Þjóðviljinn - 18.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.01.1955, Blaðsíða 6
«) - ÞJÓDVILJINN - Þriðjudagur 18. janúar 1955 .bfðSViÚÍNN Jtgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — SósSalistaílokkurinn. Rítstjórar: Magnús Kjartansson, tíigurður Guðmundsson (áb.) Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benndiktsson, Gu5- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnus Torfi Ólafsson. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á. mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Athyglisverð sampykkt mjólkur- fræðingafélags fslands S.l. sunnudag var birt hér í blaðinu samþykkt Mjólkur- fræðingafélags íslands, gerð á aðalfundi félagsins nýlega, þsr sem eindregið er skorað á stjórn Alþýðusambands ís- lands að beita sér fyrir sem nánustu samstarf i milli verk- lýðssamtakanna og vinstri flokkanna hér á landi. Þeir sem að þessari samþykkt standa — mjólkurfræð- ingarnir — eru sem kunnugt er starfsmenn þeirra stofn- ana, sem annast vinnslu, sölu og dreifingu á aðalfram- leiðsluvöru landbúnaðarins, sem eingöngu hefur veriði framleidd fyrir innlendan markað. í starfi sínu verða þeir J því fyrstir manna varir við, ef erfiðleikar steðja að með söluna, jafnvel fyrr en bændurnir sjálfir. Htnir daglegu sölureikningar sem starfsmenn mjólkur- búanna fara höndum um sýna fljótlega hvernig loftvogin hreyfist á sviði markaðsmálanna, og birgðasöfnunin, sem þegar fylgir í kjölfar lækkandi sölu, verður jafnframt þegar í stað viðfangsefni þessara manna. Hins vegar er það alkunn staðreynd, að þessi loftvog hækkar og lækkar nákvæmlega í réttu hlutfalli við fjár- hrgsafkomu og kaupgetu alls fjölda neytendanna í bæj- um landsins. Þessu reynir enginn framar að neita. En þessi neytendafjöldi er í stærstum stíl verkafólkið, sem skirmlagsbundið er í verkalýðsfélögunum, allur hinn mikli fiöldi lægra launaðra opinberra starfsmanna, smáat- vinnurekendur og millistéttarfólk, sem á engan hátt nálg- ast að afkomu og efnahag þann stóra hóp nýríkra fé- sý.slumanna, sem á síðustu árum hefur tekizt að hreiðra um sig í atvinnu- og viðskiptalífinu, með þeim afleiðing- um, að milljónamæringum fer fjölgandi með ári hverju, þétt atvinnulífið berjist í bökkum. Kjarni hins stóra vinn- endi neytendahóps er vitanlega verkalýðurinn, sem auk þess er bézt skipulagður í samtökum sínum. En hvað er þá um bændastéttina. Enginn ber brigður á að hún sé vinnustétt, fyllilega á borð við sjómenn og verkamenn. Munurinn er sá, að bóndinn hefur í eigin höndum smáfyrirtæki sem veitir honum atvinnu. Á þess- um grundvelli hefur tekizt að skapa rangar hugmyndir h^ fjölmörgum aðilum úr bæði bænda og verkamanna- stétt um það, að hagsmunaandstæður séu milli þessara^ stétta. En þegar þess er gætt, að öll fjárhagsafkoma land- búnaðarins er undir því komin, að afurðir hans seljist sem bezt á hinum innlenda markaði, og hann er ein- göngu kominn undir fjárhagsafkomu þess neytenda- fjölda, sem hér að framan er nefndur, þá sést greinilega hver blekking það er, að milli þessara stétta séu hags- munaandstæður sem réttlætt geti það, að þær berjist innbyrðis pólitískri baráttu. Heldur sannar þetta það, íío þessar stéttir eiga að vinna saman á hinum pólitíska vettvangi, ef ekki getur tekizt í einum stjórnmálaflokki, þá a.m.k. í bandalagi þeirra flokka sem þær fylgja í stærstum dráttum. Slíkt er eina leiðin til að tryggja boggja hagsmuni gegn gróðavöldum spákaupmennsk- unnar og brasksins sem sífellt eru að verða þyngri af- ætur á framleiðslunni. Þau öfl sem mestan hag hafa af að sundra þessum stéttum og láta þær berjast innbyrðis, hafa nú beðið stór- an ósigur. Það gerðist á síðasta þingi Alþýðusambands íslands, þar sem samfylking tókst með verkalýðnum þrátt fyrir misjafna afstöðu til stjómmálaflokka. En bændastéttin þarf einnig að fylkja sér til þessa samstarfs. Hún þarf að gera það sjálfrar sín vegna og atvinnuvegar síns, og afkomu allrar. Samþykkt Mjólk- urfræðingafélags íslands er athyglisverð sönnun þess, hvernig menn, er bezta hafa aðstöðuna til að meta rétti- lega samhengið á milli lífskjara neytendans annarsvegar ¦og hins vegar sölumöguleika framleiðandans og þar með efnahagsafkomu hans, líta á þetta mál út frá reynslu -sinni. Sú bending sem mjólkurfræðingarnir gefa með .samþykkt sinni á sannarlega erindi til bændastéttarinn- ar. Enda mun svo fara, að sá vinstri samstarfsvilji, sem þegar er ríkjandi einkum meðal unga fólksins í sveitum landsins, mun segja til sín á víðari vettvangi. Á sunnudagskvöldið var Hamlet endurtekinn í einu lagi. Auðvitað dettur manni ekki í hug að ætlast til þess, að hann komi í þriðja sinn innan skamms, en hinu ber ekki að neita, að komi hann í þriðja sinn, þá mundi maður hlakka til hans engu minna en áður. Svona er maður gamaldags. Laugardagskvöldið kom enn í nýju formi. Ævintýrið um gullkornin sem hleyptu í hæstu spennuna straumi rómantísks skáldskapar á Norðurlöndum, var stórfenglegt og heillandi dagskrárefni í meðförum Krist- jáns Eldjárns og hjálparmanna hans. Sitt hvað fleira var góðra efna. Barnatíminn á sunnudag- inn þótti mér í betra lagi. Ég er einn þeirra, sem tel börnin sjálf beztu kraftana í þeim þætti, þótt sannarlega beri að viðurkenna ágæta krafta aðra, sem fram hafa komið í þeim efnum, og ber þá ekki sizt að nefna Hildi Kalman og Valtýs- dæturnar. — Þá er komin ný útvarpssaga og okkar ágæti Hjörvar og aldrei ágætari. Mér lízt í allra bezta lagi á þessa sögu. Hún er stórbrotnasta skáldverk okkar yngri hofunda, fjallið og draumurinn hennarf* Herdísar Hermannsdóttur í hinni vorköldu veröldu, eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Og hinn rólegi, en þungi strumur þeirrar sögu og þrælslípað mál gefur framsögu Helga Hjörvars þau skilyrði til að njóta sín, að á betra verður ekki kosið í þeim efnum. Guðmundur Þorláksson kom víðp og skemmtilega við í svörum sínum um náttúru- fræði. Sagt er, að Gunnar Benediktsson hafi talað allá- heyrilega og af þó nokkru viti um daginn og veginn. En ekki virðist honum hafa legið of mikið á hjarta, því að ekki fullnýtti hann tímann, og gæti það bent til þess, að maður- inn væri tekmn að gamlast. — Sigurjón nokkur Björns- son sálfræðingur fræddi um existensíalisma og flutti á vegum hans mjög sterk rök fyrir því, að rök ættu engan rétt á sér. Þessháttar hugsana- gangur er mér sams konar latína og ljóð, sem hafa það einkenni til síns ágætis að af- neita öllum ljóðformum, og myndlist, þar sem ekki má sjást nein mynd. Langmerkasta erindi vikunnar var erindi Hendriks Ottóssonar um Dreyfus-málið. Erindið var skýrlega samið og flutt. En það var ekki aðalatriði máls- ins. Hitt var hið stórbrotna við þetta erindi, að með því var á dulbúinn hátt sagður þáttur af íslenzku réttarfari. Það var sagt frá glæp, sem þurfti að refsa fyrir, en þeir, sem glæp- inn höfðu drýgt, höfðu þræði „réttvísinnar" í sínum hönd- um. Þess vegna mátti ekki refsa hinum seku, en þar sem glæpurinn var þess eðlis, að einhverjum varð að refsa, þá hlaut refsingin að bitna á sak- lausum. Og það var sagt frá því, að öll þjóðin veit um sak- leysi hinna dæmdu og heimtar nýja málsmeðferð, en hinir seku þybbast við, vilja ekki einu sinni vinna það sér til friðar að sýkna hina dæmdu. Það er sagan um glæpi dóm- Ulvírpio síáustu viku stóla, sem eru í höndum glæpamanna þjóðfélagsins. — En í okkar sögu vantar enn það atriðið um Esterhazy, þeg- ar hann flýr í vestur og gerir þar sína játningu á náðum vesturvera. — Og í beinu sam- bandi við þetta vildi ég mega þakka Fréttastofunni fyrir það, hve oft hún sagði frá einvígis- áskorun forseta í Vesturheimi. Þá áskorun tel ég mjög til fyrirmyndar í milliríkjavið- skiptum, og hún opnar okkur fslendingum nýja möguleika til að segja Rússum stríð á hendur í alvöru. Það er ekkert annað en að Ólafur Thors skori Malénkó til einvígis. Og sé hann hrædd- ur við að mæta hinum rúss- neska kollega með skamm- byssu, þá velur hann bara eitthvað annað vopn, t. d. tára- gas, sem ég tel sennilegt að Ólafur hafi meiri æfingu í með að fara en nokkur hinnal rússnesku ráðherra. Teldist sá yfirunninn, er fyrr gréti. Þann- ig gætum við Islendingar sigr— að Rússa á hinn glæsilegasta. hátt, án þess að einum blóð- dropa væri úthellt, heldur tár- um. Molotoff og dr. Kristinn.. gætu verið hólmgönguvottar. Kvöldvakan á fimmtudag var mjög góð, að því er við konx ýmsum áttum Ævars Kvarnsi: og upplestri Brodda úr ljóðum. Gísla Ólafssonar. En kynning á- Pétri J. Thorsteinsson hefði nauðsynlega þurft að vera svip-- meiri. i— Sagan eftir Indriða Indriðason, sem Andrés Björns— son las upp á miðvikudags- kvöldið, var heilleg að blæ, en. hefði þurft að draga mjög úr niðurlagi hennar. — Ólund eftir Sigurd Hoel lesin á þriðjudag,. er mótívlaus, en vel sögð. —¦ Tónlistarfræðsla Páls ísólfsson- ar er ekki aðeins fræðsla, held- ur einnig unaður. Ég mun einu sinni hafa sagt, að um þetta efni mættu erindi ekki vera löng. Ég tek hér með þau orð mín aftur. Erindi hans á þriðju- daginn hefði mátt vera ennþá lengra og var þó lengra er» ætlað var í upphafi. G. Ben. Sparimerki seld fyrir á f Jérða fiundrað þúsund krónur Það hefur mikið verið um það spurt, hvernig vegni þeirri ungu starfsemi, sem nefnd hefur verið Sparifjár- söfnun skólabarna, hver sé sú reynsla, sem fengizt hafi, og hver árangur. Hefur því þótt rétt að birta eftirfarandi greinargerð. 1 stuttu máli getum vér sagt, að starfsemin hafi í heild gengið mjög vel og raun ar betur en vér bjuggumst við. Vér teljum, að flest öll börn um land allt á barna- skólastigi, hafi nú fengið 10 kr. gjöf frá Landsbanka ís- lands, eins og til var ætl- azt, og munu að lokum öll fá hana. Flest munu börnin vera búin að stofna sparisjóðsbæk- ur, til 6 mánaða eða 10 ára, og má í því sambandi geta þess, að sparisjóðsbækur til '10 ára eru sennilega fleiri en upphaflega var búizt við. Ekki eru nákvæmar tölur fyrir hendi um það, hversu mikið fé hefur verið lagt inn í þess- ar sparisjóðsbækur, en það fé mun þó nema verulegri upp- hæð. Sparimerki hafa verið seld í öllum barnaskólum kaup- staðanna, einnig í barnaskól- um nokkurra þorpa og svo í mörgum innlánsstofnunum víðsvegar um land. Sala spari- merkjanna hefur yfirleitt gengið prýðisvel. Sú sala hófst ekki fyrr en um vetur- nætur, og þá aðeins í nokkr- um skólum, en all víða ekki fyrr en um og úr miðjum nóvembermánuði, svo að reynslutíminn er allur mjög stuttur. Það er því ekki við því að búast, að sjáanlegur árangur sé mikill. Ennþá liggur lítið fyrir af tölum, sem ástæða er til að birta, og sem vænta má enn minna af þeim upplýsingum, sem meira virði eru og eink- um er stefnt að, en það er hið uppeldislega markmið þess- arar starfsemi. Þó er nú vit- að, að ekki óverulegar fjár- hæðir eru nú komnar á vöxtu í innlánsstofnunum, sem ella. hefðu sennilega farið aðrar og óþarfari leiðir, og að fjöldi barna hefur á þann hátt kynnzt sparisjóðsbók, spari- sjóði og banka, og sum þeirra þá kannski eignazt þann skilning á f jármunum, að ekki sé alveg sjálfsagt að eyða hverjum eyri jafnóðum og afl- að er. En þetta er meginatriði þessa máls, sem þó verður naumast unnið að með árangri nema með einskonar verklegri kennslu, og því er- sjálf söfnunin nauðsynleg. Mælt er og af kunnugum, að sælgætiskaup barna hafi. minnkað. Af uprdýsingum frá skólun- um, sem þegar eru fyrir hendi, má ráða, að þar hafi verið seld merki fyrir á fjórða- hundrað þúsund krónur. Þar eru skólar með frá 11 krón- um á barn að meðaltali til 90 króna, en þó flest með 30-40' krónur á barn að meðaltali. Þetta er mikil söfnun, miðað; við erlenda reynslu, þar sem. hér er ekki nema um 1 til IVá mánaðar starf að ræða. Auk þessarar merkjasölu, sem fram hefur farið í skólunum, hafa svo ýmsar innlánsstofn- anir selt börnum sparimerki, en ekki er vitað nú hve miklu það nemur, og heldur ekki það fé, sem lagt hefur verið inn í gjafabækur án merkja, en það er án efa talsvert. Má því með sanni segja, að veruleg- ar fjárhæðír hafi hætzt við sparifé barnanna á þessum stutta tíma. Geta má þess, að Lands- bankinn hefur á þessum tima selt og látið af hendi í um- boðssölu til kennara og inn- lánsstofnana sparimerki fyrir Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.