Þjóðviljinn - 17.11.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 17.11.1954, Side 10
10) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. nóvember 1954 Eftlr Giuseppe Berto 54. dagur „Ertu ekki feginn að ég skuli ætla að gifta mig?“ 1 spurði hún. ' „Hvað áttu við, ekki feginn? Þú veizt hvað mér finnst 1 um þig, og um Michele líka.“ Hamingjan góða, hvað það var erfitt að segja það sem mér bjó í brjósti. „Sú var tíðin að þér var ekki um það að mér skyldi þykja vænt um Michele," sagði hún. „Þá skildi ég þetta ekki,“ sagði ég. „En nú er mér nóg að vita að þú ert hamingjusöm með honum. Þú ert hamingjusöm Miliella, er það ekki?“ „Jú,“ sagði hún stillilega. „Innilega hamingjusöm.“ ' Og ég vissi að hún sagði sannleikann, hversu erfitt sem líf hennar kynni að verða. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað mamma verður glöð þegar hún fær að vita að þú ætlar að giftast,“ sagði ég. „Ein ástæðan til þess að hún grét svo oft, var sú að þið voruð saman án þess að vera gift. Og pabbi verður glaður líka.“ „Já, nú verður allt betra,“ sagði hún. „Það var skömm fyrir fjölskyldu mína að ég skyldi vera hjá Michele án þess að við værum gift.“ Hún horfði niður fyrir sig, hugsandi og svipur hennar var einkennilegur. Svo sagði hún: „Ég á von á barni, Nino. Þess vegna langar mig til að gifta mig.“ Ég sagði ekki neitt. Það var ekki auðvelt að tala um þetta við Miliellu. Og ég átti óhægt með að skilja þetta. „Segðu mömmu ekki að ég eigi von á barni,“ sagði hún. „Hún færi að gera sér óþarfa áhyggjur.“ Ég sat enn þegjandi og þá fór hún að horfa á mig. „Finnst þér ekki gaman að ég skuli ætla að fara aö ■ eignast barn?“ spurði hún. „Jú, mér finnst það gaman,“ sagði ég. Og svo hikaði ég lítið eitt því að ég var feiminn. „Verður ekki erfitt fyrir þig að eiga barn, þegar þú ert alltaf á ferðalagi< um fjöllin?“ „Við erum ekki alltaf á ferðalagi.“ sagði hún. „Auk þess er ég komin svo stutt á leið enn. Við höfum ein- hver ráð seinna.“ „Seinna verður þú aö koma hingað,“ sagði ég. „Þetta er heimili þitt.“ „Já, ef til vill kem ég hingað,“ sagði hún. „Þú mátt ekki vera hrædd við pabba. Þegar þú ert gift, þá getur hann ekkert sagt.“ Miliella þaggaði niður 1 mér með því að grípa þétt- ingsfast um hönd mína. Svo heyrði ég líka fótatak í stiganum. Það var ómögulegt að heyra hvort þetta var faðir okkar eða móðir. Miliella reis á fætur og var allt í einu orðin óróleg. Hún hélt dauðahaldi um hönd mína og vildi ekki sleppa henni. Lokst birtist móðir okkar í dyrunum sem lágu að stiganum. Hún sá Miliellu og nam staöar, hreyfingarlaus og stirðnuð. Úr svip hennar var ekkert hægt að lesa. Ef til vill hafði þjáningin markaö svip hennar svo að ekkert annaö hafði áhrif á hann. En Miliella var hrædd; hún tók fastar og fastar um hönd mína og gat ekki hreyft sig. Það var ég sem ýtti henni áfram. Þá gekk hún í átt- ina til móöur okkar, hægt og hikandi, þar til hún var komin því nær alveg að henni. Móðir okkar stóð enn í dyrunum. Stiröleikinn í andlitinu þiðnaði smám sam- an. Fyrst fóru viprur um munn hennar, því næst um allt andlitið og loks gat hún grátið. Hún lyfti hendinni, snerti munn Miliellu, augu hennar og hár. „Það er ekkert að marka þótt ég gráti,“ sagði hún. „Hirtu ekki um það. Það er vegna þess að ég er svo fegin að sjá þig.“ „Já, mamma." Og hún fór líka að gráta. ‘ „Ertu ekki alkomin? Er það ekki?“ „Nei, mamma. Ég get ekki komið — alkomin.“ „Geturðu ekki verið hjá okkur? Geturðu það ekki?“ sagði móðir mín og hún hélt áfram aö snerta andlit hennar, eins og hún væri blind og væri með þessu móti að reyna að fá hugmynd um hvernig hún liti út. „Hún er komin til aff gifta sig, mamma," sagði ég. Hönd móður minnar staðnæmdist á andliti Miliellu og fór að titra. „Ætlarðu að giftast? Ætlarðu í raun og veru að giftast?" Það var eins og hún ætti erfitt meff ‘ aff trúa því. „Já, mamma. Til þess er ég komin.“ „Guð hefur komið því til leiðar,“ sagði móðrr mín þá. „Það er guð sem hefur heyrt bænir mínar. Hvenær ætl- arðu að giftast?“ „Eftir stutta stund, mamma. Ég þarf að fara rétt strax.“ „En verðuröu ekki gift í kirkju?“ „Jú, mamma. En ekki í kirkjunni okkar. Michele get- ur ekki komið inn í þorpið.“ „Ekki í kirkjunni okkar?“ „Nei, mamma. í Madonna delle Timpe.“ „En það er ekki lengur kirkja. Pi-estarnii' þjóna þar ekki lengur.“ „Sóknarpresturinn okkar verður þar, mamma. Það er allt í lagi fyrst hann er þar. Og ætlar þú ekki að koma líka?“ „Geturðu hugsaff þér að ég komi ekki?“ Miliella laut höfði með hægð. „Hvaff um hann, mamma?“ „Föður þinn?“ „Já, mamma.“ „Hann kemur líka. Auðvitað kemur hann. Ég ætla að hlaupa upp og vekja hann og segja honum það.“ Við heyrðum hana hraða sér upp á loftið. Svo sneri Miliella sér að mér. Aftur var hún með tár í augunum og vildi ekki líta á mig. Hún settist við hlið mér eins og áður. „Mamma,“ sagði hún og brosti með sjálfri sér. „Hún var svo glöð yfir að sjá þig,“ sagði ég. „Hún gat ekki einu sinni sagt þér það sjálf.“ „Já, hún var glöð,“ sagði hún dreymandi röddu. Ekkert hljóð heyi'öist að ofan. Ég gat ekki fimdið upp á neinu að segja og hún var í þannig skapi að hún sagði ekki neitt. Smátt og smátt, meðan við biðum, urð- um viö gi’ipin ofvæni, sem við urðum að rjúfa. „Miliella, hann kemur ekki hingað, hann Michele, er það?“ „Nei,“ svaraði hún. „Hittum við hann við kirkju?“ „Já,“ svaraði hún. Enn vissi ég ekki hvað ég átti að segja. „Miliella, mað- urinn sem kom hingað áðan, sá sem var með þér........“ „Giacomo De Luca?“ „Já. Er hann ekki undirmaður Michele? Hann er nokkurs konar þjónn, er það ekki?“ „Hann er enginn þjónn. Hann er maöur sem hjálpar okkur.“ J ____________ V. OC CAA9MM Itali einn, sem verið hafði meðeigandi í fyrirtæki nokkru, var nýlátinn. Iri, sem vann á skrifstofu fyrirtækisins var sendur til að vera viðstaddur jarðarförina. Eftir að hafa rækt það verkefni kom Irinn aftur á skrifstofu sína og sagði við forstjórann: — Þetta er hálf undarleg venja, sem þeir hafa ítalskir, að leggja tuttugu dollara í hönd líksins áður en það er grafið. — Já, þetta er gömul hjá- trú, sagði forstjórinn, og peningana átti líkið að nota til að borga sig yfir ána Jórdan. — Jæja, sagði írinn með hægð, ég vona nú að sá, sem grafinn var í dag geti synt, því að ég stakk nú þessum tuttugu dollurum í minn vasa. A: Ég er í hinum mestu vand- ræðum, þar sem ég á bæði kost á að giftast ríkri ekkju, sem mér þykir ekkert vænt um, og einnig ungri stúlku, sem ég elska — hvorn kost- inn á ég að taka ? B: Ja, ég ráðlegg þér eindreg- ið að giftast þeirri, sem þú elskar. A: Já, þú munt hafa rétt fyrir þér. B: — En meðal annarra orða, ef þú hyggst fara að mínum ráðum, teldi ég rétt að þú gæfir mér aftur á móti upp heimilisfang ríku ekkjunnar. elmilisþáttnr Hvað þarf hann af föf um? gerðum pökkum, bleyjur, lök og allt hvað heiti hefur. En verst er að margir kaupa svo margt óhentugt handa barni sem ekki er komið í heiminn. I^ldri ættingjar og reyndar vinkonur koma með ótal heil- ræði og segja frá hvað þær höfðu mesta þörf fyrir, og það gleymist ef til vill alveg að athuga það að vinkonan býr vjð allt önnur skilyrði, og Kata frænka átti bömin sín fyrir 20 árum og síðan hefur margt breytzt. En góð regla er að kaupa aðeins hið allra nauðsynlegasta áður en barnið fæðist. Svo er hægt að bæta við fatnaðinn þegar í ljós kemur hvað nauð- synlegast er. Það er gremju- legt að hafa flíkur handa á milli, sem maður hefur enga þörf fyrir, en vanta svo annað sem reynist vera miklu nauð- synlegra. liggnx leiðia Hann er fallegur litli snáð- inn sem situr þarna berstríp- aður og teygir fram handlegg- inn til að skoða þennan stóra og furðulega heim, en hann getur ekki lengi verið án fata, og unga móðirin sem á að klæða fyrsta baraið sitt er stundum í vandræðum. Flestar konur útvega sér barnaföt með góðum fyrirvara og flestar barnshafandi konur hafa nóg að gera við að prjóna og sauma löngu áður en bamið sér dagsins ljós. Sumir kaupa allt tilbúið í þar til

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.