Þjóðviljinn - 21.11.1954, Side 3

Þjóðviljinn - 21.11.1954, Side 3
--- SunnudaguF 21. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 SaSka Valka glæsileg mysid, en þjóðfélagsátökin vantar Vafalaust ein bezta kvikmynd sem nokkru sinm hefur verio gero i Svipioo í dómum sænskra blaða um kvikmyndina Sölku 'Völtcu má lesa mikið hól um leik, leikstjóra og myndatöku, en fundið er aö kvikmyndaritinu, einkum seinni hluta þess. Nils Edgren ritar um Sölku Völku í Morgon-Tidningen. Hann segir m. a.: „Fyrri helmingur sænsk-ís- ienzku kvikmyndarinnar eftir skáidsögu Halldórs Laxness um Sölku Völku er engu líkt, sem hefur áður verið birt í sænskum kvikmyndum. Leita verður til nokkurra hinna beztu rússnesku og frönsku kvikmynda, sem gerðar hafa verið, til að finna aðra eins umhverfislýsingu ... Jafnnakið raunsæi hefur áreið- anlega ekki sézt áður í sænskri kvikmyndagerð, hvorki í lýsing- um á fólki né umhverfi, í sjálfri atburðarásinni né í samtölum. Laxness, kvimyndaskáldið Rune Lindström og leikstjórinn Arne Mattsson hafa í félagi við ljós- myndarann, leikarana og tón- skáldið búið til átakanlega harmsögu, sem hefur að geyma mikla mannlega eymd en einnig gaman og unað“. Birgittu hælt Edgren heldur áfram: „Lýsingin á dapurlegri æsku Sölku Völku tekur hug manns ailan. Það er að miklu leyti að þakka Birgittu Pettersson, litlu stúlkunni frá Uppsölum, sem leikur Sölku unga, Birgitta er í rauninni alveg framúrskarandi; hún hefur svipmikið andlit og augun eins og litlar skógartjarn- ir en orðin hrjóta af vörum hennar eins og svipuhögg“. Of löng? Edgren þykir of margt tekið með í síðari helmingi myndar- innar, sem fyrir bragðið verði of losaralegur, og myndin í heild of löng. Hins vegar er veiga- mesta aðfinnsla hans sú, að í myndinni sé gert allt of lítið úr þeim þjóðfélagsátökum, sem ganga eins og rauður þráður gegnum skáldsöguna. Hann hef- ur margt gott að segja um síð- ari helminginn, átökin milli Bogesens og þorpsbúa, milli „karldýrsins“ Steinþórs og Sölku Völku, fagrar landslagsmyndir og hrífandi tónlist. Hann segir: „Þetta er allt gott og blessað. En þegar kvikmyndaskáldið og leikstjórinn eiga að fara að end- ursegja eitthvað meira af efni bókarinnar en lýsinguna á um- hverfinu, sem verður einnig á- hrifamikil hjá þeim, þá verður maður undrandi. Þar vantar alla festu. Verkfallsátök fiskimann- anna við kapítalistann og ein- valdsherrann Bogesen eru án efa mikilvæg í bókinni, í kvik- myndinni eru þau algerlega meiningarlaus. Salka berst gegn verkfallinu og flettir ofan af á- róðursmanninum og æskuvinin- um Arnaldi, sem er úrþvætti, kommúnistískur blaðrari sem vantar reisn og raunsæi... Sjó mannafélagið er algerlega utan- gátta í kvikmyndinni“. Leikurum hrósað Leikurunum- er hrósað, a. m. k. sumum. Edgren hælir Erik Strandmark, sem leikur Stein- þór og k^argaretu Krook, sem leikur Sigurlinu. Gunnel Bro- urstöðum i dómi sínum. Lýsing- una á þjóðfélagsátökunum á Óseyri, sem er svo ríkur þáttur í skáldsögunni, vantar í kvik- niyndina, a. m. k. er hún öll úr lagi færð. Af þessu leiðir m. a„ að Arnaldur verður næstum ó- þekkjanlegur. Af þjóðfélags- átökunum er ekki annað eftir en samhengislausar lýsingar á ein- stökum atriðum. Þrátt fyrir Leikfélag Reykjavíkur sýnir Gimbil að nýju ; Gengið hefur verið frá samningum við ' hinn enska höfund Þjóðviljanum barst 1 gær fréttatilkynning frá Leik- félagi Reykjavíkur, þar sem skýrt er frá því, aö sýningar á gamanleiknum Gimbli hefjist að nýju n.k. miðvikudag. Birgitta, Uppsalastúlkan — „alin upp viö porsk og síld1' Préttin frá Leikfélaginu er á þessa leið: „1 haust hóf Leikféiag Reykja- víkur samninga við umboðsmann gamanleiksins Gimbiis, Sigurð Reyni Pétursson iögfræðing, um sýningarrétt á leiknum, en sem kunnugt er hætti féiagið sýning- um á leiknum i júní-’ok í sumar. Var síðasta sýning 1. júli, og mikil aðsókn að leiknum, þó að svo áliðið væri orðið. Litlu seinna var kveðið upp úr með það, að höf- undur leiksins, sem nefndi sig dul- nefni Yðar einlægur, hefði haft enskan sjónleik, vel þekktart og vinsælan, til fyrirmyndar um ýms atriði í gamanleik sínum. Varð talsverður ú’faþytur út af þessu, margar getgátur að því leiddar, hver höfundurinn væri osfrv., en þeim sem ekki höfðu haft tæki- færi til þess að sjá hinn umdeilda leik þótti verr að hafa iátið hann fram hjá sér fara. Leikfélag Reykjavíkur taldi sér ekki skylt að greiða höfundarlaun og heldur ekki rétt að sýna leik- inn áfram, meðan nokkuð væri á huldu um aðildarkröfu hins enska höfundar og sneri sér því til um- boðsmanns sjónleiksins til þess að leikurinn í þeirri mynd sem Yðar einlægur hefur gefið honum, yrði sýndur hér á landi án íhlutunar annarsstaðar frá. Samningar hafa nú tekizt um þessi atriði og verð- ur gamanleikurinn sýndur í fyrsta sinn á miðvikudaginn kemur. Fyrir jól verða fáar sýningar á leiknum, líklega ekki f’eiri en 3-4, vegna mikilla c.nna hjá félaginu, sem þá hefur 4 leikrit til meðferð- ar samtínjis. Knútur Magnússon, sem kom heim frá söng- og leik- námi í Vínarborg í sumar, hefur tekið við hlutverki Guðmundar Pálssonar í gamanleiknum, en annars er hlutverkaskipun óbreytt, Brynjólfur Jóha.nnesson og Emil’ía Jónasdóttir í aðalhlutveikum leiks- ins. Gunnar R. Hansen hefur anr,- azt leikstjórn sem fyrr og endu,.'« æft leikinn". ström fær einnig hrós fyrir leik sinn í hlutverki Sölku, en úm Folke Sundquist í hlutverki Arn- alds segir Edgren, að „elskhuga- og æsingamannshlutverk hans sé meingallað og Sundquist tak- ist ekki að gera hann sennilegri". Svipaður dómur í Ny Dag kemst Gustav Jo- hansson að mjög svipuðum nið- þessa gagnrýni segir Johansson: „Þetta er ný sænsk stórmynd, byggð á safaríkri og miskunnar- lausri frásagnarlist Laxness og fegurð íslands og fátækt“. Jo- hansson hælir einnig leikurun- um. Birgitta er eins og hún hefði „fæðst og alizt upp innan um þorsk og síld“, og Gunnel Broström var betri en við mátti búast. Formaður stjórnarinnar, Ragn- ar Kjartansson, gaf ýtarlega skýrslu um störf skólans á liðnu skólaári, sem voru hin umfangs- mestu. í kvölddeildum fullorð- inna innrituðust 97 nemendur, er voru við nám lengri eða skemmri tíma. Farnar voru hóp- Á stjórnarfundi Farmanna- og fiskimannasambands ferðir, undir íeiðsögn kennara, fslands í gær var gjörð samþykkt í Grænlandsmálinu, á flestar íistsýningar, er haidn- þar sem mótmælt var framkominni tillögu ríkisstjórnar- ar voru her a skoiaármu auk innar á Alþingi. Mótmælir tiílögu ríkisstjórn- arinnar í Grænlandsmálinu „Stjórn F.F.S.Í. leyfir sér hér með að minna hæstvirta ríkis- stjórn á samþykktir undangeng- inna þinga Farmanna- og fiski- mannasambands fslands, um að ríkisstjórnin og Alþingi beiti sér fyrir því að leita á alþjóða vett- vangi úrskurðar um forn rétt- indi íslendinga til Grænlands. Vér skorum því fastlega á ríkis- stjórnina og Alþingi það er nú situr að notfæra sér nú tæki- færið hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þessum óskum á framfæri á grundvelli tillagna hr. alþingismanns Péturs Otte- sen og að mótmæla þá um leið aðgerðum Dana í Grænlandsmál- inu, og þá sérstaklega innlimun Dana á landinu án þess að rétt- ur íslendinga sé reyndur. í nafni þeirra hundraða sjó- mannafulltrúa er með eiginhand- arundirskriftum hafa sent Al- þingi áskorun þessa efnis og í nafni þúsunda landsmanna, sem eru sama sinnis, mótmælum vér því, að sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum verði lát- in sitja hjá yið umræður og at- kvæðagreiðslu í þessu máli án þess að hreyfa mótmælum“. Ármann Kr. Einarsson. Týnda ! flugvélin Á morgun kemur út ný ur.g- lingabók „Týnda fiugvélin“ efíir Ármann Kr. Einarsson. Er þetta framhald sögunnar „Falinn fjár- sjóður“ sem kom út í fyrra og varð mjög vinsæl. Þessi er ekki síður læsileg og geta ungir les- endur getið sér til að efnið er spennandi ef þeir heyra kafla- nöfn eins og Veiðiþjófarnir, Fanginn í kofanum, Týnda flug- vélin, Hættulegt ævintýri, Björg- un úr gjánni, Ilvað var í kass- anum, Óvænt jólagjöf. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar og teikningar eftir Odd Björnsson. flllar deildir Myndlistaskólans i Reykjavík nær fullskipaðar I fyrra sóttu 97 fuilorðnir nám í kvöld- deiidum skólans en 170 börn í barnadeildum Aöalfundur Myndlistaskólans í Reykjavík var haldinn 7. nóv. s.l. í húsakynnum skólans aö Laugavegi 166. þess sem farið var í Listasafn rikisins. Ennfremur voru haldn- ir fræðslu- og skemmtifundir í skólanum. Aðalkennarar skólans voru: Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari í höggmyndadeild, Hjörleifur Sigurðsson, listmálari, í teiknideild og Hörður Ágústs- son, listmálari í málaradeild. Eins og að undanförnu var mjög mikil aðsókn að barna- deildum skólans, en alls sóttu 170 börn þau 3 námskeið, er skólinn gekkst fyrir. Voru þetta aðallega börn á aldrinum 7—12 ára. Kennari þeirra var frk. Val- gerður H. Árnadóttir. Haldnar voru tvær foreldrasýningar á verkefnum bárnanna, önnur £ desember en hin í apríl. Fjöldi fólks kom á sýningar þessar og lét það í Ijósi ánægju yfir þessu tómstundastarfi barnanna. Við stjórnarkosningu nú var stjórn skólans öll endurkjörin, en hana skipa: Ragnar Kjartans- son, formaður; Jón B. Jónasson, varaform.; Sæmundur Sigurðs- son, ritari; Einar Halldórsson, gjaldkeri og Þorkell Gíslason, meðstjórnandi. Skólinn hóf vetrarstarf sitt 1. okt. s.l. og starfar nú af fullum krafti, eru allar deildir hans .því nær fullskipaðar, þ. e. a. s.: málaradeild, teiknideild, högg- myndadeild, listfræðsludeild og ennfremur 6 barnadeildir. Kenn- arar eru allir þeir sömu og áður. Nýmæli er listfræðsla sú, er Björn Th. Björnsson listfræðing- ur annast. Um 30 manns sækja að. staðaldri fyrirlestra hans, er fjalla um þróun myndlistarinnar frá aldamótum 1800 til vorra daga.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.