Þjóðviljinn - 25.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Fyrir röskum 10 árum eða 23. ágúst 1944 hélt Rauði her- inn innreið sína í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu og batt J)ar með endi á ógnarstjórn hins fasistíska einræðisherra Antonescu. I mörg ár hafði Jijóðin barizt gegn hernámi nazista, fyrir friði og frelsi landsins. Mikill fjöldi rúm- enskra föðuriandsvina lét líf- ið í þeirri baráttu. Öll þjóð- in barðist gegn nazistunum, ótrauðri baráttu. Fórnir henn- ar í þeirri baráttu voru ekki til einskis færðar. Nú í dag, 10 árum eftir að sigurinn -vannst er Rúmenía frjálst og 'fulivalda ríki, og efnahagur þ>ess blómlegri en nokkru sinni fyrr. Skilyrði til menn- ingarstarfsemi eru hagstæð- ari en nokkru sinni fyrr, stærri hluti rúmensku þjóð- arinnar iðkar nú og á greiðan aðgang að bókmenntum og listum heldur en á nokkrum öðrum tíma í sögu þjóðarinn- ar. Á tímabili 10 ára alþýðu- stjórnar hafa orðið hraðstíg- ar framfarir í menningu og efnahag hinnar rúmensku þjóðar. Þetta veit þjóðin og þakkar flokki sínum, Verka- mannaflokkinum. Árið 1948 fóru fram kosningar til þjóð- þingsins og þá kusu 6.959.936 kjósendur frambjóðendur flokksins, eða 93,2 af hundr- aði kjósenda. Árið 1952 fóru ■fram kosningar til þjóðþings- ins og þá kusu 10.233.369 kjósendur eða 98,84 af hundr- aði kjósenda frambjóðendur Verkamannaflokksins og sýndu með því traust sitt á stefnu stjórnarinnar, þeirri stefnu hennar að berjast fyr- ir lýðræði, frelsi og framför- Tim þjóðarinnar. Hin hraða efnahagsþróun. Fyrir styrjöldina var Rúm- enía aðallega landbúnaðar- land. Iðnaður var mjög lítill og vann einungis úr nokkrum hluta náttúruauðæfa lands- ins. Erlent auðmagn var yfir- gnæfandi í efnahagslífi lands- ins, erlendir auðhringar höfðu í sínum höndum 95 af hundr- aði olíu-, gas- og rafmagns- iðnaðar, 94 af hundraði syk- urvinnslu landsins og 74 af hundraði málmiðnaðarins. Hinir erlendu auðkýfingar græddu á tá og fingri og söfnuðu ógrynni auðs með rekstri fyrirtækja sinna í Rúmeníu. En auðvitað létu þeir undir höfuð leggjast að standa fyrir annarri fram- leiðslu en þeirri sem þeir græddu á. Þannig datt þeim ekki í hug að leita nýrra olíu- linda og vegna óhagkvæmrar nýtingar þeirra sem nýttar voru, minnkaði olíuframleiðsla landsins stöðugt. Þess vegna spáðu sérfræðingar því í upp- hafi seinni heimsstyrjaldar- innar að olíulindir landsins yrðu til þurrðar gengnar eft- ir sex ár. Rúmenía var eina olíuframleiðslulandið á þess- um tíma, þar sem olíufram- leiðsla fór stöðugt minnk- andi. En ástandið vareins í kola- iðnaðinum. Árið 1938 var kolaiðnaður 73,5% miðað við 100 1927. 600.000 hektara skóglendis voru höggnir á ár- unum 1919 til 1930, og var það mun meira en skógamir þoldu. Samt minnkaði timbur- útflutningur stöðugt, árið 1937 var einungis flutt út 33 af hundraði þess timburs sem flutt var út 1925. Vegna skorts á fullkomn- um framleiðslutækjum var aðeins unnið úr miklum minni hluta hráefna landsins heima fjuir en vörumar fluttar ó- unnar út. Við skógarhögg unnu þannig t. d. fimmfalt fleiri verkamenn en í timbur- iðnaði. Óunnið timbur var meira en þrír fjórðn hlutar útflutningsins. Vegna ófull- komins þungaiðnaðar keypti Rúmenía erlendis 99 af hundr- aði allra iðnaðarvara sem not- aðar vom í landinu. Ástand landbúnaðarins var svipað. Samkvæmt hagskýrsl- um ríkisins árið 1930 vom 2.700 búgarðar í landinu yfir 500 hektarar hver, en búgarð- ar yfir 100 hektarar hver voru 27,7% alls ræktanlegs lands Rúmeníu. Ríkir óðalsbændur „áttu“ landið en fátækir hjáleigu- bændur og vinnumenn rækt- uðu það, en laun þeirra vom 'óheyrilega lág. Af þeim sök- um sáu hinir afturhaldssömu landeigendur engan gróða í því að stuðla að aukinni tækni innan landbúnaðarins. Fyrir striðið vom tréplógar notaðir enn í f jölda héraða, ein drátt- arvél kom á hverja 3000 hekt- ara ræktariands og einn plóg- ur á hverja tvo bóndabæi. Ekki er. að undra að afrakst- urinn af hverjum hektara væri lítill og lífskjör alþýðu léleg. Þegar er alþýðan hafði tekið völdin hinn 23. ágúst 1944 hóf rúmenska þjóðin að útrýma grundvallarorsökum hins slæma efnahagsástands ríkisins. Árið 1945 var land- eignaskipting framkvæmd í landinu, búgarðar stórbænda gerðir upptækir og landi skipt milli hjáleigubænda og land- lausra vinnumanna, og vom þeir hér um bil ein milljón talsins. Ríkið stóð fyrir stofn- un vélastöðva, er höfðu yfir að ráða öllum nýtízku land- búnaðarvélum er settar vom í þjónustu bændanna. Búgarð- ar ríkisins sem einnig voru stofnaðir sáu bænaum fyrir völdu sáðkomi, kynbótafénaði o. s. frv. Barátta alþýðu Rúmeníu fyrir afnámi arðráns og fyrir bættum efnahag þjóðarinnar hefur borið þann árangur að bygging efnahagskerfis lands- ins hefur breytzt frá rótum, jafnframt því sem velmegun alþýðu hefur aukizt svo að hún er nú meiri en nokkm sinni fyrr. Iðnaður hefur tekið hröðum framfömm á þessum tíu ár- um. Þegar árið 1951 var hlut- ur iðnaðar í heildarfram- leiðslu landsins 60,4 af hundr- aði, sem sýnir ótvírætt að Rúmenía breytist nú óðum úr fmmstæðu landbúnaðarlandi í framgjamt iðnaðariand. Það sem fyrst og fremst hefur gert rúmensku þjóðinni kleifa þessa iðnaðarþróun er aðstoð sem Sovétríkin hafa veitt henni og vinsamleg samvinna við alþýðulýðveldin umhverf- is. Gmndvöllur iðnvæðingar- innar er vélaframleiðslan sem aukizt hefur hröðum skref- um. Sökum þeirra framfara sem orðið hafa í þeirri grein er Rúmenía nú eina olíuland- ið í heiminum, sem hefur yfir að ráða smáum olíulindum, sem framleiðir sjálft öll tæki til vinnslu olíunnar og hreins- unar, og flytur auk þess út allvemlegt magn af olíu. Auk olíuframleiðslutækja framleiðir vélaiðnaður Rúmen- íu nú námuvinnslutæki og byggingarvélar, dráttarvélar, landbúnaðarverkfæri, raf- magnsmótora, rafala, vefnað- arverksmiðju- og matvælaiðn- aðarvélar o. s. frv. Sá spádómur „sérfræðing- anna' að olíulindir Rúmeníu yrðu til þurrðar gengnar í lok síðustu styrjaldar var hrakinn af staðreyndunum sjálfum. Olíuframleiðslan hef- ur nú farið langt fram úr þvi sem hún var nokkurn tíma fyrir stríð. Sama máli gegnir með kola- og málmiðn- að, framleiðslu sements og raforku. Árið 1953 var kola- framleiðslan 2,5 sinnum meiri og framleiðsla stáls og sem- ents fjórum sinnum meiri en árið 1938. Á næsta ári mun Rúmenía framleiða 11 millj- ónir tonna af hráolíu. Raf- orkuframleiðslan var á árinu 1953 rúmlega ein milljón kílóvatta (í stað 690.000 fyrir stríð). Áætlað er að hún verði 1.380.000 árið 1955. Fjöldi nýrra klæðaverk- smiðja og fatagerða hefur verið byggður í Rúmeníu síð- an alþýðustj. tók við völdum og þær framleiða nú marg- falt meira en nokkru sinni fyrir stríð. Ef framleiðslan 1938 er látin gilda 100 þá var framleiðsla bómullarklæða árið 1952 190, ullardúka 210, silkis 140, 210 fyrir bómull- arprjónavöru, 280 fyrir ullar- prjónavöru. Á þessu ári verða framleiddir 19.311.000 fleiri fermetrar af bómullarklæði og 1.687.000 fleiri fermetrar af silkivefnaði en árið 1953. Framleiðsla skófatnaðar 1952 var 267 miðað við 100 1938. I matvælaiðnaði hefur aulcningin verið hliðstæð. I ár verður framleiddur helmingi meiri sykur, þrefalt meiri kjöt- vörur og 72% meiri mjólkur- vörur en í fyrra. Heildarframleiðslan hefur farið langt fram úr því sem hún var fyrir stríð. Árið 1953 var hún tvisvar og hálfu sinni meiri en 1938 og þrisvar og hálfu sinni meiri en 1948. Þessi aukning iðnaðarins hefur rutt brautina fyrir efl- ingu landbúnaðarins. Rúm- enskar verksmiðjur láta bændum nú í té, meiri hluta þeirra dráttarvéla, fjölerða, þreskivéla, bindivéla og allskonar landbúnaðarvéla sem þeir þarfnast. 220 véla- stöðvar starfa nú víðsvegar um landið og í árslok 1953 höfðu þessar stöðvar yfir að ráða 10.000 dráttarvélum, 2845 sáningarvélum, 1440 uppskeruvélum og í ár eykst fjöldi þeirra allverulega. Árið 1953 unnu vélastöðvarnar 3.100.000 hektara lands til móts við 146.000 árið 1949. Hiutdeild ríkisbúa í land- búnaðinum eykst stöðugt. Þau hafa yfir að ráða 1,2 millj. hektara ræktaðs lands, 4.500 dráttarvélum og öllum nýtízku tækjum. Þessi ríkisbú eru mikil stoð einstökum bændum, þau útvega þeim úr- valssæði, kynbótafé, alidýr o. s. frv. Fjöldi samyrkjubúa hefur og aukizt allveruiega þessi ár. Tugir þúsunda vinnandi bænda hafa af eigin frum- kvæði stofnað bæði samyrkju- bú og ræktunarfélög. Þegar hafa verið stofnuð 2.045 sam- yrkjubú og 2.344 ræktunarfé- lög. Á samyrkjubúunum er uppskera áf hverjum hektara yfirleitt fjórðungi til helmingi meiri en á bæjum í einkaeigu, vegna betri hagnýtingar véla og hagkvæmari búskapar- hátta. Af þessum sökum eykst meðlimatala samyrkjubúanna og stöðugt eru fleiri ný bú stofnuð. Samt er meiri hluti allra bóndabæja í landinu í eigu ein- stakra bænda, og framleiða þeir um það bil þrjá fjórðu hluta alls markaðskorns landsins. Ríkið styður sjálfs- eignabændur á ýmsan hátt, bæði með lánum á fjármagni og vélum, útvegun útsæðis og kynbótafjár o. s. frv. Lausn Rúmeníu undan oki fasista fyrir tíu árum mark- aði upphaf nýs tímabils í sögu landsins. Undir forystu Verkamannaflokks Rúmeníu hefur þjóðin öðlazt réttindi og skilyrði til velmegunar sem ó- þekkt voru áður. Hin nýja stjórnarskrá landsins afnam réttindaleysi það sem alþýða manna átti áður við að búa, og tryggði framkvæmd hinna nýju ákvæða. 1 fyrsta sinn í sögu þjóðar- innar er réttur hvers borgara til atvinnu og að taka laun samkvæmt magni og gæðum vinu sinnar tryggður, en hann byggist á síaukinni fram leiðslu atvinnuveganna og Framhald á 8. síðu. J Slþýðolýðveldið Rúmenín Miklar framfarir í efnahagsmálum og menningarmálum Bókabúð á hjólum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.