Þjóðviljinn - 21.11.1954, Blaðsíða 6
$) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21, nóvember 1954
tllÓOlílUINN
Útgefandi: Sameiningarflokfcur aiþýfiij — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Maernús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sig'urjónsson Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jonsson. Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7600 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
| Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
r Sigur vinstri aflanna á
' Alþýðusambandsþingi
Það er nú komið í ljós, að vonir þær sem allir frjálshuga
vinstri menn hafa bundið við yfirstandandi Alþýðusambands-
þing, um að það marki tímamót í baráttunni fyrir vinstri sam-
vinnu og einingu í verklýðshreyfingunni, muni verða að veru-
leika. I fyrradag kom til allharðra átaka í kosningum um for-
seta þingsins, þar sem vinstri menn fylktu sér um Hannibal
Valdimarsson sem aðalforseta og Gunnar Jóhannsson sem 1.
varaforseta, en hægra liðið hafði Hálfdán Sveinsson í kjöri.
Unnu vinstri menn glæsilegan sigur í þeim atkvæðagreiðslum
svo sem áður hefur verið frá sagt.
I gær fór svo fram allsherjaratkvæðagreiðsla um inntöku
íðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. En eins og kunnugt
er var Iðju vikið úr Alþýðusambandinu fyrir nokkrum árum
af hægri öflunum, sem samtökunum hafa ráðið síðan 1948, og
með brottvikningu hennar hugðust tryggja yfirráð sín. Ekki
var heldur sparað af þeirra hálfu að gera það sem hægt var,
til að hindra inntöku Iðju, þvi eftir að séð var að vinstri
menn voru í meirihluta meðal fulltrúa á þinginu, kröfðust
andstæðlngarnir allsherjaratkvæðagreiðslu um inntökuna í
þeirri von, að í ljós kæmi að þeirra fulltrúar hefðu meiri
fjölda kjósenda bak við sig. Og án efa hafa þeir einnig treyst
því, að takast mætti að hræða einhverja í slíkri atkvæða-
greiðslu, sem fram fer með nafnakalli, og fá þá þannig til
að bregðast málstað einingarinnar, og hjálpa til að útiloka
félaga sína frá heildarsamtökum verkalýðsins.
En allt reyndist þetta árangurslaust.
Inntaka Iðju var samþykkt með 152 atkvæðum gegn 141 og
þegar talinn var saman fjöldi þeirra kjósenda í verklýðsfélög-
unum, er hvor hópur hafði bak við sig kom í ljós, að vinstri
menn höfðu 12490 kjósendur, en hinir hægri aðeins 11130.
Það má því einu gilda frá hvaða hlið málið er skoðað, hér
hafa vinstri öflin unnið sigur á fyllsta lýðræðislegan hátt.
Með inntöku Iðju er ekki aðeins verið að bæta fyrir gamalt
ranglæti, heldur er nú fullkomlega tryggður sigur vinstri afl-
anna á Alþýðusambandsþinginu. Með Iðju bætast 13 fulltrúar
i hóp vinstri samfylkingarinnar, svo vonlaust er fyrir aftur-
haldsöflin að ætla sér nú að halda yfirráðum í heildarsam-
tökum verkafólksins með ráðum eins og brottrekstri Iðju á
sínum tíma og öðrum slíkum.
En einnig fleira hefur áunnizt við það, að leiðrétta rang-
lætið sem Iðja var beitt á sínum tíma. Með því er einnig
tryggður öruggur meirihluti vinstri aflanna í Fulltrúaráði
verklýðsfélaganna í Reykjavík. Er það vel, að ekki tekst and-
stæðingum einingarinnar að halda þar völdum með ráðum og
aðferðum eins og þeirrar, er beitt var í Sóknarkosningunum
síðustu og mikla eftirtekt vöktu.
Þannig er nú sýnt, að sú barátta, sem háð hefur verið und-
anfarin ár, og náð hefur hámarki á s.l. sumri og hausti í kosn-
ingunum til þessa þings, hefur borið heillarikan árangur. Enda
munu flestir sammála um að áhrifa hennar muni gæta fljót-
lega á víðara vettvangi. Þessi árangur sýnir, að rétt er það,
sem Sósíalistaflokkurinn og Þjóðviljinn hefur haldið fram, að
sívaxandi hluti verkalýðsins gerir sér ljóst hve nauðsynlegt
er, að frelsa samtök sín undan öllum áhrifum andstæðinganna,
sem einir græða á sundrungu hans.
En þessir atburðir allir sem gerzt hafa hin síðari ár, eiga
einnig að minna okkur á það, að vera sífellt á verði í þessum
málum, og gæta þess vel, að ekki komi það aftur fyrir, að hin
dýrmætu heildarsamtök komist undir andstæðinga yfirráð. Það
er ekki nóg að heyja harða baráttu fyrir frelsun félagslegra
verðmæta úr höndum andstæðinga, og vinna sigur í þeirri bar-
áttu, nema þess sé jafnframt gætt að vernda hin unnu verð-
mæti. En bezta ráðið til þess er að leggja gömul deilumál á
hilluna og byggja samtökin eingöngu upp sem félagslegt afl
til framfara hinum vinnandi fjölda, bæði hagsmUnalega og
menningarlega.
Arfur oí> skylda
1 Alþýðublaðinu, 30. maí
1906, er flutt þessi fregn:
Verkmannaíélaff er nýstofnað
á Isafirði og gengu lög þess í
gildi 12. þm. „Meðlimir fé’agsins
eru á 5. hundrað að sögn“ — er
okkur skrifað að vestan. —
Vinnutími er ákveðinn 10 stund-
ir é dag (við daglaunavinnu),
kaup karlmanna 3 kr. á dag,
kvenmanna 2 kr. 1 „eftirvinnu"
eiga karlmenn að taka 35 aura
og kvenmenn 25 aura um tím-
ann. Á helgum dögum miklu
meira. Enn sem komið er hefur
félagsstofnun þessi gengið dável
þrátt fyrir megnan andróður
bæði leynt og ljóst af kaup-
manna hálfu. Þeim er það varla
láandi, þeir eru því vanastir að
tútna út' eins og belgir ef al-
þýðan reynir eitthvað að bæta
kjör sín. En þrátt fyrir þa.ð mun
félagið lifa og blómgast, ef verk-
menn eru samhuga og samtaka
um það, að draga veldissprotann
úr höndum kúgarans — auð-
valdsins. Með þeirri samheldni
stendur og feliur félagið en
ekki fyrir aðstoð auðkýfinga,
enda er þá vel farið."
Það er einkennilegt atriði og
lofsvert sérstaklega, að þetta fé-
lag virðist vera gert, jafnt fyrir
karlmenn og kvenfólk. Hvernig
lýzt ykkur á það „Reykvíking-
ar?“ — Hugsið ykkur nú um.
Við biðum eftir svarinu og sækj-
um það svo seinna við tæki-
færi.“
„I Þjóðviljanum“ 18. júlí
1906 er frásögn höfð eftir
formanni vepkmannafélagsins.
Hann rekur fyrst launa-
kröfur þær sem félagið gerði,
en segir svo:
Meðan verið var að koma fé-
laginu á laggirnar og gera sam-
þykktir þær, sem nú hefur ver-
ið getið, var áhugi félagsmanna
mjög mikill, ekki sízt hjá kven-
þjóðinni, og auglýsti félagið síð-
an að félagsmenn tækju eigi að
sér daglaunavinnu með öðrum
kjörum en samþykktir fé'agsins
ákvæðu.
En er kom til aðalatvinnuveit-
endanna á Isafirði (verzlun Á.
Ásgeirssonar, Edinborgar og Le-
onh. Tangs) neituðu forstöðumenn
verzlana þessara að taka nokk-
um mann í vinnu, er í verk-
mannafélaginu værí og liefði
gengizt imdir samþykktir þess.
Nú reyndi þvi þegar á stað-
festu, þrek og félagslyndi verk-
manna.
Atvinnurekendur höfðu eigi
annað verkafó’k en fáeina bæj-
arbúa er eigi voru í félaginu,
nokkra aðkomumenn og — hóp
af krökkum, og var það þegar
:ílls viti fyrir verkmannafélagið,
að ýmsir félagsmenn voru svo
grunnhyggnir, að ljá börn sín í
vinnuna, töldu sér það heimilt,
þar sem samþykktir félagsins
höfðu eigi gert ráð fyrir sliku.
Engu að Síður má þó telja
mjög sennilegt að atvinnuveit-
endur hefðu ekki þolað mátið
til lengdar, og líklega eigi leng-
ur en til hvitasunnu, ef fé’ags-
menn hefðu eigi smám saman
farið að tínast úr félaginu, fleiri
og færri daglega, og eftir hvíta-
sunnu mátti heita að allt kæm-
ist á ringulreið, og að fjöldi
manna gengi þá i vinnu upp á
„gömlu kjörin“ enda þótt verk-
mannafélagið standi enn að
nafninu.
Sást þvi hér, sem oftar,
hversu fer er félagslyndið brest-
ur, enda má og vera að félagið
hafi spennt bogann heldur hátt
í byrjuninni, þar sem félags-
menn höfðu engan viðbúnað
haft, áttu t. d. engan sjóð, til
þess að geta létt undir með
iþeim, er mest voru við því bún-
ir, að geta þolað atvinnuleysið,
er af vinnuteppunni leiddi."
Og lóks: 21. febr. 1907 seg-
ir í „Vestanpósti frá frétta-
ritara Alþýðublaðsins á ísa-
firði“:
„Enginn minnist á verkmanna-
félagið."
★
Milli þessara þriggja blaða-
fregna hefur gerzt mikill
harmleikur. Hvað gerðist áð-
ur en menn fóru að tínast úr
félaginu, sem fór svo vel af
stað. Hvað gerðist í hugum
ísfirzkra verkamanna, á heim-
ilum þeirra, áður en kaup-
mannavaldinu tókst að berja
félagið niður?
Og þetta er ekki reynsla
sem einskorðuð er við fyrstu
spor alþýðusamtakanna á
Isafirði. Harmleikurinn sem
þar gerðist hefur mætt á
mörgum þeim íslending, sem
enn eru í fullu fjöri. Og
reynslan er ekki heldur ein-
skorðuð við Island, hún er
sameign alþýðufólks í öllum
löndum, þess fólks sem risið
hefur úr örbirgð og kúgun og
ætlar sér hvorki meira né
minna en að skapa nýjan og
betri heim.
Á það var minnt hér í blað-
inu á sunnudaginn var, hve
hatramlega menn auðs og
valda á íslandi börðust gegn
Bárufélögunum, hinum þrótt-
uga frumgróðri íslenzkra
verkalýðssamtaka. Þau sömu
öfl voru að verki á ísafirði
1906 og við þau hafa al-
þýðusamtökin á íslandi alltaf
átt í höggi við hvert fótmál
vegferðar sinnar. I allri við-
leitaá alþýðunnar til bættra
kjara hefur þurft að berjast
við öfl auðs og valda, þau
öfl sem síðustu áratugi hafa
einkum liaft Morgunblaðið,
Isafold og Vísi að áróðurs-
vopni gegn alþýðusamtökun-
um, auk vopna ofsókna, at-
vinnukúgunar og hverskonar
valdbeitingar gegn einstak-
lingum og heilum verkalýðs-
félögum.
★
Það var gengið beint fram-
an að verkalýðsfélögunum
meðan þau voru ung og ein-
angruð, menn auðs og valda,
ísfirzku kaupmennirnir og
stéttarbræður þeirra, fóru
ekki dult með það að þeir ætl-
uðu að kæfa vorgróður al-
þýðusamtakanna hvað sem
það kostaði, og var engu til
sparað. Hver lítill hreppa-
kóngur, hver lítill ÍBogesen í
kauptúnum Islands fann
að arðráni hans, skefjalausri
auðsöfnun og valdi, gat verið
hætta búin, ef alþýðufólkið
fengi að efla samtök, rétta úr
bakinu, finna til manngildis
sins.
Samt hefur verkalýðshreyf-
ingin þokazt nær markinu,
eftir sex áratuga þrotlausa
og óslitna baráttu er hún orð-
in eitt sterkasta aflið í ís-
lenzku þjóðfélagi. Hún hefur
eflt svo samtökin og þjálfað
liðsmenn sína, að á fáum ár-
um gætu alþýðusamtökin á
Islandi orðið sterkast þjóð-
félagsafl með íslendingum,
gæti tekið um stjórnvöl ís-
lenzka ríkisins og stýrt því
til hagsbóta hinu vinnandi
fólki til sjávar og sveita.
★
Enn má segja að reginafl
íslenzkra alþýðusamtaka fái
ekki notið sín. Enn skortir á
vitund þeirra um afl sitt og
markmið. Enn er alþýðan
sundruð, jafnt í verkalýðsfé-
lögum og í stjórnmálasam-
tökum sínum.
Einmitt ósamþykkjan innan
raða alþýðunnar lamar afl
hennar og veikir trúna á
sigurmátt hennar. — Og arf-
takar ísfirzku kaupmann-
anna sem þykir óárennilegt í
seinni tíð að ganga beint
framan að verkalýðssamtök-
unum, eins og þeir gerðu
meðan félögin voru ung og
einangruð, setja nú alla sína
von á sundrung alþýðunnar.
Menn Morgunblaðsins og Vís-
is lærðu það af Hitler og
bandarískum gangstervínum
að liægt er að misnota verka-
lýðsfélög, jafnvel blekkja
meirihluta verkalýðsfélags til
fylgis við verstu fjandmenn
alþýðusamtakanna. Því hefur.
barátta þeirra meir og meir
beinzt að því að lama verka-
lýðshreyfinguna innan frá,
koma þjónum sínum þar til
valda, spila á sundrung al-
þýðunnar og nota liana til að
lyfta sér upp í þá stjórn, sem
ætti að skipa reyndustu og
beztu baráttuleiðtogum al-
þýðunnar, stjórn Alþýðusam-
bands íslands.
★
Er ekki nóg komið? Er*
ekki kominn tími til að menn
alþýðusamtakanna, menn al-
þýðuflokkanna, taki höndum
saman og láti einingu og heils
hugar samstarf virkja regin-
afl alþýðusamtakanna í stór-
sókn til bættra kjara, sókn til
þess valds sem alþýðu landsina
ber? Er ekki að verða óum-
flýjanleg nauðsyn að skoð-
anamunur um liðna atburði í
sögu hreyfingarinnar verði
ekki látinn aftra því, að ein-
mitt nú taki allir einlægir
verkalýðssinnar höndum sam-
an til lausnar brýnna verk-
efna? Sagan mun dæma um
þau ágreiningsmál, og við get-
um haldið áfram að hafa um
þau ólikar skoðanir. En rétt-
lætir sá skoðanamunur fram-
haldandi bræðravíg innan
verkalýðshreyfingarinnar?
Réttlætir hann framhald
þeirrar sundrungar sem lyfti
þjónum afturhalds, auðs og
kúgunarvalda upp í trúnaðar-
stöður alþýðusamtakanna?
★
Nú í sumar hefur hvert
verkalýðsfélagið eftir annað
svarað þessum spurningum.
Svar þeirra er einbeitt og
afdráttarlaust, í hverju- fé-
laginu af öðru hafa menn al-
þýðuflokkanna tekið höndum
Framhald á 11. síðu.