Þjóðviljinn - 20.11.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 20.11.1954, Page 7
- Laugardagur 20. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 w, Hljómkviða hlnthafanna íranskeisari: Við þorðum ekki að dæma Mossadegh til dauða, en áhangendur hans þurfum við ékki einu sinni að leiða fyrir rétt. (Bidstrup teiknaði). Leggið okknr lið Áskorun til allra verklýSssamtaka heims frá AlþýSusambandi Irans Kæru félagar. Þið þekkið þegar atburða- rásina í íran eftir valdarán hersins 19. ágúst 1953, en það var skipulagt af írönsk- um flugumönnum í þjónustu enskra og bandarískra heims- valdasinna til þess að ræna árangrinum af harðri baráttu írönsku þjóðarinnar fj'rir þjóðnýtingu olíuiðnaðarins. Eftir þessa ömurlegu at- burði hefur stjórn sú sem sett var á laggimar eftir valda- ránið stutt opinskátt heims- valdasinnana á öllum sviðum og hafið miklar árásir á verkalýðshreyfinguna og önn- ur samtök föðurlandsvina. . Eins og nú standa sakir eru öll verkalýðsfélög bönn- uð, allir stjórnmálaflokkar og blöð þeirra, allar verksmiðj- ur em í höndum herliðs, og þúsundir verkamanna, menntamanna og föðurlands- vina af öllum stjórnmála- skoðunum þjást í fangelsum og fangabúðum, eins og á eynni Kaark í Persaflóa, en þar er öll aðbúð mjög óheilsu- samleg. Fjölmargir verkalýðsleið- togar og föðurlandsvinir hafa verið dæmdir í langvinna fangavist, ævilangt fangelsi eða hafa verið dæmdir til dauða og eiga von á aftökum á hverri stundu. Margir hafa fallið fyrir kúlum hers og lög- reglu í kröfugöngum og í fangelsum eða hafa verið myrtir af illræðisflokkum sem ríkisstjórnin skipuleggur og styður opinskátt. Erlendar fréttastofur hafa skýrt frá fjöldamorðum póli- tískra fanga og verklýðs-for- ingja í borginni Recht og morði ungs verkamanns, Vartan Salakhanian, í pynd- ingaklefa í Teheren, enda þótt ríkisstjómin hafi eins og venjulega reynt að þagga nið- ur þessi viðurstyggilegu glæpaverk. Þessar víðtæku árásir eiga sér stað á sama tíma og verð- bólgan magnast, verðlag hef- ur hækkað um 50% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleys- ið færist stöðugt í aukana; allar þær kjarabætur sem verkalýðssamtökin höfðu fengið framgegnt hafa verið að engu gerðar og auðlindir þjóðarinnar hafa verið af- hentar erlendum auðhring- um, þrátt fyrir hina lang- vinnu baráttu þjóðar okkar fyrir þjóðnýtingu þeirra. I þokkabót er ríkisstjómin að gera íran að þátttakanda í árásarsáttmálum gegn Sovét- ríkjunum. Þrátt fyrir þessar ofsalegu kúgunaraðgerðir er ljóst, að íranska þjóðin mun halda á- fram að berjast þar til sigur er unninn með verkalýðs- stéttina í fararbroddi, með hina glæsilegu baráttusögu sína að leiðarljósi. Nýleg verkföll skógerðar- manna í Teheran, og bakara í Tabriz era dæmi um þessa baráttu, en þau verkföll nutu stuðnings almennings og urðu sigursæl þrátt fyrir það þótt mörgum verkfallsmönnum væri varpað í fangelsi. 1 þessari baráttu hefur stuðningur verkafólks um all- an heim, bæði verklýðssam- taka einstakra þjóða, alþjóð- legra sambanda og annarra lýðræðissamtaka, — ekki sízt einhuga aðstoð Alþjóðasam- bands verkalýðsfélaganna — verið alþýðu lands okkar ó- metanlegur stuðningur í bar- áttunni fyrir betra lífi, lýð- ræði, frelsi og réttindum verklýðsfélaga. Verkamaður Irans mun aldrei gleyma ákvörðunum þriðja Alþjóðaþings verklýðs- félaganna og Alþjóðaráð- stefnu efnaverkamanna né heldur yfirlýsingum og mót- mælum f jölmargra verklýðsfé- laga og lýðræðissamtaka og þeim verulegu áhrifum sem það hefur haft á baráttu okk- ar. Fyrir tveimur mánuðum magnaði íranska stjórnin mjög ofbeldisaðgerðir sínar, samkvæmt beinum fyrirskip- unum yfirboðara sinna í Bret- landi og Bandaríkjunum og í bræði vegna sívaxandi and- stöðu þjóðarinnar, með víð- tækum fangelsunum föður- landsvina, er hafa verið pynd- aðir og yfirheyrðir bak við luktar dyr af herdómstólum, sem hafa dæmt menn til dauða fyrir það eitt að berj- ast fyrir bættum kjörum og frelsi landsins. Vegna þessa ástands skor- ar miðstjórn Alþýðusambands Irans á ykkur að láta í ljós samstöðu ykkar með því að halda kröfugöngur og íundi, með því að senda fulltrúa- nefndir, bréf og símskeyti til sendisveita Irans eða beint til írönsku stjórnarinnar, til Sam- einuðu þjóðanna, til efnahags- og félagsmálanefndar þeirra og að beita öllum öðrum til- tækum ráðum til að gera heimsvaldasinnum og írönsk- um flugumönnum þeirra ljóst að íranska þjóðin stend- ur ekki ein í baráttu sinni heldur nýtur fyllsta stuðnings Framhald á 11. síðu. 1 Suður-Ameriku eiga Eng- lendingar nýlendu eina, sem Guiana nefnist. Fyrir fáum árum síðan fengu þessir þegn- ar Breta, er þar lifa að kjósa sér þingfulltrúa. Þeir völdu sér að meirihluta menn, sem óskuðu eftir ofurlítið auknu frelsi nýlendubúanna, þeir vildu koma á endurbótum í landinu, bæta örlítið lífsaf- komu hungraðs fólks, létta af sárustu kúgun nýlenduvalds- ins, lofa stritandi verkalýð að fá eilítinn hluta af arði vinnu sinnar, í stuttu máli innleiða stjórnarfarslegar og félagslegar umbætur, allt í fyllsta samræmi við þær þing- ræðisvenjur og þá þingræðis- ást, sem vestrænar þjóðir þreytast aldrei á að lofa og vegsama. Stjórn var mynduð á þessum grúndvelli — með eindreginn vilja fólksins að baki sér. Hér var bæði hlýtt hinum marglofuðu lýðræðis- og þingræðisvenjum. Umbæt- ur á kjörum fólksins voru sam- þykktar og framkvæmdir hafn- ar, allt í anda „hinna frelsis- unnandi þjóða“, eins og stjórn- arflokkarnir á Islandi segja á- samt þeim öðnim frelsiselsk- andi valdaflokkum Englands, Vestur-Þýzkalands og Banda- ríkjanna, svo fáeinar fyrir- myndir mannréttinda séu nefndar. En þá bregður svo við, að hin frelsisunnandi rík- isstjórn Englands sendir nokkur herskip til nýlendunn- ar, skipar þar her á land, lætur fangelsa þingkjörna stjórn nýlendunnar, gerir stjórnarbyltingu með ofbeldi og leysir þingið upp, en setur á stofn einræði undir forystu brezks landstjóra. Kærur yfir þessu háttalagi báru auðvitað engan árangur. Ríkisstjórn Englands setti á laggir nefnd til að rannsaka rétt hugarfar íbúanna i Guiana. Sú nefnd hefur nýlega birt álit sitt. Þetta álit er mjög merkilegt. I því segir, að ekki sé rétt að leyfa lýðræði né þingræði í nýlendunni af því að sá flokkur sem kosinn var að fullum lýðræðisreglum og sem síðan valdi sér stjórn að rétt- um þingræðisreglum, sé fylgj- andi sósíalisma, þ. e. vilji m. a. minnka gróða sykurkóng- anna brezku, en bæta hag- sæld almennings. Og enn sé fólkið í nýlendunni sama sinn- is, sé fylgjandi Framfara- flokki landsins. Þess vegna megi ekki leyfa kosningar í landinu. Stjórn Englands kveðst vit- anlega samþykk þessu áliti í skýrslu nefndárinnar. Svona er hún djúp, svona er hún einlæg og falslaus ást- in á lýðræðinu —- á borði, þegar framkvæmd þess geng- ur móti hagsmunum fámenn- rar auðstéttar, en til fylgis við f jölmenna öreigastétt, sem sætt hefur langvarandi kúg- un. Við íslendingar eigum okk- ar lýðræðishetjur, sem elska lýðréttindi ekki síður en stjórn Englands — og eru ekki heldur sérlega dælir á þessa eldheitu mannréttinda- tilfinningu. Þeir þreytast 0 aldrei á tali um frelsisunn- andi þjóðir — en þeir hafa einhvernveginn gleymt að gerast málsvarar hins ör- snauða nýlendulýðs Guiana. Umhyggjan snýst öll pm vesalings rússnesku þjóðina og alla þegna Ráðstjórnar- ríkjanna, sem ekki fá að koma á legg neinum sykur- kóngum, olíuauðjöfrum og öðrum þvílíkum máttarstólp- um mannkynsins, sem löngum hafa verið blómin og kórón- an í þjóðfélagi hinna frelsis- unnandi. I öðru ríki Ameríku var lýðræðiskosinni ríkisstjórn fyrir nokkrum mánuðum steypt af stóli, líka með of- beldi og fyrst og fremst með tilstyrk og atbeina hinna frelsisunnandi auðkónga Bandarikjanna. Her var sénd- ur inn í landið, öll lýðréttindi afnuminn, vænn hópur drep- in eða fangelsaður þeirra, sem reynt höfðu að bæta ofurlítið kjör hinna bágstöddustu, rétt- lausu, hungruðu og allslausu. Allt var þetta gert í nafni lýðræðis, þingræðis og ástar á friði og mannréttindum, auðvitað. Austur á Malakkaskaga hefur um langan aldur átað- ið yfir styrjöld milli Breta og langkúgaðra nýlenduþegna, vopnlítilla bænda, sem gengu með þá dæmalausu ónáttúru að þykjast eiga sjálfir landið, sem þeir lifðu í og óskuðu sér þess ósvífna hlutskiptis að þurfa ekki að deyja úr hungri og vesöld til dýrðar hinum vestrænu frelsisunn- endum. Heimili þeirra voru brennd, lífsbjörg þeirrá frá þeim tekin, en þeir sjálfir hnepptir í fangabúðir. Mal- akkabúinn féll, veslaðist upp, slitinn frá fjölskyldu, heimili og vinum. En á vesturlöndum syngja hinir frelsisunnandi sinn söng um mannréttindi, lýðræði og frelsi. I norður Afríku berst franskur her við íbúana, sem æskja ofurlítið meiri mann- réttinda, bættrar lífsafkomu, finnst að þeir eigi sjálfir -sitt land og sitt líf — en fá hvor- ugt. I nafni sömu hugsjóna þeirra er birtust svo fallega i mannréttindaskránni, þar sem allir menn á jörðunni eru sagðir jafningjar, eru þeir „upprættir“, eins og útvarpið okkar kemst svo fagurlega að orði í fréttum sínum. Morðtól hinna frelsisunnandi þjóða — svo enn sé haldið sér við sí- endurtekin orðtök friðarpost- ulanna í Vestur-Evrópu — afmá þá, drepa þá, svo hin lýðræðiselskandi auðstétt geti enn betur sýnt sín óumræði- legu mannkærleiksverk- Og svona mætti telja nær því í það óendanlega. Er nokkur furða þótt þið, íslenzku söngmenn ihaíds- flokkanna brýnið róminn í einni sterkri hljómkviðu mannréttindaástarinnar, lýð- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.