Þjóðviljinn - 21.11.1954, Page 7

Þjóðviljinn - 21.11.1954, Page 7
Sunnudagur 21. nóvember 1954 — ÞJÖÐVILJINN —- (7 Leipzig 2. nóvember. I. Homer, Virgilius, Dante, Shakespeare, Schiller, Göthe — þetta eru nokkrir höfundar „heimsbókmenntanna". Til eru þeir sem eiga öll verk þeirra samanlögð, 0,006 kílómetra af menningarstolti í fallegri stofu. Svo eitt kvöld, eftir annir þús- und hversdaga, opnar maður eina þessa rykföllnu bók — og sjá: það verður kannski engin samhljóman milli skálds og les- anda. Hann viðurkennir með greindinni: þetta er víst ósköp fallegt: minnsta kosti segja það allir, og mikla atorku hef- ur nú þurft til að festa svona marga stafi á pappírinn með jafnófullkomnum ritföngum; en það verður samt sem áður eitt- hvert bil milli mín, lesandans, og Dante, skáldsins. Það eru tveir tímar, hvað sem hver segir. Vitaskuld þýðir ekki að ganga með von inn í Viti, en maður er hættur að trúa á til- vist þess staðar, og áletrun Dantes hæfir ekki lengur í mark. Allir þessir konungar Shakespeares — þetta er nær útdautt kyn í dag og engin Ieið að taka mark á því; og jafn vel frelsismóður Schillers svíf- ur einhvernveginn í lausu lofti. Það er sem sé ekkert líklegra en maður verði fyrir nokkrurri vonbrigðum með heimsfeök- menntir sínar, þegar maður lítur loksins í þær. Svo lokar maður bókinhi og stingur hennil aftur í skarðið sitt. Metramir sex eru aftur heilsteyptir og óaðfinnanlegir á að líta. Og; rykið fellur. Svo gerist það einn annan dag: að maður fer að rjála við fá- tæklegri bækur í öðrum hillum. Maður tekur eina af handahófi. og flettir henni. Þá getur svO' brugðið við að maður heyri skyndilega rödd samtímamanns af þessum gulnuðu blöðum; þessi kafli gæti verið úr Tima- riti Máls og menningar í fyrra„ gott ef þetta Ijóð birtist ekki í nýjasta hefti Réttar. Hér er frelsi fólksins á dagskrá. Niður með kúgarana! stendur þar — og það er ekki óraunhæft skraf, heldur byggt á jarðneskum staðreyndum, túlkuð á auðugu alþýðumáli, með sífelldri skír- skotan til hluta sem við þekkj- um öll úr daglegu lífi. Hvað heitir nú höfundurinn aftur? Já, Heinrich Heine. Það var víst þýzkur gyðingur á hinni öldinni — mig minnir Jónas hafa þýtt eitthvað eftir hann, var það ekki hann sem orti kvæðið um stúlkuna og skip- stjórann? Heinrich Heine fæddist árið 1797, í landi sem skiptist í 360 furstadæmi. Hann lifði i bernsku Napóleonsstríðin, skot- drunurnar frá Leipzig 1813 kváðu honum í eyra, síðan komu ár Bandalagsins helga, þess alræmda sáttmála um aft- urhald og undirokun. Svo er talið að rómantískan þýzka hafi fæðzt ári síðar en Heine. Það var skáldskapur sem helgaði sér aðallega ríki draumanna, og mun láta nærri að Schiller hafi eitt sinn á dapurri stund lýst viðhorfi þessara skálda flestra: „Frelsið er aðeins í ríki draum- anna, og fegurðin blómgast ekki nema í söng“. Það var skáld- skapur um 1 bláa blómið og svarta skýið, um harmsöguleg sólsetur, örlagaríkan ástar- harm, jungfrúdóm allra skepnu, Heine stóð í upphafi undir áhrifum þessa skáldskapar; hann hefur sjálfur skýrt frá því að ástarkvæðin í Ljóðabók- inni (Bueh der Lieder) eigi sögulegar ;rætur .í forsmáðri ást. En hann losaði sig fljót- lega undan þeim áhrifum, og fræg er setning hans: Það geisar þvílíkt sonnettuæði i Þýzkalandi, að það þyrfti að leggja á sérstakan sonnettu- skatt — en eins og kunnugt er eiga blóm og sorg sérstaklega hægt um vik í þessu formi. Sá beinharði veruleikur fólksins gerðist snemma aðsópsmikill í verkum Heines. Ungur að árum heldur höndla hugmyndirnar fólkinu óþíum? Hún er komin okkur, þær knýja okkur og' píska fram á sviðið, þar sem við hljótum að berjast fyrir þær sem rómverskir skylminga- Bréf frá Leipzig menn.“ Löngu seinna sagði Marx: „Hugmyndir sem vit okk- ar fær fangs.taðar á, sem íhygli okkar nær á vald sitt, sem skilningur okkar smíðar sam- vizku okkar úr, þær eru sem rakleiðis frá Heinrich Heine, sem sagði eitt sinn: „Öpíum og trúarbrögð eru skyldari en flesta grunar." II. Maí 1933. Það er vor og sól yfir Berlínarborg. Við Alex- anderplatz eru hljömleikar und- ir bláum himni, og ungir elsk- endur leiðast í hamingju þá götu sem ber fegurst nafn allra stræta: Undir lindunum. En bak við þessa sólbjörtu forhlið heimsborgarinnar ríkir sá andi sem dálítið blað á ís- landi nefnir um svipað leyti hinn hreina germanska anda FORjSOQN HE1NE$ tók hann sér ferð á hendur um þvert og endilangt Þýzka- land, talaði við verkamenn í námu og bændur á velli: kynnti sér líf fólksins og landið sem hann lifði í. Síðar komst hann svo að orði að hann væri frum- kvöðull nýs skáldskapar; og þegar við dáumst að því í dag hvernig Hjalmar Gullberg Ví Svíþjóð notar orð eins og minnimáttarkennd og fæðingar- deild í dýrum kvæðum, eða Nerúda í Chile yrkir um síma- þræði og kolagrafir, þá spyr maður hvort þeir reki ekki rætur til Heines er orti af valdi um svín og náttgögn meðal ann- arra efna: er hann ekki upp- hafsmaður „óhreinna ljóða“ sem virðast einna lífvænust nú á dögum? En verðskuldun Heines var ekki sú ein að blása nýju lífi i evrópska Ijóðagerð. í dag dáumst við ekki siður að póli- tískri skarpskyggni hans og bylt ingarmóði. Hann skrifar í bréfi 1833: „Þér standið ofar öllum þeim, sem aðeins sjá forhlið byltingarinnar, en skilja ekki hin dýpri spursmál hennar. Þessi spursmál varða hvorki form né persónur, hvorki stofnun lýðveldis né takmörkun einveldis, heldur varða þau hina efnalegu velferð fólksins . . . Vegna iðnþróunarinnar . . . er nú unnt að hefja fólkið upp úr hinni efnalegu eymd og gera það sælt hér á þessari jörð.“ Það er enginn vandi að skrifa slík orð í dag, þegar vísinda- legur sóáíalismi hefur verið uppi heila öld. En þegar Heine skrifaði þetta bréf var Marx ekki nema 15 ára, og það liðu önnur 15 ár þangað til Komm- únistaávarpið var samið. Dialektík hins óborna marx- isma kemur víðar fram hjá Heine. Hann segir í bréfi 1831: „Já, kæri barón, að vísu hafa auðæfin alið af sér frelsi, en þetta frelsi hefur líka kostað móður sína lífið". Seytján ár- um siðar segir í Kommúnista- ávarpinu eitthvað á þá leið að með þróun iðnaðarins hafi borgarastéttin grafið sína eigin gröf. Hugsunarferillinn er hinn sami. Heine sagði einnig: „Við höndlum ekki hugmyndirnar, Heine í heimsókn hjá Jenný og Karl Marx. fjötrar sem maður brýtur ekki án þess að tæta sundur hjarta sitt, þær eru þeir mórar sem maðurinn getur aðeins sigrast á með því að hlýðnast þeim“. Er þeir kynntust seinna, Marx og Heine, sagði hinn síðar- nefndi eitt sinn: „Við þuríum aðeins fá tákn til að skilja hvor annan“. Marx hlaut að fara frá París snemma árs 1845; þá saknaði hann Heines mest allra manna þar í borg. Þeir hittust fyrst árið 1843. Þá var Marx 25 ára, en Heine á 46. ári. Það er vitað að þau ár sem í hönd fóru hafði Marx mikil áhrif á Heine. En þegar mað- ur hefur í huga aldursmun þeirra og veit einníg þann pólitíska skilning sem Heine hafði öðlazt löngu áður, verð- ur manni gjarnan að spyrja: hafði Heine ekki einnig áhrif á Marx? Það skyldi þó aldrei vera að höfundur Lorelei standi einhversstaðar bak við Kommúnistaávarpið. Eða vita menn hvaðán komin er setn- ing Leníns: Trúarbrögð eru og átti að vera „allra norrænna þjóða innsta líf“; í æðsta valda- sæti landsins situr maður nokk- ur sem það pínulitla tímarit Eimreiðin á íslandi nefnir þá af aðdáun „hinn mikla Jörmunrek Þýzkalands“. Og þessvegna er ekki allt einleikið þennan dag. Sterklegir bílar, hlaðnir bókum, koma akandi frá bókasöfn- um borgarinnar og stefna allir að sama torgi. Því í dag á að brenna þýzkan anda — og meira en það: það á að brenna anda friðar og framsóknar í heiminum. Romain Rolland, Henri Barbusse, Theodore Dreiser, Maxím Gorkí, Martin Andersen Nexö — það á að brenna þá alla og miklu fleiri upp til agna í dag. Og þar er líka Heinrich Heine. Því hefur verið lýst yfir að hanri sé óvinur þjóðaririnar, og Lorelei er ekki lerigur eftir hann held- ur eftir einhvern „ókunnan höf- und“; það varðar refsingu héð- an í frá að hafa verk hans und- ir höndum...... Og löghlýðnir menningarvinir, sem vilja þó ekki hætta of miklu fyrir hana, þukla mjúkum lófum um skápa sína pg stinga ljóðabókinni í ofninn, þó raunar sé ekki bein þörf upphitunar i kvöld. Log- ana af andanum ber við bláan næturhimin. Og Göbbels heldur að hugsjónir mannsins séú brunnar með bókum hans. Heinrich Heine hefur sagt : fyrir hvaða örlög bækur hans og önnur minnismerki um arida mundu hljóta um skeið. Hann skýrði frá því í Pólitískri erfða- skrá sinni, er hann skrifaði1 1855, síðasta árið sem hann lifði. Það er einkennilegt að lesa þá forsögn eftir 99 ár, en það er raunar hvorki fyrsta né síðasta sinnið sem snillingar vita hverju fram vindur eftir þeirra dag. Hann sagði: „Hrygg- um huga og djúpum ótta gerði ég þá játningu að framtíðin heyri kommúnistunum —, nei, það voru engin ólíkindalæti. í ugg og kvíða hugsa ég til þess tíma er þessir skuggalegu .myndbrjótar hafa brotizt til valda; sigggrónum höndum og án allrar miskunnar munu þeir brjóta niður allar þær fögru líkneskjur sem hjarta mínu eru svo kærar . . . liljur vall-. arins sem hvorki spinna né vinna, en eru þó dásamlegri en Salómon konungur í allri sinni dýrð, munu þeir rífa upp með rótum úr jörð samfélags- ins, nema þeim verði þá feng- inn rokkur til að spinna á . . , ó, Ljóðabókin mín verður rif- in i umbúðir um kaffi og tóbak. Já, ég sé það allt í hendi minni“. Þetta er skuggaleg framtíðar- sýn, og hefði einhverntíma þótt fyrirsögn að hún rættist. En hún gerði svolítið betur: sú tíð kom að líkneskjur Heines sjálfs voru slegnar til jarðar þungum hömrum. Aðeins í einu atriði skjá^laðist ‘Heine: það voru ekki kommúnistarnir sem sví- virtu hann og verk hans, held- ur nazistarnir, þeir sem að lokum fullnuðu verk og anda þeirra þjóðfélagshópa er hann hataði einlægustu hatri allt sitt líf. En hér ber þess að geta að Heine varð aldrei sjálfum sér samkvæmur marx- isti; honum sást yfir hið sögu- lega uppbyggingarhlutverk verklýðsstéttarinnar. í heirris- skoðun hans ríktu andstæður sem honum tókst ekki að vinna bug á. í viðhorfi hans spégl* aðist sá tími er byltingareðii borgarastéttarinnar í Evrópu var á fallanda fæti, meðan bylt- ingareðli hinnar sósíalisku ör- eigastéttar var enn í reifunum — eins og lýst er í bókum. Á öðrum stað sagði Heini þó: „Hin nýja tíð mun einnig getá af sér nýja list“. En hin nýja tið, sem Heine dréymdi ekki einungis heldur barðist fyrir af trúnaði, með list sinni og for-; dæmi, var sú tíð þegar alþýða heimsins væri leyst undan hverju oki. „Sú bylting er ó- hjákvæmileg, hún er aðeins spurning um tíma“, sagði hann. Og „til síðasta andartaks megið þið treysta mér“. En Heine sagði fleira í Pólitískri erfðaskrá sinni; „. . . Þó viðurkenni ég hrein- skilnislega að þessi kommún* ismi. . . orkar með sérstökum töfrum á sál mína, töfrum sem ég kemst ekki undan; tvær Framhald á 8. síðti..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.