nútímans kost og safa þúsund ára sögu. Þetta söguskyn Jóns var ekki rómantískur uppvakningur, svo sem í fljótu bragði mætti ætla. Hann stefndi sögu Is- lands til þings eins og íslenzk- ur goði þingsveitarmönnum sínum: til atfylgis og mál- sóknar, er íslenzk þjóðréttindi voru lögð í dóm í þinghá sam- tíðar hans. Raunar er það satt, að allar þjóðir era sköpunar- verk sögu sinnar, en íslenzka þjóðin er það alveg sérstak- lega, því að til skamms tíma var vitund hennar um fortíð- ina vökulli en títt er með öðrum þjóðum. Á síðustu ára- tugum hefur því miður slakn- að á þessum sifjaböndum ís- lenzkrar samtíðar og íslenzkr- ar sögu. Þegar Einar Olgeirs- son hóf að rita bók sína um Ættasamfélag og rildsvald í þjóðveldi Islendinga, þá var það ætlun hans að treysta aft- ur þessi bönd. Ættasamfélagið, en svo verð- ur- bókin kölluð hér á eftir fyrir stuttleika sakir, er ríf- lega 300 bls. að etærð. Þótt hún fjalli aðallega um þjóð- veldistímabilið, frá upphafi ís- landsbyggðar til 1262, rekur höf. söguna aftur i germanska forneskju, er Rómaríki og rómverskri siðmenningu laust saman við hina germönsku ættflokka handan landamær- anna, og hann lýkur bókinni í miðju brimi vorra tima. Vænghaf bókarinnar er mikið njálfræði, mannfræði, o.s.frv. — hafa safnað óhemjuefni til skýringar á þessu merkilega skeiði mannkynsþróunarinnar, og fer því þó fjarri, að öll kurl séu komin til grafar, og þó á hitt enn lengra í land, að fræðimenn nútímans verði á einu máli um niðurstöður rannsóknanna. Það gat ekki hjá því farið, að höfundar marxismans,- Karl Marx og Friedrich Engels, fengju áhuga á frumsögu- rannsóknum samtíðar sinnar, og á ofanverðri ævi sinni samdi Engels hið fræga rit, Uppruni f jölskyldunnar, einka- eignarinnar og ríkisins, sem komið hefur út á íslenzku í ágætri þýðingu Ásgeirs Blönd- als. Bók þessi er eitt af önd- vegisritum marxismans og fjallar m.a. um frumsögu hinna germönsku þjóðflokka, er hrönnuðu sig við landa- og vítt, langt skyggnzt um, bæði aftur og fram. Það er eitt af mestu af- rekum þjóðfélagsvísinda 19. aldar, er ættsveita- og ætt- flokkasamfélag frumsögunnar var uppgötvað og tekið var að rannsaka leifar þess á tímabili hinnar skráðu sögu með hliðsjón af samfélags- háttum frumstæðra þjóð- flokka, er hvítir menn höfðu átt kost á að kynnast áður en þeir útrýmdu þeim að fullu. Það var einkum eftir að far- ið var að rannsaka vísinda- lega sögu hinna svonefndu miðalda, uppruna lénsveldis- ins og þau viðfangsefni, er risu upp i sambandi við hrun hinnar fornu Miðjarðarhafs- menningai', að menn neydd- ust til að sinna meira en áður hinu foma ættflokkaskipulagi þeirra þjóða, er Evrópu byggðu. Menn tóku að þreifa sig fram í myrkviði frumsög- unnar, þessa geysilanga tima- bils, er mannveran fetaði sig áfram frá loðinni skepnu og hálfboginni til hins fóthvata stolta manns. Sundurleitar greinar. þjóðfélagsvísinda — fornleifafræði, samanburðar- mæri rómverska ríkisins. 1 riti þessu notaði Enge'is ekki nema að sáralitlu leyti nor- rænar heimildir, þ.e. bókleg- ar heimildir Islendinga. Það er því mikið fagnaðarefni, að íslenzkur maður skuli hafa tekizt á hendur það vandaverk að kanna þessar heimildir með rannsóknaraðferð marxismans og reynt að komast að nýjum niðurstöðum varðandi hið forna íslenzka fríveldi, sem er „svo undarlegt einhvern- veginn og originalt", eins og Jón Sigurðsson komst að orði fyrir rúmlega einni öld. Hið foraa germanska ætta- samfélag sundrast bæði fyrir sjálfsþróun sína og í átök- unum við rómverska ríkið, fátæklegar leifar þess lifa á- fram í akuryrkju- og búnað- arskipulagi þorpsfélaganna á meginlandi Evrópu og á Bret- landseyjum. Hið germanska bændafrelsi deyr út á þessum slóðum í greipum rísandi rík- isvalds og nýrra valdastétta, veraldlegra og andlegra. Á Norðurlöndum fer þessi þró- un síðar fram. Þar sprengir vikingaöldin ættarsamfélagið, heggur á sifjabönd þjóðfélags- ins og rýfur hinn þrönga ramma ættsveita og ætt- flokka. Á þeirri öld verður islenzka þjóðveldið til, saman sett úr rekabútum ættasamfé- lagsins. Það er stofnað á ó- numdu landi, verður ekki fyr- ir neinum áhrifum frá inn- byggjurum, sem fyrir erú. Hér fer því fram félagsleg ný- sköpun í orðsins fyllsta skiln- ingi, en raunar er sú bygg- ing gerð úr fornum viði ætta- samfélagsins í hinum gömlu átthögum. Fyrir þessar sakir verður íslenzka þjóðveldið bæði frumlegt og fornt í hett- unni. Þegar þetta þjóðfélag skapar síðan bóklegar heim- ildir um sjálft sig og frænd- ur sína >108 vegar um hinn germanska heim, þá fer ekki hjá því, að rannsókn á sögu þess sé hin mikilvægasta, gefi „verdenshistorisk Udbytte", svo aftur sé vitnað í orð Jóns Sigurðssonar. Einar Olgeirsson hefur með mikilli kostgæfni kannað hin- ar forníslenzku bóklegu heim- ildir og reynt að rekja slóð- ina til þess þjóðfélags, er þessar bókmenntir túlka og endurspegla. Niðurstöður hans á þessu sviði eru margar mjög skarplegar og hann er furðu fundvís á tengslin milli ætta- samfélagsins í upplausn og sundrun og tjáningar þess í skáldskap, sagnritum og lög- um Islendinga. Má í því sam- bandi minna á túlkun Einars á Völuspá, sem mörgum mun þykja nýstárleg, en varpar björtu ljósi á efni kvæðisins: það er svanasöngur ættasam- félagsins og lýsir tortímingu þeirra dyggða goða og manna, er í því ríktu. En Einar 01- geirsson færir einnig fleiri stoðir undir þá skoðun, að þetta goðmagnaða kvæði sé ort af íslendingi. Eða hver, sem séð hefur Island rísa úr hafi að sumri, minnist ekki þessara stefja Völuspár: Sjer hon upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna, falla forsar, flýgur örn yfir, sá er á f jalli fiska veiðir. Tilgáta Einars, að höfundur Völuspár hafi haft ísland í huga, er hann sá fyrir hina nýja heim rísa upp úr auðn Ragnaraka, er svo snjöll, en fjarri því að vera langsótt, að það er illmögulegt að synja fyrir hana. Athuganir Einars Olgeirs- sonar á hinu sérstæða eðli landnáms í óbyggðu landi eru mjög eftirtektarverðar, eink- um þegar hann dregur fram hliðstæðu þess, þar sem er landnám norrænna víkinga í Normandí á sama tíma. I Nor- mandí rís upp á örskömmum tíma hreinræktaðasta léns- skipulag Evrópu og bænda- ánauð, en á Islandi vex upp á landnámi höfðingjanna fjöl- menn stétt sjálfseignarbænda, sem markar hið íslenzka þjóð- félag í tvær aldri og ríflega það. I Normandí verða vík- ingahöfðingjarnir iðjulaus að- all, er lifir á vinnu ánauð- ugra bænda af frankversku og norrænu kyni, en á íslandi verður vinnan slík þjóðf^lags- Framhald á 8. síðu. v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.