Þjóðviljinn - 20.11.1954, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. nóvember 1954
,,Þá meti skynsamir
menn honum kaup...“
... um þá ósiðu og ólöglegan út-
veg, sem þeir karlar og konur
hafa, sem setja sig niður til
sjálfræðis og búðsetu ... dæm-
um vér kóngsuinboðsmenn
skyldugan að krefja bændur úr
hverju þingi til fylgdar og
styrktar við sig kóngsvaldsins
végna að taka upp peninga fyrir
þeim öllum lausamönnum, kon-
um og körlum, þeim séfn bonum
virðist með lireppstjóranna ráði
ólöglégan fjárafla hafa í
skrlfaðri sýslu í móti lögum og
Píningsdómi... og ekki vilja í
sinum sveitum vinna eftir því
kaupi, sem mögulegt er og dóm-
arar greina, sem eru, að þeir
menn. sem eftir ákvæðum vinna,
íaki. 10 aura og 8 álnir vaðmáls,
en hver bann vinnur minna eður
méira, þá meti skynsamir inenn
honum kaup eftir þvi, sem þeir
vinna til.. . Sömuleiðis höfum
vér og dæmt, að allir búðar-
sétumenn, sem ekki hafa búfé
að fæða sig við, skuli hvorki
gera skip né ínenn til sjós, nema
þeir fjölskyldumenn, sem mikla
ómegð hafa, megi bjargast með
barna sinna styrk. En þeir öðru-
vísiigera, þá sé upptækur þeirra
mannafli og svo skipanna, eign-
ist hálft kóngsumboðsmaður, en
liálft hreppstjórar og þeir bæii^i1
ur, er styrk veita þar til.
(Úr Garðadómi Daða Guðmunds-
sonar úr Snók^dal, sýslumanns
Snæfellinga, 1555).
.jL, 1 dag er laugardagurinn 20.
nóvember — Jónmundur kon-
Ungur — 322. dagur ársins. —
Tungl í hásuðrf kl. 8:30 — Ardeg-
isháflæði kl. 1:50 — Síðdegishá-
fiæði kl. 14:16.
Millilandaf lug:
Gullfaxi, fór í
morgun til Kaup-
ma.nnahafnar. —
Innanlandsflug:
í dág er ráðgert að fljúga til Ak-
ureýrar, Blönduóss, Egilsstaða,
Isafjarðar, Patreksfjarðar, Sauð-
árkróks og Vestmannaeyja. — Á
morgun eru áætlaðar f'.ugferðir til
Ákureyrar og Vestmannaeyja.
Kvöld- og næturvörður
er í iæknavarðstofunni í Austur-
bæjarskólanum frá kl. 14-8 í fyrra-
málið. — Sími 5030.
Þessi mynd er af
málverki eftir Jón
Engilberts. Hann er
einn þeirra, sem
sýna á sýningu
Nýja myndlistafé-
lagsins, en hún
stendur yfir í Lista-
safni ríkisins í
Þjóðminjasafns-
byggingunni og
hefur nú verið
framlengd, svo að
fóllt á enn kost á að
líta þangað inn um
helgina.
Næturvörður
er í Laugavegsapóteki
Sími 1618.
LYF JABÚÐIR
IlPÓTEK AUST- Kvöldvarzla til
URBÆJAR kl. 8 alla daga
• hema laugar-
HOLTSAPÓTEK daga tii kl. 6.
Háteigsprestakall Engin messa. —
Barnasamkoma í hásíðásal Sjó-
mannáskólans kl. 19:30 árdegis.
Dómkirkjan Messa kl. 11. fh. Sr.
Óskar J. Þorláksson. Síðdegisguðs-
þjónusta kl. 5. Sr. Jón Auðuns.
Barnaguðsþjónusta kl. 7 eh. Sr.
Jón Auðuns.
Fríkirkjan Messa kl. 2 — Sr. Þor-
steinn Björnsson.
Nesprestakall Messa í kapellu Há-
skólans kl. 2 — Sr. Jón Thorar-
ensen.
Laugarneskirkja Messa kl. 2 eh.
Sr. Ge.rðar Svavarsson. Barnáguðs-
þjónusta ki. 10:15 Sr. Garðai'
Svavarsson.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn Messa
í Aðventkirkjunni kl. 11 hf. (Ath.
breyttan messutíma) — Sóra Emil
Björnsson. .— Sunnudagaskóli ó-
háða fríkirkjusafnaða.rins hefst kl.
2, á niorgun, og.verður í Austur-
bæjarskólanum eins og í fyrra.
Öll börn velkomin meðan núsrúm
leyfir. Sr. Emil Björnsson.
Langholtsprestakall Barnasam
koma kl. 10 fh. Messa í Laugar-
neskirkju kl. 5. Sr. Árelíus Níels-
1 dag verða gefin
saman í hjónaband
af séra Árelíusi
Níelssyni ungfrú
Erla Ragarsdóttír
og Ingvar Benja-
. .mínsson, úrsmiður.
þeirra verður að Flóka-
Heimili
götu 43.
'&zræ&æm-
Háskólaf yrirlestur.
Danski sendikennarinn við Há-
skólann hér, dr. phil. Ole Widding,
flytur fyrirlestur í I. kennslustofu
háskólans mánudaginn 22. þessa
mánaðar kiukkan 8:15 eftir há-
degi um Rasmus Rask og Island.
Fyririesturinn verður fluttur á
dönsku, og er öllum heimill að-
gangur.
Minnlngarspjöld
Krabbameinsfélags Islands fást í
öllum lyfjabúðum í Reykjavík og
Hafnarfirðí, B’óðbankanum við
Barónsstíg og Remedíu. Ennfrem-
ur í öllum póstafgreiðslum á land-
inu.
12:50 Óska'.ög
sjúklinga (Xngibj.
Þorbergs). — 13:45
Heimilisþáttur (E.
Guðjónsson). 16:30
Veðurfr. — Endur-
tekið efni. — 18:00 Útvarpssaga
barnanna: Fossinn eftir Þórunni
Elfu Magnúsd. IV. (Höf. les).
18:30 Tómstundaþáttur barna og
ung’.inga (Jón Pálsson). 18:50 Úr
óperu- og hljómleikasal pl.: a)
Annie Leifs leikur á píanó lög
eftir Philip Emanuel, Bach,
Graener og Chopin. b) Ástin er
gædd töfravaldi (EI Amor Brujo),
söng- og hijómsveitarverk eftir de
Fa’la (Ana-Maria Iriarte syngur
með hljómsveit tón’istarháskólans
í París. Stjórnandi: Ataulfo Arg-
enta). c) Sköpun heimsins, svíta
eftir Milhaud (Coluriibia kammer-
hljómsveitin leikur; Leonard Bern-
stein stjórnar). 20:30 Úr gömlum
blöðum. Hildur Kalman leikkona
býr dagskrána til flutnings. 22:10
Danslög pl. — 24:00 Dagskrárlok.
Konur I Kvenfélagi sósíalista
munið að basarinn verður 30. þm.
Skilið munum til nefndarkvenna
fyrir 25. þm. — Uppl. í símum
5625, 1576 og 7808.
Ógiftur faðir
Stjörnubió sýnir enn i kvöld kl.
7 hina vinsælu mynd „Ógiftur fað-
ir”, vegna mikillar eftirspurnar.
Munið Styrktarsjóð munaðarlausra
barna. Upplýsingar varðandi sjóð-
inn í síma 7967.
Sambandsskip
Hvassafell fór frá Helsingfors í
gær. Arnarfell er í Rvík. Jökul-
fell fór frá Djúpavogi 17. þm. á-
.leiðis til Hamborgar. Dísarfell fór
frá,' Réyðarfirði 18. þm. á’eiðis til
Bremen. Litlafell er í Reykjavík.
Helgafell er í Keflavík,. Tovelil yr í
Keflavík. Stientje MV.nsinga er í
Hafnárfirði.
; i •- ..(p .4*.j'rj'i'r>v
Ríkisskip
Hekla var væntanleg til Réýkja-
víkur í gærkvöld eða í nótt að
vestan úr hringferð. Esja var á
ísafirði í gærkvöld á norðurleið.
Herðubreið kom til Reykjavíkur
í gær frá Austfjörðum. Skjaldbreið
var væntanleg ti! Akureyrar- í gær
kvö’d. Þyrill verður væntanlege. á
Siglufirði í dag. Ba'.dur fer frá
Reykjavík eftir helgina til Gils-
fjarðar.
Eimskip:
Brúarfoss fóT frá Hamborg í gær
til Hull og Reykjavíkur. Detti-
foss fór frá Reykjavik 15. þm til
New York. Fjallfoss fer frá Rvik
í kvö!d til Raufarhr.fnar, Húsa-
víkur, Akureyrar, Sigluf jarðar,
Isafjarðar, Flateyrar, Vestmanna-
eyja og Faxa.flóahafna. Goðafoss
fór frá Rotterdam 18. þm til R-
vikur. Gullfoss fer frá Kaup-
mannahöfn í dag til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Hafnarfirði 16. þm til Dublin.
Se!foss fór frá Antverpen í gær
til Leith. Tröllafoss fór frá Ham-
borg í gærmorgun til Gdynia, Wis^
mar, Gautáborgar og Reykjavík-
ur. Tungufoss fór frá Akureyri 15.
þm til Napoli.
Ki-ossgáta nr- 519.
Lárétt: 1 forbjóða 4 ábendingar-
fornafn 5 kyrrð 7 fora 9 fiskur
10 litu ll’draup 13 lézt- 15 -teng-
ing 16 óþrifin.
Lóðrétt: 1 býli 2 veiðarfæri 3 ryk
4 listamaður 6 óþekkt 7 forskeyti
8 togara 12 svar 14 fæddi 15
tenging.
Láusn á nr. 518.
Lárétt: 1 lögtaka 7 of 8 álar 9 slá
11 ann 12 sá 14 NÓ 15 sila 17
al 18 önn 20 bólginn.
Lóðrétt: 1 losa 2 öfl 3 tá 4 ala 5
kann 6 Arnór 10 Ási 13 álög 15
sló 16 ani 17 ab 19 nn.
Togararnir:
Akurey kom til Reykjavíkur í gær
af ísfiskveiðum. Askur er væntan-
legur til Reykjavíkur í dag af
ísfiskveiðum. Egill Skallagrímsson
fór á ísfiskveiðar 9. þm. Fylkir
fór á ísfiskveiðar 10. þm. Geir
fór á ísfiskveiðar 16. þm. Hafliði
er í slipp í Rvk. Hallveig Fróða-
dóttir fór á karfaveiðar 9. þm.
Hvalfell fór á sa'tfiskveiðar í
fyrradag. Ingólfur Arnarson fór
á isfiskveiðar 8. þm. Jón Ba’d-
vinsson fór á ísfiskveiðar 16. þm.
Jón forseti er á isfiskveiöum. Jón
Þorláksson fór á ísfiskveiðar 16.
þm. Karlsefni fór á isfiskveiðar
fyrradag. Ma.rz er á ísfiskveiðum.
Neptúnus fór á ísfiskveiðar 14.
þm. Pétur Halldórsson er á ísfisk-
veiðum. Skúli Magnússon fór á ís-
fiskveiðar 8. þm. Úranus fór á ís-
fiskveiðar 11. þm. Vilborg Herj-
ólfsdóttir er i slipp i Rvk. Þor-
kell máni fór á satfiskveiðar 4.
þm. Þorsteinn Ingólfsson se'.di í
Hamborg í gær.
SIGFÚSARSJÓÐUR
Þeir sem greiða framlög sin
til sjóðsins smám saman eru
minntir á að skrifstofan á
Þórsgötu 1 er opin kl. 10-12 og
2-7 alla virka daga nema laug-
ardaga kl. 10-12.
lívar eru lyklarnir að vínkjallaranum, — Þið bölvuðu ræningjar, kveinaði Slóri Ugiuspegill svaraði: —. Dagur hefndarinn- Þegar þeir höfðu tæmt búgarðinn, héldu
besthúsinu, fjósinu og sauðahúsinu? — þið skuluð verða hengdir, þótt síðar ar er kominn, komdu með lyklana. Og Sæfararnir aftur á skautum yfir ísinn til
: verðir Slóri mátti láta þá af héndi. skips.
Laugarda^ur 20. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN
(3
Verður smíði kirkju í Skál-
holti haf in í vor ?
Skálholtsnefnd hefur sent ráðherra
tillögur um endurreisn staðarins
Teikningar af kirkju og staðarhúsi í Skálholti verða
fullgerðar á þessum vetri. Með hækkandi sól verður svo
fljótt sem unnt er hafizt handa um aö leggja grunn
þessara tveggja stórhýsa. Ég hefi góða von um að takast
megi að ljúka þeim að mestu fyrir níu alda afmælisdag
biskupsstóls í Skálholti 1956.
Shura Cherkassky
heldur tóuleika
í Reykjavík
Hinn kunni bandaríski píanó-
leikari Shura Cherkassky heldur
tónleika hér í Reykjavík í næstu
viku.
Hingað kemur Cherkassky í
boði Tónlistarfélagsins og heldur
tónleika fyrir styrktarfélaga
þess í Austurbaejarbíói á þriðju-
dag og miðvikudag kl. 7 síðdeg-
Byggingin ehki sízt að þakka fórnfúsu
starfi kvenna
I
Eins og minnzt var á í blaðinu í gær var sjúkrahús
Keflavíkur vígt í fyrradag með hátíðlegri athöfn.
Athöfnin hófst kl. 5 í spítal-
anura með því að sóknarprestur-
inn flutti ræðu og kirkjukórinn
söng, en síðan var gestum sýnt
húsið. Húsið er fremur lítið mið-
að við þarfir, 24—26 rúm, en
hins vegar er það sæmilega búið
Guðjónsson bæjarstjóri flutti
þar ræðu og lýsti byggingarsög-
unni. Hornsteinninn var lagður
12. sept. 1944 af Sveini Björns-
syni forseta, en þá var talið að
húsið yrði nógu stórt um ára-
tugi. Forgöngu að byggingunni
Þannig komst Hilmar Ste-
fánsson bankastjóri að orði í
gær, er harin ræddi við frétta-
menn um störf nefndar þeirr-
ar, sem ráðherra skipaði á sl.
vori til að gera tillögur um
endurreisn Skálholts og fram-
tíðarskipulag staðarins, en
Hilmar er formaður nefndar-
innar. Aðrir nefndarmenn eru
Sveinbjörn Högnason prófast-
ur og próf. Magnús Már Lár-
usson, sem skipaður var í stað
Hálfdáns IJe'gasonar prófasts,
er lézt skömmu eftir að nefnd-
in var skipuð. Um öll störf sín
hafði nefndin náið samstarf við
biskup landsins og ýmsa helztu
sérfræðinga ríkisins.
Tillögur nefndarinnar
Skálholtsnefndin hefur fyrir
nokkru sent ráðherra álit sitt
og tillögur og eru þær eins og
til var ætlazt fyrst og fremst
miðaðar við árið 1956. Það sem
nefndin leggur fyrst og fremst
til að gert verði er:
1. Reist verði kirkja í Skálholti,
stór og fögur.
2. Reist verði íbúðarhús fyrir
prest staðarins eða biskup,
helzt báða.
-3. Reist verði íbúðarhús fyrir
bónda eða ráðsmann.
4. Nauðsynlegustu fénaðarhús,
hlöður og geymslur fyrir á-
höld og vélar.
5. Hitaveita verði lögð í öll hús
staðarins og þá einnig vatns-
véita (kalt vatn).
'6. Rafmagn.
7. Ræktun.
8. Skögrækt.
9. Vegargerð.
10. Hreinsað rækilega til á
st'aðnum, girt og gert bif-
reiðastæði o. fl.
Áætlaður kostnaður 6
milljónir króna
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir telur nefndin að muni
verða ekki innan við ca. 6 millj-
ónir króna. Þar af hefur ríkið
þegar lagt fram eina milljón og
2 eru áætlaðar á fjárlögum fyrir
næsta ár. Það, sem á vantar,
kæmi á fjárlögum fyrir 1956 og
jafnvel eitthvað 1957.
Steinkirkja í oddbogastíl
Nefndin leggur til að í Skál-
holti verði reist steinkirkja, er
rúmi 250 manns í sætum. Stíll
kirkjunnar verði í samræmi við
hinar eldri dómkirkjur og í odd-
bogastíl, með háu miðskipi og
lægri hliðarskipun og stúkum
(krosskirkja). Er það talið æski-
legt að hún standi þannig að há-
altari hennar verði yfir háaltar-
isundirstöðum miðaldakirkjunn-
ar. í kirkjunni er sjálfsagt að
varðveita alla þá forngripi, sem
komið hafa frá Skálholti, enda
verði þeir þar í öruggri geymslu.
Nefndin hefur með bréfi falið
húsameistara ríkisins að gera
uppdrætti að kirkjunni. Þá hefur
og verið fallizt á að arkitekt H.
Christie fornleifafræðingur, sem
staðið hefur fyrir rannsókn
hinna fornu kirkjugrunna s. 1.
sumar, verði ráðunautur húsa-
meistara um þessi mál. Þá er
einníg gert ráð fyrir að einn
þekktasti húsameistari Norður-
landa M. Paulsen í Osló, verði
með í ráðum um teikningu Skál-
holtskirkju. Talið er að kirkjan
muní kosta 2.5 til 3 milljónir
króna.
Telja verður sjálfsagt og
óhjákvæmilegt að taka nýjan
kirkjugarð í Skálholti. Gerá
verður nýjan steingarð um
gamla kirkjugarðinn, og verður
það að framkvæmast í samræmi
við hina nýju kirkjubyggingu.
Þá þykir og sjálfsagt að öll
þekkt leiði í garðinum verði
greinilega merkt inn á kort.
Staðarhúsin
Húsameistari ríkisins hefur
gert uppkast að uppdrætti af
prestsseturs-húsi. Er þar gert ráð
fyrir að hús þetta verði bæði
að stærð, útliti og allri tilhögun
með allt öðrum hætti en venju-
leg prestsseturshús, meðal ann-
ars yrði þar stór fundarsalur,
allmörg gestaherbergi o. fl. o. fl.
Hinu nýja húsi er ætlaður stað-
ur á gamla bæjarstæðinu, ná-
lægt íbúðarhúsi því, sem nú er
og rifið verður.
Þegar hafa verið reist gripa-
hús og hlaða fyrir bóndann, enda
brunnu hin gömlu gripahús síðla
sumars 1953. Þá er og alllangt
komið að reisa íbúðarhús bónda
og er það um 90 ferm. að grunn-
fleti, kjallari, ein hæð og ris.
Hefur þessum húsum verið val-
inn staður í um það bil 250
metra fjarlægð norður frá gamla
bæjarstæðinu, og hefur skipu-
lagsstjóri fallizt á það.
Með tilliti til þess geysilega
upphitunarkostnaðar, sem verða
mundi á öllum þeim miklu bygg-
ingum, sem fyrirhugaðar eru í
Skálholti, leggur nefndin alveg
ákveðið til, að hveravatn í land-
areign Skálholts verði hagnýtt
til upphitunar allra húsa, sam-
kvæmt áætlun Gunnars Böðvars-
sonar, verkfræðings. Gefa hverir
jarðarinnar miklu meira magn
af heitu vatni en þörf er á til
upphitunar þessara húsa.
Nefndin hefur lagt til við raf-
orkumálastjóra að hraðað verði
sem unnt er lagningu háspennu-
línu í Skálholt, og þyrfti hún að
Framhald á 9. síðtL
is, en á föstudagskvöldið leikur
hann með Sinfóníuhljómsveitinni
í Þjóðleikhúsinu. Á efnisskrá
tveggja fyrri tónleikanna verð-
ur m. a. Sónata í f-moll op. 57
(Appassionata) eftir Beethoven,
en auk þess lög eftir Bach,
Chopin, Rachmaninoff, Prokofi-
eff, Stravinsky og Liszt. Á sin-
fóníutónleikunum verður fluttur
píanókonsert í b-moll eftir
Tsjækovskí, einnig verk eftir
Mozart og Debussy.’Hljómsveit-
arstjóri verður Róbert A. Ottós-
son.
Shura Cherkassky er af rúss-
neskum ættum, fæddist í Odessa
1911. Þegar hann var li ára
gamall fluttíst hann til Banda-
tíkjanna og hóf tónlistarnám hjá
hinum kunna kennara Joseph
Hoffman í Fíladelfíu. Hann kom
fyrst fram opinberlega 16 ára og
hefur síðan haldið tónleika víðs-
vegar um heim.
Staða hjá Barna-
hjálparsjóði SÞ
auglýst laus
Barnahjá'parsjóður Sameinuðu
þjóðanna hefur auglýst lausa
stöðu birgðastjóra i bækistöð sjóðs
ins í Paris.
Verkefni birgðastjóra, er m.a. að
fylgjast með markaðshorfum í
Evrópu og löndum Mið-Asíu og
sjá um innkaup og dreifingu (á
allskonar vörum fyrir stofnunina.
Umsækjendur þurfa að vera
þaulæfðir i milliríkjaviðskiptum,
tala og skrifa ensku lýtalaust og
vera sæmilega að sér í frönsku.
Aðrar upplýsingar gefur utan-
ríkisráðuneytið. — (Frá utanrík-
isráðuneytinu).
að nauðsynlegum tækjum. Má
þar nefna skurðarborð með
vönduðu, nýtízku svæfingartæki,
röntgen- og gegnumlýsingartæki
og stuttbylgjutæki.
Að lokinni vígsluathöfninni
var gestum boðið í Tjarnalund,
heimili. kvenfélagsins. Valtýr
„íslenzkar
dulsagnir"
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur nýlega gefið út íslenzk-
ar dulsagnir, I. bindi, eftir Os-
ear Clausen, rithöfund. I bók
þessari er 31 þáttur, þar sem
sagt er frá margvíslegri dul-
arfullri reynslu ýmissa manna.
T. d. segir þar Indriði Binars-
son, skáld, frá því, sem fyrir
hann bar á ferðalagi hans
norður í land, þegar hann var
ungur, og var að fara heim
úr skóla. Ennfremur eru þar
ýmsar dulsagnir Isleifs Jóns-
sonar, gjaldkera, og grein, sem
nefnist Leyndardómur Strand-
arkirkju. Er þar í stuttu máli
rakin saga kirkjunnar og skýrt
frá því, hversu áheitin á hana
hafa oft orðið mönnum að liði.
Aðrir einstakir þættir eru m.a.:
Eldsvoðinn á Eiðum, Rödd frá
öðrum heimi, Kristín Sigfús-
dóttir skáldkona segir frá,
Franska strandið, Einkennileg
sálræn reynsla, Dulræn reynsla
frú Aðalbjargar Sigurðardótt-
ur og frásögnin „Ut yfir gröf
og dauða“. — íslenzkar dul-
sagnir eru 214 bls. í Skírnis-
broti. Prentun annaðist Prent-
smiðja Hafnarfjarðar.
Yfirlýsing AlþýSublaSsins i gœr:
hafði Rauða kross deild Kefla-
víkur sem stofnuð var 1942 og
safnaði hún fé til byggingarinn-
ar. En eftir að hornsteinninn var
lagður var hreppsfélögunum
sunnan Hafnarfjarðar afhent
húsið. Keflavíkurbær gaf lóðina,
Guðjón Samúelsson teiknaði hús-
ið, Einar Norðfjörð og Berg-
steinn Sigurðsson voru bygging-
armeistarar, Guðjón Hjörleifs-
son var múrarameistari, Guðni
Magnússon og Jón Páll Frið-
mundsson máluðu húsið en Guð-
björn Guðmundsson annaðist
raflagnir.
Frá því að hreppsfélögunum
var afhent húsið hafa því stöð-
ugt verið að berast gjafír frá
félögum og einstaklingum, en
sérstaklega hefur Kvenfélagið í
Keflavík lagt fram drjúgan
skerf og eiga konurnar mjög
mikinn þátt í því að húsið er nú
fullgert. Byggingarkostnaðuf
varð samtals rúmar 2.2 milljón-
ir, þar af hefur ríkið greitt Vs*
Flest starfsfólk hefur þegar
verið ráðið að sjúkrahúsinu,
Læknir er Bjarni Sigurðsson frá
ísafirði, ráðsmaður Guðmundur
Ingólfsson, hjúkrunarkonur Mar-
grét Árnadóttir og Líneik Sigur-
björnsdóttir, vökukona Árný
Friðriksdóttir, en yfirhjúkrunar-
kona hefur ekki enn verið ráðin.
Auk bæjarstjóra töluðu þeir
Karl Magnússon héraðslæknir,
Karvel Ögmundsson oddviti í
Njarðvík og Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri. Eru menn ánægðir
með þetta takmark, þótt húsið
sé eflaust nokkuð lítið vegna
þess hve margt hefur breytzt
síðan til þess var stofnað. Þó
væri málum sennilega allvel
komið um sinn ef byggt væri
jafnframt elliheimili.
Verklýðsf élögin eiga ekki að ráða störf-
m og stefnu Alþýðusambands Islands
f gær birtir Alþýðublaðið
forustugrein um Alþýðusam-
bandsþingið og þar er að finna
mjög athvglisverða kenningu:
Blaðið segir:
•„Gerð hefur verið tilraun til
þess af hópi ákveðinna manna
(!) að binda hendur fulltrúa
með hverskonar hótunum (!)
og samþykktum í félögum
þeirra. Áður hafa verið gerðar
slíkar tilraunir af hálfu þess-
ara sömu manna en gefizt illa.
Fulltrúarnir munu taka sína á-
kvörðun með staðreyndir
reynslunnar í huga og í sam-
ráði við skoðanabræður sína á
þinginu.“
Það sem blaðið kallar „hótan-
ir og samþykktir” eru ályktanir
þær sem gerðar hafa verið af
fjölmörgum verkalýðáfélögum
um land allt um störf og stefnu
Alþýðusambandsþings. Þessar
ályktanir voru gerðar um leið
og fulltrúar voru kjörnir og í
þeim birtist vilji verkalýðsins
sjálfs, þeirra þúsunda sem
mynda Alþýðusamband íslands.
Því fer vissulega mjög fjarri
að þessar ályktanir séu óeðli-
legar; þvert á móti er það
bæði réttur og skylda verkafólks
að taka sínar ákvarðanir um
stjórn heildarsamtakanna —
það er það sem nefnist lýðræði.
Og fulltrúar á Alþýðusam-
bandsþingi fagna því að sjálf-
sögðu að hafa skjalfestan vilja
kjósenda sinna; þeir eru ein-
mitt komnir til þings í umboði
þess verkafólks sem ályktan-
irnar gerði og til þess að fram-
kvæma vilja þess.
En Alþýðublaðið er annarrar
skoðunar. Það á ekkert að
skeyta um vilja hinna óbreyttu
meðlima Alþýðusambands ís-
lands, heldur eiga fulltrúar
þeir sem hafa fylgt Alþýðu-
flokknum að málum að taka á-
kvarðanir sínar „í samráði við
skoðanabræður sína“. Þetta
merkir með öðrum orðum að
þeir eiga að hlýða fyrirskip-
unum hægri klíkunnar, þótt
þær gangi í berhögg við vilja
þess fólks sem kaus þá á þing!
En Alþýðublaðsmönnum
skjátlast ef þeir halda að þeir
komist nokkuð áfram með
þetta ofstækisfulla sjónarmið.
Þetta er ekki þing Alþýðu-
flokksins heldur verklýðshreyf-
ingarinnar, og þar er það að-
eins stefna og vilji verkafólks-
ins sjálfs sem á að ráða en ekki
fyrirskipanir ofstækisfullra
flokksleiðtoga.
Nýr fundarsalur
bæjarstjórnar
Á bæjarstjórnarfundinum í fyrra-
dag skýrði borgarstjóri frá kaup-
um bæj&rins á Skúlatúni 2. Húa
þetta, sem er tvær hæðir og kjall-
ari, keypti bærinn upphaflega á-
samt Eimskipafélagi Islands í því
skyni að koma þar fyrir bæjar-
skrifstofum þeim, sem nú eru á
hrakhólum eða í leiguhúsnæði.
Bærinn á nú húsið einn og hef-
ur fyrsta hæðin þegar verið tekin
í notkun fyrir skrifstofur bygg-
ingafulltrúa, hita- og vatnsveitu.
Þá skýrði borgarstjóri frá því
að ákveðið væri að byggja 2 hæðir
ofan á húsið, þannig að það yrði
fullsmiðað fjórar hæðir og kjall-
ari. Væri þegar byrjað á því verki.
Gert er ráð fyrir að þangað flytj-
ist á næsta ári allar skrifstofur
bæjarverkfræðings, sem nú eru tií
húsa í Xngólfsstræti 5. Einnig
yrði skjalasafn bæjarins flutt
þangað, skrifstofur húsameistara,
áhaldahúss og ýmsar fleiri. Þá
væri ákveðið að í Skú'.atúni 2 yrði
byggður rúmgóður salur fyrir
fundi bæjarstjórnar, svo og fund-
arherbergi. Yrði þessi hluti hús»s.
ins samtals um 170 fermétrar. J,