Þjóðviljinn - 26.01.1955, Page 11
Miðvikudagur 26. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (II
Regnkápur
(Úr „gullofnu“ tweedi)
Sérstaklega „preparerað" lyrir regn
MARKAÐURINN
Laugaveg 100
Fer ðamálaf élagié
Framhald af 3. síðu.
landið undir leiðsögu sérþjálf-
aðra, velmenntaðra leiðsögu-
manna. Stjórn Ferðamálafélags-
ins hefur beitt sér fyrir þjálf-
un leiðsögumanna og benti á
nauðsyn þess sl. vor, en því
miður létu réttir aðilar undir
höfuð leggjast að fara að ráð-
um Ferðamálafélagsins og kom
það í ljós einu sinni enn á
áberandi hátt síðastliðið sumar
og urðu opinber blaðaskrif um
ófullnægjandi störf leiðsögu-
manna Ferðaskrifstofunnar.
Skemmtiatriði — hátíðarvika
Auk ferða um landið er nauð-
synlegt að sjá ferðamönnum
fyrir skemmtiatriðum í Rvík
og þá helzt þannig, að þau
séu í senn skemmtiatriði og
fræðsluatriði og hafi menning-
arlegt gildi. Væri ekki óhugs-
andi að koma upp einskonar
hátíðaviku eða -vikum á svip-
aðan hátt og Edinborg hefur
gert nú um mörg ár og vísast
í því sambandi nánar til til-
lagna Ferðamálafélagsins um
þetta atriði .
Gefið hótelbyggingarnar
frjáisar
Tillögur Ferðamálafélagsins
að þessu sinni eru fyrst og
fremst þær, að hæstvirt ríkis-
stjórn undirstriki áhuga sinn
á þessum málum með þvi að
gefa nú þegar frjálsar bygging-
ar i sambandi við hótelrekstur
undir eðlilegu eftirliti hins op-
inbera og stuðli auk þess að
því, að fenginn verði til lands-
ins maður sérmenntaður á
þessu sviði, érlendur sérfræð-
ingur, er leiðbeint gæti lands-
mönnum um hótelrekstur,
rekstur matsölustaða og ann-
að það, er snertir móttöku er-
lendra ferðamanna, en á því
sviði erum við íslendingar mjög
fákunnandi ennþá vegna
reynsluleysis okkar í þeim mál-
um.
Áróður er nauðsynlegur, en
hann verður neikvæður og skað
ar landið, að minnsta kosti á
þessu sviði, ef hann er óraun-
hæfur og ekkert annað en
skrum á bak við hann“.
Margt að athuga
Margt bar .á góma í viðræð
unura við stjórn Ferðamálafé-
lagsins. Öllum bar saman um að
rekstur Stúdentagarðanna sem
hótela á sumrin væri ágætur,
en í Herbergin vantaði síma, énn-
fremur handlaugar í mörg, enn-
fremur fleiri böð og snyrtiher-
bergi.
Stundum væru leigð herbergi
fyrir útlendinga úti í bæ þar
sem þeir fengju sligaða dívana
til að sofa á og yrðu að ganga
í gegnum íbúð húsráðenda til að
komast á salerni, o. s. frv. Varð-
andi fjárhagshliðina vitnuðu þeir
í að Bretar hefðu á síðasta ári
haft 630 millj. sterlingspunda
tekjur af erlendum ferðamönn-
um. Gísli Sigurbjörnsson sá ís-
land í anda sem „land heilsu-
lindanna" og vitnaði í svissnesk-
an prófessor. — En meðan hótel
verða ekki fleiri en nú er
sennilega affarasælast að ferða-
mannastraumurinn til landsins
aukist ekki.
Stúdentaíélag Reykjavíkur
KVOLD
VSK5
í Sjálfstæðishúsinu
annað kvöld, fimmtudags-
kvöld 27. janúar, kl. 9.
Húsið opnað kl. 8.30.
Miðasala í Sjálfstæðishúsinu
í dag kl. 5—7.
Dagskrá:
1. Mælskulistarkeppni milli
stúdenta frá Menntaskólanum á
Akureyri og Menntaskólanum
í Reykjavík. Keppendur:
Bjarni Guðrnundsson
Björn Th. Björnsson
Jón P. Emils.
Andrés Björnsson
Barði Friðriksson
Magnús Jónsson
Stjórnandi: Einar Magnússon.
Dómendur: Einair Ól. Sveinsson
og Halldór Halldórsson
2. Eftirhermur: Karl Gu'ðmundsson,
3. Einsöngur: Ketill Jensson.
4. Dans.
Stjórnin
TH
Hggur ieiðii
NIÐURSUÐU
VÖRUR
AUGLYSIÐ
I
ÞJÓÐVIUANUM
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
Aðalbjamar Péturssonar
gullsmiðs.
Aðstandendur.
Verkantannafélagið
DA6SBRDR
Félagsfundur
verður í Iðnó fimmtudaginn 27. janúar
klukkan 8.30.
Fundareíni: Uppsögn santninga
Félagar, fjölmennið og sýnið skírteini
við innganginn.
Stjórnin
B.S.S.R.
B.S.S.R.
Orðsending
Þeir sem hafa hug á að festa sér íbúðir á vegum
félagsins á þessu ári, eru beðnir að gefa upplýsingar
um óskir sínar í skrifstofu félagsins, Lindargötu 9A,
in. hæð, herbergi nr. 5, kl. 17—18 virka daga aðra en
laugardaga. Nauðsynlegt er að upplýsingar séu gefnar
fyrir 29. þ.m. Ekki svarað í síma um þessi atriði.
Stjórn B.S.S.R.
■■•■■■■•••■■■■■■•■•■■■•■■■■■•■■■■■■BHaBaaaasaaaaaBaaaaaHasssaMHaaaaaaaliaaaaaBaasa« ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«
Orðsending
Undirrituð tryggingarfélög leyfa sér aö tilkynna heiöruöum viðskiptavinum sínum, að iðgjöld fyrir
lögboðnar ábyrgðartryggingar bifreiða (skyldutryggingar) hækka samkvæmt iðgjaldatskrá, sem
tekur gildi í dag fyrir nýtryggingar, en 1. maí n.k. fyrir gildandi tryggingar.
Hækkunin er mismunandi eftir áhættuflokkum og áhættusvæöum.
Jafnframt hafa félögin ákveðið að breyta iðgjaldsafsláttarákvæðunum (bónus) þannig, að afslátt-
urinn hækkar í 25% fyrir eitt tjónlaust ár, í stað þriggja áður.
Allar upplýsingar um iðgjöldin veita umboösmenn félaganna víðsvegar á landinu, svo og aðalskrif-
stofurnar í Reykjavík.
Reykjavík, 25. janúar 1955
Almeim&f Tryggingav h.f. >
Sjóvátryggingariélag íslands h.í.
Samvinnutryggingar
Vátryggmgariélagið h.í.
KHfi Ki