Þjóðviljinn - 20.11.1954, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. nóvember 1954 -----
þlÓOVILIINN
Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþvSu — Sósíalistaflokkurirm.
ZUtstjórar: Magnús Kjartansson, öiguröur Guðmundsson (ób.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnasou.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Junoson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldoson.
) Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu3tig
í 10. — Simi 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
1---------------------------——---------------- - ♦
Gréðavaldi í landinu er eini aðili sem
éttast þarf samstilltan verkalýð
I hinum nýútkomna bæklingi Hannibals Valdimarssonar
„Hvað gerist á Alþýðusambandsþingi*' er með glöggum rökum
sýnt framá það, hve óheppileg og skaðleg sú sundrung er sem
átt hefur sér stað í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár. Bendir
hann með réttu á þá staðreynd, að einmitt í kosningum til þess
Alþýðusambandsþings, er nú stendur yfir, hafi rofað til í þess-
um efnum og þessar „kosningar mótist af þungri undiröldu ein-
beittrar samstöðu og ákveðins vilja.“
Einnig leiðir höfundur glögg rök að því, að þar sem enginn
stjórnmálaflokkur hafi meirihluta á Alþýðusambandsþinginu,
væri það hrein fjarstæða að fela einhverjum ákveðnum flokki
stjórn ,sambandsins, og meira að segja væri slíkt óhyggilegt
Jiótt einhver flokkur hefði þar nauman meirihluta.
Kemst höfundur svo að orði, „að undir slíkri stjórn yrðu sam-
þykktir þingsins aðeins pappírssamþykktir, sem engan myndu
skelfa og aldrei yrðu að veruleika."
Þá bendir höfundur einnig á það með réttu, hve nauðsynlegt
sé fyrir hvaða sambandsstjórn sem er, að hafa mikinn meiri-
hluta stéttarfélaganna í landinu að baki sér ef hún vilji nokkra
von hafa um að vinna sigur í hörðum átökum bæði við atvinnu-
rekendavald og ríkisvald. Nefnir hann dæmi því til sönnunar, að
5 öllum slíkum átökum, sem farið hafi fram undanfarin ár, hafi
einmitt orðið að skapa nýja sérstaka forustu utan sjálfs Al-
þýðusambandsins.
Enn fremur sýnir Hannibal Valdimarsson fram á það með
skýrum rökum að vitanlega sé engin heil brú í því að vera í
stjórnarandstöðu við íhaldið á Alþingi en svo í samvinnu við
'það um stjórn Alþýðusambands Islands. Og þá fer hann einnig
hæfilegum kímiyrðum um þá menn, sem séu hríðskjálfandi af
hræðslu við það, að verkafólkið kunni að taka höndum sanian
tnn lausn þeirra hagsmunamála sem enginn ágreiningur er um,
enda vægast sagt óeðlilegt að slíkir menn séu til innan verka-
lýðshreyfingarinnar sjálfrar.
Þessi bæklingur er í sannleika nauðsynlegt og gott innlegg
í þá baráttu sem nú er háð fyrir einingu í verkalýðshreyfingunni
Það er virkilega rétt hjá Hannibal Valdimarssyni að allt ann-
ar blær var yfir nýafstöðnum Alþýðusambandskosningum
heldur en yerið hefur undanfarin ár. Sú samfylking og eining-
aralda sem hófst á s.l. sumri og m.a. kom fram í kosningunum
um allt Norðurland og Vestfirði og í fjölmörgum félögum öðr-
um og einingarsamþykktum frá ýmsum félögum, er ljóst dæmi
þess að sívaxandi hluti verkalýðsins sér það greinilega , að
sundrungin er óvinur hins vinnandi manns og eingöngu atvinnu-
rekenda og gróðavaldinu til hagsbóta. I
Hverjir eru það, sem ástæðu hafa til þess að standa hríð-
skjálfandi af ótta við það að verkalýðurinn taki höndum sam-
an um lausn þeirra hagsmunamála sem enginn ágreiningur er
iim innan verkalýðshreyfingarinnar.
Ekki er það hinn vinnandi maður , ekki verkafólkið sjálft,
sem undanfarin ár hefur háð erfiða baráttu, staðið í hörðum
átökum út af þessum málum. Samstarfið sem myndast hefur
í þeim átökum eins og verkfallinu mikla 1952 er einmitt gleggsta
dæmið þess, að verkalýðurinn veit sjálfur að einingin ei- ein-
mitt einasta ráðið, til þess að vinna sigur í slíkum átökum.
En þeir einu sem ástæðu hafa til að óttast einingu verka-
lýðsins um þessi mál eru andstæðingar verkalýðshreyfingarinn-
ar. Stóratvinnurekendurnir, peningamennirnir, fjárgróðavaldið
í landinu, sem afl sitt og gróða byggir á því einu, að komast upp
með að greiða verkamanninum minna en sannvirði vinnu hans.
Þetta eru þeir einu aðilar, sem grætt geta á sundrungu verka-
lýðsins. Og jafnframt þeir einu sem einhverja ástæðu hafa til
að skjálfa af ótta við, að verkafólkið sameinist um lausn hags-
munamála sinna, og fyrst og fremst um stjórn heildarsam-
taka sinna. Énda hefur það löngum verið sterkasta vopn þessara
andstæðinga verkalýðsins, að deila og drottna. Þess vegna æpa
nú málgögn þeirra s.s. Morgunblaðið, Vísir o.fl. í einum kór um
hættu þá sem einingunni sé samfara. En eins og fyrrverandi
formaður Alþýðuflokksins hefur tekið fram, þá mótuðust kosn-
ingarnar af „þungri undiröldu einbeittrar samstöðu og ákveðins
*vilja,“ vilja um það að velja samtökunum heilsteypta stjórn, er
fær reynist um að leiðá hverja baráttu til sigurs fyrir vinnandi
Stéttir í landinu.
fslenzki æskumaður! Að
loknum dagsins önnum í ís-
lenzku vetrarrökkri tek ég mér
blað og penna í hönd og hripa
þér nokkrar línur. Þetta bréf
sem mig langar til að senda
þér, er varðandi það mikilvæga
mál, sem varðar tilveru okkar
og framtíð — það er hernámið.
Ég þarf ekki að rekja fyrir
þér þá átakanlegu sögu, því að
þú kannast áreiðanlega við
hana. Söguna um undirlægju-
háttinn, þegar íslenzkir vald-
hafar lutu svo jágt að kasta
allri sómatilfinningu sinni burt
og skriðu fyrir stjórn erlends
herveldis og létu henni í hend-
ur hluta af landi okkar fyrir
herstöðvar. Þetta er átakanleg
saga. Og þetta leyfðu sér þeir
menn, sem kenna sig við lýð-
ræði og kristilegt siðgæði. Þeir
leyfðu sér að blekkja þjóðina
í ræðu og riti og þá einkum í
sambandi við kosningar, er
þeir lýstu því yfir, að hér á
landi skyldu aldrei leyfðar her-
stöðvar á friðartímum. Og þeir
sóru, þegar þeir voru að vinna
sér kjörfylgi. Þannig náðu þeir
tökum á meiri hluta þjóðarinn-
ar og fjötruðu hann í pólitíska
hlekki, þess vegna fór allt
eins og fór. Við munum þetta
allt, þótt við værum ung, hví
skyldum við eigi muna, þegar
forráðamenn borgaraflokkanna
í landi okkar neituðu hinni
svívirðilegu kröfu Bandaríkj-
anna árið 1945 um herstöðvar
hér á landi til 99 ára, en sú
neitun var aftur á móti síður
en svo vegna andstöðu þeirra
við þá kröfu, heldur vegna
þess, að þeir óttuðust dóm þjóð-
arinnar yfir þeim sjálfum, ef
þeir gerðust svo berir að undir-
lægjuhætti við hið erlenda stór-
veldi Bandaríki Norður-Ame-
ríku, sem hefur á síðustu árum
verið grátt fyrir járnum.
En ráðamenn Bandaríkjanna
voru ákveðnir í að fá kröfu
sinni framgengt og þjónar
þeirra, forkólfar íslenzku aftur-
haldsflokkanna, sem á síðustu
árum hafa reynzt dyggustu
leiguþý, er veraldarsagan get-
ur um, voru einnig ákveðnir í
að verða við herini, eins og
seinna kom í ljós. Þeir sáu, að
það mátti bara ekki koma beint
að markinu. Nauðsynlegt var
að fara ýmsar dulbúnar krók-
óttar leiðir, ef blekkingaáformið
ætti að takast. Þess vegna tóku
þeir það ráð að veita þessu
yfir þjóðina í einhverskonar
smáskömmtum, fyrst með svo-
kölluðum Keflavíkursamningi,
þá Marshallaðstoð, inngöngu í
hernaðarbandalag, sem kennt
var við Atlanzhafið og. loks var
kröfunni fullnægt með komu
bandaríska setuliðsins 7. maí
1951.
En þetta þarf ég ekki að
rekja íyrir þér nánar. Við
þekkjum nógu vel harmsögu ís-
lenzku þjóðarinnar á niður-
lægingartímabili tuttugustu
aldarinnar, þegar hún var leik-
in svo grátt af innlendum lepp-
um og bandarísku auðvaldi. En
þetta er saga, sem aldrei mun
gleymast. Nöfn þeirra manna,
er sviku þjóðina í hendur er-
lendu herveldi munu geymast
um eilífð skráð á spjöld sög-
unnar. Þessi ólánssömu nöfn
þessara óhamingjusömu manna,
sem svo svívirðilega sviku
þjóðina með undirlægjuhætti
sínum við bandarískt auðvald
munu verða lítilsvirt og fyrir-
Hjörtur Guðmundsson:
Bréf
til
tesku-
nrnnits
litin af afkomendum okkar á
sama hátt og við í dag fyrir-
litum nöfn eins og Jón Gerreks-
son og Kristján skrifara.
Leppmennska og undirlægju-
háttur afturhaldsforkólfanna
við hernámsliðið hefur sýnt
fullkomlega að í hópum þeirra
á íslenzkur málstaður engan
stuðning. Þeir hafa látið allt
af höndum, sem það hefur far-
ið fram á og látið afskiptalaus-
an allan yfirgang sem það
hefur sýnt landsmönnum.
Og þeir munu halda áfram
að láta undan kröfunum um
meiri landsvæði, ef Bandarikja-
stjórn óskar þess. íslenzka
þjóðin getur því ekki lengur
treyzt þeim. Hún verður því
sjálf að taka til sinna ráða,
Og allir þeir mörgu íslending-
ar, sem vilja herinn burtu, en
það eru allir sannir íslendingar,
verða því að sameinast í und-
irskriftasöfnun þeirri, sem nú
fer fram urn allt land um á-
skorun á ríkisstjórnina, að hún
hlutist nú þegar til um að her-
verndarsamningnum frá 5.
maí 1951 verði sagt upp og allt
erlent setulið verði héðan á
brott, og ekki verði gerð fleiri
styrjaldarmannvirki en þegar *
eru risin.
Um þetta verður þjóðin að
sameinast, og það mun hún
gera, því að allir sannir ís-
lendingar vilja herinn burt,
og þeir hafa misst trú á vald-
höfunum, þar sem þeir hafa
blekkt þjóðina og logið að
henni hvað eftir annað.
Og í þessari nýju sókn, sem
nú er hafin verður æska ís-
lands að standa í broddi fylk-
ingar.
Þess vegna sendi ég þér
þetta bréf, íslenzki æskumað- ■
ur og treysti þér til að vinna I
máli, sem er öllurri málum |
ofar. Ég treysti þér því til að {
fá þér undirskriftalista nú í
fi
þegar, hafir þú ekki fengið i
hann og vinna svo ötullega i
að söfnun undirskrifta með 5
því að tala við alla sem þú j
þekkir.
Það er sky^da okkar að i
gera allt sem við getum í j
þessu mikla máli. Það er «
skylda okkar við landið, sem
ól okkur. Það er skylda okkar
við framtíðina — vegna ókom-
inna kynslóða. Og það er
beinlínis skylda okkar við
okkur sjálf, því að dvöl er-
lenda hersins í landinu stefnir
hamingju okkar í voða. En
það erum við sem eigum að
varðveita menningararfinn,
tunguna og öll okkar þjóðlegu
einkenni, en í sambýli við út-
lent setulið, sem er rétthærra
en við, er vandinn sem fylgir
því að vera uppvaxandi íslend-
ingur á landi sínu mörgum
sinnum meiri. Þess vegna er
framtíð þjóðarinnar, tunga
hennar og tilvera í okkar hönd-
um.
Nú munu ef til vill ýmsir
segja við okur. Þetta er þýð-
ingarlaust, ríkisstjórnin og
stjórnarflokkarnir munu ekkert
gera með þetta, en þetta er
skökk ályktun. Við skulum líta
á þann mikla sigur Vatnsleysu-
strandarbænda frá vorinu 1953,
er þeir stóðu allir samtaka og
ráku útlenda landræningja af
höndum sér. Þá sló ótta jafnt á
bandaríska innrásarliðið og
leppa þeirra, sem fara með
æðstu völd nú um sinn í
landinu, Og ef við stöndum
nú öll samtaka í þessari undir-
skriftasöfnun gegn hernámi ís-
lands, þá munu bæði innlendir
og útlendir landræningar
skjálfa af hræðslu. Undir-
skriftasöfnunin gegn hernáminu
er einnig vantraust á banda-
rísku leppstjórnina, sem nú sit-
ur að völdum í landi okkar.
Æskumaður! Við verðum því
að gera allt sem við getum í
þessari miklu baráttu. Þetta
mál er öllum málum ofar og
þetta varðar hvern einasta ís-
lending. Það getur enginn set-
ið hjá. Það getur enginn sagt
sem svo: „Að hann láti þetta
afskiptalaust“. Það er heiguls-
skapur og ber vott um lágkúru-
legan hugsunarhátt, mann-
dómsleysi og vesalmennsku á
hæsta stigi. Þess vegna múnu
allir sannir íslendingar fylkja
sér undir merki hinnar nýju
frelsissóknar og ganga djarf-
lega fram í undirskriftasöfnun-
inni.
Þá vinnum við Island að
nýju úr hers höndum. Landið
okkar.
Hjörtur Guðmundsson,
Lýtingsstýðum,
Skagafirðj.
QJts&e-
Skósalan,
Hverfisgötu 74.
Höfum fengið nýjar birgðir
ar ódýrum dömuskóm, inni-
skóm og karlmannaskóm.
SKÖSAIAN,
Hverfisgötu 74: