Þjóðviljinn - 22.01.1955, Page 8

Þjóðviljinn - 22.01.1955, Page 8
8). — ÞJÓÐVILJINN — Laugardaginn 22. janúar 1955 % fÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRlMANN HELGASOH Deildaskiptingin gæti orðið lyftistöng fyrir knattspyrnuna í heild Tillögur þær sem samþykkt- ar voru á aukaþingi K.S.1. s.l. laugardag eru fyrsta jákvæða skrefið sem stigið hefur verið til að koma á heildarskipulagi um knattspyrnukeppni í land- inu. Ekki stafar það af því að það mál hafi ekki verið rætt, en ýmsar ástæður og aðstæður hafa ætíð orðið til að koma í veg fyrir framkvæmdir. Hin síðari ár hafa þessar að- stæður verið smátt og smátt að breytast t.d. möguleikinn til að ferðast, atvinnuskilyrði og nú áhugi og trú aðilanna út á landinu sem bezt eru settir -um að þetta sé kleift að fram- kvæma. Skipulögð svæðakeppni. Með þessu fyrirkomulagi, að beztu lið hvers hinna þriggja iandshluta keppi til úrslita um réttinn til að komast í meist- araflokk, leiðir af sjálfu sér að í hvert svæðanna verður að raða niður og láta keppa til úrslita áður en keppnin um réttinn til að fara í meistara- flokk fer fram. , Slík niðurröðun mun yfirleitt ekki hafa farið fram undan- farið. Venjan mun hafa verið að fá félög af tiltölulega litlu svæði hafa keppt saman og oft- ast með litlum fyrirvara og þjálfun og ástundun, og allt Btarf í kringum íþróttina því alltof losaralegt og laust í reip- unum. Einnig hefur sjaldan .verið keppt. Eftir tillögunum virðist því hinn eðlilegi gangur í þessu hýja skipulagi vera sá, ef við tökum t.d. Suðvesturland, að heimakeppni í Vestmannaeyjum og Hafnai'firði fer fram fyrst e.t.v. í tvöfaldri umferð. Enn- fremur Suðurnesjamótið en í því taka þátt flest félög. Að þessari keppni lokinni, sem gæti hugsazt að væri í lok júní, myndi taka við kepnni úr- j valsliða frá þessum þremur stöðum og þeim öðrum aðilurn sem komu fram á svæðinu og ekki eiga lið í meistaraflokki, sem að vísu virðast því miður ekki vera í uppsiglingit. Sigur- vegarinn mætir siðan í loka- orustunni sigurvegurunum úr hinum tveimur landshlutunum. Er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að það verðj í ágúst. Þannig mundi sennUega þessi keppni vera látin teygja sig yfir töluverðan hluta sumars- ins. Með þessu móti er stigandi í allri keppninni, og liún hefur fengið fast form. Gera má ráð fyrir að heimsóknir liða, milli byggðarlaga, verði felldar inní þetta keppniskerfi, og fer vel á því. Hindra vellirnir? Það sem veldur nokkrum á- hyggjum í sambandi við leiki þessa eru vallarskilyrðin víða um land. Má vera að deyfð undanfarinna ára hafi sum- staðar átt sök á þessu, en vel má lika vera að þetta nýja líf, sem virðist vera að færast í þessi mál verði líka til þess að keppnisvellir batni og þeim fjölgi og við skulum vona það. I. fl. einn og yfirgefinn? Þessi nýskipan er a.m.k. fljótt á litið neikvæð ráðstöfun fyrir I. fl. Reykjavíkurfélaganna. Aðaltilbreytni þeirra hefur ver- ið að spreyta sig við utan- bæjarfélögin en eftir þessu fyr- irkomulagi eru I. flokkamir slitnir úr sambandi við aðra keppnisflokka. Þar sem I. fl. er varasjóður meistaraflokkanna er það slæmt ef keppnisþörf þeirra að eðlilegu marki verður ekki fuil- nægt. 1 því sambandi mætti benda á að með samkomulagi við Vestmannaeyjar, Suðurnes og Hafnarf jörð mætti taka unp fasta keppni með þessum aðil- um og I. fl. Reykjavikurfé- laganna, þar sem keppt yrði til skiptis á Stöðunum. í þessu efni verður K.R.R. að vera vel á verði. Líka má spyrja þá aðila sem mynda lið úr tveim eða fleiri félögum hvaða verk- efni' þeir ætli næstbeztu 11 mönnunum til þess að tryggja áhuga á stöðunum. Vesturbær vann hverfakeppnina tlrslitaleikir hverfakeppninn- ar í handknattleik fóru fram í fyirakvöld. tlrslit urðu þau að Vesturbær sigraði bæði í kvenna- og karlakeppninni, en bóndi beggja liða var Hannes Sigurðssou. tJrslit einstakra leikja urðu þessi: Kvenna- keppnin: Vesturbær-Austurbær 11:8. Karlakeppni: Vesturbær- Austurbær 30:27; Langholt- Vogar-Bústaðahverfi : Hlíðar 26:33. — Nánari umsögn um úrslitaleikina í blaðinu á morg- m inrungaripj SÉM L. MUBDOCH frá Skotlandi, flytur erindi í Aðvent- kirkjunni Sunnudaginn 23. janúar, kl. 5 e.h. Efni: KRISTUR — VON HEIMSINS Vegna margra áskorana verður kvikmyndin, „ÉG SÁ DÉRÐ HANS“, sýnd í allra síðasta sinn að erindinu : loknu. Islenzkar skýringar með myndinni. — Tryggið | ■ yður sæti. — Komið tímanlega. j Snjókeðjur fyrir litla bíla fyrirliggjandi. Stærðir: 550x 16 600 x 16 Verð kr. 160,00 settið. Skoda-verkstæðið \ið Kringlumýrarveg (fyrir ofan Shell). ■■■■■MaiaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaMaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaiiHaaaaaaaaaaaaiiaaMiaiaaaaaaaaaaaaaaiaaaaai I ! Aðalfundur Flugvirkjafélags Islands fyrir áriö 1954 verður haldinn í NAUSTINU 28. j janúar 1955 kl. 20.00. ... v. ■ ■ : Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. m "-v. : STJÓRNIN. MaaHaBaHaBaaaaaaaaaaa*aMMaaMaaaMaaaailiaaaaaaaaaaaaaHaMaMaaaaaH*aaaaaHa«*aaaMaa AugBýsingaskrifstofa Þjóðviljans er opin á virkum Sími dögum írá klukkan 9 til 12 og 7500 13 til 18, nema laugardaga írá klukkan 9 til 13. á miðri myndinni til vinstri sést Alicja Kleminska, pólski meistarinn í 200 metra flug mndi kvenna. Hún komst í úrslitakeppnina á Evrópumeistaramótinu á ítalíu í fyrra. Á myndinni til hœgri sést einn af efnilegustu yngri fimleikamönnum Póllands, Adam Konieczny, að œfingum í hringjum, en pjálfarinn Radojeski aðstoðar hann. Vaxandi áhrif Framhald af 6. síðu. samband sé sem fyrst tekið upp við stjórnina í Peking. Vaxandi áhrif Kína í Asíu hafa orðið til þess að Bandaríkjastjórn hefur neyðzt til að endurskoða afstöðu sína til stjórnarinnar í Peking. Þeg- ar Eisenhower kom til valda lýsti Dulles ' utanríkisráðherra hans því yfir að stefna Banda- ríkjanna væri að hjálpa Sjang Kaisék til að „frelsa“ megin- landið undan stjórn kommún- ista. Eitt fyrsta verk Eisenhow- ers var að lýsa yfir að sjöundi bandaríski flotinn, sem hefst við á sundinu milli Taivan og meginlands Kína, skyldi á eng- an hátt hindra árásir Sjangs á meginlandið. Truman, fyrir- rennari Eisenhowers, hafði lýst yfir að hlutverk flotans væri bæði að hindra árásir af meg- inlandinu á eyjuna og árásir frá henni á megirilandið. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn. Eisenhower talar um að fá SÞ til að reyna að koma á vopnahléi með Sjang og Kina- stjórn. í því felst óbein viður- kenning á Pekingstjórninni. Stjórnendur Bandaríkjanna virðast loks vera að átta sig á því að byltingin í Kína er orð- inn hlutur sem þeir megna ekki að breyta hve fegnir sem þeir vildu. M. T. Ó. íslenzkur verkíræðingur Framhald af 5. síðu. stjórn landsins fengið áhuga á að nýta það afl. Gunnar Böðvarsson er einn af kunnustu jarðhitasérfræðingum heimsins og hefur áður verið fenginn til að rannsaka jarðhita- möguleika á vegum Sameinuðu þjóðanna. Búizt er við að hann dvelji í Mexikó um þriggja mán- aða skeið, eða þangað til í marz- mánuði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.