Þjóðviljinn - 10.02.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.02.1955, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. febrúar 1955 -~3 þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (éb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 ( 3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. :/ Samstarf sem ekki verður hindrað Hns og vikið var að hér í blaðinu í gær gerði Alþýðublaðið fyrir skömmu þá skynsamlegu játningu að styrkur verkalýðs- hreyfingarinnar í dag fælist í samhug hennar og eindrægni og að svikum við hagsmuni alþýðunnar yrði ekki forðað nema valdahlutföll þjóðfélagsins breyttust vinnandi fólki í hag. Þetta voru að vísu engin ný eða óþekkt sannindi. Sósíalistaflokkurinn hefur margsinnis bent á þessa staðreynd og hagað starfsemi sinni og baráttu fyrir samvinnu verkalýðsflokkanna og annarra vinstri afla í samræmi við þessa nauðsyn alþýðunnar í landinu. Hitt var nokkur nýlunda að aðalmálgagn Alþýðuflokksins við- urkenndi hana einnig svo undanbragðalaust. En þótt ritstjóri Alþýðublaðsins virðist þekkja og skilja það rétta í þessu efni gegnir nokkuð öðru máli með húsbændur hans í forustu Alþýðuflokksins. Þeir leggja enn ofsafulla áherzlu á að viðhalda ágreiningi milli verkalýðsflokkanna og hindra eðli- legt samstarf þeirra. Þetta kom skýrt í ljós við samstarfstil- raunirnar sem fram fóru fyrir nefndakosningarnar í bæjarstjóm Reykjavíkur s.l. fimmtudag. Þær tilraunir um allsherjarsam- vinnu minnihlutaflokkanna strönduðu á hægrimönnum Alþýðu- flokksins. Þeir sáu enga nauðsyn á samstarfi íhaldsandstæðinga og virtust ekki horfa í það þótt Sjálfstæðisflokkurinn héldi ó- eðlilegum styrkleika í nefndum bæjarstjórnar, aðeins vegna sundrungar andstæðinga þeirra. Þeir áttu aðeins eitt áhugamál; að koma í veg fyrir vinstri samvinnu og stefndu alveg mark- visst að því að einangra Sósíalistaflokkinn og svifta hann rétt- mætum áhrifum. Það er því ekki dyggð hægrikratanna að þakka að „glund- roða‘'-kenningarvopn Sjálfstæðisflokksins hefur verið slævt með þeirri vinstri samvinnu sem varð í nefndákosningunum í bæjar- stjóm. Sú samvinna tókst þrátt fyrir hatrama andstöðu hægri foringjanna og ítrekaðar tilraunir þeirra til að sundra. Þar réði úrslitum afstaða sósíalista, fulltrúa Þjóðvarnar og fulltrúa vinstri manna í Alþýðuflokknum. Með samstarfinu var Sjálf- stæðisflokkurinn sviftur tveimur nefndasætum og einum endur- skoðanda en glómlaus blinda og ofsi hægrimanna Alþýðuflokks- ins svifti þá öllum sætum í þeim nefndum sem kjömar vom. Mikilvægustu áhrif samstarfsins em þó tvímælalaust þau, að það sannar öllum almenningi að vinstri fulltrúar geta staðið saman þegar á þarf að halda. Þrátt fyrir ófarir þær og einangran sem hægri menn Alþýðu- fiokksins leiddu yfir flokk sinn með þessari framkomu virðast þeir eiga næsta örðugt með að átta sig á glappaskotunum og al- veg ráðnir í að halda áfram á sömu braut. Þótt vitað sé að af- staða ■ Alfreðs Gíslasonar er í fyllsta samræmi við óskir og vOja allra heiðarlegra verkalýðssinna innan Alþýðuflokksins, hefur bægri klíkan hafið gegn honum linnulausa rógsherferð og hót- anir um brottrekstur. Skýrir Alþýðublaðið svo frá í gær, að fulltrúaráð Alþýðuflokksins hafi á fundi í fyrradag skorað á Alfreð að segja af sér bæjarfulltrúastarfi og samþykkt um leið að senda miðstjórn flokksins ályktun sína, „þar sem fulltrúa- ráðið telur að beita verði ákvæðum X. kafla flokkslaganna, ef bæjarfulltrúinn verður ekki við áskomn þessari“. Síðan bætir Alþýðublaðið við frá eigin brjósti; „I 10. kafla flokkslaganna er fjallað um brottvikningu." Af þessum viðbrögðum hægri kratanna má það verða Ijóst að bverju er stefnt. Hver heilbrigð og ærleg rödd innan Alþýðu- flokksins, sem reynist í samræmi við vilja fólksins um sam- starf verkalýðsflokkanna og annarra vinstri manna skal vægðar- laust kæfð að viðlögðum brottrekstri úr flokknum. Stefnan virð- ist eiga að vera í samræmi við kröfu heildsalablaðsins Vísis, sem ásakaði nýlega hækri klíkuna um „hugleysi" og kvað betra fyrir íhaldið að Alþýðuflokkurinn væri fámennur og samstæður en vita aldrei hvoru megin hann stæði í átökum alþýðu og auðvalds! Hótanir hægri klíkunnar ógna engum einlægum vinstri manni, hvorki Alfreð Gíslasyni né öðmm. Ógæfuleg vinnubrögð hennar koma henni sjálfri verst, geri hún alvöra úr hótun sinni og hreki Alfreð Gíslason og aðra vinstri menn úr flokknum. Krafan um vinstri samvinnu verður ekki brotin á bak aftur með neinum refsiaðgerðum gegn einstaklingum, af þeirri einföldu ástæðu að hún er í samræmi við þróunina og hagsmuni og vilja fjöldans. Hún verður borin fram til sigurs af verkalýðnum og alþýðu- stéttunum og færir þeim þau breyttu valdahlutföll í þjóðfélag- inu, sem Alþýðublaðið hefur sjálft réttilega lýst nauðsynleg. Soma fótakeflið ótti þátt í falli Mendés-France og Malénkoffs Fyrirœflanirnar um hervœSingu Vest- ur-Þýzkal. valda raski um alla Evrópu Síðan þessi þáttur birtist sið- ast hafa orðið stjórnar- skipti í tveim voldugustu ríkjun- um á meginlandi Evrópu. Á laugardagsmorguninn felldi franska þingið ríkisstjórn Mendés-France og Antoine Pi- nay reynir nú að mynda nýja stjórn. f Sovétríkjunum sagði Malénkoff af sér embætti for- sætisráðherra á mánudaginn og samdægurs kaus Æðsta ráð- ið Búlganin til að taka við af honum. í fljótu bragði virðast stjórnarskipti þessi af all ó- líkum rótum runnin. Mendés- France féll á atkvæðagreiðslu um stefnu stjómar hans í mál- um frönsku nýlendnanna í Norður-Afríku. Malénkoff lýsir yfir í lausnarbeiðni sinni, að hann dragi sig í hlé vegna mistaka í stjómarstarfinu, einkum þó í landbúnaðarmál- um. 17n ef betur er að gáð kemur í ljós að undir yfirborðinu er ein ástæða sameiginleg báð- um þessum stjómarskiptum. Fyrirætlun Vesturveldanna um hervæðingu Vestur-Þýzkalands og sú breyting á viðhorfunum í Evrópu sem framkvæmd þeirr- ar fyrirætlunar myndi hafa í för með sér hefur átt sinn þatt í atburðum síðustu daga bæði í París og Moskva. Hvað frönsku stjómarkreppuna varð- ar liggur þetta í augum uppi. Þingmenn kommúnista studdu Mendés-France meðan hann vann að því að semja frið í Indó Kína. Þegar hann gekk til fylgis við endurhervæðingu Pierre Mendés-France. Vestur-Þýzkalands snerust þeir hinsvegar gegn honum. For- sætisráðherranum tókst að knýja neðri deild franska þingsins til að fara í gegnum sjálfa sig og samþykkja samn- ingana um hervæðingu Vest- ur-Þýzkalands með því að lofa að beita sér fyrir því að Vest- urveldin féllust á að ræða við Sovétríkin um sameiningu Þýzkalands áður en hervæðing- arsamningamir væru komnir til framkvæmda. Það átti sinn þátt í falU Mendés-France, að komið var I Ijós að stjómir Bandaríkjanna, Bretlands og v 1 ------- ' \ Erlend tíðinái Vestur-Þýzkalands neituðu með öllu að styðja hana í því að koma á fjórveldafundi með vorinu. 17'jami þeirrar breytingar sem orðið hefur á stefnu sovét- stjórnarinnar samfara forsæt- isráðherraskiptunum, er að horfið hefur verið frá því að láta neyzluvöruiðnaðinn sitja í fyrirrúmi um framleiðslu- aukninguna. Tekin er upp aft- ur fyrri stefna um að láta þungaiðnaðinn ganga fyrir. Þetta er ekki annað en rökrétt afleiðing af þeirri skoðun, sem Malénkoff lét í ljós þegar hann svaraði spurningum bandarísks fréttamanns um síðustu ára- mót. Hann sagði þá skýrt og skorinort, að stríðshættan hefði aukizt upp á síðkastið, vegna þess að Vesturveldin hefðu hafnað öllum tilIÖgum sovét- stjórnarinnar um sameiningu Þýzkalands með samningum og virtust staðráðin í því að láta hervæðingu Vestur-Þýzka- lands ganga fyrir öllu öðru. Á ráðstefnu stjórna Sovétríkj- anna og fylgiríkja þeirra í Austur-Evrópu í desemeber var ákveðið, að þessi ríki yrðu að auka herbúnað sinn veru- lega ef til þess kæmi að Vest- urveldin gerðu alvöru úr því að innlima Vestur-Þýzkaland í hemaðarbandalag sitt og her- væða það. Það leiðir af sjálfu sér að þungaiðnaður Sovétríkj- anna hlýtur að mestu leyti að standa undir auknum herbún- aði þeirra og bandamanna þeirra. /\llum má vera ljóst að stefn- an í landbúnaðarmálum er nátengd iðnaðarstefnunni. f ágúst 1953, þegar Malénkoff lýsti yfir að ákveðið hefði verið að draga nokkpð úr aukningu þungaiðnaðarins til þess að auka framleiðslu neyzluvarnings framyfir það sem ráð var fyrir gert í fimm ára áætluninni, voru einnig gerðar ýmsar ráðstafanir til að auka landbúnaðarframleiðsl- una. Skattar á bændum voru lækkaðir og dregið úr því af- urðamagni, sem þeim er skylt að afhenda ríkinu við föstu verði. Jafnframt var afurða- verðið til þeirra hækkað. Yfir- lýstur tilgangur þessara ráð- stafana var að örva bændur til að auka framleiðsluna sem mest en til þess nægði auðvit- að ekki það eitt að hækka pen- ingatekjur þeirra, auka varð vöruframboðið um leið. Ráð- stafanirnar í landbúnaði og iðnaði voru því nátengdar. l^essi stefna, að auka land- * búnaðarframleiðsluna með því að hækka afurðaverðið til bænda og auka vöruframboð- ið, var þó ekki sú eina sem fylgt var í Sovétríkjunum. Jafnframt því sem ríkisstjórn- in undir forystu Malénkoffs skírskotaði til bænda, hóf mið- stjórn Kommúnistaflokksins undir forystu Krútsjoffs aðal- ritara mikla sókn til að nema Georgi Malénkoff. og rækta áður óræktuð lönd í Úral og Kasakstan og. öðrum strjálbýlli hlutum Sov- étríkjanna. Tugir þúsunda ungra manna og kvenna, margt af því borgabúar, gáfu sig fram til að taka þátt í þessu land- námi. í haust kom í ljós að nýræktarstefnan hafði borið mun betri árangur en sú stefna að hvetja bændur á gömlu samyrkjubúunum til að auka framleiðslu sína. Vegna þurrka var uppskeran í gömlu land- búnaðarhéruðunum minni en árið áður en uppskeran af ný- ræktinni gerði nokkru betur en vega upp þann uppskeru- brest. Ityfarkmið stjórnarvaldanna í Sovétríkjunum með því að auka landbúnaðarfram- leiðsluna er ekki að fá meira brauðkorn. Hættan á hungurs- neyð af völdum uppskeru- brests, sem vofði yfir meðan sárin eftir heimsstyrjöldina voru enn ógróin, er nú úr sög- unni. Hinsvegar skortir mikið á að eftirspurn vaxandi fjölda borgabúa eftir kjöti, eggjum, grænmeti og öðrum verðmeiri landbúnaðafvörum hafi verið fullnægt. En stóraukin korn- rækt er undirstaða aukinnar kvikfjárræktar. Nautgripir í svona suðlægum löndum eru ekki nema að litlu leyti aldir á grasfóðri, aðalfæða þeirra er fóðurkorn. Sömuleiðis eru svin alin á mais. Reynsla síðustu Framhah* á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.