Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. janúar 1955 — ÞJÖÐVILJINN — C3 Kurr í Arababandalaginu vegna bandalags Tyrklands og íraks Vera má að Arababandalagið klofni vegna þess aö eitt bandalagsríkjanna, Irak, hefur gert hernaðarbandalag við Tyrkland. Nasser, forsætisráðherra Egyptalands, hefur kallað starfs- bræður sína í hinum Arabaríkj- unum til fundar í Kairó á laugar- daginn. Fundarefnið er samning- ur Tyrklands og íraks. Nasser hefur látið svo um mælt, að svo geti farið að Egyptaland yíir- gefi Arababandalagið ef sá hátt- ur verður tekinn upp að ríki innan þess gangi í hemaðar- bandalög við önnur ríki að hinum bandalagsríkjunum forn- spurðum. Menderes, forsætisráðherra Tyrklands, sem gerði samninginn. við stjórn íraks, kom heim til Þýzkalands, brustu í gær og | Ankara í gær. Á heimleiðinni flæddi inn í þinghúsið þar. Von- jkom hann yið.{ höfuðborgum Kínverkir herinn Framhald af 1. síðu. með Kínastjórn og Sjang Kaisék. Ráðherrann kvað Bandaríkja- stjórn ekki geta beitt sér gegn slíkri tilraun en sér væri ó- kunnugt um að nokkuð í þá átt væri á döfinni. Ofsaveður Framhald af 1. síðu. ig orðið manntjón af völdum flóða. Rín er enn í vexti. Flóð- garðar við Bonn, höfuðborg V- azt er til að nú fari að draga úr flóðunum vegna þess að fryst hefur á þessum slóðum. Jótland á kafi í fönn. 'Á Jótlandi var stórhríð í gær. Allir vegir Norður-Jót- lands voru tepptir og sumstað- ar sátu járnbrautarlestir fast- ar í sköflunum. Um Suður- Jótland voru bílar víða fastir en járnbrautarlestir komust enn leiðar sinnar með miklum töfum þó. Flugvéíaskip til bjargar. Brezka flotanum hefur ver- ið falið að sjá fólki á Orkn- eyjum, Hjaltlandi cg Suður- eyjum fyrir lífsbjörg. Á öllum þessum eyjum er fannfergi svo mikið að hvergi verður komizt milli þorpa. Flugvélaskipið Glory hefur verið búið heli- kopterflugvélum sem munu flytja nauðsynjar til fólks. Um Norður-Skotlapd eru all- ir vegir tepptir, sumstaðar eru skaflarnir sex metra djúpir. Matvælum hefur verið varpað niður úr flugvélum til einangr- aðra þorpa og sveitabæja. Vesturveldin Sýrlands og Líbanon. Lítur því út fyrir að togstreyta sé hafin um vináttu hinna smærri araba- ríkja milli Egyptalands og Tyrk- lands. Griðnm heitíð i fienya Sir Evelyn Baring, yfirhers- höfðingi Breta í Kenya, lét það boð út ganga í gær, að skæruliðar Má má hreyfingar- ingar, sem gefast upp, skuli sleppa við málsókn hvaða verk sem þeir hafa unnið og því ekki eiga á hættu líflát. Hins- vegar munu Bretar hafa þá í haldi eins lengi og þeim sýnist. Verðlagseftirlit í Svíþjéð Verðlagseftirlitið í Svíþjóð hef- ur ákveðið að setja verðlagningu í landinu í miklu fastari skorð- ur, vegna hættunnar á verð- bólgu. Það hefur því ákveðið að öll fyrirtæki í ákveðnum mikilvægum framleiðslugreinum, s. s. matvælaframleiðslu, vefnað- ariðnaði, framleiðslu búsáhalda, eldsneytis, pappírs, efnavara og byggingarefna, skuli í framtiðinni tilkynna allar fyrirhugaðar verð- hækkanir. Talið er að þessi til- kynningarskylda muni draga úr verðhækkunum. Tvö bréf Beet- hovens fundin Tvö bréf, sem Beethoven skrifaði, hafa nýlega fund- izt í ungversk um skjalasöfn um. I Heli- konbókasafni í Keszthely hefur fundizt bréf, þar sem Beethoven, sem þá var orðinn frægur mað- ur, mælir með vini sínum, Málzel sem hljómlistarkenn- ara. í bókasafni erkibiskupsins í Esztergom hefur fundizt bréf frá 1823, þar sem Beethoven býður þáverandi erkibiskupi „Missa solemnis“ til kaups. Beethoven Bankaræningja leit- að í V-Þýzkalandi Hafa rænt 19 banka á þrem mánuðnm Lögreglan í Vestur-Þýzkalandi leitar nú um allt landið að bófaflokki, sem undanfarna þrjá mánuði hefur brot- izt inn í 19 banka í norðurhluta landsins. Framhald af 1. síðu. Ollenhauer sagði, að það væri nú orðið ljóst að leiðtogar Vesturveldanna létu sér það í léttu rúmi liggja þótt Þýzka- land yrði klofið í tvennt um ófyrirsjáanlega framtíð. Schweitzer í æskulýðsneind Dr. Albert Schweitzer, sem hlotið hefur friðar- verðlaun No- bels, hefvir lýst sig reiðu- búinn að vera heiðursfull- trúi í nefnd þeirri í Vest- ur-Þýzka- Schvoeitzer landi, sem annast undirbúning að þátttöku æskufólks þaðan í 5. heimsmóti æskulýðsins í Var- sjá í sumar. Nefndin hefur ritað honum þakkarbréf og segir m. a.: „Sú æska sem vill frið og vináttu við allar þjóðir fagnar því, að þér skulið leggja okkur lið.“ Lötón, vaíns- þéttnr Ijörpnar- bálur Björgunarbátur sem er eins og tundurskeyti í laginu, getur ekki hvolft í öldugangi og ekk- ert vatn kemst inn í þótt sjór gangi yfir hann hefur verið smíðaður í Stade í Þýzkalandi. Smiðurinn er skipabygginga- verkfræðingur að nafni Claus Bardenhagen, sem vann að kafbátasmíðum á stríðsárunum. Hægt er að knýja bátinn á- fram með stiginni skrúfu. Hann er búinn talstöð, áttavita og öðrum siglingatækjum og í honum er salerni og sjúkraklefi. Framstafninn er úr gagnsæju plasti og hlerarnir yfir opun- um sem farið er um niður í bátinn eru úr sama efni. Ef ekki tekst að koma bátnum á flot af sökkvandi sldpi á venju- legan hátt, geta þeir sem í honum eru losað hann inn- Aðfarimar við innbrotin benda til að sömu mennirnir hafi verið að verki á öllum stöðum. Nítjánda innbrotið var framið á nýjársnótt í Olden- burg en þar hefur eitthvað hrætt ræningjana svo að þeir höfðu sig á brott áður en þeir komust inn í peningageymslu bankans. Öll innbrotin hafa verið gerð í bahka í smærri bæjum. Ránsfengur bófanna nemur alls 220.000 mörkum, mest höfðu þeir upp úr krafs- inu í Gettorf, þar sem þeir kló- festu 52.000 mörk. Sérstök nefnd lögreglufor- ingja hefur verið skipuð til að stjórna leitinni að ræningjun- um. i I Frankfurt var stórrán framið á gamlársdag. Þrír grímuklæddir menn beindu handvélbyssum að starfsfólki í úthlutunarskrifstofu ellilauna og rændu 80.000 mörkum. Lög- reglan hefur ekkert að fara eftir í leit sinni að ræningjun- um sem þar voru að verki. anfrá. Báturinn er 8,5 m á Iengd og í hann komast 32 menn. Búddatrúurmenn heilsast Á síðasta ári tengdust ríki Asíu nánari böndum ert nokkru sinni fyrr. Eftir för Nehrus, forsœtisráðherra Ind- lands, til Kína og Viet Nctm, heimsótti U Nu, forsœtis- ráðherra Burma, sömu ríki. Einn ávöxtur viðræðna æðstu manna hinnar nýju Asíu er ráðstefna tuttugu til prjá- tíu Asíu- og Afríkuríkja, sem halda á í vor. Myndin er tekin pegar U Nu var staddur í Peking. Hann er til hœgri og er að heilsa æðsta trúarleiðtoga búddatrúarmanna í Kína, Hsijaosiatso að nafni. Eins og flestir Burmabúar er U Nu búddatrúarmaður og hefur haft við orð að sleppa stjórnartaumunum og ganga í klaustur. SamgöiMrntækjam kjaxnorknaldannnar lýst í Moskvaútvarpinu Þegar kjarnorkuöldin hefst fyrir alvöru þurfa mennt ekki lengur að hafa fyrir þvi að ganga eftir aðalgötum, stórborganna, gagnstéttimar sjálfar munu flytja veg- farendur áleiðis. Þetta var ein af þeim fram- 1 tíðarmyndum, sem brugðið var upp fyrir hlustendum í út- varpinu í Moskva fyrir nokkr- um dögum. Útvarpið flutti dagskrárlið, þar sem vísindamenn og sér- fræðingar lýstu hugmyndum sínum um það, hvernig hin nýja orkulind frumeindakjarnans yrði hagnýtt í þágu bættra samgangna. Sporvagnar og strætisvagnar munu hverfa af aðalgötum borganna, var sagt, og gang- stéttimar látnar taka við hlut- verki þeirra. Lestir á gúmmíhjólum. Ekki mun líða á löngu að farþegar verða fluttir frá Moskva til Vladivostok við Kyrrahaf með flugvélum sem fara hraðar en hljóðið, sagði útvarpið. Járnbrautarlestir verða lagð- ar niður og í stað þeirra tekn- ar upp lestir vagna á gúmmí- hjólum sem öflugir dieseltrakt- orar munu draga eftir sléttum malbiksvegum. Rafmagn sent þráðlaust. Farþegaskip og vöruflutn- ingaskip verða knúin áfram með rafmagni. Þau munu fá rafmagnið úr loftleiðslum eða fá það sent þráðlaust. Þetta á þó elcki við um hafskip heldur fljótaskip á ám og skurðum Sovétríkjanna. Skipin þurfa ekki lengur að nema staðar á neinum ákveðn- um viðkomustöðum. Farþegar munu koma um borð og fara í land með helikopterflugvélum sem lenda á þilfarinu og hefja. sig þaðan til flugs. Brctland ag flrg- entsna deila um Suðurskauts- landið Brezka stjórnin hefur ákveðið að bera fram mótmæli við Ar- gentínustjóm vegna fyrirætlunaj?. hennar að koma upp bækistöð við Vaselflóa á Suðurskautsland-- inu um 1300 km. frá Suðurheim- skautinu. Bæði Bretland, Argen- tína og Chile gera tilkall ti? þessa hluta af Suðurskautsland--- inu. Brezk herskip eru á lei-3 frá Vesturindíum á þessar slóð- ir. Franska stjórnin endurskipulögð? Talið er í París að Mendés— France muni bráðlega gera verulegar breytingar á stjcrn: siimi. Vill hann losna við ut- anríkismálaráðherraembættið til þess að geta snúið sér meira að efnahagsmálum. Talið er «<?■ Edgar Faure fjármálaráðherra, muni taka við utanríkisráð- herraembættinu. . - ’V.. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.