Þjóðviljinn - 25.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1955, Blaðsíða 8
8)^ .— ÞJÓÐVILJINN — Þríðjudagnr 25. janúar 1955 Alþýðulýðveldið Rúmenía aukinni hlutdeild samvirkra framleiðsluhátta í þjóðarbú- skapnum. Efnahagskreppum er útrýmt og atvinnuleysi. Af þessari hraðfara þróun at- vinnuveganna leiðir aukin eft- írspurn eftir vinnuafli enda hefur fjöldi verksmiðjuverka- manna og skrifstofumanna aukizt að meðaltali um 200. 000 á hverju ári að undan- förnu. Átta stunda vinnutími er löggiltur, en er þó minni í ýmsum iðngreinum, eða allt niður í fjórar stundir. Almannatryggingar eru við- tækari en nokkru sinni hafa áður gilt í landinu. Á þessu ári er veitt til almannatrygg- inga í landinu 1.582.500.000 lei, en það er fjórðungi meira en í fyrra. Læknisaðstoð, dvöl á sjúkrahúsum og heilsuhæl- um, fæðingahjálp o.s.frv. er ó- keypis fyrir allt vinnandi fólk. Skólaskylda gildir íyrir öll börn í landinu og hún tryggð með námsstyrkjum og þétt- riðnu neti skólabygginga hvar vetna um landið. Áður fyrr var skólavist forréttindi hinna ríku, sem sjá má m.a. af þvi að einungis 0,1 af hundraði stúdenta við háskóla landsins voru komnir af vinnandi fólki. Xemendur við æðri skóla eru rú 2.000.000 og á síðastliðnu ári útskrifuðust úr æðri iðn- -skólum, tækniskolum og kennaraskólum 83.000 nem- endur. Konur njóta sömu réttinda og karlar og hafa sömu laun íyrir sömu vinnu. Til að gera í>eun kleift að sinna störfum utan heimilis þótt þær eign- íst böm hafa verið settar upp vöggustofur víðsvegar um jandið sem sjá um þvínær 250.000 börn. Á árinu 1953 námu fjölskyldustyrkir al- mannatrygginganna 78.500. 000 lei. 50.000 konur eru vél- fræðingar og tæknisérfræð- ingar, 58.000 eru kennarar, í>ar af 2000 háskólaprófessor- ar, 66 eru þingmenn og 33. 000 eru fulltrúar í sveita- etjórnum. Þjóðernislegir minnihlutar njóta fulls jafnréttis í efna- iiagslegu og menningarlegu tílliti á við rúmensku þjóðina. Alþýðustjórnin hefur afnumið ells um 400 lagaákvæði, úr- ekurði og tilskipanir sem >váðu á um misrétti kynþátta. Það er refsivert athæfi í Itúmeníu að gera sig sekan v.m þjóðrembing og stuðla að kynþátta- eða þjóðaliatri. Þjóðernisminnihlutarnir hafa nú í fyrsta sinni skóla, menn- ngarstofnanir og bækur sem ivota þeirra eigin móðurmál. Sérstök sjálfsstjórnarhéruð þjóðernisminnihluta hafa ver- :ð stofnuð, og er ungverska -jálfsstjómarhéraðið þeirra stærst. 1 stjómarskrá Rúmenska slþýðulýðveldisins er borgur- •mum tryggt málfrelsi, félaga-, íunda- og skoðanafrelsi. Öll bessi réttindi eru nú daglegur vemleiki í lífi fólksins, enda sér ríkisvaldið um framkvæmd allra efnalegra þarfa sem áauðsynlegar eru framkvæmd beirra. Fundahús, félagsheim- 31i, prentsmiðjur, blöð og út- -.•arpsstöðvar eru allt þjóðnýt fyrirtæki í eigu fólksins. Meira en 300 dagblöð koma nú út í Rúméníu og er sam- anlagt upplag þeirra 5.300.000 Lesendur þeirra notfæra sér út í æsar dálka blaðana til gagnrýni á hverju því sem betur mætti fara í atvinnulífi daglegu lífi þjóðarinnar. Kosningaréttur -er bundinn við 18 ár og er óháður kyni, þjóðerni, þjóðflokki, trú, upp- eldi og búsetu. Kjörgengir eru menn 23 ára. í koSning- um sem fóm fram í desember síðastliðnum kusu alls 9.418. 087 atkvæðisbærir kjósendur eða 95 af hundraði þeirra sein á kjörskrá vora. Af þing- mönnum í þinginu 'e'ru 186 verkamenn, 132 vinnandi bændur og 95 menntamenn. .Stjórnarskrá landsins kveð- ur á um rétt hvers þegns til þersónufrelsis, rétt til heimil- og rétt til að skjóta til dóirt- stólanna brotum á almennum lögum. A RlTSTJÓRl FRÍMANN HELGASON Noregur vanu Svíþjóð 73:71 og Holland 97:47 -- sama daginn Landskeppni milLi Svía og Hollendinga og Norðmanna fór fram í Osló fyr- ir nokkrum dögum. Lauk þeirri viðureign svo að Norðmenn unnu báða iandsleikina. Svía unnu þeir með 73 gegn 71 stigi og Hollendinga með 97 gegn 47. Náðist góður árangur í mörg- um greinum. Roald Aas bætti norska metið í 1500 m hlaupi. Sigge Eriesson frá Svíþjóð hljóp 5000 m á heimsmettíma Kees Broekman. Álls voru 35 persónu- skautahlaupi' met sett í keppninni og þykir það lofa mjög góðu um að þessi íþrótt sé að fá meiri fjölda, sem nær betri árangri en áður. Hblléndíngár vöru ékki eins sterkir og oft áður, þá vantaði t. d. v. d. Voort og Huiskes. Munur Svía og Norðmanna var aðeins 2 stig, en þar var það Sigge Ericsson einn sem dró til sín 23 stig. Úrsli't í keppni Noregs og Sví- þjóðar. Vísindi og listir. Áður fyrr bjuggu vísinda- og listamenn í Rúmeníu við hin kröppustu kjör, þar sem ríkisvaldið veitti þeim engan styrk og var þeim oft og tíð- um fjandsamlegt. En er alþýðustjórnin tók við völdum leit hún á það sem höfuðhlutverk sitt að efla listir og vísindi í landinu. Ár- ið 1952 var 17,5 af hundraði útgjalda á fjárlögum varið til menningarmála, og á þessu ári eru þeim áætlaðar 3 billjón ir lei, en það er 8,4% meira en á síðasta ári. Ríkið hefur byggt margar vísindarann- sóknarstofnanir og vinnustof- ur, og allir lista- og vísinda- menn taka laun hjá ríkinu. Akademia Rúmenska al- þýðulýðveldisins er æðsta menningarstofnun ríkisins. Undir stjórn hennar eru nú 25 rannsóknarstofnanir, en þær voru einungis 7 árið 1949. Að tilhlutan akademíunnar hafa vísindamenn beitt sér fyrir rannsóknum í stærð- fræði og birt fjölda verka um þau efni. Merkastir höfundar eru: Gaius Iacob, Carafoli, Stoilov, Teodorescu og Vrín- ceanu. Fjöldi vísindamanna fæst við tilraunir í eðlis- og efna- fræði, landbúnaðarvísindum, dýra- og plöntufræði, jarð- fræði, læknisfræði o.s.frv. í læknisfræði em einna fremst- ir sjúkdómafræðingarnir I. Parhon, Marius Nasta, A. Brill og skurðlæknirinn N. Hortolomei. Rithöfundar njóta nú betri starfsskilyrða en nokkm sinni áður, enda em nú gefin út fleiri bókmenntaverk á ári hverju en þekkzt hefur hing- að til. Á árinu 1953 voru 4. 100.000 bókmenntatímarit og bækur bókmenntal. eðlis gef- in út í Rúmeníu. Fyrsta vís- indalega málfræði rúmenskrar tungu hefur verið gefin út og ný stafsetning lögleidd. Frægastur núlifandi rithöf- unda rúmenskra er Mihail Sadoveanu, en meðal ann- arra má nefna: Petrescu, Calugaru, Stancu, Camilar og f jölda annarra. Fyrir valdatöku alþýðu- stjómarinnar vom einungis 5 NOREGUR — HOLLAND 500 m hlaup: Hroar Elvenes Noregur 43,6 Gerard Maarse Halland 44,0 1500 m hlaup: Jan Kristiansen, Noregur 2,17,2 Knut Johannesen Noregur '2,17,4 5000 m'hlaup: Knut Johannesen Noregur 8,22,5 Torstein Seiersten, Noregur 8,31,7 10.000 m hluap: Knut Johannesen, Noregur 16,59,1 Torstein Seiersten, Nor. 17,07,2 leikhús til í Rúmeniu. Nú em þau 29, og leikárið 1951-'52 SÓttu þau 3.500.000 áhorfend- ur. Tónlist. Rúmensk tónskáld byggja verk sín að mestu á þjóðlegri tónlist, og semja einkum í klassískum stíl og klassískum formum. Frægustu núlifandi rúmensk tónskáld em: Mihail Andricu, Sabin Dragoi, N. Buicliu, Matei Socor, C. Pal- ade. Árið 1938 var aðeins til ein sinfóniuhljómsveit í Rúm- eníu og ein útvarpshljómsveit. Nú em 10 sinfónískar at- vinnumannahljómsveitir starf- andi í Rúmeníu og auk þeirra fjöldi áhugamannahljómsveita og tónlistarfélaga. Starfsárið 1951—1952 héldu þessar 10 hljómsveitir 843 hljómleika sem 370.000 áheyrendur hlýddu á. Áhugamannahljóm- sveitir héldu auk þess um 2000 hljómleika er um það bil milljón manna hlustaði á. 633.000 manns hlýddi á 791 óperusýningar á þessu starfs- ári. Málarar og myndhöggvarar eiga ennfremur víð betri kjör að búa en nokkm sinni fyrr. Á sýningu ríkislistasafnsins 1952 voru 555 ný verk tekin til sýningar, en 1953 930 ný verk. Árið 1950 heimsóttu 500.000 manns listasafnið í Búkarest og 1951 660.000. öll verk vísinda og lista í Rúmenska alþýðulýðveldinu eru unnin fyrir fólkið og ætl- uð hinni óbreyttu alþýðu landsins. Ahugamannahópar um allar greinar vÍBÍnda og lista starfa innan verkalýðs- félaga, skóla og stofnana hvarvetna um landið. Vísindamenn, rithöfundar, listamenn og tæknifræðingar starfa fyrir fólkið og fjöldi þéirra verkamanna og alþýðu- fólks sem tekur þátt í ýmsri menningarstarfsemi eykst stöðugt. Alþýðustjóm Rúmeníu telur það höfuðhlutverk sitt að stuðla að síaukinni menning- arstarfsemi fólksins, og þann- ig einnig að nýrri menningu, er hæf sé að nota vísindi og menningu í þágu friðar og framfara. 500 m. hlaup: Bengt Malmsten, Svíþj. 43,1 Finn Holt, Noregur 43,4 1500 m hlaup: Roald Aas, Noregur 2,15,8 Sigge Ericsson, Svíþj. 2,16,4 5000 m hlaup: Sigge Ericsson, Svíþj. 8,06,6 SVerri Haugli, .Noregur 8,17,3 10.000 m hlaup: , Sigge Ericsson, Svíþjóð 16,53,6 Hjalmar Andersen, Nor. 17,10,6 Hakuiinen vin- sælli en Kekkonen Það er löngu vitað að íþrótt- irnar eiga rriikil ítök í hugum Finna og eru margar sagnir til um það. Við atkvæðagreiðslu finnska tímaritsins Viikosanomat um það, hver sé vinsælasti mað- ur Finnlands 1954, kom í ljós að skíðakappinn Veikko Hakulinen fékk langflest atkvæði, en næst- ur kom Kekkonen forsætisráð- herra og þriðji var Paasikivi for- seti landsins. í fjórða sæti var aðalbankastjóri Finnlandsbanka. Asbjörn MSalrorsm látinn Þeir íslendingar, sem fylgzt hafa með norrænni knattspyrnu undanfarna tvo til þrjá áratugi, munu kannast við Norðmann- inn Ásbjörn Halvorsen, aðalrit- ara norska knattspymusambands- Asbjörn Halvorsen ins. Þeir sem hafa fylgzt með samskiptum Noregs og íslands í knattspymu undanfarin ár þekkja hvem þátt Ásbjöm Hal- vorsen hefur átt í því góða sam- starfi. Þess vegna var það sorg- arfrétt að heyra að þessi ágæti forustumaður norskrar knatt- spymu skyldi svo skyndilega brott kallaður, en hann lézt af hjartaslagi í rúmi sínu 16. þ. m. á hóteli sem hapn bjó í í Narvík í Norður-Noregi, en hann var að skipuleggja sumarstarfið fyrir félögin þar. Asbjörn Halvorsen var fæddur 3. des. 1898. Hann tók snemma ástfóstri við knattspymuna, og þegar 15 ára gamall var hann farinn að leika í A-liði knatt- spymufélagsins Sarpsborg og Noregsmeistari varð hann 1917. Árin 1921 til 1931 dvaldist hann í Þýzkalandi og lék þar með „Harnburger Sportverein" og varð það félag Þýzkalandsmeist- ari 1923 og 1928 og í liði þessu var hann fyrirliði síðustu 5 árin. Hapn lék alltaf sem mið- framvörður og er talinn einn sá bezti sem Noregur hefur átt. Ásbjörn var ekki hrifinn af stefnu Hitlers og fluttist til Nor- egs aftur 1934 og réðist árið eft- ir til norska knattspyrnusam- bandsins sem aðalritari og gegndi því starfi til dauðadags, nema stríðsárin þegar starfsemin lagð- ist niður. Hann var 19 sinnum í lands- liðinu norska. Hann var ötull í baráttunni gegn Þjóðverjum í Noregi 1940 —45 en fyrir það varð Halvorsen að sitja þrjú ár í fangabúðum í Þýzkalandi og segja kunnugir að hann hafi aldrei náð sér eft- ir þá meðferð. Halvorsen var hér með norska landsliðinu er það lék fyrsta landsleik sinn. Það mátti sjá að þar fór norrænn höfðingi, hvat- ur í spori, reifur í tali og af honum gneistaði viljakraftur og skapfesta. Hann var forustumaðurinn, skipuleggjandinn og frumkvöð- ull að nýjum æfingaaðferðum er hann kom til Noregs 1934 og ýmsir hafa þakkað honum hinn glæsilega árangur Norðmanna í knattspyrnu á OL 1936 (brons). Þó knattspyrnan væri hans óska- barn þá var hann einnig þátttak- andi í skíðaíþróttum, frjálsum íþróttum og fimleikum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.