Þjóðviljinn - 25.11.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. nóvember 1954— ÞJÓÐVILJINN — (11 Fiskveiðalandhelgin -■'■Av-jy Framhald af 7. síðu. þá ósk að þess verði ekki langt að biða að tillögur birt- ist á Alþingi um svipaðar leioréttingar fyrir Suður- og Suðvesturlandi og Norður- landi þó ekki væri nema til að kippa „friðunarlínunni" svo sem 10-20 míiurp norð- ur fyrir útlínu Grímsej- ar boina linu í báðar áttir frá stöðún). sem væru;- t.ci. 16—24 sjómílum fyrir norðán Kög- Horn (nr. 47—48) og hátt hentaúú oss og á enga r . / i,' A,V Si' ' ur Hraunhafnartanga (nr. 11), o.s.frv., eða til að draga á sama hátt „friðunarlínuna" frá stað t.d. 16—20 sjómílum utan Geirfugladrangs að til- svarandi stað beint suður af Geirfuglaskeri, og þaðan aust- ur að Ingólfshöfða. Þá myndi íslenzkum fiskiskipum veitast mikilsvert svigrúm á góðum miðum, og færi þá að nálg- ast sú stund að leyfa mætti íslendingum tog- og drag- nótaveiði í vaxandi mæli á vissum tímum og svæðum innan við hina svokölluðu friðunarlínu. Og þá þurfa menn ekki lengur að svíkja forvitni sína um lausn á þeirri gátu að hve miklu leyti Ólaf- ur Thórs og Bjarni Bene- diktsson kunna að hafa látið Selwyn Lloyd og Mr. Nutt- ing ákveða grunnlínustaði nr. 36—39. Hún hættir þá að skipta aðra menn máli en sagnfræðinga. „Hvít" bók um land- helgismálin Tilgangur minn með þessu greinarkorni var sá að skrifa stuttan ritdóm um bækling þann út gefinn í september- mánuði 1954 á enska tungu af ríkisstjórn íslands sem kallaður hefur verið „Hvít“ bók um landhelgismálið á tungu þeirri sem ýmsir valda- menn hér nota nú orðið í stað íslenzku. Kverið heitir The Icelandic Efforts for Fisher- ies Conservation — Memor- andum Submitted to the Coun- cil of Europe by the Govern- ment of Iceland. September 1954. 58 bls. 4to. Á íslenzku gæti þetta kallazt Hin ís- len/.ka fiskifriðunarviðleitni — minnisgrein lögð fyrir Ev- rópuráðið af ríkisstjórn Is- lands o. s. frv. í stað eiginlegs ritdóms hef ég fært hér i letur dóminn sem fólginn er í þeim tillög- um er ég gerði lítillega að umtalsefni hér að ofan. Því miður verður ekki sagt að það sé mildur dómur. Það er í rauninni hinn þyngsti á- i fellisdómur um alla fram- komu ríkisstjórnarinnar og ráðunauta hennar í landhelg- iamálinu allt síðan árið 1950. Slíkur dómur þeirra er gerzt mega vita er um leið sannar- iega réttmætur um gort það, þvætting og raup sem víða er að finna í fyrrnefndu kveri og . ríkisstjórnin öll sýnist hafa tekið höfundarábyrgð á fyrir utan pólitísku ábyrgðina sem þyrfti að koma fram heldur fyrr en seinna. Og meira segja hef ég fyrir satt að Hermann Jónasson hafi haldið sérstaka lofræðu í út- varpið um skýrslu þessa þeg- Evrópuráðsins, og var ekki fundu upp „friðunarlínuna", vonum fyrr að ríkisútvarpið og er mönnum ekki grunlaust færi að birta umsagnir kunn- um að þeir hafi e.t.v. fengið áttu- og smekkmanna um smávegis aðstoð við að skapa öndvegisrit vor. Þó er eitt hana hjá hinum brezku stétt- atriði, býst ég við, nægilega arbræðrum, a.m.k. hefur afli stórt í skýrslunni til að draga brezkra togara stóraukizt á úr gleði þeirra sem lesa hana lalandsmiðum- síðan - ,-,friðun- í alvöru,„fia-það er him for- . arlínan“ var— setfcf~þó að ís- dæmislaiisa og heimildarlausa lenzk fiskiskip geti ekki yfir- viðleitxri : ríkisstjórharinnar til leitj^'-stært sig af sama ár- þess að tjóðpá :oss við hið angri, nema þá helzt opin. norská kcrfi, sem á engan Um þennan árangur Breta fjallar V. kafli ritsins, en þó einkum sá IV. sem er næst- lengstur og styðst eingöngu við brezkar aflaskýrslur, og verður mönnum því óhjá- kvæmilega spurn, hvort ekki hafi verið neitt um málið að finna hjá hinum íslenzku vís- indamönnum, en eins og menn muna er þetta „vísindaleg" ,,friðunarlína“ og hlýtur hún því að standa og falla með þeim vísindalega árangri sem af henni leiðir fyrir ísland og Islendingar geta leitt í ljós, nema hugmyndin sé að Bret- ar geti á grundvelli „sinna vísinda“ einn góðan veðurdag lýst yfir því, að nú sé kom- inn nógur fiskur, nú þurfi ekki að friða miðin lengur þeirra vegna, nú geti þeir aft- ur farið að toga sig í strand i kringum allt land. Því að þá vantar sem sé alveg ís- lenzka fiskveiðalandhelgi hér við land ef núverandi vald- hafar mega ráða. stoð í rétti vorum né sögu, og að rígbínda ísland við nið- urstöðu úrskurðar Haagdóms- ins í deilumáli Norðmanna og Breta, enda þótt vér hlytum að tapa með því öllum helztu og fengsælustu fiskimiðum vorum. Þetta virðist vera þungamiðjan í veigamestu köflum ritsins, VI. og VII., hluta. Ég hefði haldið, ekki sízt eftir að Haagdómstóllinn hratt ýmsum helztu firrum Ehgilsaxa varðandi þjóðarétt um fiskveiðalandhelgi, með fyrrnefndum úrskurði, að fylgja hefði átt (einmitt ekki sizt eftir 18. desember 1951) því heilræði sem hinir frægu bandarísku þjóðréttarfræðing- ar Manley O. Hudson og Pliilip E. Jessup gáfu aðal- ráðunaut ríkisstjórnarinnar í landhelgis- (og „friðunarmál- um"), Hans G. Andersen, og hann hefur sjálfur orðað þannig í hinni prentuðu skýrslu sinni, 20. janúar 1948, bls. 57: „Prófessor Jessup (....) og prófessor Hudson (fyrrv. dómari í alþjóðadóm- stólnum) eru báðir þeirrar skoðunar, að réttara væri fyr- ir Island að skáka í skjóli ó- vissunnar heldur en verða því e.t.v. valdandi, að óhagkvæmri niðurstöðu fyrir (fyrir ís- land) yrði slegið fastri“. Á sömu blaðsíðu leggur ráðu- nauturinn til að Islendingar noti ýmsar alþjóðastofnanir til að koma verndunarhug- myndum sínum á framfæri, en segir um það atriði: „Slík um- mæli yrði að undirbúa ná- kvæmlega fyrirfram". Ég er hræddur um að ýmsir hafi ekki munað eftir þessu heiÞ ræði heldur þegar skýrslan var tekin saman. Ekki er eingöngu illt um þessa skýrslu að segja. T. d. eru viðaukarnir A til G að- eins uppprentun á skjölum sem öll aðildarríki Evrópu- ráðsins höfðu þegar fengið í hendur fyrir löngu, og því bæði skaðlausir og þýðingar- lausir. V.iðauka H, þ.e. þvætt- ingsræðu Ölafs Thórs í París 13. des. 1952 hefði hvergi átt að prenta en þó allra sízt þarna. Mikil sorg ríkir í rit- inu út af löndúnarbanni brezkra togaraeigenda, en þó hvarflar ekki að höfundum þess að skýra frá þeim alvið- urkennda sannleika, að bann þetta stendur ekki og hefur aldrei staðið í neinu sambandi við hinar svokölluðu friðunar- • ráðstafanir eða „friðunarlín- ur“ íslands, heldur er hér ver- ið að framkvæma fyrir brezka fiskhringinn eitt helzta stefnu- mál og kosningaloforð núver- andi stjórnarflokks í Bret- landi, en hann settist að völd- Um veigamesta eínið níu línur Um bók þessa ætla ég ekki að rita fleira í bili, en-vii þó aðeins benda á að sá þáttur hennar sem fjallar um veiga- mesta efnið,þ.e. fiskimið vor eða landhelgi vora frá upphafi Islandsbyggðar til ársins 1901, er settur þarna inn í annan kafla og fær í ritinu alls röskar 9 —1 níu — líhur. Þetta gefur dálitla hugmyhd um það, hve mikla áherzlu höfundarnir leggja á sögtileg- an og siðferðilegan rétt vorn, og þó er þarna um smávegis framför að ræða, a.m.lc. varð- andi skilning á einu atriði, en fyrir missagnir reyndist þó drjúgt rúm í þessari stuttu klausu. Sem betur fór notaði Jón forseti ekki þessa aðferð í „minnisgreinum" þeim sem hann ritaði fyrir Dani (og ís- lendinga). Segja má að allur undirtónn ritsins sé harma- grátur yfir því að hafa ekki mátt um skeið hafa alla ný- sköpunartogarana í flutninga snatti til Bretlands um há- bjargræðistímann til að selja þar aflann fyrir hálfvirði, sem niður í fimmtung þess eða minna fæst skilað heim til íslenzkra banka. Að vísu má kallast eðlilegast að menn gefi helzt út bækur um hugðar- mál sín. Slíkt vekur enga furðu. Evrópuráðið er ekki aðili. Alla réttlætingu skortir á því uppátæki að fara að leggja skýrslu um landhelgismál vort fyrir samkundu þá sem þeir kalla Evrópuráðið. Ekki er vitað til að það sé neinn aðili að þessu máli. Nema ásetn- ingurjnn sé að telja sem flest- um þjóðum trú um það að vér Islendingar eigum einir allra þjóða ekki neitt lagalegt, sögulegt eða siðferðilegt til- kall til íslandsmiða. En þarna • er komið að kjarna skýrslunn- ar. Svo virðist sem ríkis- stjórnin sé jneð henni að bjóða umheiminum upp á það fyrir Islands hönd að vér látum dæma á oss sem frambúðarlandhélgislínu hina „brezk-islenzku friðunarlínu“ samkv. reglug. frá 19. marz 1952, er tók gildi 35. maí sama ár. AUir Islendingar vita að til .þess skortir ríkisstjórn- ina allt urriboð frá þeim að- ilúm sem geta oinir vcit.t. það, Alþingi og ■ þfóðinhi. Ef velja ætti skýrsiu þesSáÁ nafn í samræmi vi,ð efni hennar og ísl.enzkt litaskyn yrði hún að kallast svört. , .. ■ Telja má illa farið að nú- verahdi ,,. utanríkisráðlierra, sem ætla má að beri meira ^kyn á þessi mál en fyrirrenn- ari hans og ha.fi meiri trú á málstáð Islands, skyídi' ekki velja sér aðra menn að semja skýrslu um málið. Ekki þarfi að véfengja kunnáttu og hæfi* leika aðalráðunauts ríkis* stjórnarinnar við þessa skýrslugerð yfirleitt né ráð- vendni hans, en mjög virðist skorta á að hann hafi enn séð í gegnum það moldviðri „þjóð- réttar“kenninga sem hin eng- ilsaxnesku flotaveldi hafa löngum sveipað þá stefnu sína að gera úthöf heimsins og fiskimið fjarlægra þjóða að einkalandhelgi sinni. Ekki er rétt að skiljast við greinarkorn þetta án þess enn sé minnt á fyrri tillögur mín- ar og annarra urn að óss Is- lendingum sé einum helgað allt landgrunnið. Mér finnst vera komin ástæða til að Al- þingi kjósi nú þegar nefnd til að undirbúa löggjöf um fiskveiðalandhelgina, og þyrftu helzt að eiga sæti í henni fræðimenn á borð við Éinar Arnórsson og Ólaf Lárusson. Að minnsta kosti ætti ekki að sniðganga þá sem hafa öðlazt trú á málstað Islands vegna þekkingar sinnar á efflinu. Reykjavík, 23.nóvemberil954. Þorvaldur Þórarinspon. Enskar vetrarkápur tekin fram í dag MARKAÐURINN Laugavegi 100 ar hann kom heim af fundi um áður en vorir ráðherrar Nokkiir eintök a£ eldri árgöngum ritsins fást enn á afgtciðsltinni, Timaritið VINNAN OG VERKA- LÝÐURINN Skólavörðustig 19 Simi 7500 ■ •■•■•■■■••■•■■■•••■■■■••■»•■■■•■■■••••■•■•••••••■■•>■■ ••.•!•*' •••*■•• ■..........

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.