Þjóðviljinn - 25.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1955, Blaðsíða 4
Aí) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 25. janúar 1955 Vika þessi hófst prýðilega og endaði með ágætum í Útvarp- :nu. Leikrit Halldórs Stefáns- sonar á sunnudaginn var veru- lega frumlegt, þrungið, af spak- l:egri gyrr.ansemi, Halldór Stef- snsson hpfur sýnt það enn einu sinni, að hann er mikill lista- rnaður, gerir-sér greinilega ljóst, hvert hann stefnir hverju sinni, fetar trúlega að settu marki, svo að hvergi skeikar, og stígur ;in skref af svo mikilli leikni, s.ð maður skyldi ekki ætla, að hann stiklaði í hverju spori á mjórri slá, heldur fetaði hann yennsléttar grundir. — Þorravakan á laugardags- kvöldið hjá þeim Birni Þor- steinssyni og Andrési Björns- syni var verulega skemmtileg, svo margháttaður fróðleikur, sem þeir fluttu, kvæði og frá- sagnir frá mörgum öldum, íkáldskap, þjóðsögur og raun- veruleikans sögur úr daglegu 'Jífi, allt fest á einn ákveðinn þráð, er veritlega skemmtilegt útvarpsefni. Er slíkt efni í góðra manna höndum, þar sem eru þeir Björn og Andrés, og ekki voru þeim heldur mislagðar Jtendur um val aðstoðarmanna, þar sem voru þeir Valdimar Helgason og Karl Guðmunds- son. Af öðru góðu efni má fyrst “elja dagskrána um Davíð Stef- ánsson sextugan. Kristján Eld- f járn hefur einhvern hinn allra viðfeldnasta málróm og fram- burð, sem maður heyrir í Út- varpinu. Erindi hans um Davíð var látlaust og hlýtt, túlkaði jiieita aðdáun hans á skáldinu án allrar tilgerðar og háfleygra iofsyrða. Og án allra dóma um það, hvar skipa beri verð- ieikum kvæðis þess, er skáldið sjálft flutti, með tilliti til ann- arra kvæða þess, þá þætti mér ekki ólíklegt, að marga hafi það snortið og einhverjum verði það minnisstætt. Kvöldvakan á fimmtudaginn var fremur léleg, þegar frá er skilin frásaga Sigurðar frá Brún •um hestinn Þokka og lög Emils. Kjartan Ragnars er enginn mað- ur til að flytja þjóðsögur, svo að viðhlítandi sé. Og val á kvæðum Jóhannesar úr Kötlum var ákaflega gallað. Það má kailast nokkuð furðulegt, þegar ein stund er helguð kvæðum Jóhannesar, að þar skuli ekki bóla á kveðskap um ættjörðina, én meira en hálfur tíminn sé ■iekinn í rímaða frásögn af svip- lausu kvennafari. „Já eða nei“ kom nú í nokkuð breyttu formi, og bera að fagna því. Spekingarnir voru nægi- lega spakir menn til að skilja það að rétt var af þeim að víkja af sviðinu, um stundar- sakir að minnsta kosti. Visu- botnanir var vel til fallið að koma méð, en að því verð- ur að finna, að ekki skyldi hver vísa vera flutt, þegar botn- inn var fenginn, því að ekki heyrðist hann ætíð jafn glöggt. Halldór Stefánsson Væntanlega hefur gallinn ekki . legið í þ.ví, :að Svejnn „hafi ekki að, fullu haft tök á viðfangs- efninu. Annars er þetta ..já eða nei“ ósköp léttvægt, og. mér kæmi ekki á óvart, þótt það atriði þáttarins færi að verða leiðigjarnt, nema einhver til- breytni kæmi þar til. Símon Jóh. Ágústsson tók fyrir merkilegt viðfangsefni að hádegisútvarpi loknu á sunnu- daginn, þar sem voru Hávamál •frá sálfræðilegu sjónarmiði. Með síðari hluta þess viðfangs- efnis skal næsta vika hefjast, og verður þess væntanlega nán- ar getið í næsta pistli. Þá var stórfróðlegt erindi Högna Torfasonar um Kýpur og öll- um fjölda hlustenda áður ó- kunnur sá fróðleikur. — Er- indi Arngríms Kristjánssonar um börnin og tízkuna var á margan hátt þarflegt, komu þar fram margar góðar athuganir, en nokkuð var það laust í reip- unum. — Guðrún Stefánsdóttir talaði áheyrilega um daginn og veginn, kom viða við og dvaldi lengstum á erlendum vettvangi og skrikaði furðu lítið fótur á þeirri hálu braut. — Baldur Bálmason las góða smásögu eitt kvöldið og las hana vel, sem vænta mátti. Þó las Jón Aðils aðra ennþá betur, en í mínu brjósti búa ekki hæfileikar til að meta skáldskap þeirrar sögu. Ósköp á Fréttastofan erfitt með að stilla sig um að verða sér og þjóðinni til minnkunar. Svo er nú ástatt í vorum heimi, að endurvopnun Þýzkalands er það málið, sem einna mesta at- hygli hefur vakið siðustu vik- urnar. Ráðstjómin rússneska er einn þeirra aðila, sem leggja á það áherzlu og fara ekki dult með, að samningum þar að lút- andi vilji þeir umfram allt koma fyrir kattarnef. Hún send- ir hverja orðsendinguna af ann- arri til ýmissa stjórnarvalda til að reyna að fá þau til að hverfa frá staðfestingu sáttmála unv endurvopnun Þýzkalands. Einn morgUninn fór megnið af fréttatíma Ríkisútvarpsins í að þylja. upp úr erlendum blöðum þau tíðindi, að það væri alveg greinilegt, að á bak við tilboð Rússa lægi það, að Rússar vildu koma Parísarsamningnum fyrir kattarnef. Og þetta þykir svo mikil uppgötvun, að það er gerð meginfrétt heils fréttatíma. Nú er sæmilega skynsömum mönn- um það ekkert undrunarefni, þótt auðvaldsblöð í Bretlandi og Bandaríkjunum geri sér upp fávitaskap í þeirri aðstöðu að þurfa að blekkja lesendur sína um þau rök, er mótmæli gegn endurhervæðingu Þýzkalands hafa við að styðjast. En það er hreinasta svívirðing við ís- lenzka menningu, að íslenzkt ríkisútvarp sé að safna þess háttar blaðahrati saman og end- urvarpa því. „Hið svonefnda til- boð Rússa“, segir fréttamaður- inn að morgni síðasta dags vik- unnar, rétt eins og þetta væri Hvar eru vísurnar? (Fyriíspum Svipals í Þjóðviljaimm 9. janúar) Eg þakka eftirgrennslunina sem og allar móttökur bókar þeirrar: Einn á ferð og oftast ríðandi, sem um er rætt í grein jíessari og svarið við spurningu Svipals er: Vís- urriar eru einfaldlega í hand- riti. Útgefendur eru ljóðfæln- ir, þeir telja það margir hverjir ekki í hlutverki sínu að halda að kaupendum góðri vöru heldur aðeins því sem þeir ætla seljanlegast. Þannig stendur á því að ljóðmæli mín komust ekki á prent að sinni. Vilji „SvipalT* komast að kveðskap mínum á prenti, er aðeins útgefendur að saka um að hann getur það ekki. Sjálfur veit ég, að ég hefi lagt margfalt meiri vand- virkni, umhugsun og erfiði — og ég vona andríki — i rímað mál mitt en hitt, sem að þgssu sinni datt í gegnum prentsmiðjuna. Hvort öðrum þykir einnig svo vera, það er annað mál. Allir, sem ég hefi séð, að getið hafi um bók mína tala um m,ig sem hestamann. (Þeir hafa vist enginn séð mig á hesti). Og sumum virðist koma það undarlega fyrir sjónir að slíkir menn skuli geta smurt nokkrum minning- argreinum á blað. Mig furðar þetta. Snorri Sturluson sjálf- ur ferðaðist þó ríðandi uppi á hesti allt sem hann fór ann- að en sjóferðir og gat hann oi;ðað frásögn. Jónas Hallgrímsson gat rímað og haldið vanzalaust á efrú þótt hann hefði gráan ómerkilegur blaðasnápur við ó- merkilegt blað, sem ætti það hlutverk eitt að vera á móti Rússum. Fréttamenn útvarps- ins mega ekki láta liafa sig að fíflum. G. Ben. hest til reiðar og virti hann svo mikils að nefna hann Baldur. Hví skyldu ekki ríð- andi menn enn geta verið orðfærir! Hina ber að undr- ast, sem halda máli og viti í bílum, einkum ef þeir nota líka ritvélar. En svo er ég enginn hesta- maður livað sem þeir segja heldur aðeins kenjakind og vandræðagripur sjálfur eins og Svipall lýsir sumum mál- þegum mínum frá skrifborð- inu. Meira að segja er ég svo illa að mér að ég kann ekki að svíkjast að kaupendum með ljóðþósta innanum laust mál og láta sem allt sé þessi „sælgætis hundamatur“, sem þeir kalla, „prosa“, má og sjá það á bókinni. Vísur þær, sem þar eru, falla lakar að í frá- sögniha en margt annað. Eg var auk heldur rétt í þessu að frétta að Lurkasteinsvísan væri rangfeðruð, væri eftir Br. J. frá Minna-Núpi, en ekki Benedikt Sveinsson. Nei, Svipall vinurí Fyrst þarf maður að vera viss um að bæði sé grauturinn góður og skyrið bezta vara, þá loks má vænta nokkurs um.hrær- inginn. Mér finnst ég meira ljóðskáld en annarskonar rit- smiður. Norðra finnst hitt annað. Þú biður um hræring. Eg lilýði fyrst sjálfum mér, síðan útgefandanum. Kannski kemur þú næst í röðinm um að láta gegna þér. Sigurður Jónsson frá Brún. SVO MÖRG eru þau orð og B. G. er ekki myrkur í máli, og kallar þetta tillögu til að sætta alla aðila í þessari margræddu deilu. Ánægjuleg bókmenntakynning — Meira aí slíku — Tillaga til sátta í Rómarcleilunni 1 m e n n u r laxnræðuiiiiidur verður haldinn að HÓTEL BOBG miðvikudag- inn 26. janúar kl. 9 síðdegis um .éfietur lýSræSi ÞlÖliST í b©sga,ml@gu Framsögumaður: Björn Franzson Umræðuhefjandi: Björn Þorsteinsson Öllum heimill aðgangur með' niálfrelsi. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — ÆSKULÝÐSF.YLKJNGIN gekkst fyrir ánægjulegri bók- menntakynningu um Þór- berg Þórðarson á sunnudags- kvöldið. Flutt var erindi um skáldið, síðan voru fluttir nokkrir bráðsnajallir k.aflar úr verkum hans og loks las Þórbergur sjálfur upp kafla úr óprentuðu liandriti. Þetta var hin ágætasta skemmtun og ætlunin er að láta kynn- ingu þessa verða upphaf að fleiri slíkum. Þetta -er góð hugmynd hjá forráðamönnum Æskuíýðsfylkingarinnar og vonandi verða framkvæmdir eftir því. SVO HEFUR B.G. beðið Bæj- arpóstinn fyrir orðsendingu eða öllu heldur tillögu, sem liann telur að geti orðið til að sætta alla aðila í deilunni miklu, sem öllum verður svo tíðrætt um þessa dagana. Það er sem sé Rómarsýningin sem þessa einkamál listamann- anna sjálfra og vilji láta þá um að leysa hana hvernig sem þá lystir, ætlar hann að birta bréf þetta sem er svo- hljóðandi: „TIL ÞESS að gefa rétta mynd af viðhorfi almennings og ým- issa leiðandi manna og þó sér- staklega ritstjóra Vísis gagn- vart myndlist á íslandi, tel ég rétt að aðeins verði send á Rómarsýninguna málverk eft- ir, Matthías Sigfússon, Krist- in Morthens og aðra slíka meistara þjóðarinnar, og af höggmyndum á aðeins að senda nokkrar brjóstmyndir, mættu vera úr vaxi, t.d. úr vaxmyndasafninu, og þá helzt myndir af ritstjórum Vísis ef til vœru. Þó mætti brjóstmynd sú hin nýja af þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni fylgja með. Tel ég slíkt safn mynda gefa gleggsta mynd af myndlistar- ALLT FYRIR KÍÖTVER.ZLANIR. þórSur HTeitjjon Grettijgótu 3, jlmi 60360.« Skílabuxsr á börn og fullorðna og all- ar aðrar tegundir af síðbux- um úr vönduðum og góðum ullarefnum. Þingholtsstræti 2. hann er að hugsa um, og þótt menningu, þjóðarinnar. —-B.G. . Bæjarpósturinn telji . dpilu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.