Þjóðviljinn - 19.11.1954, Blaðsíða 6
16) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. nóvember 1954 -r---—
þlðOVIUINN 1
Otgefandi: Sameiningarflokkur albýðu — Sósíaiistaflokkurinn.
Rltstjórar: Magnús Kjartanssun. oigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur áigurjónsson Biarni Benediktsson. Guð-
mundur Vigfússon, Xvar H. Jonssou. Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraiusson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðustig
10. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eíntakið
I Prentsmiðja Þjóðviljans h.í.
*............ ................—---------------------4
Viðskiptin við Sovétríkin sbpa
stórbættan verzfnnarjöfnuð
' í gær birtir Morgunblaðið á fyrstu siðu þá frétt að gjaldeyris-
aðstaða landsins verði betri í ár en s.l. ár. Segir blaðið, að allt
útlit sé fyrir, að verzlunarjöfnuðurinn í ár verði óhagstæður um
aðeins 150 millj. kr. 1 stað þess að s.l. ár var hann óhagstæður
um 450 millj. „Þetta hefur gerzt þrátt fyrir niðurfall Marshall-
hjálpar, síldarbrest o. fl.“, segir blaðið enn fremur. Og auk
þess segir viðskiptamálaráðherra, að gjaldeyristekjur af dvöl
varnarliðsins verði verulega minni nú en í fyrra.
.
Hitt lætur Morgunblaðið ógert að skýra frá því hver ástæð-
an er til þéssara snöggu umskipta sem bæta verzlunarjöfnuðinn
um ekki minna en 300 millj. kr. á einu ári, þrátt fyrir niður-
fall Marshallhjálpar, síldarbrest og minnkandi gjaldeyristekjur
af hernaðarvinnunni. Enda mun blaðinu og aðstandendum þess
það hentara, að almenningur geri sér sem óljósasta grein fyrir
henni. En hún er vitanlega engin önnur,. en sú breyting, sem
islenzk stjórnarvöld neyddust til að gera á stefnu sinni í við-
'Skiptamálum fyrir hálfu öðru ári.
I byrjun ársins 1953 var utanríkisverzlun þjóðarinnar svo
komið, að aðalútflutningsrörurnar s.s. hraðfrysti fiskurinn hrúg-
aðist upp í geymsluhúsum vegna þess að markaðir þeir í Vestur-
Evrópu ög þó einkum í Bandaríkjunum, sem stjórnarvöldin
höfðu mest gumað af brugðustog í ljós kom að allar vonimar um,
bandarískan framtíðarmarkað voru blekkingar einar. Jafnframt
höfðu Brétar hafið löndunarbannið með þeirri átyllu, að íslend-
ingar færðu út landhelgi sína lítið eitt til að koma í veg fyrir eyði-
leggingu fiskimiða sinna. Svikaævintýrið við Dawson hinn
brezka var farið út um þúfur og leiðtogar stjómarflokkanna
þóttust sjá fram á hreint hmn útflutningsframleiðslunnar.
' Þess vegna var það á s.l. sumri, að stjórnin sá sig neydda
til að hnýta aftur saman viðskiptaþráðinn til Sovétríkjanna,
sem slitinn var 1948 um leið og Marshallsamningurinn var
undirritaður. Svo greiðlega gekk að semja, að 1. ág. í fyrra var
undirritaður samningur um að afhenda á næstu 12 mánuðum
21 þús. tonn af freðfiski, 100 þús. tunnur af saltaðri Faxasíld,
3000 tonn af frystri Faxasíld og 80 þús. tunnur af Norður-
landssíld. Þegar þess var gætt, að öll freðfiskframleiðslan und-
anfarin ár hefur verið ca. 35 þús. tonn, þá var jafnframt auð-
séð að nú var I fyrsta sinn síðan 1947 skapað það ástand í
markaðsmálum okkar, að óhætt var að láta hverja fleytu fiska
sem unnt var án þess að óttast þyrfti offramleiðslu eða mark-
aðskreppu. Því jafnframt þessu hefur einnig sýnt sig vera til
aukinn markaður í öðmm löndum Evrópu, austan „jámtjalds-
ins“. Á þessu ári var aftur gerður viðskiptasamningur við Sovét-
rikin, stærri en áður og svo stór að ekki tekst nærri því að
uppfylla hann, vegna þess að togaramir vom látnir liggja að-
gerðarlausir í höfn mikinn hluta sumarsins. Auk þess er verðið
á framleiðslu okkar samkvæmt þegsum samningum mun hag-
stæðara æn nokkurntima hefur verið í Vestur-Eyrópu, og þó
sérstaklega miklu hagstæðara en í Bandaríkjunum.
Árangurinn af þessum breyttu viðhorfum í utanríkisverzlun-
inni birtist í upplýsingum þeim, er Morgunbláðið hafði eftir við-
skiptamálaráðherra og hann mun hafa gefið á Alþingi í fyrra-
dag. Þeim upplýsingum að í ár verði verzlunarjöfnuður 300 millj.
kr. hagstæðari en í fyrra, þrátt fyrir niðurfall Marshallhjálpar,
síldarbrest og minnkandi tekjur af hersetunni. En út frá því
verður ekki komizt hjá að hugleiða, hvort er okkur þá hag-
kvæmara, aðeins efnahagslega séð, að lifa á og stunda eigin
framleiðslu með friðsamlegum viðskiptum við hvaða þjóð sem er,
eða lifa á hernaðaratvinnu og betlihjálp. Þessar staðreyndir
tala svo skýru máli um það, að enginn þarf að efast. Úm
menningarlegu hliðina þarf ekki heldur margra orða við.
Þessar staðreyndir sýna það, að það er ekki þrátt fyrir heldur
vegna niðurfalls Marshallhjálpar og minnkandi gjaldeyristekna
af hernaðarvinnu, og einnig breyttrar viðskiptastefnu, að við
erum nú á þessu ári 300 millj. kr. nær því að vinna fyrir okkur
sjálfir með eigin framleiðslutekjum heldur en yið vorum s.l. ár.
Og enn þá nær og e.t.v. alveg á markinu hefðum við verið ef
togaramir hefðu ekki verið látnir liggja í höfn mánuðum sam-
an í, sumar.
*r'
Á nú að afhenda einka-
bröskurum Fiskiðjuverið?
Eins og kunnugt er, var á
tímum nýsköpunarstjómarinn-
ar hafizt handa um byggingu
Fiskiðjuvers ríkisins. Tilgang-
urinn með stofnun þess var að
koma á fót fullkomnu fiskiðju-
fyrirtæki er ynni á sem fjöl-
breyttastan hátt úr örtvaxandi
afla er berast mundi á land í
Rvík með komu nýsköpunartog-
ara og báta. Frá sjónarmiði
sósíalista var það ekki þýðing-
arlaust að opinbert fyrirtæki
gæti fylgzt með fiskverði og
vinnslukostnaði á hverjum tíma
og skapað þannig aðhald fyrir
einkafyrirtækin.
f annan stað var tilgangur-
inn með stofnun Fiskiðjuvers
ríkisins sá, að koma á fót full-
kominni, nýtízku niðursuðu til
útflutnings í stórum stíl, eins og
aðrar fiskveiðiþjóðir hafa gert.
Þannig átti F. R. að vinna
brautryðjendastarf, sem kostar
oftast mikið fé og starf, en sem
einstaklingar hvorki vilja né
geta framkvæmt. Hinsvegar
hlaut slík niðursuðuverksmiðja
síðar meir að skila landsmönn-
um öllum miklum arði, miklum
útflutningsverðmætum fyrir til-
tölulega lítið magn hráefna —
og það sem mest var um vert,
safna reynslu og þekkingu fyrir
nýjan atvinnuveg, sem í fram-
tiðinni hlaut að veita þúsund-
um manna atvinnu.
Þegar eftir að nýsköpunar-
stjórnin fór frá breyttist stefna
stjórnarvaldanna gaghvart
þessu fyrirtæki. Fiskiðjuverið
var því aldrei fullbyggt, en
það eitt varð þess valdandi að
það gat aldrei nema að litlu
leyti sinnt þeim verkefnum
sem því voru ætluð. í kjölfar
þessarar stefnubreytingar
sigldu svo hverskonar aðrar
hindranir á vegi fyrirtaekis-
ins. Rekstursfjárskortur mun
hafa fylgt fyrirtækinu frá því
það hóf starfsemi og hefur það
aldrei fengið að starfa með
fullum afköstum.
Eftir fall nýsköpunarstjómar- j
innar komust fljótt á kreik :
sögusagnir um að auðvalds- :
flokkarnir hefðu í hyggju að j
selja F. R. Staðfesting fékkst á j
þessum fregnum er þýzkur auð- :
braskari kom til landsins. Lá :
nú mikið við. Lög brotin og :
venjur voru lagðar til hlið- •
ar til þess að gera Þjóðverj- :
ann að ísl. ríkisborgara, svo *,
hann gæti ásamt isl. brösk-
urum eignazt Fiskiðjuverið.
Samkomulag varð þó ekki milli
þýzkarans og íslendinganna, og
fór þessi íslenzki ríkisborgari
til S.-Ameríku og er úr sög-
unni.
Nú fyrir skömmu hefur
heyrst að enn séu uppi ráða-
gerðir um sölu F. R. og eru
ýmsir íhaldsbraskarar tilnefnd-
ir í því sambandi. Eins og skilj-
anlegt verður af ofanrituðu,
mun það ekki valda ríkisstjórn-
inni miklum erfiðleikum, að
finna átyllu fyrir sölunni. Hún
(o. fl. þeir sem að henni
standa) hefur sjálf séð fyrir
því, að fyrirtækið berðist ávallt
í bökkum. Hún mun setja upp
helgisvip oð segja: „Þarna sjá-
ið þið, ríkisfyrirtæki getur
aldrei borið sig“!
Hafði e. t. v. sjómaðurinn
sem ta.laði við annan um þessar
sölusögur rétt fyrir sér. Hann
sagði:
„Nú er ríkisstjórnin orðin
hrædd um að Fiskiðjuverið fari
að bera sig, og þá er nú viss-
ara að bíða ekki með söluna
eða helzt gjöfina til brask-
aranna“.
Hvað er satt í orðróminum
um söluna? Almenningur á
kröfu til að fá um það skýr
svör.
Sjómaður
Er ætlumin að reka Emil Jóns-
son úr Alþýðuflokknum?
Alþýðublaöið birtir í gœr forustugrein urn sam-
vinnu verkalýðsflokkanna og segir þar að ekki
„nokkrum ábyrgum manni komi til hugar að eiga
nokkurt samstarf við kommúnista um afstöðu til
manna og málefna ... Þeir hafa aldrei lagt til
neinnar samvinnu nema með það eitt í huga að
sœra samstarfsflokkinn því sári, sem dugar til
falls ... þess vegna og með þær staðreyndir í huga
munu ALÞÝÐFLOKKSMENN ékki eiga neinn
þátt í að leiða slíkt böl yfir frjáls samtök íslenzkra
launþega". (Leturbreyting Alþýöublaðsins). •
Hér í blaöinu var rifjað upp í gær að slíkt sam-
starf hefur verið framkvœmt í Hafnarfirði megin-
hluta þessa árs, og hafa Alþýðuflokksmenn og
sósíalistar þar í bæ haft ágœta forustu um sam-
stöðu verkalýðsins. Hinum ofsafullu árásum Al-
þýðublaðsins virðist því fyrst og fremst vera beint
til Emils Jónssonar og félaga hans. Emil er bor-
inn þeim þungu sökum að hann sé ekki ábyrgur
maður og að hann stefni vitandi vits að því að
særa sinn flokk því sári sem dugar til falls. í sein-
ustu setningunni er svo gefið í skyn að hann sé
alls ekki Alþýðuflokksmaður, og virðist því ástæð-
til þess að spyrja hvort œtlunin sé að reka hann
úr flokknum.
Þessi heiftúðuga árás Alþýðublaðsins á Emil
Jónsson og aðra þá sem beita sér fyrir samvinnu
verkalýðsins mun ekki mœlast vel fyrir. Þvert á
móti mun fordœmi Emils og sú reynsla sem feng--
in er af vinstra samstarfi í Hafnarfirði verða
verkamönnum sönnun þess að aðeins með slíkum
vinnubrögðum nœst árangur í baráttu vinnustétt-
anna.
Morgunblaðið: Öll kjarabarátta er óþörf;
ástandið er alfullkomið!
\
Morgunblaðið birtir í gær
forustugrein um Alþýðusam-
bandsþingið og þar er að finna
mjög athyglisverða stefnuyfir-
lýsingu um afstöðu íhaldsins
í verklýðsmálum, þótt að sjálf-
sögðu forðist blaðið að segja
hug sinn allan eins og hann
raunverulega er. Stefnuyfirlýs-
ingin er á þessa leið:
„Ilagsmunabarátta íslenzks
verkalýðs er því ekki lengur
fyrst og fremst fólgin í bar-
áttu fyrir bækkuðu tímakaupi,
frá einu ári til annars. Hún er
miklu frekar fólgin í hinu að
stuðla að ráðstöfunum sem
tryggi árangur baráttunnar á
liðnum tíma“.
Kenningin er með öðrum orð-
um sú að verklýðssamtökin
hafi þegar náð markmiðum sín-
um; allt sé fullkomið; nú þurfi
aðeins að gæta fengins f jár. Það
ástand sem nú ríkir er að mati
Morgunblaðsins svo prýðilegt
að engra úrbóta sé þörf, verka-
menn þurfa hvorki hækkað
kaup, .bætt kjör né aukin rétt-
indi. Það er vissulega ekkert
við það að athuga þótt hátt á
þriðja þúsund manns hafi verið
hraktir frá heimilum sínum til
ósæmandi þjónustustarfa fyrir
erlendan innrásarher. Það er
ekki nema ágætt þótt heil
héruð séu að tæmast af fólki
vegna atvinnuleysis og skorts á
lífsbjargarmöguleikum. Það er'
aðeins fagnaðarefni að raun-
verulegt kaupgjald, hlutfallið
milli launa og verðlags, hefur
sifellt verið að rýrna á undan-
. förnum - árum. Það. er ástæðu-
Framhald á 11, siðu.