Þjóðviljinn - 21.11.1954, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 21.11.1954, Qupperneq 11
Sunnudagur 21. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 AKFUK OG SKYLDA Framhald af 6. síðu. saman og bundið það fast- mælum að vinna saman, koma á heilsteyptri stjórn í heild- arsamtökum verkalýðsfélag- anna, og að útiloka þar áhrif afturhalds og auðmanna, hefja saman nýja sókn al- þýðuaflanna í landinu, hvað sem liði fyrri ágreiningi og skoðanamun um einstök atriði. Og þessi vilji er ekki ein- skorðaður við verkalýðsfélög- in, við hin faglegu samtök alþýðunnar. í báðum alþýðu- flokkunum glæðist ört skiln- ingur á nauðsyn þess, að einnig á stjórnmálasviðinu sameini alþýðan krafta sína til nýrrar sóknar svo fólkið í landinu geti öðlazt nýja von, nýtt traust á stórsigrum al- þýðusamtakanna í nálægri framtíð. Einmitt eining alþýð- unnar skapar skilyrði fyrir stórsókn og stórsigra. And- spænis hinum ískyggilegu fyrirætlunum Sjálfstæðis- flokksins um flokkslega valdatöku, má alþýðan ekki standa sundruð og dreifð. Þeir rösklega 300 trúnaðar- menn verkalýðsfélaga lands- ins sem nú sitja hið 24. Al- þýðusambandsþing, geta gert stórt átak til að skapa einingu alþýðúnnar á íslandi. Gefi þeir Alþýðusambandi íslands öfluga, samhenta forystu, kjósi þeir Alþýðusambands- stjórn sem byggi afl sitt á samstöðu alls„-hins sterkasta og heilbrigðasta í verkalýðs- hreyfingu landsins, vinna þeir afrek, sem valdið getur þátta- skilum í sögu íslenzkra al- þýðusamtaka. Gagnvart þeirri sögu ber hver fulltrúi á Alþýðusam- bandsþingi þunga ábyrgð. Það er ekki einungis ábyrgðin gagnvart svo óhlutkenndu fyr- irbæri og sögu alþýðusamtak- anna, heldur djúp og örlaga- rík ábytgð gagnvart lifandi fólki, börnum íslenzkrar al- þýðu sem taka eiga við arf- inum úr höndum okkar, djúp og örlagarík ábyrgð gagnvart framtíð hvers íslenzks manns, íslenzku þjóðarinnar allrar. Hver heiðarlegur fulltrúi á þingi Alþýðusambands Is- lands hlýtur að vera minn- ugur þess mikla arfs er hann (•• í hefur hlotið frá þeim mönn- um, sem í sex áratugi hafa staðið í stormum og bar- áttu alþýðusamtaka á Islandi. Minnugur þess, að við höfum ekki einungis erft ávinning- inn af dýrkeyptum sigrum þeirra, heldur einnig þá dreng- skaparskyldu að láta ekki fórnir þeirra og þrotlaust starf verða til einskis. Þá dreng- skaparskyldu .að hefna ósigra þeirra og sættast aldrei við þau öfl afturhalds, aúðs og kúgunar sem verst lék ung- an vorgróður ■ alþýðusamtak- anna, sem neyttu aflsmunar til að níðast á föður okkar og móður, afa okkar og ömmu. Sömu öflin og sækja enn að samtökum verkalýðsins, þó gerfið sé breytt. Rísa trúnaðarmenn verka- lýðsins undir þeirri dreng- skaparskyldu ? Gefa fulltrúar 24. þings Alþýðusambandsins alþýðu landsins nýja von, verður þingið stór áfangi á vegferðinni til einingar alþýð- unnar á Islandi? Því mun svarað í dag, á morgun. Sigurður Guðmundsson. Grænlandsmálið Framhald af 12. síðu. Haraldur Guðmundsson var tví- stígandi að vanda. En þótt ekki mætti vísa mál- inu til utanríkismálanefndar vegna tímaskorts, virtist ekkert liggja á afgreiðslu málsins og fer atkvæðagreiðsla ekki fram fyrr en á morgun. Benti Einar Olgeirsson á að sú afgreiðsla væri með ráði gerð. Úrslítaafgreiðsla innlimunarmáls- 'ins" fer f ram á ' allsherj arþingi Sameinuðu þjóðahna á morgun. Með því að draga afgreiðslu Al- þingis á málinu' þangað til, er útilokað að koma neinum ýtar- legum gögnum um álit Alþingis til fulltrúa íslands á þingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir úrslitaat- kvæðagreiðsluna. Nýkomin góð og falleg kápuefni í gráum o.fl. litum. Amerísk tízkublöð. Saumastofan Laugaveg 45, gengið inn frá Frakkastíg. J Happdrætti Pjóðviljans verður ^ ekki frestað. I>að verður dreg- Ið 4. desember, Bílar til sölu: Vörubílar: Ford, Chevrolet, G.M.C.- „trukkur" og Bedford með drifi á öllum hjólum. 6 manna bílar: Chevrolet, Ford, Dodge, Chrysler, Plymouth, Stude- baker 4ra manna bílar: Austin, Renault, Morris, Skoda og fleiri góðir. Sendiíerðabílar: Ford, Renault, Bedford, Studebaker, Fiat, Dodge og fleiri bílar; einnig 2 góðir jeppar. Bifreiðasala Hreiðars Jónssonar Miðstræti 3 A. — Sími 5187 Ég færi öllum, er sýndu mér samúö og vinar- hug viö fráfall og útför mannsins míns, ísaks Vilhjálmssonar. Bjargi, Seltjarnarnesi, alúöarfyllstu þakkir mínar, barnanna og annarra vandamanna. Jólianna Björnsdóttir Námsmanna- fargjöld : Eins og að undanförnu veitum vér námsfólki af- slátt af fargjöldum milli landa samkvæmt ákveðnum reglum, sem gilda þar um. Ánægjulegasta jólagjöfin til íslenzkra náms- manna, sem erlendis dvelja, verður án efa flugferð heim til Islands fyrir jól. < Allar nánari upplýsingar greiðlega veittar á skrifstofu vorri. Flugfélag Islands. h.f. Aðalfundur Úivegsmannafélags Reykjavíkur veróur haldinn kl. 2 í dag e.h. í fundarsal L.Í.Ú. í Hafnarhvoli. Fundarejni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin R0K0K0 HÚSGÖGN sett og stakir stólar, klæddir séroínu góbelíni. Bólsturgerðin í. Jónsson h.f. — Brautarholti 22 — Sími 80388. Keflavíkurflugvöllur ■ ■ ■ ■ ■ Fundur verður haldinn í Starfsmannafélagi Keflavíkurflugvallar mánudaginn 22. þ.m. 5 í húsakynnum Sameinaðra verktaka. ■ ■ ■ Fundurinn hefst kl. 8.30. ■ ■ ■ ■ ■ Stjórnin Þjóðvttjinn EK BLAÐ ISLENZKRAR AI.ÞVÐU — KAUPIÐ HANN OG LESIÐ i i VA<A<-\< t-un . 'd. ' S®1 Stórkostleff ai hlutaveltu heldnr Enattspymufélagið Vaiur í Skátaheimilinu við Snorrabmut klukkan 2 i dag Sveltur sitjmifU fcráka en fijúgandi fær 1000 kr. í peningum. — Mörg málverk. — Békasafn. — Búsáhöld. — Nokkrar tunnur hráolía. — iTæIi. — Kol. — Saltfisknr. — Fkgfar. — Nokkur hundmð fet af timbri og margi fleira góðra muna. mm Láfið ekki happ úr hendi ENGIN NtJLL. — VALSVELTAN VINSÆLUST. Drátturinn 1 kréna. — Enginn aðgangseyrir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.