Þjóðviljinn - 29.12.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.12.1954, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 29. desember 1954 # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI FRÍMANN HELGASON Rússneskur stúdent setur heimsmet í sleggjukasti Fyrir nokkrum dögum setti 20 ára gamall rússneskur stúdent, Stanislav Nenaséff að nafni, nýtt heimsmet í sleggjukasti, kastaði 64.05 metra og bætti met landa síns Krivonosoffs um 71 sm. Nenaséff setti heimsmetið á í- þróttamóti í Bakú, en Krivonos- off náði sem kunnugt er árangri sínum á EM í Bern s. I. sumar, er hann varð Évrópumeistari í sleggjukasti. Nenaséff varð fyrst kunnur utan heimalands síns í marz 1952, er hann setti nýtt rúss- neskt unglingamet í sleggjukasti, kastaði léttari sleggjunni (5 kg) hvorki meira né minna en 68.27 metra. Sama árið kastaði hann þungu sleggjunni oft yfir 54 metra. Fyrir um það bil ári bætti svo Nenaséff sovétmetið í sleggjukasti, kastaði 60.70 — gamla metið átti þá Krivonosoff og var það 60.51 m. Krivonosoff náði síðan metinu aftur í Bern, eins og áður var sagt, og setti um leið heimsmet 63.34 m. Nenaséff setti persónulegt met 5. j des. s. 1., kastaði þá 61.16 m, og i náði svo fyrrgreindum árangri um hálfum mánuði síðar. j Hér fer á eftir skrá um beztu afrekin í sleggjukasti: 260 þús. frankarj til Þjóðverja ! * ■ Nettó-hagnaður af HM- • eppninni í knattspyrnu á sl. • umri varð samtals 1.687.817 • ■ vissneskir frankar. Af þess- • ■ ri upphæð fá heimsmeistar- ■ rnir, Þjóðverjar, 259.644 • ■ ranka, en aðrar þátttökuþjóð- • sem hér segir: Ungverjar ] 38.026 fr., Austurríkismenn ■ 73.894, Uruguaymenn 167.004, • Svisslendingar 136.018, Brasil- ■ ■ umenn 92.613, Englendingar ■ 1.933, ítalir 88.733, Júgóslav- • r 78.221, Tyrkir 70.021, Skot- j r 57.770, Tékkar 51.226, j rakkar 49.999, Belgir 47.734, ■ Mexíkóbúar 46.089 og Suður- • Kóreumenn 39.886 fr. S. Nenaséff, Sov. 64.05 M. Krivonosoff, Sov. 63.34 S Strandli, Nor. 62.36 J. Czermak, Ung. 61.39 M. Maca, Tékk. 61.00 K. Storch, Þýzk. 60.77 I. Nemeth, Ung. 60.31 Danir og Norðmenn háðu landskeppni í hnefaleikum um miðjan mánuðinn. Fór keppnin fram í Osló og lauk með sigri Dana 6-4. ”” TW? Mikhail Krivonosoff fyrrverandi heimsmethafi og nú- verandi Evrópumeistari í sleggju- kasti. Wolverhampton Wanderers Þetta er nafnið á liðinu sem er efst í I. deild ensku keppn- innar í ár, og liðinu sem vann keppnina í fyrra. Liðið er í dag tvímælalaust bezta lið ensku keppninnar. Nýlega sigraði það rússneska úrvals- liðið Spartak 4:0 og ungverska liðið Honved 3:2. Sigurinn í fyrra var fyrsti sigur Wolves í deildakeppninni frá stofnun en slíka keppni hefur það unnið þrisvar sinnum. Upphaflega var þetta úr- valslið aðeins skólafélag. Árið 1879 sameinaðist það öðru Wolverhampton-félagi sem hét „The Wanderers" og 1888 stofnaði það ensku knatt' spyrnu-,,liguna“ ásamt 11 öðr- um félögum. Árið eftir eignað ist það Molineux-völlin og hef- ur haldið þar til síðan. Frá upphafi hefur félagið haldið sama búningi: Gul peysa, svartar buxur og sokkar með gulum og svörtum röndum. Úlfarnir hafa látið mest að sér kveða í bikarkeppninni en deildakeppnin hefur oft valdið þeim erfiðleikum þar til í ár. Yfirleitt hefur liðið verið mið- ísknattleihur kvenna I Sovétríkjunum iðka ekki einungis karlar ísknattleik eins og sjá má af myndinni, sem er af fyrra árs sovét- tmisturum kvenna. Stúlkurnar halda á verðlaunum sín- \ um, veglegum silfurbikurum. svæðis á töflunni. Keppnistíma- bilið 1906—1907 féll það þó niður í H. deild og 1923—’24 lék það í IH. deild, 1924 komst það svo aftur í II. deild. Næstu 7 árin óx félagið að þroska og 1931—’32 vann það II. deild með yfirburðum og fór upp í I. deild ásamt W.B.A. og hef- ur verið þar síðan. Fyrsta ár félagsins var það áhugafélag, þá lék ai'eð; liðinu presturinn Kenneth Hunt sem gat leikið á öllum stöðúih í lið- inu. Á þeim árum áttu þeir líka landsliðsmarkmann, C. Rose að nafni, sem er frægt nafn í knattspyrnuheiminum. 1 dag er W.W. stjórnað af Stan Cullis, frægum landsliðs- manni, enskum. Á árunum 1938—’39 var hann kallaður „Gíbraltar" enska liðsins. Á því keppnistímabili lék hann 12 leiki sem miðframherji. Þó mun frægð Cullis falla í skuggann fyrir núverandi mið- framherja, Biliy Wrigth. Tveir aðrir leikmenn félagsins bæði sem landsliðsmenn og leikmenn í deildakeppninni eru útherj- amir Johnny Hancock og Jimmy Mullen. Úlfarnir byggja hinn hættulega sóknarleik sinn á þeim tveim leikmönnum. Á árunum frá 1948—1953 hafa þessar tvær stjörnur skor- að samanlagt 112 mörk í deildakeppni. 12 landsleikir Ungverja á árinu 1955 Gustav Sebes, formaður ung- verska knattspyrnusambandsins, hefur skýrt frá því, að Ung- verjar muni heyja 12 landsleiki í knattspymu á næsta ári gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu, Dan- mörku, Noregi, Skotlandi, Sví- þjóð og Sviss. Finnar unnu Svía nýlega í landskeppni í Jiandknattleik með 21 marki gegn 17 (7-9). Leikur- inn fór fram í Helsinki. Bifrelðaeigendur Getum tekið að okkur viðgerðir á öllum tegundum bifreiða, vélaviðgerðir, réttingar og málun. Skodaverkstæðið við Kringlumýrarveg, fyrir ofan Shell. Sími 82881. [■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■' Lokað vegna vaxtareiknings 30. og 31. desember. Sparisjóður Reykjavíkur 09 nágrennis ■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■1 LOKAÐ vegna vörutalningar í dag og á morgun Bókabúð Norðra Þjóðviljann vantar unglings til að bera blaðið til kaupenda á GrímssSaðaholfi, við Blönduhlíð og í Smáíhúðahverfinu. Talið við aigreiðsluna. — Sími 7S90. ■ ^ ; Atthagafélag Strandamaima j j Jólatrésskemmtun og áramótaíagnaður félagsins verSur í Tjarnarcafé (niöri) miöviku- j daginn 5. janúar n.k. Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN ■ S •■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■*' S ■ f ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ B Tílkynning frá skriístofu Keflavíkurbæjar ■ / Jí 1 i'f ■ 1. ■ Öll útsvör annarra en þeirra, sem greiöa reglu- lega af kaupi, svo og önnur gjöld til bæjarsjóös j Keflavíkur, ber aö greiöa nú þegar. Greiðiö því gjöldin strax og komist hjá dráttar- vöxtum og innheimtukostnaði. Eftir áramót veröa gjöld þessi afhent til innheimtu með lögtaki án frekari fyrirvara. Bœjarstjórinn í Keflavík. 17* ■ s

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.