Þjóðviljinn - 26.01.1955, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 26. janúar 1955
Erich Maria REMARQUE:
Að elsha • • •
... og deyja
38. dagur
og dautt. Sjódautt fólk, hugsaði hann. Drukknað í lyg-
um og ótta, elt undir yfirborð jarðar og í stríði við birtu,
hreinleika og sannleika.
Kona með tvö börn bograði fyrir framan hann. Börn-
in hímdu við hné hennar. Andlit þehra voru flöt og svip-
laus eins og frosin. Aðeins augun voru lifandi. Ljósið
glampaði í þeim, þau voru stór og galopin og litu í átt-
ina til dyra þegar vælið varð sterkara og þyngra, síðan
upp í loftið og á veggina og svo aftur til dyra. Hreyfing-
ar þeirra voru ekki hraðar og snöggar; þær fylgdu há-
vaðanum eins og augu í lömuðum dýrum, þau þokuðust
til og hringsnemst, og dauft ljósið speglaðist í þeim.
t>au sáu ekki Gráber og ekki móður sína; þau höfðu
misst hæfileikann til að þekkja og skynja; hálfbliAdum
augum fylgdu þau einhverjum sem þau gátu ekki séð,
suðinu sem gat haft dauðann í för með sér. Þau voru
ekki nógu gömul til að gera sér upp ástæðulaust hug-
rekki. Þau voru í uppnámi og eins og á nálum.
Gráber sá allt í einu aö það voru ekki einungis bömin;
augu hinna hreyfðust á sama hátt. Andlit þeirra og lík-
amir voru kyrrir; þeir hlustuðu og ekki einungis með
eyrunum — einnig með álútnum herðunum, mjöðmun-
um, hnjánum, krosslögöum handleggjunum og höndun-
um. Þeir hlustuðu hreyfingarlausir, og aðeins augun
fylgdu hljóðinu eins og þau hlýddu óheyranlegri skipun.
Svo fann hann lykt af óttanum.
Einhver breyting varð á þungu loftinu. Spennan
slaknaði. HávaÖinn úti hélt áfram; en það var eins og«,
ferskur vindblær bærist inn. Skýlið var ekki lengur
troðfullt af húkandi líkömum; nú voni þeir aftur orðnir
að mannlegum verum, sem ekki voru lengur sljóar og
miður sín; fólkið leit upp, hreyfði sig og horfði hvað á
annað. Og nú var það komið með andlit og ekki með
grímur lengur.
„Þeir eru farnir framhjá,“ sagöi gamall maður við
hliðina á Elísabetu.
„Þeir koma aftur,“ svaraði einhver. „Þeir gera það
stundum. Snúa við og koma aftur þegar allir eru farnir
út úr byrgjunum.“
Bömin tvö fóru að hreyfa sig. Maður geispaði. Ein-
hvers staðar að kom hundur og fór að snuðra? Ungbaxn
grét. Nokkrir tóku utanaf matarpökkum og fóru að
borða. Kvenmaður rak upp ramakvein: „Arnold! við
gleymdum að skrúfa fyrir gasið! Nú brennur kvöldmat-
urinn okkar til ösku. Hvers vegna mundirðu ekki eftir
því?“
„Það gerir ekkert til,“ sagði gamli maðurinn. „Þegar
loftvarnarmerki eru gefin, er gasið tekið af borginni."
„Gerir ekki til? Ef þeir hleypa því á aftur, fyllist hús-
ið af gasi! Það er ennþá verra.“
„Gasið er ekki tekið af þegar loftvamarmerki er gef-
ið,“ sagði smásmuguleg rödd. „Aðeins þegar árás er
gerð.“
Elísabet tók greiöu og spegil upp úr tösku sinni og
greiddi sér. í annarlegri birtunni var eins og greiðan
væri gerð úr þurrkuðu bleki; en undir henni brakaði
og brast í hárinu. „Ég vildi við gætum komizt út,“
sagði hún. „Ég kafna hérna.“
Þau urðu að bíða í hálfa klukkustund í viðbót; þá
loks opnuðust dymar. Þau gengu að útganginum. Yfir
dyrunum vom lítil, byrgð ljós. Að utan féll tunglsljós á
þrepin. Elísabet breyttist með hverju þrepi, eins og hún
væri að vakna af dvala. Skuggarnir neöanvið augun
hurfu; blýliturinn hvarf af hárinu og kopai'gljái kom
í staöinn; hörund hennar varð aftur ferskt og lifandi,
lífiö ólgaði á ný — sterkt og magnþrungið, sterkara en
áður, endurheimt, ekki glatað, dýrmætara og litauðugra
örlitla stund.
Þau stóðu fyriv framan skýlið. Elísabet dró djúpt and- eina teglII1(1 grænmetis °f ef
ann. Hún hreyfði axlirnar og höfuðið eins og dýr sem maður Þarf að hlta UPP kjötaf
losnar úr búri. „Þessar fjöldagrafir neðanjarðar,“ sagði gang U“ leið og maður ,sfður
hun. „En hvað eg hata þær. Þær kæfa mann.“ Hun ur skaftpottur ^ spara
hnykkti til höfðinu með snöggri hreyfingu. „Rústir eru magn.
hátíð hjá þeim. Það er þó himinn yfir þeim“.
Graber horfði á hana. Það var eitthvað villt og ótam-
ið í framkomu hérmar, þar sem hún stóð þarna fyrir
framan steinhrúgaldiö og tröppumar sem lágu niður
í undirheimana, sem þau höfðu sloppið úr. „Ætlaröu
aftur heim?“ spurði hann.
„Já. Hvaö annað? Mig langar ekki til að ráfa um
þessar dimmu götur. Ég er búin að fá meira en nóg af
því.“
Þau gengu saman yfir Karlstorgið. Vindurinn snuðr-
aði um þau eins og risastór hundur. „Geturðu ekki
flutt?“ spurði Graber. „Þrátt fyrir allt?“
„Hvert ætti ég að flytja? Veiztu þú um herbergi?“
„Nei.“
„Ekki ég heldur. Þúsundir manna hafa ekki þak yf-
ir höfuðið. Og hvernig ætti ég þá að flytja?“
„Það er alveg satt. Nú er það of seint.“
Elísabet nam staðar. „Ég mundi ekki fara burt jafn-
vel þótt ég gæti. Þá fyndist mér eins og ég yfirgæfi föð-
ur minn. Skilurðu það ekki?“
„Jú.“
Þau.gengu áfram. Gráber var búinn áð fá nóg af
henni. Hún gæti gert það sem henni sýndist, hugsaði
hann. Hann var allt í einu orðinn þreyttur og skap-
stirður, og honum fannst sem foreldrar hans væru ein-
mitt þessa stundina að leita aö honum 1 Hakenstrasse.
„Ég verð að fara,“ sagði hann. „Ég á stefniunót við
mann og ég er orðinn of seinn. Góða nótt, Elísabet."
Hann horfði á eftir henni andartak. Hún hvarf næst-
um samstundis í myrkrið. Ég hefði átt aö fylgja henni
heim, hugsaði hann. En honum stöð á sama. Hann
mundi að honurh hafði ekki heldur geðjazt vel að henni
þegar hún var stelpa. Hann sneri sér við með hægð og
fór inn í Hakenstrasse. Þar var ekkert að finna. Engin
mannvera var sýnileg. Aðeins tunglið og annarleg, lam-
andi þögn nýrra rústa, sem voru eins og bergmál þög-
uls neyðaróps sem lá í loftinu. Gömlu nistimar voru
öðru vísi.
Böttcher beið á þrepum ráðhússins. Fyrir ofan hann
glitti í útskorinn drekahaus í tunglsljósinu. „Hefur þú
orðið nokkurs vísari?“ spui'ði hann langt áö.
„Nei, en þú?“
„Ekki heldur. Þau eru ekki á neinu sjúkrahúsanna,
Glens og gaman
Hátíðarræðumaður er persóna
sem segir brandara, er hann.
hefur glejnnt og segir þá fólki
sem man þá þeim mun betur.
Sérfræðingur er maður sem
veit afarmikið um eitthvað
lítið og lieldur áfram að læra
meira og meira um minna og
minna, þangað til hann veit
hérumbil allt um næstum því
ekkert.
Kennari spurði sjö ára nem-
anda sinn í íslenzku hvað
brúðgumi væri.
Nemandinn svaraði því til að
það væri hlutur sem notaður
væri í brúðkaupsveizlum.
Leyfir þú konunni þinni að
fara sínar eigin götur?
Þess þarf ekki — hún fer
þær án nokkurs sérstaks leyf-
is.
—o—
Kysstu mig, elskan.
Nei, vinur — mamma er svo
mikið á móti kossum ........
Eg var ekki að biðja um
leyfi til að kyssa móður þína.
—o—
Verðum við nú að bjóða hvort
öðru góða nótt, elskan?
Nei nei, bíddu heldur nokkr-
ar mínútur, og svo skulum
við bjóða hvort öðru góðan
daginn.
Pottaleppar handa
bníðuimi
Það þarf ekki mikið til að
gleðja böm og þau verða him-
inlifandi yfir ýmsum hlutum,
Þríshiptur shaftpoitur
Ein af búsáhaldanýjungunum
em skaftpottar sem skipt er
niður í þrjú hólf sem hvert er
pottur fyrir sig með sérstöku
loki. Þetta er tilvalið fyrir fólk
sem býr oft til margs konar
mat í einu. Þetta er lika af-
bragð til að sjóða í fleira en
ef þeir aðeins em nógu smáir.
Lítil níu ára telpa varð mjög
hrifin af litlum pottaleppum
sem hún fékk handa brúðunni
sinni og hún byrjaði strax að
prjóna marga pottaleppa í mis-
munandi litum handa brúð-
unni, svo að hún hefði úr nógu
að velja.
Pottalepparnir voru prjónað-
ir úr smáu hvítu bómullargarni.
Tólf lykkjur em fitjaðar upp á
smáa prjóna, ca. 2y2 og prjón-
að er garðaprjón þangað til
| leppurinn er ferhymdur. Á eft-
ir er heklaður mislitur kantur
og nota má bæði smátt bómull-
argam eða gróft ísaumsgam.
Loks er hekluð snúra sem
saumúð er við hinn leppinn.
Brúðan hefur svo pottalepp-
ana í bandi um hálsinn og það
er hægt að fara í eldhúsleik.
Þessir pottaleppar geta verið
skemmtilegir og undantekning-
arlaust þykir smátelpum gam-
an að þeim. Telpan sem áður
var mhmzt á var búin að
prjóna 6 pör af pottaleppum
og það er góð. dægrastytting
þegar illa viðrar.
6eta nælonsohkar flýtt
fyrir læhningu
æðahnúta
Við látum ósagt hvort það
em framleiðendur nælonsokka
sem beitt hafa áhrifum sínum,
en ekki er það ótrúlegt, þegar
bandaríski læknirinn John Ker-
nodle sagði fyrir skömmu á
Ekhi beint fyrir
augað, eri ...
Hér er smáhugmynd sem
vekur yfirleitt aðhlátur jægar
hún er framkvæmd, en þrátt
fyrir það er þetta ágæt hug-
mynd. Það em púðar úr freyði-
gúmmí sem á að binda á hnén
þegar gólf er þvegið eða bónað.
Eiginmaður og böm skemmta
sér sjálfsagt við að horfa á
þennan útbúnað en þau ættu
bara að finna muninn. Og ef
manni lízt ekki á púðana er
líka hægt að kaupa sér bút af
freyðigúmmí og nota hann sem
mottu til að liggja a þegar
skúrað er.
læknaþingi að dæmi væm til
að nælonsokkar gætu stuðlað
að lækningu á æðahnútum á
lágu stigi. Hann skýrði frá því
að umræddir sokkar væru
framleiddir á venjulegan hátt
en þræðimir væm öðm vísi en
venjulega, þ.e.a.s. teygjanlegri.
Þeir gætu því lcomið í stað
teygjusokka, sem annars er
mælt með fyrir konur sem fá
illt í fætuma meðan á þungun
stendur eða við stöður víð
vinnu í langan tíma.