Þjóðviljinn - 19.11.1954, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN •— (3
Þingflokkur Yerkamanna-
flokksins þrískiptur
Attlee fyrirskipar þingmönnum að sitja
hjá til að forða klofningi
Attlee, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, fyrirskip-
aöi í gær þingmönnum flokksins að sitja hjá viö atkvæða-
greiöslu um Parísarsamningana til að forða að flokkur-
inn yi’ði þrískiptur viö hana.
Réttarhöld ut af morði
Drummondshjóna hafin
Bóitdinn Gaston Domenici heldur nú fast
við sakleysi sitt
Réttarhöld í einu dularfyllsta morðmáli aldarinnar
hófust í dómshúsinu í Digne í Frakklandi í fyrradag. Var
þar leiddur fyrir rétt bóndinn Gaston Domenici, sem er
sakaöur um að hafa myrt brezka vísindamanninn Jack
Drummond, konu hans og 10 ára gamla dóttur um morg-
uninn 5. ágúst 1952.
Rannsókn þessa máls hefur
staðið yfir samfleytt í tvö ár.
Drummondfjölskyldan hafði
verið á ferðalagi um Suður-
Frakkland og hafði slegið upp
tjaldi í nágrenni við Lurs,
Nasser fœr
öll völd
Það var tilkynnt í Kairó í gær,
að Nasser hefði nú tekið við öll-
um embættum Naguibs. Hann
mun þannig fara með forseta-
vald, enda þótt hann taki ekki
titilinn, og verður forseti Bylt-
ingarráðsins. Hann gegnir áfram
embætti forsætisráðherra.
Finnar svara
Finnska stjórnin svaraði í
gær orðsendingu sovétstjórnar-
innar um ráðstefnu um örygg-
isbandalag og mun sendiherra
hennar í Moskva afhenda hana
í dag, og verður hún þá birt.
Talið er að finnska stjórnin
muni taka boði sovétstjórnarinn-
ar, enda þótt hún áskilji sér
rétt til að gerast ekki aðili að
neinu samkomulagi sem gert
yi'ði á slíkri ráðstefnu.
Yflrskegg sögð
vekja traust
Á undanförnum þrem mán-
uðum hafa æ fleiri ungir menn
í London látið sér vaxa yfir-
skegg. Sagt er að ástæðan sé
sú, að formaður verzlunarráðs-
ins í London sagði í ræðu, að
yfirskegg sé mönnum mjög
gagnlegt, sem vilja gera góð
viðskipth Yfirskeggið bendir til
að maðurinn sem hefur það sé
alvörugefinn og það vekur
traust, sagði hann.
skammt frá bæ Gastons Dom-
enicis.
Játar og neitar.
Hann og fjölskylda hans
voru þau fyrstu sem lögregl-
an yfirheyrði og lögreglan fékk
fljótt grun um, að einhver af
fjölskyldunni hefði verið riðinn
við morðið. Gaston var hand-
tekinn. Hann var þá nær 76
ára gamall, en engin ellimörk
sáust á honum. Hann neitaði
öllu í fyrstu og gaf lögregl-
unni í skyn, að annar hvor
sona hans væri sá seki. En
skyndilega sneri hann við blað-
inu, játaði allt á sig, lýsti ná-
kvæmlega hvernig allt hefði at-
vikazt og dró ekkert undan.
En nokkrum vikum síðar tók
hann allt aftur og reyndi aft- jorkustofnun
ur að láta grun falla á heimilis-
fólk Sitt. Síðan hefur hann
haldið fast við sakleysi sitt.
Friðbjörn Björnsson, eini ís-
Ienzki maðurinn, sem lagt lief-
ur stund á leikdans, er nú
orðinn einn Iielzti dansari
Konungl. ballettsins danska.
Hann hefur einnig samið
nokkra Ieikdansa og var
frumsýning á einum þeirra
fyriAnokkrum vikum í Kon-
unglega Ieikhúsinu. Myndin
til vinstri er af atriði í leik-
dansi hans, sem heitir „Bak
við tjaldið“. Til hægri er
mynd úr öðrum leikdansi eft-
ir unga danska liöfunda, sem
frumsýndur var um leið.
Þingflokkurinn samþykkti
fyrir nokkrum dögum með 124
atkv. gegn 72, en um 100 sátu
hjá, að styðja fullgildingu
Parísarsamninganna um endur-
hervæðingu Vestur-Þýzkalands.
Þing flokksins sem haldið var
nýlega í Scarborough sam-
þykkti einnig ályktun flokks-
stjórnarinnar um stuðning við
hervæðinguna. Engu að síður
kom það í ljós í umræðunum
í neðri deild brezka þingsins,
að nokkrir af þingmönnum
flokksins myndu greiða at-
kvæði gegn samningunum, enda
þótt það gæti kostað þá að þeir
yrðu reknir úr flokknum.
Flestir andstæðingar samn-
inganna í Verkamannaflokkn-
um höfðu þegar ákveðið að
sitja hjá við atkvæðagreiðsl-
una, en þeir menn þingflokks-
ins, sem eru andvígir vopna-
burði alls staðar og ævinlega
létu á sér skilja að þeir
myndu greiða atkvæði á móti,
ef fylgjendur hervæðingarinn-
ar greiddu atkvæði með. Eftir
það gaf Attlee þessi fyrirmæli.
Allar horfur á einingu
férvelda um afómmál
Talið seimilegt að Sevétríkin verði aðiii
að alþjóðakjarnorkustofnun
Allar horfur eru nú á því, að samkomulag takist milli
stórveldanna um að setja á laggirnar sérstaka kjarn-
orkustofnun SÞ, sem aöstoði öll aöildarríkin sem þess
óska viö að hagnýta kjarnorku til friðarþarfa.
Engar óyggjandi sannanir.
Enda þótt fæstir séu í vafa
um, að Gaston Dommenici sé
ódæðismaðurinn verður erfitt
fyrir ákæruvaldið að fá hann
dæmdan, meðan hann neitar
sökinni. Engar óyggjandi sann-
anir eru fyrir hendi og ekki
er heldur hægt að sjá, að hinn
ákærði hafi haft nokkra ástæðu
til að myrða Drummondsfjöl-
skylduna. Hann hafði aldrei
heyrt hana né séð og ekkert
rán átti sér stað. Ákæruvaldið
hefur þó tromp á hendi:
Báðir synir Gastons hafa borið
og munu sennilega endurtaka
þann vitnisburð, að faðir
þeirra sé morðinginn. En líkur
eru á, að þeir hafi verið þving-
aðir til þessa framburðar með
hótunum um að annars yrðu
þeir fangelsaðir sjálfir, og trú-
legt að verjendum Gastons tak-
ist að rugla þá í ríminu við
þráyfirheyrslu.
Fulltrúar vesturveldanna
sátu á fundi fyrir luktum dyr-
um í gær til að ræða mót-
bárur sem fram hafa komið
gegh tillögu þeirra um kjarn-
Voru mótbárur
Visjinskis, fulltrúa Sovétríkj-
anna og Menons , fulltrúa Ind-
lands, veigamestar og var
reynt að breyta hinni upphaf-
legu tillögu til samræmis við
þær.
Beðið um frest.
Þegar stjórnmálanefnd alls-
herjarþingsins kom saman í
gær til að ganga frá afgreiðslu
þessa máls, bað Jules Moch,
fulltrúi Frakka, um að fundi
yrði frestað, þar sem einka-
viðræðum vesturveldanna og
Sovétríkjanna um jöfnun á-
greinings væri enn ekki lokið.
Böm yngri eu 7 ára
ekki í bíó
Efri deild norska þingsins
hefur samþykkt frumvarp sem
leggur blátt bann við því að
börn innan sjö ára aldurs sæki
kvikmyndahús. Frá sjö til 16
ára aldurs er bannað að fara
á kvikmyndasýningar, sem hef j-
ast klukkan níu að kvöldi eða
síðar.
Var veittur stuttur frestur
og þegar Menon, fulltrúi Ind-
lands, spurði hvort ekki væri
réttara að hafa frestinn lengri,
svaraði Nutting, fulltrúi Breta,
að á því gerðist ekki þörf.
Horfur væru á, að eining tæk-
ist og tók Visjinskí undir það.
Moch talaði aftur, og sagðist
vona, að tillagan yrði samþykkt
einróma, þegar lokið væri við
endurskoðun hennar.
Dýrir samningar.
Gaitskell, fyrrv. fjármála-
ráðherra og einn helzti maður
hægri arms flokksins, lýsti yfir
stuðningi sínum við samning*
ana í gær, en tók þó fram, að
ranglátt væri að velta öllum
kostnaði af dvöl brezks herliðs
í Evrópu yfir á brezka skatt-
greiðendur. Hann áætlaði að
samningarnir myndu kosta
Breta sem næst 3.2 milljörðum
króna árlega og væri ekki nema
sanngjarnt, að önnur aðildar-
ríki samninganna tækju ein-
hvem þátt í þeim kostnaði.
Krafizt viðræðna við
sovétstjórnina
I spurningatíma áður en um-
ræðan um samningana hófst,
spurði einn þingmaður Verka-
mannaflokksins, Strachey,
Churchill forsætisráðherra um
hvort hann vildi beita sér fyr-
ir því, að vesturveldin hæfu
samningaumleitanir við sovét-
stjórnina um leið og hafizt væri
handa um að fullgilda hervæð-
ingarsamningana á þingum
þeirra aðildarríkja, sem það
eiga eftir.
Churchill kvað nei við og
sagði að alla áherzlu bæri að
leggja á að koma samningun-
um í örugga höfn áður en fár-
ið væri að semja við sovét-
stjórnina. Hins vegar kvaðst
hann mundu reiðubúinn að
taka upp samninga við hana,
þegar það hefði verið gert.
Uppskurlur við
bálsbroti
Eldsnöggur uppskurður lækna
í Braunschweig í Vestur-Þýzka
landi bjargaði fyrir nokkrum
dögum lífi drengs, sem hafði
gengið úr hálsliðnum. Þetta
var 14 ára skólapiltur og hann
geklc úr hálsliðnum við að líta
snöggt til hliðar. Hann missti
bæði sjón og heyrn og varð
þungt um andardráttinn. Enginn
vafi er á að hann hefði andazt
ef læknar hefðu ekki verið
búnir að gera skurðaðgerð á
honum þegar nokkrar mínútur
voru liðnar frá því slysið vildi
til.
Loftórás á
hvalveiðiskip
Panamastjórn sendi stjórrí
Perú í gær mótmælaorðsend-
ingu vegna þess að herskip frá
Perú hertóku nokkur skip úr
hvalveiðiflota Onassis, sem sigla
undir Panamaflaggi. Mótmæll
voru einnig send SÞ.
Það fréttist í gær, að flug-
vélar úr flugher Perú hefðu
varpað sprengjum að verk-
smiðjuskipi hvalveiðiflotans, þeg-
ar það þrjózkaðist við að hlýða
fyrirskipunum herskipa að halda
til hafnar í Perú. Sá skipstjórt
þá sitt óvænna og lét undan.
Krefst tryggingar
af hjónaefnum
Séra William Beale sóknar-
prestur í High Ercall í Eng-
landi, hefur fest upp á auglýs-
ingatöflu í kirkju sinni tilkynn-
ingu um að hér eftir skuil
vígslutollar greiddir fyrirfrairu
Jafnframt eiga brúðhjónin til-
vonandi að greiða eins punds
tryggingarfé, sem þau fá end-
urgreitt ef brúðkaupsgestirnir
stilla sig um að kasta lituðura
bréfmiðum yfir brúðhjónim
þangað til þau eru komin út af
kirkjulóðinni.