Þjóðviljinn - 17.11.1954, Síða 12
irri iihimÍ íjíiíllli □ PZHfl ru
i asscrfjB = JL
Verksmiðja er fullnægir allri
glerþörf íslendinga í smíðum
Framleiðir allar tegundir nytjaglers
Stofnuð hefur verið glerverksmiðja, Glersteypan h.f.,
sem mun geta fullnœgt pörf íslendinga fyrir nytjagler.
Er verksmiðjuhúsið nú í byggingu og mun verksmiðjan
vœntanlega taka til starfa snemma á nœsta ári.
Þeir Björgvin Sigurðsson for-
maður Glersteypunnar og
Ingvar S. Ingvarsson fram-
kvæmdastjóri hennar skýrði
blaðamönnum frá þessu í gær
og sýndu þeim verksmiðjuna
í byggingu.
Glersteypan var stofnuð 19.
júlí 1951, en áður höfðu bræð-
urnir Ingvar S. Ingvarsson og
Gunnar S. Ingvarsson beitt sér
fyrir athugun á starfsgrund-
velli slíkrar verksmiðju hér-
lendis. Voru íslenzk jarðefni
send út til rannsóknar og sann-
azt að hér á landi er gnægð
hráefnis í gler, eins og kísill,
líparít, skeljasandur, vikur og
biksteinn.
80% hráefna innlend
I árslok 1951 hafði félagið
lítinn ofn og vélar til tilrauna-
framleiðslu. Árangur þeirrar
tilraunaframleiðslu er sá að
sérfræðingum ber saman um að
liráefni til glergerðar hér á
landi standi sízt að baki er-
lendum hráefnum. Innlendu
hráefnin sem notuð verða þeg-
ar verksmiðjan hefur fram-
leiðslu verða allt að 80% af
heildarnotkun hráefna.
Bygging glerverksmiðju
ákveðin
í maí 1953, er félagið var
komið vel á veg með fram-
leiðslu sína varð það fyrir því
áfalli að verksmiðjan stór-
skemmdist af bruna. En fram-
leiðslan hafði hinsvegar gefið
það góða raun að ákveðið var
að ráðast í byggingu allstórrar
glei'verksmiðju, er fullnægt
mun geta nytjaglersþörf Is-
lendinga. Er verksmiðjan reist
j samvinnu við fírmað Pierre
Roussea u, Lodelinsaít * ^‘SÍU, j
Norður-Afríka
Framhald af 1. síðu.
Þjóðfrelsissamtök Marokkó-
búa, Istiqlal, boðuðu í gær til
þriggja sólarhringa verkfalls og
á það að hefjast á morgun. Sá
dagur er valinn til að minnast
þess að þann dag tók Ben Júss-
ef við soldánstign í landinu, en
hann settu Frakkar af í fyrra
og fluttu nauðugan úr landi.
Ben Jússef dvelst nú í útlegð
á Madagaskar.
Frakkar búast við óeirðum i
Marokkó verkfallsdagana og
landstjóri þeirra sat á fundum
í gær með ýmsum stjórnarvöid-
um til að undirbúa víðtækar
varúðarráðstafanir.
gleriðnaðarfyrirtæki sem reist
hefur glerverksmiðjur víða um
heim.
Verksmið juby ggingin
tæpir 1400 fermetrar
Verksmiðjubyggingin er tæp-
ir 1400 fermetrar að flatar-
máli, er það stálgrindahús, sem
Kolsýruhleðslan s.f. hefur ann-
azt uppsetningu á. Grunnur
verksmiðjuhússins og undir-
stöður véla var byggt á s.l.
sumri. Byggingameistari var
Böðvar S. Bjarnason, en múr-
arameistari Davíð Þórðarson.
Bygging verksmiðjuhússins
hefur gengið mjög vel og er
áætlað að lokið verði við upp-
setningu véla, sem eru að
mestu leyti komnar til lands-
ins, í lok janúarmánaðar n.k.
Uppsetningin á bræðsluofni og
Framhald á 11. síðu.
PIOÐVILIIN
Á fundi sameinaðs Alþingis
í gær minntist varaforseti þess,
Jón Sigurðsson, Benedikts
Sveinssonar með þessum orð-
um:
1 morgun andaðist hér í bæn-
um hinn aldni þingskörungur
Efni í 11 atómsprengjur
notað til friðarþarfa
Umræðum um tillögu Bandaríkjanna á þingi SÞ um
að setja á laggirnar stofnun, sem annist rannsóknir og
miðli upplýsingum um notkun kjarnorkunnar til friðar-
þarfa, mun ljúka í stjórnmálanefnd þingsins í dag.
Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna hjá SÞ, sagði í gær, að
Bandaríkjastjórn hefði ákveðið
að leggja 100 kg af kjarn-
kleyfu efni ("úraníum) til
stofnunarinnar og kjarnorku-
vera í öðrum löndum, þar sem
gerðar væru tilraunir með fram
Vanir að rjúfa
samninga
Thorkil Kristensen, fyrrver-
andi fjármálaráðherra Danmerk-
ur, talaði á landsþingi danska
Vinstriflokksins í gær. Hann
ræddi m. a. um danska þjóðar-
brotið í Suður-Slésvík og það
tilboð sem forsætisráðherra Slés-
víkurfylkis í Vestur-Þýzkalandi
hefur gert dönsku stjórninni um
gagnkvæma samninga til að
tryggja réttindi dönsku og þýzku
þjóðabrotanna sitt hvoru megin
við landamærin. Kristensen var-
aði við því að taka þessu boði,
Danir hefðu slæma reynslu af
þeím SBmdihgum se^ Ijeir iiefðu
gert vtð Þyzkaland. í ályktun
sem þingið samþykkti var því
lýst yfir, að boðinu ætti að
hafna.
Dulles hótar
styrjöld
Foster Dulles, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði i gær
á blaðamannafundi, að ef Al-
þýðu-Kína hæfi aðgerðir til að
flæma burt Sjang Kajsék og
ræningjaklíku hans af eynni
Tajvan, myndi Bandaríkjastjórn
fara í stríð við það.
leiðslu rafmagns úr kjarnorku.
Þetta magn svarar til þess sem
þarf til að búa til 11 úraníum-
sprengjur.
Fulltrúi Breta, Nutting, sagði
á eftir að brezka stjórnin hefði
ákveðið að heimila útflutning
á 20 kg af kjarnkleyfu efni í
sama skyni.
Winston Churchill sagði á
þingi í gær, að Bretland væri
það land, sem flytti út mest
magn af isotópum, sem verða
til við framleiðslu kjarnkleyfs
efnis. Hefðu 16.000 pantanir
á isótópum verið afgreiddar frá
Bretlandi á síðustu 7 árum og
hefðu farið til 46 landa.
Eins og áður segir, lýkur um-
ræðunum í stjórnmálanefnd SÞ
um kjarnorkustofnun sennilega
í dag og er búizt við að Visj-
inski verði síðasti ræðumaður,
og muni þá gera grein fyrir af-
stöðu sovétstjórnarinnar til
bandarísku tillögunnar.
Miðvikudagur 17. nóvember 1954 — 19. árg. — 262. tölublað
%
Landvaraarmaðurinii
Renedikt Sveinsson látinn
Hann andaðist í gærmorgun 7 6 ára að aldri
I gærmorgun andaSist Benedikt Sveinsson, hinn þjóð-
kunni stjórnmálamaður og ágæti forvígismaður í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga, 76 ára að aldri.
sonar. Hann gekk í lærða skól-
ann í Reykjavík og varð stúd-
ent 1901 og cand. phil. ári síð-
ar, en tók síðan að gefa sig
mjög að stjórnmálum og blaða-
mennsku, var einn af stofn-
endum Landvarnaflokksins og
í ritstjórn blaðsins Landvarnar
1903, ritstjóri Ingólfs 1905—-
1909 og aftur 1913—1915,
Fjallkonunnar 1910—1911 og
Þjóðarinnar 1914—1915. Á ár-
unum 1915—1916 var hann að-
stoðarbókavörður í Landsbóka-
safni, gæzlustjóri Landbankans
1917, en settur bankastjóri
sama banka á árunum 1918—
1921. 1922 var hann ráðinn
útgáfustjóri að sögu Alþingis,
en 1931 gerðist hann aftur
aðstoðarbókavörður í Lands-
bókasafni og gegndi því starfi
til 1941. Þá varð hann aöstoð-
arskjalavörður í Þjóðskjala-
safni og hafði þann starfa á
hendi um nokkurra ára skeið.
Auk þessa voru homim falin
margskonar trúnaðarstörf sem
of langt yrði hér upp að telja.
Hann var m.a. endurskoðandi
Islandsbanka í mörg ár, yfir-
skoðunarmaður landsreikning-
anna 1914—1917, forseti Þjóð-
vinafélagsins 1918—1920, bæj-
arfulltrúi í Reykjavik 1914—
1920, var skipaður í verðlags-
nefnd 1917 og kosinn i öræn-
landsnefnd 1925 og í milii-
þinganefnd í bankamálum sama
ár. Ennfremur átti hann sæti
í fullveldisnefnd 1917—1918 og
í utanríkismálanefnd 1928—
Framhald á 9. síðu.
Benedikt Sveinsson.
og glæsti framherji í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar,
Benedikt Sveinsson, fyrrum
forseti neðri deildar Alþingis,
á 77. aldursári, og vil ég minn-
ast hans nokkrum orðum.
Benedikt Sveinsson fæddist í
Húsavík víð Skjálfanda 2. des,
1877, sonur Sveins Víkings
gestgjafa þar Magnússonar
bónda og trésmiðs á Víkinga-
vatni Gottskálkssonar og Krist-
jönu Guðnýjar Sigurðardóttur
bónda á Hálsi í Kinn Kristjáns-
FramhaldsaSalfundur Æsku-
lýSsfylkingarinnar i kvöld
Það er í kvöld, sem Æskulýðsfylkingin í Reykjavík.
heldur framhaldsaðalfund sinn. Verður fundurinn í Bað-
stofu iðnaðarmanna og hefst klukkan 8.30.
Þetta verður fyrsti fundurinn
frá því að nýja vetrarstjórnin tók
MeimingaE- og friðarsamtök ísi. kvenna
koffiiiii landsins í fearált-
treys
ep hernámÍEiu
„Fundur í Menningar- og friðarsamtökum ís-
lenzkra kvenna, haldinn 10. nóvember 1954, fagn-
ar framkominni áslcorun til íslendinga um al-
menn mótmœli gegn herstöðvarsamningum við
Bandaríki Norður-Ameríku, með pví að krefjast
brottflutnings alls erlends hers af landinu.
Um leið og fundurinn lýsir stuðningi sínum við
undirskriftasöfnun í pessu skyni, treystir hann
konum landsins að Ijá pessu máli sitt öfluga lið“.
við, og jafnframt sá fyrsti eftir 13.
þingið, sem ha'dið var á Akureyri
i síðasta mánuði. — Vetrarstarf
ÆFR er nú hafið og mun stjórn-
in leggja áætlanir sínar fyrir
fundinn til umræðu og ákvarðana.
Mikil verkefni eru nú framund-
an og meginþýðingu hefur. að fé-
lagarnir gangi til starfs af kappi
og áhuga og láti sig ekki vanta
á fundi Fylkingarinnar. Dagskrá
fundarins í Baðstofunni á sunnu-
daginn er annars þessi:
1. Beikningarnir (Jóhannes Jóns-
son). 2. Erindi (Lúðvík Jósefsson,
alþingismaður). 3. Upplestur (Ósk-
ar Ingimarsson). 4. Félagsmá'aum-
ræður (Framsögumenn: Haraldur
Jóhannsson forseti ÆF, og Brynj-
ó'fur Vi hjálmsson, form. ÆFR).
Félagar eru hvattir til að koma
fram með hugmyndir sinar á
fundinum varðandi hina ýmsu
þætti félagsstarfsins og einnig
skal brýnt fyrir mönnum að mæta
stundvíslega.
Undirskriffð kröfuna um uppsögn hervemdarsamningsins