Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 6
B) —■ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. janúar 1955
þlÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
/
Ófriðarhætian eykst
; Þeim sem rita sögu íglands áratuginn 1944—1954 mun
reynast torvelt að finna skynsamlegar skýringar á fram-
ferði alþingismanna í þremur íslenzkum stjórnmálaflokk-
um, Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Al-
þýðuflokknum. Þegar frá líöur mun það ekki síður
vekja undrun en andstyggð hvernig þessir flokkar koma
sér saman um að farga nýfengnu frelsi þjóðarinnar og
k&41a yfir hana bandarískt hernám. Til lítils er að leita
lil Alþingistíðinda um skýringar, á örlagastundunum
þegar nýjar kröfur hinna bandarísku húsbænda eru sam-
þykktar á þingi íslenzku þjóðarinnar, er það oftast svo,
að einn eða tveir ráðherrar segja, um málið fáein orð, ut-
angarna og eins og út í hött. En þingtíðindin vitna um
það með eyðum sínum að tugir alþingismanna, sem
leggja nafn sitt og heiður við samþykkt hinna bandarísku
fyrirmæla, hafa ekkert orð til málanna að leggja, enga
skvringu eða afsökun á hinni örlagaríku og óþjóðhollu af-
stöðu sinni.
Þetta gerðist enn á Alþingi nú fyrir hátíðirnar, þegar
þrír tugir þingmanna samþykktu samkv. kröfu stjórnar-
innar og hinna bandarísku húsbænda hennar að full-
gilda skuli af íslands hálfu Parísarsamningana svo-
nefndu; um inngöngu Vestur-Þýzkalands í Atlanzhafs-
bandalggið og endurhervæðingu Þjóðverja. Ráðherrarnir
Kristinn Guðmundsson og Eysteinn Jónsson hespuðu af
örstutta utanaðlærða þulu og Hermanni Jónassyni var
þröngvað til þess að hafa framsögu í málinu af hálfu
stjórnarflokkanna í utanríkismálanefnd. Morgunblaðiö,
Tíminn og Vísir hafa ákaflega fagnað hinni tvíræðu
samþykkt franska þingsins á samningunum og talið þá
mikla blessun, en enginn sem fylgdist með afgreiðslu Al-
þingis á málinu varð var við hrifningu. Það gat engum
tíulizt að nýr harmleikur var að gerast. Þrautkúgaðir
þingmenn, trúnaöarmenn íslenzku þjóðarinnar, voru að
vinna íllt verk og hættulegt, samkvæmt erlendri fyrir-
skipun, og vissu hvað þeir voru að gera. Það fannst ekki
sízt á hinni skömmustulegu þögn um málið, alþingis-
mennirnir sem unnu verkið, áttu engin rök, létu sér
nægja handafl atkvæðagreiðslunnar.
Enginn þeirra þarf að halda að sú þögn nægi fremur
en fyrri daginn til að firra þá ábyrgð á óhappaverkum
sínum. Hafi þeir ekki gert sér ljóst, hve afdrifaríkan
verknað þeir voru að fremja, ættu ræður Finnboga R.
Valdimarssonar og Einars Olgeirssonar að hafa ýtt við
hugsun þeirra. Einar lagði áherzlu á hve ófriðarhættan
vkist með hervæðirígu Vestur-Þýzkalands. „Við skulum
gera okkur það ljóst“, sagði hann, „að hervæðing Vestur-
Þýzkalands er slík ögrun við sósíalistísku löndin í Aust-
ur-Evrópu að nálgast friðslit. . . Þjóðirnar í Austur-
Evrópu, sem Hitler tróð undir fótum, vita að ekki dugir
að horfa aðgerðalaust á að þýzka herveldið verði endur-
veist og Þýzkaland vopnað að nýju .... Styrjöldinni 1939-
3945 er enn ekki formlega lokið. Það er aðeins vopnahlé.
Enn sem komið er eru Sovétríkin í bandalagi við Frakk-
land og England um að ráða niðurlögum þýzka hervalds-
ins. Með samningunum í Jalta og Potsdam er því slegið
föstu, aö þýzki militarisminn skuli upprættur með
öllu. En endurhervæðing Vestur-Þýzkallands þýðir að
koma þýzka hervaldinu aftur á fót, því hervaldi, sem
£tyrjbldin 1939 til 1945 var háð gegn.“
Víða um Evrópu hafa andstæðingar endurhervæöingar
Vestur-Þýzkalands, menn úr hinum fjarskyldustu póli-
tísku flokkum, lagt áherzlu einmitt á þetta sama, hvernig
sú ráðstöfun hlyti að auka viðsjár og ófriðarhættu. Og
auðsætt er af fregnum þeim, sem borizt hafa um viðbrögð
Austur-Evrópuríkjanna, hve mikiö alvörumál hervæðing
hálfnazistískt Þýzkalands er að þeirra dómi.
Alþingi íslendinga vann sér það til vansæmdar að verða
eitt fyrsta þingið sem samþykkti fullgildingu Parísar-
samninganna:. Fast var rekið á eftir, og flokkarnir sem
taka við fyrirskipunum sínum frá Washington og Laufás-
veg brugðu fljótt við, enn sem fyrr I algeru ábyrgðar-
leysi gagnvart þjóð sinni, gagnvart friðarvon mann-
kynsins.
Vaxandí elnlng yinstri aflanna íhugun-
arefni stjómmálamanna við áramót
í áramótahugleiðingum forsprakka hemámsflokkanna
kom fram að Ólafur Thors er mjög ánægður með
stjómarsamstarfið, Hermann Jónasson er ámóta óá-
nægður með sama samstarf; og Haraldur Guðmunds-
son japlar enn á gömlu kennisetningunni um aö sam-
starf við sósíalista komi ekki til greina.
Það er augljóst á áramóta-
greinum þessum að leiðtogar
hernámsflokkanna íhuga nú
mjög þá þróun sem orðið hef-
ur í landinu undanfarið, vax-
andi samvinnuvilja og samhug
vinstri aflanna, sem birtist á
áhrifamestan hátt á Alþýðu-
sambandsþinginu. Þeim er
ljóst að þessi þróun mun móta
stjórnmálaátökin æ meir á
næstunni og að þeir verða að
haga störfum sínum í sam-
ræmi við það.
Ólafur Thors sér það ráð
hollast sínum flokki að halda
óbreyttu ástandi. Að vísu
hafa ýmsir yngri menn í hans
flokki hug á
því að hag-
nýta sér
sundrung
vinstri afl-
anna ogvilja
að lagt sé til
kosninga sem
fyrst í því
skyni að i-
haldið hremmi meirihluta
þingmanna. En Ólafur og hin-
ir reyndari menn í flokknum
óttast að slík tilraun yrði ein-
mitt til þess að flýta fyrir
samstöðu vinstri aflanna og
íhaldið myndi einangrast. Því
seg:r Ólafur í grein sinni:
,,Ég tel fullvíst að a.m.k.
flestir er mestu ráða í Fram-
sóknarflokknum telji sam-
starfið við Sjálfstæðisflokkinn
úrræðið. . . . Er líka sennilegt
að ýmsum Framsóknarmönn-
um falli betur að starfa með
Sjálfstæðismönnum en Öðrum
eða telji það a.m.k. bændum
hagkvæmast. . . . Samstarfið
gengur líka vel, þctt annað
mætti ætla af ummælum
sumra blaða. .. . Því meir sem
menn kynnast, því betur geng-
ur að sjá ekki aðeins flísina
í auga bróður síns heldur lika
bjálkann í sjálfs síns auga.
Skilningurinn á því, að sjald-
an veldur einn þá deilt er,
og að réttlætið er ekki allt
öðru megin en rangsleitnin
hinu megin, glæðist. Vex þá
kunningsskapur manna, gagn-
kvæm virðing og vinátta og
brúar margt fenið sem ella
hefði orðið kviksyndi".
Þannig er tónninn í ára-
mótagrein Ólafs Thors, mild
blíðmæli í garð Framsóknar-
broddanna. En hjá Hermauni
Jónassyni kveður við annan
tón. Hermann er oft eins og
loftvog, hann finnur allvel á
sér veðrabrigði stjórnmálabar-
áttunnar og hagar framkomu
sinni í sam-
ræmi við það.
Og nú sér
hann að
Framsóknar-
flokkurinn er
í mikilli
hættu, ef sam
starfinu við
íhaldið verður haldið áfram
lengi enn, vinstri menn í
flokknum muni þá gera upp-
reisn gegn forustunni. Þess
vegna er áramótagrein hans
að meginefni til harðvítug á-
rás á Sjálfstæðisflokkinn, sam-
starfsmennina, og það er ekk-
ert skírskotað til persónu-
legrar vináttu! Hermann seg-
ir:
„Það er eftirtektarvert, að
allir aðrir stjórnmálaflokkar
telja sig fyrst og fremst and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins
— raunverulegrar stefnu hans
og starfs. Allir undirstrika
þessir flokkar það, að þeir
telji megintilgang sinn, að
vinna gegn arðráni millilið-
anna, heildsala og okrara, en
skapa í stað þess réttlátt
þjóðfélag. Þegar við þannig
athugum skiptingu þjóðarinn-
ar í stjórnmálaflokka kemur
í ljós, að 60-70% af þjóðinni
er í andstöðu við Sjálfstæðis-
flokkinn. Enn fremur að fylgi
hans hefur minnkað jafnt og
þétt með- þjóðinni samkvæmt
hagskýrslum. Má það sýnast
furðulegt öfugstreymi, að
þrátt fyrir þetta tekst flokkn-
um enn að halda völdum og
aðstöðu í landinu“.
Því næst birtir Hermann
mjög ófagra lýsingu á íhald-
inu og stefnumiðum þess og
segir m.a. um stjórnarsam-
starfið:
„Veila var frá upphafi í
þessu stjórnarsamstarfi og
hefur ágerzt. Stjórnina skort-
ir örugg tengsl við verka-
lýðssamtökin og tiltrú hjá
þeim. En er hægt að stjórna
fjármálum og atvinnumálum
þjóðfélagsins án þess?“
Hermann svarar þeirri
spurningu neitandi, bendir á
afleiðingar þess og heldur á-
fram:
„Er ekki einnig til það ráð
að þeir sem í húsinu búa taki
að sér stjórn hússins? Tölur
stjórnmálaflokkanna um kjós-
endafylgi stjórnmálaflokk-
anna sýna að valdið er til. Ef
lýðræðissinnuð vinstri öfl sam-
einast er auðvelt að stjórna
landinu. Kjósendur hafa feng-
ið umboðsmönnum sínum meiri
hlutann, en þeir hafa ekki
haft vilja eða samtök til að
nota hann.... Umbótaöflin,
eins og þau eru nú, eru eitt
aumkvunarverðasta fyrirbæri
í þessu landi. Hvenær hefur
það komið fyrir, að fjórir
menn, sem barizt hafa móti
sameiginlegum andstæðingum,
hafi sigrað, ef það var alltaf
fyrsta áhugamál hvers um sig
að berja á félögum sínum og
koma þeim undir? Svo skringi-
legt sem það má virðast er
þó barátta umbótaflokkanna
við íhaldið með þessum hætti.
Það er ekki að furða þótt ár-
angurinn sé ekki glæsilegur
meðan svona er haldið á spöð-
unum!“
Ályktunarorð Hermanns eru
svo þau að Alþýðuflokksmenn,
Þjóðvamarmenn, „ekki-komm-
únistar í Sósíalistaflokknum"
(!!) og Framsóknarmenn
verði að taka höndum saman
í einhverri mynd, því „ef
vinstri stjórnmálaflokkana
skortir ekki þroska og vilja
þá er grundvöllurinn til stað-
ar. . . . Það er og aðkallandi
nauðsyn fyrir þjóðfélagið, að
vinnandi stéttirnar sameigin-
lega taki á sig ábyrgð um
skeið“.
Að sjálfsögðu er mikið af
meinlokum og firrum í grein
Hermanns, og af fyrri reynslu
mun fólk fara varlega i að
taka mark á honum. En orð
hans sýna hversu mikil ítök
Hermann telur vinstri sam-
vinnu eiga í hugum kjósenda
Framsóknarflokksins, og það
er skemmtilegt timanna tákn
að minnast þess að ekki eru
nema tvö ár síðan þessi sami
maður taldi það brýnasta
nauðsyn í íslenzku þjóðlífi að
stofna innlendan her til þess
að berja niður verldýðssam-
tökin!
Af áramótagrein • Haralds
Guðmundssonar er einnig
ljóst að honum er þróunin til
vinstri mjög hugstæð — og
það af mjög skiljanlegum og
nærtækum á-
stæðum. En
eins og hægri
klíkan öll
hefur hann
ekkert lært
og engu
gleymt, held-
ur grípur
þann kost að
berja höfðinu við steininn.
Haraldur segir:
„Alþýðuflokkurinn lítur svo
svo á að samstarf við komm-
únista um stjórn landsins og
eða stjórn heildarsamtaka
verkalýðsfélaganna sé útilok-
að“. Og hann bætir því við
að þeir Alþýðuflokksmenn
sem gengu til _samstarfs við
sósíalista á síðasta Alþýðu-
sambandsþingi hafi gert sig
seka um „brot á lýðræðis-
reglum og trúnaði við flokk-
inn“, og raunar eigi þeir
„ekki lengur samleið með hon-
um og geti skilið við hann
hvenær sem er“.
Eggert Þorsteinsson fær
einnig að birta áramótagrein
á síðu ungra Alþýðuflokks-
manna, og þar kveður við
sama tón. Hann segir.
„Aidrei fyrr hafa verið
jafn háværar raddir um nauð-
syn þess að komið væri á
samfylkingu allra þeirra að-
ilja sem í orði vilja framgang
sósíalismans í einhverri mynd
.... Hin eina samfylking sem
raunhæf getur orðið er ....
að íslenzk alþýða sjálf, án
afskipta allra æfintýramanna,
sameinist á ný í sínum eigin
flokk, Alþýðuflokknum, og
vinni þar að framgangi sinna
mála“.
★
Þannig eru viðbrögð for-
sprakka hernámsflokkanna
við sívaxandi kröfum almenn-
ings um vinstri samvinnu.
Þau eru fróðleg og lærdóms-
rík, og þessir menn eiga eftir
Framhald á 11. síðu.