Þjóðviljinn - 18.01.1955, Side 2
2)
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 18. janúar 1955
O 1 dafT þriðjudasurinn 18.
janúar — Frisca — 18. dagur árs-
Sns — Tungl fjærst jörðu; í há-
suðri W. 8.03 — Árdegisháflæði
bl. 0.52. Síðdegisháflæði H. 13.32.
18:00 Dönskuk. I.
fl. 18:25 Veðurfr.
18:30 Enskuk. II-
fl. 18:55 Fram-
burðarkennsla í
ensku. 19:15 Tón-
leikar: Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um pl. 20:30 Erindi: Eyjan Kýpur
(Högni Torfason fréttamaður).
20:55 Tónleikar pl.: Píanókonsert
í d-moll eftir Mozart (Bruno
Walter og Fílharmoníska hljóm-
sveitin í Vinarborg' leika; ein-
leikarinn stjórnar). 21:35 Upp-
Jestur: Kvæði eftir Sigurð Ein-
arsson (Steingerður Guðmunds-
dóttir leikkona). 22:10 Úr heimi
myndlistarinnar. — Björn Th.
Björnsson listfræðingur sér um
þáttinn. 22:30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson cand. mag.). 22:35
Léttir tónar. — Jónas Jónasson
sér um þáttinn. 23:15 Dagskrár-
lok.
KÍM. Happdrættismiðar í inn-
anfélagshappdrætti. KlM eru
afhentir daglega kl. 5—7 á
ekrifstofu MÍR, Þingholtsstræti
Millilandaflug:
Gullfaxi er vænt-
anlegur til Rvíkur
frá Prestvik og
London kl. 16:45 í
dag, Flugvélin fer
til Kaupmanna-
h-afnar kl. 11 í fyrramá’ið.
Hekla., miililandaflugvél Loftleiða,
er væntanleg til Rvíkur kl. 7:00
í fyrramálið frá N.Y. Flugvé’.in
fer kl. 8:30 til Stafangurs, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar.
Innanlandsflug:
1 dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Blönduóss, Egilsstaða,
Flateyrar, Sauðárkróks, Þingeyrar
og Vestmannaeyja. Á morgun eru
ráðgerðar fiugferðir til Akureyr-
ar, Isafjarðar, Sands, Siglufjarð-
ar og Vestmannaeyja.
AÐVÖRUN TIL KARTÖFLU-
EIGENDA
Ræktunarráðunautur Rvíkur-
bæjar biður fyrir eftirfarandi
skilaboð: Vegna langvarandi
kulda og af gefnu tilefni er
fólk áminnt að gæta kartöflu-
geymslna sinna vel og vand-
lega, byrgja strompa og gera
aðrar varúðarráðstafanir, þar i
eð það hefur komið í ljós að
þótt um góðar geymslur hafi
verið að ræða, sem ekki hafa
áður brugðizt, hafa ýmsir
kartöflueigendur orðið fyrir
tjóni, ef þeir hafa ekki gætt
ýtrustu varúðar.
Jón minn Rofnseyringur
Mikið gengur það yfir mig, hvað lítið andlegt líf er hér
hjá oss, og ekkert finnst mér það hafa glæðzt með
þúsundáraöldinni nýju, nema ef telja skyldi þjóðhá-
tíðarkvæðin í fyrra, en ekkert kver nýtilegt hefur kom-
ið hér út, sem beri vott um andlegan áhuga á neinu,
það er ekki góðs viti. £g veit ekki heldur von á neinu
í slíka stefnu, sem lýsi andlegu fjöri. Ég hefi, síðan
þjóðsögurnar voru frá hendinni, verið að búa gátu-
og þulusöfnin mín undir prentun, þegar ég hefi haft
frístund, og er þó ekki nærri búinn enn, enda ættu leik-
irnir að fylgjast þar með; en taki nú drottinn af mér
sjónina, fara þessi söfn ekki langt hjá mér, og þykir
mér illa, því ekki er sagt að annar eljuskárri taki þar
við, sem mig „þrýtur erindið“, eins og Þór forðum. Að
vlsu veit ég, að Jón minn Sigurðsson, Rafnseyringur,
sem nú er búinn að festa kaup á handritum mlnum
öðrum en þessum söfnum, sem líklegt væri að prentuð
gæti orðið undan minni hendi, ef forsjónin vildi lofa
mér að vinna enn um stund með fullum kröftum, —
vildi halda þar áfram, sem ég gæfist upp, en hver veit
hvað hans'nýtur léngi við úr þessu? . . . Upp á aðra
Islendinga get ég ekki talið til þeirra hluta, því ég ótt-
ast fyrir, að flésta þeirra skorti áhuga og alúð við þau
ritstörf, sem þeim þykja ekki merkari, ef til vill, en
svo.
(Jón Árnason þjóðsagnasafnari
I bréfi til Maurers 1875).
i
_v>'V
Hjónunum Mar-
gréti Björnsdóttur
og Sigurði Úlfars-
syni, húsgagna-
smíóameistara,
Teigagerði 16,
æddist dóttir 20. desember s. 1.
Æfing
í kvöld
kl. 8:30
LYFJABÚÐIB
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
Mr | kl. 8 alla daga
Apótek Austur- | nema laugar-
bæjar daga til kl. 4.
Næturvörður
er í læknavarðstofunni Austur-
bæjarskólanum, sími 5030.
Næturvarzla
er í Laugavegsapóteki, sími 1618.
fiokkunnni
fírj
FLOKKSGJÖLD
Greiðið flolcksgjöld ykkar skilvís-
lega. 1. ársfjórðungur 1955 er fall-
inn í gjalddaga. Skrifstofan er op-
in daglega frá kl. 10-12 fh. og
1-7 eh.
Moggiun og Tím-
inn hafa sér það
nú helzt til dægra-
dvaiar að skamma
hver annan. —
Heimskur, ósvíf-
inn, óhlutvandur, hlutdrægur, vit-
laus — þetta eru helztu málblóm-
in sem skrýða nú síður þessara
blaða. Eg minnist af þessu tilefni
vísunnar hans Páls: Satt og log-
ið sitt er hvað, sönnu er bezt að
trúa. En hvernig á að þekkja
það, þegar flestir Ijúga. Hér
ætti að standa „báðir“ fyrir flest-
ir, og auðvitað á vísan ekki við
nema þegar téð blöð tala um
sjálf sig. En einhvernveginn sýn-
ist mér að skammaryrðin eigi við
rök að styðjast — og er fátt svo
með öllu illt, o. s. frv.
Farsóttir í Reykjavík
vikuna 19. til 25. desember 1954
samkvæmt skýrslum 20 (20)
starfandi lækna.
Kverkabólga 29 (52). Kvefsótt 192
(125). Iðrakvef 10 (1Ó). Mislingar
18 (65). Hvotsótt 2 (0). Hettusótt
113 (19). Kveflungnabólga 17 (9).
Taksótt 2 (0). Rauðir hundar 79
(55). Munnangur 11 (0). Kikhósti
4 (1). HJaupabóla 10 (4).
Farsóttir í Reykjavík
vikuna 26. des. til 1. 'janúar 1955,
samkv. skýrslum 18 (20) starfandi
lækna.
Kverkabólga 50 (29). Kvefsótt 163
(192). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 20
(10). Mislingar 16 (18). Hettusótt
107 (113). Kveflungnabólga 16
(17). Taksótt 1 (2). Rauðir hund-
ar 71 (79). Munnangur 6 (11). Kik-
hósti 2 (4). Hlaupabóla 6 (10).
(Frá skrifstofu borgarlæknis).
Austfirðingafélagið
í Reykjavík heldur skemmtifund
í Þórskaffi næstkomándi fimmtu-
dag klukkan 8:30 síðdegis.
Bólusetning gegn bamaveiki
Pöntunum veitt móttaka í dag,
þriðjudaginn 18. janúar, kl. 10-12
árdegis í síma 2781. Bólusett verð-
ur i Kirkjustræti 12.
Gregory Peck og Audry Hep-
burn í kvikmyndinni Gleði-
dagar í Róm, sem Tjarnarbíó
hefur sýnt allan þennan mán-
uð — og sýnist ekkert lát á
vinsældum myndarinnar.
SKlPAUTGCRÐ
RIKISIN S
Esja
vestur um land I hringferð hinn
22. þ.m. Tekið á móti flutningi
til áætlunarhafna vestan Ak-
ureyrar í dag og á morgun.
Farseðlar seldir á fimmtudag.
F ermingarbörn
Rétt tll að fermast 1955, vor eða
haust, hafa öU böm sem fædd eru
árið 1941 eða fyrr.
Dómklrkjan
Þau börn, sem eiga að fermast
1955, vor eða haust, hjá séra Jóni
Auðuns, komi til viðtals í Dóm-
klrkjunni fimmtudaginn kl. 6; og
þau börn, sem fermast hjá séra
Óskari J. Þorlákssyni. komi í
Dómkirkjuna föstudaginn klukk-
an 6 síðdegis.
Laugamessókn
Fermingarbörn í Laugarnessókn,
sem fermast eiga í vor eða næsta
haust, eru beðin að koma til við-
tals S Laugarneskirkju (austurdyr)
næstkomandi fimmtudag kl. 6 síð-
degis. — Séra Garðar Svavarsson.
BústaðaprestakaU
Fermingarbörn í Bústaðasókn
komi til viðtals í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, stofu 20, á morgun,
miðvikudaginn 19. janúar, ki. 6
siðdegis. Fejmingarbörn í Kópa-
vogssókn komi til viðtals i Kópa-
vogsskóla fimmtudaginn 20. jan-
úar kl. 6 síðdegis. — Gunnar-
Árnason, sóknarprestur.
i öáií-
NesprestakaU
Börn, sem fermast eiga á þessu
ári, bæði i vór og að hausti komi
til viðta's í Melaskólann fimmtu-
daginn 20..”jan. kl. 5 síðdegis. —
Séra Jón Thorarensen.
HáteigsprestakaU
Fermingarbörn í Háteigspresta-
kalli. sem eiga að fermast á þessu
ári, eru beðin að koma i hátíða-
sal Sjómannaskólans fimmtudag-
inn 20. þm. kl. 6.30 síðdegis. —
Jón Þorvarðsson.
HaUgrímsprestakall
Fermingarbörn séra Jakobs Jóns-
sonar eru beðin að koma til við-
tals í Hallgrímskirkju fimmtu-
daginn 20. þm. kl. 6.15 síðdegis.
— Fermingarbörn séra Sigurjóns
Árnasonar eru beðin að koma til
viðtals í Hallgrímskirkju föstud.
21. þm. klukkan 6.15 síðdegis.
LangholtsprestakaU
Væntanleg fermingarbörn séra
Árelíusar Níelssonar mæti i Lang
holtsskóla á föstudagskvöldið kl.
6 síðdegis.
Frikirkjan
Fermingarbörn eru beðin um að
koma til viðtals í Fríkirkjuna á
fimmtudag kl. 6.30 síðdegis.
Fermingarbörn séra Emils Björns-
sonar eru beðin að koma til við-
tals í Austurbæjarskólanum kl.
9 fimmtudagskvöldið 20. þm., bæði
börn sem fermast eiga í vor og
að hausti.
Maður sem ekki vill láta nafns
síns getið hefur gefið Óháða frí-
kirkjusöfnuðinum 30 fermingar-
kirtla, og verður fermt í þeim í
fyrsta skipti á næsta vori.
Kvöldskóli alþýðu
I kvöld eru Félagsmál á dagskrá,
og hefjast kl. 8.30, kennari Ingi
R. Helgason.
1 -'a-ý'
»Trá hóíninni
Rikissklp
Hekla fer frá Rvik kl. 23 í kvöld
austur um land í hringferð. Esja
er á Austfjörðum á suðurleið.
Herðubreið var á Hornafirði síð-
degis í gær. Skjaldbreið fer frá
Rvík á fimmíudaginn vóátur
um land til Akureyrar. Þyrill er
í Rvík. Skaftfellingur fer frá
Rvík síðdegis ;í dag til Vestm.-
eyja.
Sambandsskip
Hvassafell fer frá Tuborg í dag
til Grangemouth. ArnarfeH fór
frá Rvík 10. þm. áleiðis til Brazil-
íu. Jökulfell er í Rvik. Dísarfell
er í Rvík. Litlafell er á leið frá
Norðurlandi til Faxaflóahafna.
Helgafell er í N.Y.
Bæjaptogararnir
Hallveig Fróðadóttir og Skúli
Magnússon voru að landa afla
hér í höfninni í gær. Allir hinir
bæjartogararnir eru á veiðum,
nema Þorkell máni sem mun
vera um það bil að korina, til
Esbjerg í Danmörku með salt-
fiskfarm — og verði Dönum gott
af.
Krossgáta nr. 556.
Gengisskráning:
Kaupgengl
1 sterlingspund .....
1 Bandaríkjadollar ..
1 Kanadadollar ..
100 danskar krónur
100 norskar krónur
100 sænskar krónur
100 finnsk mörk
1000 franskir frankar
100 belgískir frankar .
100 svissneskir frankar
100 gyllini .........
100 tékkneskar krónur
100 vestur-þýzk mörk .
1000 lírur ..........
45,55 kr
16,26 —
10,26 —
235,50 —
227,75 —
314,45 —
46,48 —
32,65 —
373,30 —
429,70 —
225,72 —
387,40 —
26,04 —
(l'Humanitt’ Uiinanehc)
Vísan
Litfari minn lúinn er,
liggur hann út af flatur,
hann verður, þá héðan fer,
hrafna og tóu matur,
en skinnið skafið og hert;
um öndina veit ég ekki par,
hvað af henni verður gert,
eg get þar ekki gefið svar
greitt né opinbert.
Vísa Stefáns Ólafssonar um hest-
inn Litfara.
Lárétt: 1 eftirgrennslanir 7 fanga-
mark 8 kvennafn 9 uppblástur 11
svar 12 keyrði 14 skst. 15 boði 17
sérhljóðar 18 skst. 20 áttavita.
Lóðrétt: 1 dorma 2 í bókhaldi 3
guð 4 skst. 5 atviksorð 6 eyði-
leggja 10 söngflokkur 13 pott 15
kvikmyndahús 16 auðsýna 17 fór
19 háspil.
Lausn á nr. 555.
Lárétt: 1 stara 4 há 5 rá 7 lit
9 sól 10 arf 11 iýk 13 af 15 er
16 ókunn.
Lóðrétt: 1 sá 2 Ari 3 ar 2 hasla
6 álfur 7 111 8 tak 12 ýsu 14
ró 15 en.
Gátan
Hver er sá strákur,
sem stendur í jörðu,
innan í honum
ólmast stelpa,
á höfðinu
alltíð gengur,
þá hún sig hrærir
hljóðar hann stórum
og hrekkur upp úr
hráki mikill,
skellir upp rassi,
skvettir úr munni
gusu stórri?
Gott er að ráða.
Ráðning síðustu gátu: —
VÖNDUR.
Söfnin eru opin
Bæjarbókasafnið
Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis.
Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kl.
5-7. Lesstofan er opin virka daga
kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar-
daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga
kl. 2-7.
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka
daga nema laugardaga kl 10-12
og 13-19.
Náttúrugripasafnið
kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á
þriðjudögum og fimmtudögum.
Þjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15
á þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Þjóðskjalasafnið
á virkum dögum kl. 10-12 og
14-19.