Þjóðviljinn - 19.11.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. nóvember 1954 NÝKOMNIR Slúndudúkar mismunandi stærðir H.Toft Langholtsveg 136: Melónur Sítrónur Vínber Tómatar Bananar Gúrkur Gulrætur Gulrófur Rauðrófur Blandað grænmeti allskonar Nora-Magasín Herraaxlabönd Drengjaaxlabönd Sokkar allsk. Belti Rakvélar Rakkústar Rakkrem Raksápa Greiður, m. teg. Baðsápa Baðburstar Baðsalt Hárburstar Hárklippur Hárvatn Shampoo Skóhorn Sígarettuveski Öskubakkar alsk. Vasaljós Vasaljósabatterí Kambar Hárspennur Sendum gegn póstkröfu. Pósthússtræti 9. Skúli Guðjónsson: ■ Skósalan, ■ Hverfisgötu 74. öfum fengið nýjar birgðir ■ r ódýrum .dömuskóm, inni- \ ikóm og karlmannaskóm. ■ ■ ■ m SKÚSALAN, Hverfisgötu 74: QmvmU lng í útvarpsumræðunum um vantraustið á Bjarna BenediktS- son flutti Hermann JónassOn ræðu, Var sú ræða allmerki- leg og bar margt til. í fyrsta lagi hefur hann enga ræðu flutt jafn oft og þessa. í öðru lagi var þessi útgáfa ræðunnar það mikið saman- þjöppuð að kjarni hennar kom óvenjulega skýrt í ljós. Og þar af leiðandi í þriðja lagi, endur- speglaði þessi útgáfa ræðunnar skýrar en fyrri útgáfur hennar pólitískt gjaldþrot Framsókn- arfiokksins. Þ,essi umrædda, margflutta ræða er alltaf flutt í einum og sama tilgangi, að sefa óánægju óbreyttra flokksmanna, sem reyna vilja í lengstu iög, að halda í það hálmstrá, að Fram- sóknarflokkurinn sé' vinstri sinnaður umbótaflokkur, sem eðli sinu samkvæmt eigi að starfa með öðrum vinstri flokk- \ um, þeirra manna innan Fram- sóknar, sem aldrei geta sætt sig við það, að fiokkur þeirra starfi ár eftir ár og áratug eft- ir áratug með íhaldinu, erfða- fjanda sínum. Efni ræðunnar er í stuttu máli á þessa leið: Framsóknar- flokkurinn er í eðli sínu vinstri sinnaður og hann vill stjórna landinu í félagi með Alþýðu- flokknum. Með kommúnistum er ekki hægt að vinna, ekki þó vegna orða þeirra eða athafna, heldur vegna lijns, að þeir hugsa, að sögn þingmannsins, um einhverjar útlendar þjóðir á annan og betri veg, en æski- legt er. Og þarna stendur hnífurimr í kúnni. Fyrir bragðið verður Hermann Jónasson að láta flokk sinn þjóna íhaldinu ár eftir ár, þótt honum sé það þvert um geð. Og svo kemur líka annað til greina, sem er æði þungt á metunum. Framsóknarflokkur- inn er ekki einungis vinstri sinnaður, að sögn Hermanns, hann er einnig sneisafullur á- byrgðartilfinningar. Hann get- ur ekki horft á það þegjandi og aðgerðarlaus, að landið reki stjórnlaust eða íhaldið stjórni einsamalt að öðrum kosti. Þeg- ar Aiþýðuflokkurinn er orðinn svo Iítill og vanburðugur, að hann er ekki lengur umkominn að fulltingja Hermanni við stjórn landsins, ja, þá eru eng- in önnur ráð fyrir Hermann en bjóða íhaldinu þjónustu og bjarga því sem bjargað verður. En Hermann sér hylla undir bjargráð í þessu mikla vanda- máli, sem og öðrum, er hann hefur glímt við um dagana. Góðu mennirnir í Sósíalista- flokknum, en þeir eru ákaflega margir að sögn Hermanns, eiga að yfirgefa flokkinn og ganga í lið með Framsókn. Það má skjóta því hér að innan sviga, að Hermann virðist standa í þeirri meiningu, að góðir menn hljóti alltaf að vera heimskir. Svo má hka styrkja Aiþýðu- flokkinn dálítið, en þó varla svo mikið, að hann reynist Her- manni ofjarl. Þegar fylling tim- ans kemur á svo þessi friða fylking að leggja íhaldið .að * velli og mynda vinstri stjórn á íslandi. Ekki skal ég draga það i efa, að þessir útreikningar Her- rtlanns hafi reynzt og muni enn reynast langþreyttum flokks- mönnum hans, þar með taldir kjósendur hans á Ströndum norður, nokkur andleg endur- næring, enda mun ekki af veita, nú á þessum síðustu og verstu tímum. En þrátt fyrir það, styðjast þeir ekki við snefil af póli- tiskum likum, hvað þá stað- reyndir og skal það nú rætt nokkuð gerr. Það er ekki tilgangur þessara Hna, að andæfa þeirri staðhæf- ingu Hermanns, að samstarf við sósíalista komi ekki til greina, vegna meintra hugrenn- ingasynda þeirra. En á hitt mætti ef til vill benda, að þessi yfirlýsing, sem Framsóknar- menn stagast á í tíma og ó- tíma, þýðir í raun og veru nákvæmlega hið sama og að lýsa yfir að þeir ætli að þjóna íhaldinu til eilífðarnóns. Enda er Hermann ekki svo skyni skroppinn að hann gangi þess dulinn, að án sósíalista er allt skraf um vinstri stjórn alls ekki hugsandi, um fyrirsjáan- lega framtíð. Heimilisástæður Alþýðu- flokksins eru ekki með þeim hætti um þessar rnundir, að hann sé þess umkominn að fulltingja Hermanni til póli- tiskra stórræða, jafnvel þótt viJji væri fyrir hendi. Hermann á því aðeins um tvo kosti að velja í sínu pólitíska tafli. Annar er sá, að ganga hreint til verks og sporðrenna öllum fyrri yfirlýsingum varð- andi óstarfhæfni. sósíalista og gera það sem hann segíst helzt vilja gera; sameina alla íhalds- andstæðinga til baráttu gegn íhaldinu. Hinn kosturinn er svo sá, að sporðrenna öllum fyrri yfirlýs- ingum um vilja til vinstri hyggju og þjóna íhaldinu hér eftir af ekki minni trúverðug- heitum en hann hefur gjört hin síðari ár, eða svo lengi sem í- haldið þarf á slíkri þjónustu að halda. En fari svo fram enn um stund, sem horft hefur hin síð- ari ár, getur hæglega svo far- ið, að íhaldið veiti Hermanni lausn í náð, þakki honum fyrir dygga fylgd og biðji hann vel að lifa. Það er dálítið hættulegur leikur, sem Hermann hefur leikið með flokk sinn hin síðari ár. í fyrsta lagi er alltaf nokk- ur hætta á því, að sannir í- haldsandstæðingar þreytist á skollaleiknum og yfirgefi flokk- inn, enda eru slík dæmi ærið mörg. Hin hættan er þó miklu meiri, sem kemur úr gagn- stæðri átt. Þar kemur til greina gamla reglan, að þegar and- skotanum er réttur litli fing- urinn tekur hann bráðar alla höndina. Ótrúlega stór hluti manna er Að spyrja til vegar — Villa í blindbyl og niða- myrkri — Gull og Morgunblaðsmenn STUNDUM getur það valdið villu að spyrja til vegar eins og hér um kvöldið þegar ég var á leið inni í smáíbúða- hverfi. Ég stóð þar í blindbyl, horfði kringum mig og var að reyna að þróa minn „steð- sans“ þegar hjálpsaman mann bar það að og vildi sá ber- sýnilega eitthvað aðstoða mig og svo fór að ég þáði aðstoð hans sem hann var svo fús á að veita. Og hann var að fara í sömu götu og ég, nema hans hús var með mun lægra númeri. Og þegar hann kemur að sínum húsdyrum bendir hann mér áfram og segir að þarna hljóti .minn á- fangastaður að vera. Og ég ana beint af augum í grenj- andi byl, yfir forarsvað og spýtnabrak hvers konar og eftir all langa hríð uppgötva ég að ég er orðin ramvillt. Og það er spauglaust að vill- ast á þessum slóðum í vit- lausu veðri. Ég æddi fram og aftur yfir vegi en einkum þó vegleysur, vissi ekki mitt rjúkandi ráð, stanzaði undir öðrum hverjum ljósastaur til að lita í smáuppdrátt af hverfinu sem ég átti í vasa- bók minni, en ég var litlu nær því að ég hafði ekki hugmynd um hvar ég sjálf var stödd. Engin lifandi vera sást á ferli í óveðrinu og ég renndi löngunaraugum upp í upplýsta glugga þeirra húsa sem tilbúin voru, hræðsluaug- um á hálfgerðu húsin sem voru svo ógnandi í stormi, byl og niðamyrkri. Ég var farin að halda að min síðasta stund væri runnin upp. En eftir hálfrar klukkustundar villu rættist úr þessari hræðilegu flækju, framundan sá ég hús sem ég hélt að ég kannaðist við, brölti yfir feikilegt svað sem tók mér næstum í hné og ísköld og illa verkuð komst ég loks að hinum réttu hús- dyrum og hafði þá verið fimmtíu mínútur í þessu átak- anlega ferðalagi. En allt er gott sem endar vel. þannig gerður, að hann hefur ríka tilhneigingu til að styðja þann sem sterkastur er, í þeirri frómu trú að sá sterki geti veitt honum meiri stuðning á móti, en hinn sem veikari er. Og svona menn fyrirfinnast vitan- lega á meðal kjósenda Fram- sóknarflokksins, sem á öðrum sviðum mannlegs lífs. Það fer ekki fram hjá slíkum mönn- um, að Framsóknarflokkurinn hefur verið sá veiki aðili í skiptum sínum við íhaldið. Þeir hugsa sem svo, að það sé bezt að hafa allt á þurru og bjarga því sem bjargað verður og heiðra skálkinn svo að hann skáði ekki. Þetta er því auð- veldara, sem þeir geta sýnt samvizku sinni fram á það með ljósum rökum, að eiginlega sé munurinn á Framsókn og íhald- inu orðinn svo sáralitill, að einu megi gilda, hvorum þeirra sé veitt brautargengi. Dæmi frá síðustu kosningum, sérstaklega úr sveitum landsins, benda ó- tvírætt á að þróunin stefnir í þessa átt. Margt bendir í þá átt, að I-Iermann Jónasson sé með stjórnvizku þeirri er hann hefur sýnt hin síðari ár, að tryggja íhaldinu meirihluta aðstöðu í landinu. Hitt er aftur á móti nokkuð vafamál, að hann geri sér þett-a ljóst sjálfur, og geti því svo farið, að hann vaknaði einn góðan veðurdag upp við þann vonda draum, að íhaldið kastaði honum á dyr, sem öðru útslitnu fati. Óheilindi og tvöfeldni, á borð við þau er Hermann hefur not- að í pólitískri boðun sinni hafa jafnan reynzt hættuleg vopn. Sá sem slíkum vopnum beit- ir, getur alltaf átt á hættu, að þau snúist í höndum hans og gegn honum sjálfum. Skúli Guðjónsson Karl skrifar: „I SKRIFUM um útvarpið í Morgunblaðinu síðast liðinn þriðjudag kemur það skýrt í Ijós að upplesturinn á út- varpssögunni „Gull“ hefur heldur en ekki farið í taug- arnar á þeim Moggamönnum. Greinarhöfundur minnist á að lestri sögunnar sé lokið og getur þess í leiðinni að hefði Einar H. Kvaran lifað í dag hefði hann áreiðanlega tekið kommúnistana til bæna og deilt á þá. En trúlega veit greinarhöfundur mætavel að Einar H. Kvaran deildi ævin- lega á kúgun peningavaldsins í sögum sínum, tók málstað þeirra sem minna máttu sín. Þetta kemur greinilega í ljós í bókum hans og smásögum, svo greinilega að íhaldsfólki hefur löngum þótt nóg um. Og ekkert er trúlegra en sömu afstöðu hefði gætt í bókum hans, hefðu þær verið ritaðar á okkar dögum, því að enn er auðvaldið jafnmáttugt og innrætið hið sama, þótt al- þýðan hafi getað tommað ögn fram á við til betri lífs- kjara. Það varð mörgum á að kíma sem Iásu þessi orð greinarhöfundar Morgunblaðs- ins. Þau komu eins og fjand- inn úr sauðarleggnum og sennilegt að maðurinn hafi sjálfur trúað þeim. — Með kærri kveðju. — Karl“, Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.