Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.02.1955, Blaðsíða 10
10) _ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. febrúar 1955 m aéQooima Gljóir wcl A DrJú«jt /S 4tr«irvlegt þwqilegl - /Sfr Erich Maria REMAKQUE: | Glens og gasnan elsha • • • ... og deyja Það þér er hræðilegt bölvið, kæri 43. dagur hann. „Ég skal gera það næst.“ Liðsforinginn starði á hann. Svo fór hann að brosa. „Ert það þú Emst!“ Þalð var Lúðvík Wellmann. „Hvað ert þú að gera? í leyfi?“ spurði hann. „Já, en þú?“ „Búið. Ég er á leiðinni til baka. Þess vegna er þessi ferð á mér.“ „Hvernig tókst það?“ „Æ, svona og svona. Næst ætla ég að fara öðru vísi að. Ég ætla ekki að gera boð á undan mér og vera ann- ars staðar en heima.“ „Hvers vegna?“ Wellmann gretti sig. „Fjölskyldan, Emst! Foreldrar mínir! Það er ómögulegt. Þeir eyðileggja allt leyfið fyr- ir manni. Hvað ert þú búýin að vera lengi?“ „Fjóra daga.“ „Bíddu hægur. Þú sérð bráðum, hvemig það er“. Wellmann reyndi að kveikja sér í sígarettu. Vindur- inn slökkti á eldspýtunni. Gráber rétti honum kveikj- arann sinn. Loginn lýsti andartak upp magurt, ákefð-^, arlegt andlit Wellmanns. „Þau halda að maður sé barn ennþá“, sagði hann og saug áð sér reykinn. „Ef þig langar til að hverfa þótt ekki sé nema eitt einasta kvöld, færðu ásakandi augnaráð. Þau ætlast til að mað- ur víki ekki frá þeim. í augum mömmu er ég enn fimmtán ára. Hún grét allan fyrri hluta leyfisins yfir þvi að ég var kominn heim — og allan síðari hlutann vegna þess að ég þurfti að fara burt aftur. Hvað er hægt að gera?“ „Og pabbi þinn? Var hann ekki sjálfur í fyrra stríði?“ Hann er búinn að gleyma því. Að mestu leyti. í aug- um pabba er ég hetjan. Hann er hreykinn af mér. Vildi láta sjá sig með mér. Hann ér eins og forngripur. For- eldrarnir skilja mann ekki lengur, Emst. Gættu þess að þínir gleypi þig ekki“. „Ég skal gæta þess“, sagði Gráber. „Þau vilja manni vel. Þetta er ekki annað en ást og umhyggja. En það er einmitt það allra versta. Mað- ur er alveg varnarlaus. Maður er eins og samvizku- laus glæpamaður“. Wellmann horfði á eftir stúlku í ljósum sokkum og þröngu pilsi. „Leyfið manns fer alveg í súginn“, sagði hann. „Mér tókst með herkj'um að koma í veg fyrir að þau fylgdu mér á brautarstöðina. Og ég veit svei mér ekki nema þau birtist samt sem áður“. Hann hló. „Taktu þetta- réttum tökum frá upphafi, Ernst. Reyndu að minnsta kosti að sleppa á kvöldin. Finndu upp á ein- hverju. Fundum eða einhverju slíku. Skyldustörfum. Annars verður þitt leyfi eins og mitt og þér finnst þú vera skóladrengur“. „Ég býst við að það verði öðru vísi hjá mér“. Wellmann hristi hönd Grábers. „Ég vona það. Þá verðurðu lánsamari en ég. Ertu búinn að líta á gamla skólahrófatildrið?“ „Slepptu því. Ég fór þangað. Það var mesti misskiln- ingur. Manni verður óglatt. Það er búið að sparka eina almennilega kennaranum burt. Pholmann, þeim sem kenndi okkur tniarbragðasögu. Manstu ekki eftir hon- um?“ „Auðvitað. Ég átti meira að segja að setja mig í sam- band við hann“. „Gættu þín! Hann hefur verið settur á svartan lista. Það er bezt að koma ekki nálægt neinu! Maður ætti aldrei að fara aftur á neinn stað. Jæja, líði þér vel, Emst! Lífið er stutt og dýrlegt, ha?“ „Já, Lúðvik. Frítt fæði, ferðir til útlanda og jarðar- för á kostnað ríkisins“. „Þú segir nokkuð! Guð má vita hvenær við sjáumst aftur“. Wellmann hló og hvarf inn í myrkrið. Gráber gekk áfram. Hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Borgin var dimm eins og gröf. Hann gat ekki haldið áfram að leita og honum stóð ógn af hinu langa kvöldi framundan. Hann vildi ekki fara strax í braggana og ekki heldur til hinna fáu kunningja sem j hann átti. Hann gat ekki þolað vandræðalega samúð þeirra og hann vissi að allir yrðu fegnir þegar hann _ færi. j Hann starði á skörðótt húsaþökin. Hveiju hafði hann j búizt við? Sælueyju að baki vígstöðvanna? Heimili, j hvíld, þægindum? Ef til vill. En eyja vonarinnar hafði | fyrir löngu sokkið hljóðlega í djúp hins tilgangslausa j dauða, vigstöðvamar voru alls staðar, stríðið var alls j staðar. Alls staðar, jafnvel í heila og hjarta. Hann kom að kvikmyndahúsi og fór inn. Það var | Læknirinn: Það var heppilcgt ekki eins dimmt inni og úti á götunni. Og aö minnsta j að þér skylduð koma til mín kosti var betra að sitja þama en halda áfram göngunni j núna. um koldimma borgina, eða setjast inn á drykkjukrá og j Sjúklingurinn: Eruð þér hella sig fullan. ! kannski veikur, læknir? Presturinn: hve mikið vinur. Sá blótsami: Já, ég bölva mikið og þér biðjið mikið — en í raun og veru meinum. við ekkert með því. • Kennari: Er þetta rétt setn- ■ ing:: Ég hellti niður mjólk- ■ ina? ■ « Nemandi: Nei, það var ekki ■ ég sem gerði það. Kirkjugarðurinn var baðaður í sólskini. Gráber sá að j sprengja hafði fallið á hliðið. Nokkrir krossar og granít- j prófessorinn: Eruð þér kenn- legsteinar lágu á víð og dreif um grafir og gangstíga. j ari hér í bekknum ? Grátvíðirinn haföi snúizt við, svo að ræturnar virtust j Stúdentinn: Nei, herra prófes- vera greinar og greinamar langar grænar rætur. Þetta j sor. var eins og kynlegur gróður sem borizt haföi upp af ■ Prófes'v'ri-uj: rr’ah.ð þér þá hafsbotni og grænir þörungar héngu á. Megninu af beinunum úr umrótuðu gröfunum hafði verið safnað saman í snyrtilega hrúgu; aðeins smáflísar og brot úr rotnandi kistum hengu í grátvíðnum. Engar hauskúpur. Skýli hafði verið klambrað upp við hliöina á kap- ellunni. Eftirliúsmaöur og tveir aðstoöarmenn voru þai ■ svo vel &ð gong.i hægt út að verki. Eftirlitsmaðurinn var rennsveittur. Þegar hann j svo að þér vekið ekki hina heyrði erindi Grábers bandaði hann honum burt. „Eng-1 bekkina. elcki eins og fíf1. Prófessor: Dömur mínar og herrar, ég verð að hætta kennslu minni að þessu sinni 10 mínútur fyrir tímann. Ger- eimilisþattur Gólfteppi sem segir sex Ef þið eruð í hópi þeirra húsmæðra sem dreymir um að eignast einhvem tíma þykkt, mjúkt teppi af því tagi sem maður næstum sekkur niður í, ætti teppið á myndinni að upp- fylla þá drauma. Þykkara get- ur það víst varla orðið, ef það á að líkjast teppi en ekki gras- flöt. Hvemig er hægt að þrífa svona teppi? Aðeins með því að svindla dálítið! — Teppið er nefnilega ekki stórt teppi, heldur mörg lítil teppi, saum- uð lauslega saman. Saumamir sjást ekki í þessu þykka teppi. Hægt er að spretta teppinu sundur og þvo það! Það er gert úr bómull og þess vegna er hægt að þvo það í þvottavél ef vill, og það er engan veginn eins erfitt að þrífa það og ætla mætti. Er þetta fallegt? Hér er ný tízkulína sem köll- uð hefur verið flatbrjósta lín- an, enda er tilgangurinn sá að línan frá brjósti og niður að mjöðmum sé sem beinust. Það væri synd að segja að þetta snið fegraði vöxtinn, enda lítur ekki út fyrir að það ætli að ná vinsældum. Kjóllinn á mynd- inni er eitthvert millistig milli samlcvæmiskjóls og síðdegis- kjó’s. Flata alpahúfan sem not- uð er við kjólinn fer ekki bein- línis vel við svona fleginn kjól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.