Þjóðviljinn - 12.11.1954, Blaðsíða 12
Par í scxr scmming uxmm tryggður
xneirihluti á franska þinginu?
Þing sósíaldemókrata samþykkti fyrir-
mœli til þingmanna um oð styðja þá
Aukaþing franska sósíaldemókrataflokksins samþykkti
í gær meö' miklum meirihluta fyrirmæli til þingmanna
flokksins um aö greiða atkvæöi meö fullgildingu París-
arsamninganna um endurvopnun Vestur-Þýzkalands,
þegar þeir veröa lagöir fyrir þingiö í næsta mánuöi.
Þá samþykkti þingið áskorun
á frönsku stjórnina, að hún
gerði það sem í hennar valdi
stæði til að koma á ráðstefnu
Bretlands, Bandaríkjanna,
Prakklands og Sovétríkjanna
um þýzka vandamálið, strax og
Parísarsamningarnir hefðu ver-
ið fullgiltir og áður en Vestur-
Þýzkaland hefði verið hervætt
að nýju. Á þeirri ráðstefnu
skyldi leitast við að finna leið
til að sameina þýzku landshlut-
anna og semja frið við Austur-
ríki.
Eykur líkur á fullgildingu.
Tillaga þess efnis, að þing-
menn flokksins skyldu ekki
greiða fullgildingu samning-
anna atkvæði, fyrr en slík ráð-
stefna hefði verið haldin var
hins vegar felld, fékk aðeins
lum 450 atkvæði, en áðurnefnd
ályktun var samþykkt með rúm
lega 2000 atkvæðum.
Þingflokkur sósialdemókrata
á franska þinginu er stærsti
þingflokkurinn; þeir eiga 104
fulltrúa í neðri deild þingsins,
og greiði allir þingmenn flokks
ins atkvæði með samningunum,
er fullgilding þeirra tryggð.
Vitað er, að allverulegur hóp-
ur þingmanna flokksins er
andvígur endurvopnun Vestur-
Þýzkalands, og sennilegt að
nokkrir þeirra muni ekki
beygja sig undir flokksagann.
Einnig brezkir sósíaldemó-
kratar.
Þingflokkur brezka Verka-
mannaflokksins kom saman á
fund í gær og var samþykkt á
honum ályktun, þar sem lýst
er yfir stuðningi við Parísar-
samningana. Mikill minnihluti
Hve lengi lielzt bæjarfégetamim M
uppi ú hafa bæinn löggæzlulausan?
Senn er liðinn hálfur mánuður sem það undarlega á-
stand ríkir í einum bœ að þar eru engir lögregluþjónar,
engin löggœzla.
1 byrjun þessa mánaðar
hófst það undarlega ástand í
Keflavík að lögregluþjónarnir
þar voru látnir hætta störfum
— og hefur þó flestum fund-
izt að þar þyrfti frekar að auka
löggæzluna heldur en minnka
hana, hvað þá að leggja hana
niður með öllu!
Þetta undarlega ástand mun
allt stafa af því að bæjarfóget-
inn ákvað þar slíkt vinnufyr-
irkomulag að enginn lögreglu-
þjónn getur sætt sig við það.
Hann ákvað að þeir skyldu
vera á næturvakt 3 vikur af
hverjum fjórum, vinna þrjár
vikur samfleytt á næturnar.
Um síðustu helgi fékk Þjóð-
viljinn þær fregnir hjá bæjar-
fógetanum að útlit væri fyrir
að þetta lagaðist þá um helg-
iná, samningaumræður væru
Fyrsta skíðaferð-
in á sunnudag
Nú er skíðasnjórinn kominn
og munu margir hafa fullan
hug á að færa sér ha-nn í nyt.
Skíðafélögin í bænum munu
sem undanfarið hafa með sér
samvinnu um skíðaferðir og
verður fyrsta ferðin á vetrinum
farin upp á Hellisheiði næst-
komandi sunnudag. Lagt verð-
nr af stað frá Ferðaskrifstof-
unni Orlof í Hafnarstræti kl.
9 á sunnudagsmorgun.
hafnar, — en engin löggæzla
er þar enn!
Keflvíkingar eru orðnir óþol-
inmóðir yfir þessu ástandi og
menn spyrja hve lengi bæjar-
fógetanum eigi að haldast það
uppi að liafa bæ eins og Kefla-
vík löggæzlulausan. Er ekki
komin þörf á því því að frám
fari opinber rannsókn á því
hvað þarna er að gerast?
Yfirskoðunarmaður rík-
isreikninga
Bjöm Jóhannsson í Hafnar-
firði hefur verið gerður yfir-
skoðunarmaður ríkisreikning-
anna í stgð Sigurjóns heitins
Ölafssonar.'
þingflokksins, eða 124 af 295,
greiddi atkvæði með ályktun-
inni, en aðeins 72 á móti. Hin-
ir þingmennirnir, um 100 tals-
ins, sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Tillaga um, að flokkurinn
styddi fullgildingu samning-
anna því aðeins, að áður hefðu
verið reyndar fjórveldaviðræð-
ur um Þýzkaland, var felld með
115 atkv. gegn 82.
Umræður lun Parísarsamn-
ingana verða á brezka þinginu
í næstu viku.
Úveður
á Norðursjó
Mikill stormur var á Norður-
sjó í gær og var hætta á flóð-
um á stórum svæðum á austur-
strönd Englands. Yfirborð sjáv-
ar hafði víða hækkað mörg fet
yfir það sem það er venjulega,
og í Skotlandi flæddi yfir lítið
sjávarþorp.
Áfengislög í
Frakklandi
Stjórn Mendes-Franee i
Frakklandi hefur ákveðið að
gera herferð gegn drykkju-
skap í landinu, en Frakkland
mun nú vera það land Evrópu,
þar sem eru flestir áfengis-
sjúklingar.
Helztu ráðstafanir sem hún
hyggst gera til að draga úr á-
fengisneyzlunni eru hækkun
skatta á áfengi, lokun vínkráa
milli 5 og 10 á morgnanna og
takmörkun á fjölda brenni-
vínsgerða.
Fyrsti fundur
Angliu í vetur
Anglia, ensk-íslenzka félag-
ið, efnir til fyrsta fundarins á
þessum vetri í Sjálfstæðishús-
inu n.k. þriðjudag, 16. nóv. kl.
8.45 síðdegis. Á fundinum mun
Sölvi Eysteinsson lesa upp og
Kristinn Hallsson, bassasöngv-
ari, syngja einsöng. Auk þess
fara fram aðalfundarstörf og
dansað verður til kl. 1 eftir
miðnætti.
þJÓÐVILIINN
Föstudagur 12. nóvember 1954 — 19. árgangur — 258. tölublað
Æsingafundlr McCarthy-
ista í Washington
Streyma í stórum hópum þangað til að
votta honum hollustu sína
Þúsundir af fylgismönnum McCarthys héldu útifundi
og fóru í flokkum um götur Washington í gær til að votta
leiðtoga sínum hollustu, meðan umræður stóöu yfir í
öldungadeildinni um tillöguna um vítur á hann.
Eins og fyrri daginn fóru
umræðurnar í öldungadeildinni
ekki fram hávaðalaust. Mc-
Carthy hélt áfram að bera
brigður á niðurstöður nefndar-
innar, sem rannsakaði mál hans
og lagði til að deildin vítti
hann fyrir svívirðingar hans
Trúmönnum sé
sýnd nærgætni
I gær birtist í Pravda, blaði
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, ályktun frá miðstjórn
flokksins, undirrituð af aðal-
ritara flokksins Krústséff, þess
efnis, að í framtíðinni skuli all-
ir flokksmenn forðast eftir
mætti að særa tilfinningar trú-
aðs fólks og kirkjunnar þjóna.
I ályktuninni segir, að meiri-
hluti íbúa Sovétríkjanna hafi
nú losnað úr viðjum trúar-
bragðanna, en enn þá séu
margir trúmenn eftir í landinu,
sem þjóni því af fullri trú-
mennsku. Tilfinningar þeirra
beri að virða ,enda þótt áfram
verði haldið baráttunni gegn
leifum trúarbragðanna.
Spilakvöld
sóslalista
Sósíalistafélag Reykjavíkur
og Æskulýðsfylkingin halda
sameiginlega þriðja spilakvöld
sitt á vetrinum í Skátalieimil-
inu á sunnudagskvöldið kentur
kl. 8,30 e. h..
Spiluð verður félagsvist og
góð verðlaun veitt. Fólk er
áminnt um að mæta stundvis-
lega.
Orðsending til andstæðinga hemámsins
Vinsiið ötullega að u ndirskrif tasöf nun
gegn herstöðvum á Islandi
Um leið og við heit-
um á umboðsmenn um
land allt að vinna öt-
ullega að undirskrifta-
söfnun gegn herstöðv-
um á íslandi, beinum
við til þeirra þeim til-
mælum, að endursenda
útfvllta lista jafnóðum
og þeir eru tilbúnir.
Nýir sjálíbcðaliðar
eru beðnir að setja sig
í samband við ein-
hvern okkar, bréflega
eða símleiðis, og verða
þeim þá send söfnun-
argögn.
Alfreð Gíslason
Gils Guðnmndsson
Gunnar M. Magnúss
um samþingmenn hans og hers
höfðingjann Zwivker, sem eitt
sinn bar vitni fyrir rannsókn-
arnefnd hans. McCarthy greip
hvað eftir annað fram í fyrir
þingmönnum þeim, sem lýstu
yfir fylgi við tillögu nefndar-
innar.
Æsingafundir.
Mörg þúsund af heitustu að-
dáendum McCarthys eru komn-
ir til Washington til að votta
honum hollustu sína. Tóku
fylgismenn hans í New York á
leigu aukalest, sem flutti þá til
höfuðborgarinnar.
McCarthyistarnir efndu til
útifunda í Washington, þar
sem ræðumenn fordæmdu ,,of-
sóknirnar“ gegn McCarthy og
fóru fylktu liði um götur borg-
arinnar til að láta í ljós van-
þóknun sína á tillögunni um
vítur á hann.
Meyjaskcmman
sýnd á Akureyri
Fyrsta sinni að óperetta
er sýnd þar
Akureyri.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Óperettan Meyjaskemman verð-
ur sýnd hér n.k. föstudag og er
það í fyrsta sinni að óperetta er
sýnd hér á Akureyri. Leikfélagið
hefur sýningu þessa.
Leikstjóri er Ágúst Kvaran en
aðalhlutverkin hafa á höndum
Björg Baldvinsdóttir, Jóhann
Konráðsson, Jóhann Ögmundsson
og Árni Jónsson. Árni Ingimund-
arson annast söngkór.
Iíona verður fyrir
bifreið
Það slys varð í gær kl. 13,30
að kona ein varð fyrir bifreið
á Miklubraut og meiddist nokk-
uð á höfði. Slysið varð með
þeim hætti að konan var að
bíða eftir strætisvagni á gatna
mótum Seljalandsvegar og
Miklubrautar, en bíllinn kom
akandi vestur Miklubraut. Mun
konan hafa gengið nokkuð í
veg fyrir bílinn, sem beygði og
lenti út í skurði, en konan varð
þá fyrir aftari hluta hans með
þeim afleiðingum er fyrr grein-
ir.
Konan, sem fyrir slysinu
varð heitir Björglin Stefáns-
dóttir til heimilis að Kringlu-
mýrarbletti 12.
Undirskrifið kröfuna um uppsögn herversidarsamnin