Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1955, Blaðsíða 6
'SðöJ "súnjíf .81 i;ja«feí)áivíkiK -- < Q) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. janúar 1955 - þióömíiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V y Hvers vegna þegir MorgnnblaSið nú? Það hefur verið föst regla hjá Morgunblaðinu, sem aldrei hefur verið út af brugðið í nokkurri deilu sem verkalýðssamtökin hafa átt í við atvinnurekendur eða ríkisvaldið um kaup og kjör, að reka upp hið mesta rama- kvein um það ábyrgðarleysi verkalýðsins að efna til viunustöðvunar. Hefur Morgunblaðið hamrað óspart á því undir slíkum kringumstæðum hvílíkt feikna tjón hiytist af vinnustöðvunum, ekki aðeins fyrir verkalýð- inn sjálfan og atvinnureksturinn heldur fyrir þjóðfé- lagið allt. Og á þessum forsendum hefur blaðið jafnan lagt fast að verkalýðnum að taka ráðin af forustu sinni, því samkvæmt kenningu íhaldsins og Morgunblaðsins eru allar kjarabótakröfur verkalýðsins runnar undan rifjum vondrar og ábyrgðarlausrar forustu. Sjálfur kær- ir verkalýðurinn sig aldrei um hærra kaup eða bætt kjör að sögn Morgunblaðsins! Þannig er afstaða Morgunblaðsins þegar verkalýðsfé- löpi.n neyðast til að lýsa yfir verkfalli til að knýja fram leiðréttingu á kjörum meðlima sinna. Hinsvegar segir þf tta sama blað ekki eitt orð um þjóðarhagsmuni eða tjcn af völdum stöðvunar þegar atvinnurekendur eiga hlut að máli. Ferskasta og skýrasta dæmið um þetta er róðrarbannið í Vestmannaeyjum. Útgerðarmenn í þessari stærstu og aflamestu verstöð landsins hafa bundið báta sír.a við festar frá áramótum, án þess að til nokkurrar kiaradeilu sé komið við sjómannasamtökin þar, en sem kunnugt er renna samningar þar ekki út fyrr en um næstu mánaðamót. Þannig hefur floti Vestmannaeyinga verið stöðvaður í nær þrjár vikur í upphafi vertíðar, enda þótt gæftir bafi verið góðar og því veruleg aflavon. Sjómenn hafa verið sviftir atvinnu sinni og sömuleiðis landverkafólk. Hundruð aðkomufólks bíður aðgerðalaust á staðnum og aðrir hafa hætt við að fara til Eyja þegar ljóst er að útgerðarmenn hafa ekki áhuga fyrir að gera út bátana og stunda fiskveiðar með eðlilegum hætti. Þjóðarbúið í heild verður fyrir óútreiknanlegu tjóni af þessu tiltæki útgerðarmanna. Engin fordæming hefur sézt í Morgunblaðinu á róðra- bmninu í Vestmannaeyjum. Það liggur við að þetta stærsta og víðlesnasta blað landsins viti ekki af stöðvun- inni þar! Hvað þá að útgerðarmönnum sé sendur svipað- ui' tónn og verkalýðurinn á að venjast þegar hann á í krtradeilum. Nei, það er öðru nær. Morgunblaðið virð- iQt ekkert hafa við það að athuga þótt stærsta verstöð hndsins sé lömuð að tilhlutan útgerðarmanna. Geta nrnn farið nærri um hvort afstaða blaðsins væri með SYiouðum hætti stæðu sjómannasamtökin í Eyjum að stöðvuninni. Er áreiöanlega ekki að efa að þau hefðu fRngið vel útdeildan skammt af venjulegum Morgun- bl’ðssvívirðingum, ásökunum um ábyrgðarleysi, kröfu- hö',*ku og skort á þegnskap. En ekkert slíkt telur Morg- urblaðið útgerðarmennina eiga skilið sem hafa stöðvað allan flota Vestmannaeyinga. í hverju liggur þessi mismunur á viðhorfi Morgun- blaðsins? Tæplega verður hann skýrður með því að tjón- ið sé ekki jafn mikið eða tilfinnanlegt þegar útgeröar- ricnn stöðva skip og framleiðslu eins og þegar sjómenn eöa verkamenn eiga í verkfalli. Hitt er sönnu nær, að ) ér segi stéttareðli Morgunblaðsins til sín. Það er mál- ? *gn flokks, sem á aö gæta hagsmuna auðvalds og at- 1 nnurekenda. Hlutverk þess er aö túlka sjónarmið auð- mannsins og atvinnurekandans gegn verkalýðnum og pamtökum hans. Þessvegna ræðst Morgunblaðið með fkömmum og svívirðingum á verkamenn, sjómenn og ve -kakonur þegar verkalýðsfélögin leggja út 1 baráttu fynr hækkuðum launum en þegir þunnu hljóði þegar sk ólstæðingar þess stöðva atvinnulífið, svifta almenning jatvinnu og þjóðina gjaldeyristekjum. undrast Við skulum ekki þó þeir ilissi Ef rædd eru hagsmunamál íslenzkrar sveitaalþýðu verður varla hjá því komizt að líta örstutta stund um öxl og at- huga þau öfl sem mestu hafa ráðið um mótun skoðana henn- ar síðustu áratugi, og sem skapað hafa örlög hennar og lífsíkjör. Og þó að dagblöð séu kann- ski ekki virt mikils verður því varla neitað að einmitt þau gegna þar mjög áhrifaríku hlutverki því þau eru sú lesn- ing sem sveitaalþýða hefur haft mjög greiðan aðgang að. Svo er auðstéttinni fyrir að þakka því hún hefur sent mál- gögn sín endurgjaldslaust út um byggðir landsins, og sem allir vita kennir hún þau við framsókn og sjálfstæði íslend- inga. Og þegar við lítum til baka um þrjá til fjóra áratugi og flettum upp í þessum málgögn- um munum við fljótlega sjá hver var þungamiðja áróðurs þeirra tíma, þar er blað eftir blað haldið fram hinum fárán- legustu kenningum um hið göf- uga hlutverk bændastéttarinn- ar að vinna framtíðinni allt, vinna og aftur vinna, svo syn- ir og dætur, eða að minnsta kosti barnabörn fengju notið arðs af þeirra mikla erfiði. Og orðkyngi og guðmóður áróður- ins er svo skreyttur allskonar samlíkingum og nafngiftum, svo sem höfuð Tímans ber með sér enn þann dag í dag: „Bóndi er bústólpi, bú er landsstólpi, því skal hann virður vel“. Að ógleymdri píslarvættisnafnbót- inni sem virðist jafnvel hafa verið þyngst á metunum enda augljóslega mest áherzla á hana lögð. Hið guðdómlega hlutskipti píslarvættisins að þræla sextán stundir hvers sól- arhrings fyrir framtíðina. Og ennþá eimir eftir af þess- um áróðri. Efalaust minnast margir framsóknarfyrirliðans sem ræddi við okkur gegnum hljóðnemann um bændurna tvo fyrir austan. Annar rétti úr baki og tók sér nokkurra daga leyfi síðsumar eitt og fór til höfuðborgarinnar, hinn hjó sinustrá af móakollum og eign- aðist heybagga til aukningar vetrarforðans. Og nú skyldi maður ætla að þessum fram- sóknarforingja hefði fundizt hin mikla og langa barátta flokks hans fyrir velmegun bænda- stéttarinnar væri þó f^rin að bera ávöxt þar sem einn bóndi var þó til sem efni hafði á því að rétta úr hrygg. Nei, ekki aldeilis, það var hinn ófyrir- gefanlegi löstur sem öllum bændum bar alveg sérlega skylda til að varast. Aftur á móti viknaði hann yfir þeirri giftu þjóðarinnar að eiga þó enn einn landbúnaðarpíslarvott á landi hér, sem stæði með orf og ljá uppi á þúfu austur á- Héraði og hyggi sinustrá. Hlutverk það sem þessi áróð- ur auðstéttarinnar átti að vinna var margþætt. Fyrst var það að fólk sem verður að vinna sextán til átján stundir hvern sólarhring fyrir nauðþurftum hefur litinn tíma aflögu að sinna eða hugsa um hagsmuna- mál sín á félagslegum vett- vangi, annað hitt að með þess- um þrælkunaráróðri tókst að mjólka út úr starfsorku sveita- alþýðunnar tvöfaldan arð auð- stéttinni til handa. Og síðast en ekki sízt gat auðstéttin alltaf bent á hina þrælandi sveitaalþýðu þegar alþýðan við sjávarsíðuna gerði tilraun að bæta hag sinn með hækkuðu kaupi eða styttum vinnudegi. Mér hefur oft dottið í hug þegar ég hlusta á áróðursræður fulltrúa auðstéttarinnar, hvort þeír menn séu gæddir meiri kímnigáfu en almennt gerist, hvort þeir séu hinir fullkomnu húmoristar. Þó mun það fjarri sanni, . hitt mun líklegra að þeir treysti á sljóleika og dóm- greindarleysi alþýðu manna, annars mundu þeir ekki leika sér með hagsmunamál þeirra á jafn opinskáan hátt og raun ber vitni. <---------—- Eftii Marteixi + i Vogafungu ..._______________» Mjög glöggt dæmi þessa var umræðufundur sem haldinn var hér í sveit um þjóðmál fyr- ir síðustu alþingiskosningar. Þegar fulltrúi Framsóknar- flokksins sté í ræðustól, hóf hann að lesa upp mikinn sagna- bálk um hið margþætta ágæti flokks síns, sem aðallega birt- ist í því hve hann hefði fært bændum miklar gjafir síðustu áratugi, og það voru sko engir smámunir. Skyldu bændur ekki hafa undrazt hví pyngja þeirra væri svo létt, og hví vinnudag- ur þeirra enn svo langur, eftir að hafa meðtekið svo mikinn pening. Næstur talaði svo Otte- sen fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og við áheyrendur bjuggumst við að nú hefði aumingja karl- inn ekk-ert til að jafna reikn- inga með við FramsóknarmannT inn. Nei, ónei, hann hafði þá þegar til kom ekki minni gjaf- ir að stæra flokk sinn af, og hann tútnaði út, ég segi ykkur satt, okkur sýndist hann bara feitur augnablik, yfir því fá- dæma þekkingarleysi Fram- sóknarmannsins að vita ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gef- ið bændum enn meiri gjafir, svo taldi hann náttúrlega upp gjafirnar máli sínu til sönnun- ar. Ja, hvað á maður að halda. Er þetta kímnigáfa, háð, þeg- ar þessir menn sem hafa í hendi sér allar þær taugar sem snerts»í hagsmuni okkar, og kippa allt~ af í þær þegar þeim finnst vi®- hafa meiri tekjur en til brýn-- ustu lífsþurfta, og tala svo uiífe gjafir og styrki og aðstoð. Að sjálfsögðu muna flestir- þegar þeir kipptu í taugarnair í sambandi við búnaðarþing o$; létu það samþykkja að svipta. bændur tíunda hluta tekna. sinna um alla framtíð. Og einir— ig trúi ég menn minnist þess þegar þeir öðru sinni kipptlg í taugarnar og lækkuðu ver® til bænda á hverjum selduní; mjólkurlítra um tólf aura þverí. ofan í gerða samninga. Og svo þegar þeir kippa þaðJ frekt í taugarnar að alþýðau manna getur ekki lengur bjarg— azt við sína sextán tíma vinnu hvern sólarhring, ja, þá er ekki; annað en fleygja í hana gjöf— um, styrkjum eða aðstoð. Minnir þetta ekki dálitið ó— notalega á þjófana sem rændií ekkjuna, en fengu svo sam— vizkubit og sendu henni sem;. gjöf tíunda hluta þýfisins. Við skulum ekki undrast þóí- þeir flissi þessir menn og haldl gleðisamkomur eftir kosninga- sigra sína. Og allar eru þessar ránsher- ferðir á hendur bændum not- aðar til þess að geta bent al- þýðu við sjávarsiðuna, þegar hún reynir að bæta kjör sín, á hið göfuga píslarvættishlut- verk bændafólks, ef ske kynni1 að hún fengist einnig til að< leika það hlutverk. Eins og að framan greinir- geta menn flett upp í gömlum blöðum Tímans og séð þar skýrt frá hinum langa vinnudegi feðra okkar og mæðra og þætti þeirra í því að skapa okkur börnum sínum sem bezt lífs- skilyrði með sínu mikla erfiði. Og hver er svo arfur okkar? Eg held að ekki þurfi að ræða um vinnutíma okkar bænda til 'nauðþurftaöflunar, allir vita. að hann er sízt styttri en vinnudagur foreldranna. Þó er viðurkennt að afköst okkar- til arðsöflunar hafi tífaldazt. Sem sagt: við sem nú erum á1 léttasta skeiði, erum eina og þrjá fjórðu úr klukkustund að afla þess arðs sem foreldrar okkar þurftu sextán til átján stundir til að afla. Skyldu ekki píslarvottar fortíðarinnar snúa sér við. í gröf sinni ef þeir- vissu að þrældómur sveita- fólks stendur enn á sama stigi og fyrir fjörutíu árum, þrátt fyrir alla nútíma tækni sem. feðurnir hafa lagt okkur í hend- ur. Það er óhrekjanleg stað- reyhd að vélaaflið hefur aðeins útrýmt aðkeyptu vinnuafli bænda, elcki stytt þeirra vinnu- dag. Og nú spyrja kannski ein- hverjir: Hvað hefur þá orðið af arðinum hinum tífalda? Eg hef þegar bent á eina ránsaðferð auðstéttarinnar á arði hins vinnandi manns, og er sú aðferðin einna smátækust, enda ógrímuklædd. Önnur að- ferð hennar eru skattar og; tollar á lífsþarfir alþýðu sem nema munu nú um þriðjungi tekna hennar, og svo er sú Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.