Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.01.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 FRÆÐI við Karl-Marx-háskólann Viðtal við prófessor Walter Baetke við Karl- Marx-háskólann í Leipzig; síðari hluti. Leípzig 7. desember. Við vendum okkar kvæði í kross og spyrjum: Hvernig er háttað námi í íslenzkum íræð- um við háskólann hér? Við þýzka háskóla hafa nor- ræn fræði ýmist verið kennd og numin sem hluti germanskra fræða, eða sem aukagrein þeirra. Þau hafa yfirleitt ekki verið prófgrein; og því hafa það fyrst og fremst verið stúdentar, sem hafa haft serstakan ahuga á norrænum fræðum eða forn- germanskri málfræði, er stund- að hafa íslenzku — þessir síðar- nefndu í því skyni að gera þekkingu sína í einu sem dýpsta og yfirgripsmesta. Fyrsta kennslumisserið er annars helgað frumatriðum forníslenzkrar málfræði; á öðru misseri er lesin, þýdd og skýrð einhver hinna meiri íslendinga- sagna; en frá og með þriðja misseri eru semester-æfingar. Þá' eru lesin Eddukvæði og skáldakvæði, rædd vandamál og viðfangsefni forníslenzkra fræða; og þá flytja stúdentarn- ir sjálfir greinargerðir um skoðanir sínar, viðhorf og á- lyktanir varðandi námsefnið. Þetta eru í raun og veru höf- uðatriðin varðandi tilhögun námsins hér hjá okkur, en þó má kannski bæta því við að einmitt um þessar mundir gef ég út svonefnt Altnordische Textbibliotek, til stuðnings nemendum mínum og annarra. Það var Eugen Mogk sem hóf þessa útgáfu, en að því sinni komu ekki út nema tvö bindi. Árið 1952 gaf ég út Hrafnkels- sögu í greindri útgáfu, en Hænsna-Þórissögu í fyrra. Sög- unum fylgja formáli, neðan- málsgreinar, orðasafn og kort. í undirbúningi er útgáfa fleiri binda. Hve margir stúdentar hafa að jafnaði stundað íslenzk fræði undanfarin ár við Kari- Marx-háskólann? Það mun láta nærri að þeir hafi verið 20 að meðaltali á ári nú um skeið, og þar á ég eingöngu við þá ^túdenta er lagt hafa verulega rækt við námið og stundað það mörg kennslumisseri. Hinsvegar sækja mun fleiri stúdentar fyr- irlestra um hin meiriháttar efni íslenzkra fræða. Eg hef stundum haft um og yfir 50 á- heyrendur að fyrirlestrum um Eddurnar eða Sögurnar. Eg hef haft spurnir af vænt- anlegri útgáfu á verkum nem- enda yðar í íslenzkum fræð- um; hvað vilduð þér segja um hana? Það er fyrirhugað að þessi útgáfa hefjist næsta ár, og þó má vera að hún dragist fram til ársins 1956. En fyrsta árið, hvert sem það verður, er áætl- að að prenta fjögur verk þriggja nemenda minna: þeirra dr. Ernst Walters, Rolfs Hellers og Willis Emmerichs. Það er for- lagið Max Niemeyer í Halle, sem tekizt hefur þessa útgáfu á hendur, og gangi allt vel verður framhaid á henni. Þér spyrjið um nöfn og efni þess- ara fjögurra rita, en um það vildi ég vísa yður tii höfund- anna. Og nú kveðjum við próf- essorinn um sinn og höldum til Norrænu deildarinnar, þar sem þeir þremenningar vinna allir. Eg geng á röðina, vinn mér spjallið við þá á þann hæg- asta hátt og spyr alla sömu spurningar: Um hvað fjallar verkið yðar sem á að koma í nýju útgáfunni? Dr. Ernst Walter svarar: Það verða víst tvö verk sem birtast þar frá minni hendi í fyrstu. Annað þeirra fjallar um Vopnfirðingasögu (Studien zur Vápnfirðingasaga), og er til- tölulega nýunnið. Hitt er dokt- orsritgerðin mín, skrifuð 1951; og fjallar um lýsingar deilu- mála í íslepdingasögum (Krit- ische Untersuchungen zu den Fehdeschilderungen der íslend- ingasögur). Um efni hennar vildi ég segja þetta: í lýsing- um deilumála hafa höfundar íslendingasagna aðeins fáar sannsögulegar heimildir við að styðjast. Mjög oft eru til dæm- is viðburðir í bardagalýsingum skáldskapurinn einber. Það kemur í ljós að deilu- og' bar- dagalýsingar grundvallast ekki á sagnfræðilega traustri munn- legri geymd, heldur gefa höf- undarnir ímyndunarafli sínu þar lausan tauminn. Rolf Heller svarar: Mitt verk fjallar um konuna í íslendingasögum (Die literar- ische Darstellung der Frau in den íslendingasögur). Þau verk sem áður hafa birzt um kon- una í íslendingasögum, t. d. rit þeirra Rittershaus og Nau- manns, hafa raðað athöfnum hennar í sögunum hlið við hlið, án gagnrýni, og þannig Dr. Emst Walter freistað þess að skapa af henni sanna menningarsögulega mynd í heiðni. Markmið verks míns er að sýna fram á að verulegur hluti kvenpersónanna í íslend- ingasögum þjóni listrænu hlut- verki, þær séu í höndum höf- undanna „tæki“ til að knýja atburðarásina áfram, halda sögunni í gangi. Þær verði því að skoðast írá bókmenntalegu sjónarmiði, en ekki menningar- sögulegu — nema þá að mjög takmörkuðu leyti. Willi Emmerich svarar: Eg hef nefnt rit mitt Klækja- refi og þrælmenni í íslendinga- sögum (Intriganten und Böse- wichter in den íslendingasög- ur). Eg hef þar leitazt við að sýna fram á hvaða þýðingu nefndar manntegundir hafi fyr- ir byggingu sögunnar sem bók- menntalegs listaverks. Þar er meðal annars vikið að Merði Valgarðssyni og ýmsum öðrum sálufélögum hans. Þá er einnig rætt um ástarefjar (Liebesint- rigen), til dærnis í Bjarnar sögu Hítdælakappa og Laxdælu. Að þeim töluðum orðum grúfast þeir Heiler og Emme- rich aftur yfir orðabókarverk sitt, én dr. Walter á að kenna íslenzka fornmálfræði næsta klukkutímann. Nemendur hans spauga um það að óreglan sé regla í þessari fræðigrein. Þeim þykir hart að maður skuli segja: ég tel, en hinsvegar: ég heyri, og: ég kalla. Hversvegna ekki: ég heyr — eða ég teli? Og dr. Walter útskýrir fyrir þeim sýstemið í galskapnum. Willi Emmerich Svo erum við aftur staddir þar sem við ■ vorum í upphafi þessa máls, og spyrjum um orðabókina. Það hefur aldrei verið til nein meiriháttar forníslenzk- þýzk orðabók, svarar prófessor Baetke. í námi okkar og störf- um höfum við orðið að notast við hina íslenzk-norsku orða- bók Fritzners og hina íslenzk- ensku orðabók þeirra Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar; þær eru nú báðar löngu upp- seldar og ófáanlegar. A þýzku var aðeins til orðasafn Theo- dors Möbiusar, gefið út fyrir nærri hundrað árum, 1866; einnig löngu uppselt — og þann- ig hafa stúdentar íslenzkra fræða í raun og veru orðið að vinna orðabókarlausir. Samn- ing íslenzk-þýzkrar orðabókar er því fyrir löngu knýjandi nauðsyn. Fyrir nokkrum árum lagði ég til í Saxnesku vísinda- akademíunni að hafizt yrði handa um þetta verk. Undir- tektir voru greiðar, og byrjuð- um við verkið fyrir tveimur árum. Við höfum aðsetur í húsakynnum Norrænu deildar- innar, og vinna þau þar fjögur að staðaldri undir ritstjórn minni; en daglega umsjón með starfinu hefur Rolf Heller. Við orðtökum allar íslenzkar forn- bókmenntir í lausu máli — Sögurnar, Heimskringlu, Sturl- ungu, o. s. frv. Eg get því mið- ur ekki sagt neitt um það hve- nær við Ijúkum verkinu, en það Rolf Heller verður tæpast fyrr en eftir ein fjögur ár. En við hröðum því eftir föngum. Gert er ráð fyrir að orðabókin verði gefin út í einu bindi, en það mun verða allmikið að vöxtum. Við erum þess fullviss að íslenzk fræði í Þýzkalandi muni njóta margs góðs af þessu verki; og til þess eru líka refirnir skornir, bætir ritstjórinn brosandi ^við. Mundi háskólinn hafa áhuga á að fá hingað islenzkan sendi- kennara um stundarsakir? * Prófessor Baetke svarar: Eg segi aðeins að það mundi gleðja mig persónulega meira en flest annað. Dr. Matthías Jónasson kenndi hér íslenzku við háskól- ann fyrir stríð, við ágætan orð- stír. Síðan höfum við hvorki séð né heyrt íslending, en oft hefur borið á góma að gaman væri að hafa hér hjá okkur fulltrúa þessarar þjóðar sem okkur er svo kær. Sendikennari hér gæti hjálpað okkur við orðabókina, og umfram allt kennt okkur málið. Okkur lang- ar öll til að geta talað íslenzku; en framburðinn þekkjum við aðeins af kenningu, ekki af reynslu. Það kann vitaskuld ekki góðri lukku að stýra. Eg þori einnig að fullyrða að það mundi ekki standa á neinum að veita sendikennara í ís- lenzku viðunandi aðstöðu til starfs hér við Karl-Marx-há- skólann. Hafið þér kornið til'lslands? • Eg kom á Alþingishátíðina 1930, en það varð aðeins stutt viðdvöl. Hún var þó nógu löng til að verða ógleymanleg. Mér skilst að margt hafi breytzt hjá ykkur síðan — niðjar forn- Islendinga eru víst mjög mód- erne! Þá ferðaðist ég ofurlítið fótgangandi, en nú ferðast allir íslendingar í bílum eða flug- vélum; er ekki svo? En þessi 24 ár hefur það verið stóra óskin mín að heimsækja ís- land öðrp sinni, en það hefur verið heimstyrjöld í millitíð- inni, og óskum manns hefur reitt af með ýmsum hætti. Og hér minnist undirritaður orða sem prófessorinn hafði sagt í haust er honum barst boð um að sitja eitthvert þing í Róm að vori: Mig langar meira til Reykjavíkur en Rómaborgar. f Norrænu deildinni hafa bau öll sömu afstöðuna til þessara tveggja höfuðborga. Viðtali mínu við prófessor Walter Baetke er lokið. Hann fer að spyrja mig að heiman í staðinn: Hvað eru margir stúdentar við háskólann í Reykjavík? Hvernig reiðir ykk- ur af í fjármálunum? Hvað um handritadeiluna í ár? Og þann- ig áfram. Síðast víkur talinu að norð- urljósunum. B. B. Karl-Marx-háskólinn í Leipzig, „gamla“ byggingin þar sem Germanska stofn- unin og Norræna deildin eru til húsa — Idrkja til liægri handar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.