Þjóðviljinn - 29.12.1954, Síða 12

Þjóðviljinn - 29.12.1954, Síða 12
Enginn frcmskur þingmaður mælir þýzkri hervæðingu bót lÍlðÐVlLJniti Miðvikudagur 29. desember 1954 — 19. árg. — 296. tölublað Samþykki jbíng/3 bervœSinguna stafar jboð einungis af þvingunum Bretlands og USA Enginn franskur stjórnmálamaður, ekki einu sinni Mendés-France forsætisráðheiTa, dirfist að halda því fram að hervæðing Vestur-Þýzkalands sé æskileg, sagði fréttaritari Reuters í París 1 gær. Jólapósturinn 170 tonn Jólabréf Reykvíkinga innanbæjar voru 204 þúsund Jólabréf póstlögð hér til viðtakanda í Reykjavík voru ca. 204 þúsund, en á jólunum í fyrra 190 þúsund. Til gamans má geta þess, að 176 jólabréf voru borin í eitt hús þar sem aðeins 2 fjölskyldur búa. Forsætisráðherrann og þeir sem honum fylgja að málum ]áta sér ekki til hugar koma að bera það á borð fyrir Frakka að hervæðing Vestur-Þýzkalands hafi neina kosti til að bera. Eina röksemd þeirra er sú, að Frakk- ar verði að beygja sig fyrir vilja bandamanna sinna, Bret- 2ands og Bandarikjanna, segir fréttaritarinn. Býst við naumum meirihluta Hann telur, að þegar atkvæða- greiðsla um samninginn um sjálfa hervæðinguna verður end- urtekin síðdegis í dag, muni Mendés-France merja nauman Stjórnmálafréttaritarar frönsku blaðanna eru tregir til að spá nokkru um úrslit atkvæða- greiðslunnar í c!ag. Segja þeir, að erfitt muni reynast að fá þingmenn til að sýna opinber- lega að þeir hafi skipt um skoð- un síðan á aðfangadag, en meiri- hluti fáist ekki með samningnum nema einhverjir af þeim sem felldu hann þá greiði honum at- kvæði nú. Vill að Mendés-France fari til Moskva Einn af þingmönnum hins íhaldssama Bændaflokks bar í gær fram nýja tillögu. Hún er á þá leið, að þingið samþykki her- væðingarsamningana en fram- Framhald á 4. síðu. Dauðadómar í Egyptalandi Herréttur í Kairó dæmdi í gær fimm hermenn til dauða. Voru þeir sakaðir um að hafa verið leynilegir félagar í Bræðralagi múhameðstrúar- manna og átt þátt í samsæri þess um að ráða Nasser for- sætisráðherra og aðra ráðherra af dögum. Við útburð jólapóstsins unnu 97 aðstoðarmenn auk hinna föstu bréfbera, en þeir eru 28. Við sundurgreiningu póstsins inni, síðustu dagana, unnu að jafnaði 70 manns. Jólabögglar keyrðir út um borgina og nágrenni hennar voru 5000. Bréfa- og blaðapóstur til inn- lendra póststöðva var 1800 póstpokar, tæp 27 tonn. Böggla póstpokar til innlendra póst- stöðva voru 1644, tæp 48 tonn. Frá innlendum póststöðvum komu 2108 pokar og var þyngd bréfpoka 11 tonn, en böggla- poka rúm 27 tonn. Til útlanda voru sendir 205 bréfpokar loftleiðis, að þyngd 2,1 tonn og 83 flugbögglapok- ar, 0,9 tonn. Frá útlöndum komu loftleið- is 258 bréfapokar, 2,9 tonn og 63 bögglapolcar, 0,7 tonn. Til útlanda voru sendir með meirihluta með samþykkt þeirra. Hefur hann lýst yfir að stjórn sín geri það að fráfararatriði ef þingið breytir ekki um afstöðu frá því á aðfangadag, þegar það felldi samninginn með 21 at- kvæðis mun. Braggabruni á Reykjalundi Ura ld. liálfellefu varð elds vart í bragga á Reykjalundi. Slökkviliðið á Álafossi slökkti eldinn, og tjón varð ekki stór- kostlegt. I bragga þessum voru hænsn, 2 svín og nokkuð af birgðum. Náðist flest af skepnunum út. Bragginn brann. Talið er full- víst að kviknað hafi í út frá rafmagni. Ms. Hvítá seld á nauðungaruppboði l tgcrðarfél. Fjörður h.f. í Borgamesi, sem Sjálf' stæðisfl. hefur stjórnað, orðið gjaldþrota Borgarnesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Útger'öarfélagið H.f. Fjöröur hefur veriö gefið upp til gjaldþrotaskipta og var skip þess, m.s. Hvítá, selt á upp- boði í gær. Hafa Borgnesingaii' þar meö tapaö öllu hlutafé sínu í skipinu. Kaupandi Hvítár í gær var Skuldaskilasjóður, sem meðal annarra krafðist sölunnar. Ms. Hvítá fór í skuldaskil 1950-51 og var þá velt skuldabyrði af félaginu og safnað 170 þús. kr. meðal einstaklinga og félaga til að fá í gegn skuldaskilin. Með þessu gjaldþroti tapast allt hlutafé er Borgnesingar Ævisöguritari Títós rekinn úr Kommúnistaflokki Júgóslavíu Sviptur þinghelgi og ákærður fyrir þjóð- hættulegan áróður Vla.dimir Dedijer, einn af miöstjórnarmönnum Komm- únistaflokks Júgóslavíu, var í gær sviptur þinghelgi svo aö hægt væri að ákæra hann fyrir aö reka þjóöhættu- legan áróður. hafa lagt félaginu. Auk þess tapast mikið af viðskiptum við félagið og ábjTgðmn fyrir það. Hvítá er 100 smál. Svíþjóð- arbátur, keyptur á nýsköpun- artímabilinu fyrir áhrif frá Dedijer hefur samið ævisögu Títós forseta að fyrirsögn hans sjálfs og er prófessor við há- skóiann í Belgrad. Hann hefur undanfarið sagt i viðtölum við ýmsa blaðamenn brezkra og bandarískra borg- arablaða, að ekkert lýðræði sé í Júgóslavíu vegna þess að hann og Milovan Diljas, fyrr- verandi varaforsætisráðherra, sem rekinn var úr kommúnista- flokknum, hafi ekki fengið að stofna sósíaldemókratískan flokk. Dedijer hafði boðað erlenda blaðamenn i Belgrad á fund sinn í gær en yfirvöldin réðu þeim til að fara hvergi vegna þess að slík sámkoma-væri ó- lögleg. Lögregluvörður sneri við þeim blaðamönnum sem fóru. í fyrradag sagði Kardelj, varaforseti Júgóslaviu, í ræðu í Sarajevo, að Dedijer og Dilj- as væru gjaldþrota stjórnmála- braskarar, sem reyndu að afla sér áhrifa með stuðningi er- lendis frá. Kjósið lista starfandi sjémanna Kosningin til stjórnar í Sjómannafélagi Reykjavíkur fer fram í dag frá ld. 10— 12 f.h. og 3—6 e.h. Sjómenn, fellið stjórn hreppsstjóra, forstjóra, sút- ara skífulagningameistara, skósmiða, beykja o.fl. Kjósið lista starlandi sjóraanna, B-listann X B Leiðin til tunglsins í dag klukkan 3 verður kvik- myndasýning fyrir börn I Stjörnubíói, og verður þar sýnd rússnesk teiknimynd í litum, Ferðin til tunglsins. Er þetta bráðskemmtileg mynd um snáða sem kemst yfir flugvél og fer í henni alla leið til tunglsins. Það eru Menningar- og frið- arsamtök íslenzkra kvenna sem standa að þessari sýningn, og mun ætlun þeirra að halda áfram slíkum sýningum fyrir börn, ef aðsókn verður góð. Verklýðsfélaginu, á blómaskeiði þess. Um 120 menn lögðu hluta- fé í bátinn og voru tengdar miklar atvinnuvonir við hann, fyrst og fremst um vetrartím- ann. Ráðamenn Borgarness, (Sjálf stæðisflokkurinn) sem réðu kosningu stjórnar félagsins, komu í veg fyrir að Verklýðs- félagið fengi hlutdeild í stjórn þess og létu kjósa flokkslega embættismannastjóm, er mið- aði reksturinn við von um fljót- tekinn gróða (síldveiðar og tog- veiðar) en ekki við atvinnuþörf Borgnesinga, sem þó var liöf- uðtilgangurinn með kaupum á bátnum. Veturinn 1951 átti að leigja Hvitá til Vestmanna- eyja, en þá gekkst Verklýðs- félagið fyrir þvi að Borgnes- ingar tóku skipið á leigu yfir vetrarvertíðina, fram að síld- veiðum og var það gert út það tímabil með góðum árangri, — en embættismannastjórn Sjálf- stæðisflokksins var kosin aftur í stjóm útgerðarfélagsins, sem hefur nú leitt til gjaldþrots á ótrúlega háum upphæðum. skipum 149 bréfa- og blaða- pokar, 3,7 tonn og 309 böggla- pokar, 9,2 tonn, én frá út- löndum komu með skipum 609 bréfa- og blaðapokar, 15 tonn og 467 bögglapokar, 17 tonn. Alls hefur póstmagnið að- komið og sent verið 170 tonn og er það svipað og í fyrra. Jéiss Bergsveinssosiar Útför Jóns E. Bergsveinssonar fór fram í gær. Húskveðjuna flutti sr. Jón M. Guðjónsson frá Akranesi en í Dómkirkjupni töluðu sr. Bjami Jónsson vígslubiskup, sr. Óskar J. Þorláksson og sr. Jón M. Guð- jónsson. í kirkju báru félagsmenn úr skipstjórafélaginu Öldunni en úr kirkju stjórn Slysavarnafé- lags íslands. í kirkjugarð báru fulltrúar- flugstjórnarinnar en síðasta spölinn synir og tengda- synir hins látna. Slysavarnafélaginu bárust margar minningargjafir í gær um Jón Bergsveinsson, þ. á. m. margar frá skipshöfnum, en Jón var ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands þegar við stofnun þess og' vann alla tið ómetanlegt starf fyrir slysa- varnamálin. Krafa skólaœskunnar til rikissfjórnarinnar: sorpritin - varpsstöð starfrækslu hérlendi Krefst ennfremur kvikmynda er hafi meira meiin- ingargildi en ruslið sem hér er inest sýnt Umræöufundur um „Menningarmál og listir“, sem fram fór þann 15. þessa mánaöar í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, samþykkti nær einróma eftirfaratndi: -j „Málfundur haldinn 15. des. í Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar um „Menningarmál og listir“ samþykkir að beina þeirri áskorun til ríkisst.jórn- ar og Alþingis, að þegar verði gerðar róttækar ráðstafanir til stöðvunar á útkomu sorp- rita. Fundurimi mótmælir einn- ig að nokkurri erlendri sjón- varpstöð verði leyfð starf- ræksla hér á landi eins og til tals hefur komið". * „Málfundur um „Menning- armál og listir" haldinn í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, samþykkir að beina þeirri á- skorun til kvikmyndaliúsa bæjarins að þau velji sér eft- irleiðis til sýnlngar kvikmynd- ir sein hafa meira menningar- gildi en liingað til hefur ver- ið“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.