Alþýðublaðið - 09.09.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1921, Blaðsíða 2
2 Aígreidsla blaðsics er í Alþýðuhúsinu við Ingólísstræti og hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Guténberg, í síðasta lagi kl. io árdegis þann dag sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr 1,50 cm. eind. Útsöiumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Við þetta starf eyddist raeðal annars: mjólk fyrir 678 kr. *), kornvörur fyrir 530 kr., brauð fyrir 596 kr., kjöt 750 kr,, fiskur 458 kr., til eldiviðar og ljósa 425 kr. og húsaleiga og annar kostn aður við húsnæðið 683 kr. — Sá útgjaldaliður hefir aldrei verið fyrri í reikningum Samverjans og hleypti hann hverri máltið frsm í þetta sinn um rúma 7 aura. — Meðan Samverjinn starfaði f Good Templara húsinu var stundum ekki ætlast tii neinnar húsaleigu af húsnefndinni og stundum lögðu nokkrir templarar úr sjálfs sfn vasa í hússjóð dálitla upphæð, sem svaraði lágri húsaleigu, þvf að stúkurnar vildu að Samverjinn hefði engan kostnað af húsnæðinu. Allur kostnaður við matgjafirn- ar f þetta sinn varð 6099 kr. 78 aurar, eða 65 aurar hver málfð. — í fyrra (1920) var sá kostnaður kr. 5223,77 og máltíðir 7670 eða hver máltfð að meðaltali 68 aurar, Þegar hætt var að úthluta mál tfðum, var nokkrum vöruleifum skift milli 13 fátækra heimila, og enn fremur var mjólk gefin fá- tækam sjúklingum og lasburða gamalmennum, oftast eftir skrif Iegum meðmæium lækna, fyrir kr. 719 90 á tímabilinu */*o—1920 til ’/ð—1921. — Atið áður var sú upphæð 998 kr. Tekjurnar til að standast allan þennan kostnað voru á tímabilinu kr. 5629,51, þar af peningagjafir og kaffisala kr. 2570,71, í mat- væium kr. 2741,29, eldsneyti og Ijósmeti 423 kr. 0. s. frv. Tekjuhallinn á tfmabilinu varð 1190 kr., og stafar hann alls ekki af því, að minna hafi verið gefið 1) Aurum slept hér. ALÞYÐUBLAÐIÐ en áður, heldur af kostnaðinum við húsnæðið á Skjaldbreið, og þvf, að ekki var beðið um neinn styrk af bæjarfé eins og áður hefir verið gert. Samverjinn bjó svo vel frá fyrri arurn, að hann þoldi þeanan tekjuhalla, en býst ekki við honum aftur, ef nokkurstaðar fæst sæmiiegt húsnæði fyiir starfið f vetur. Gamalmenna skemtunin 2 ágúst gekk prýðilega eins og áður hefir verið talað uui 1 blöðunum. Bifreiðalán, kökur bakaranna, gosdrykkir frá Lofti Guðmunds syni, apelsfnurnar fra Hakenssen og fleiri smærri vörugjafir hafa ekki verið virtar tii peninga, en peningagjafir, bæði frá sum um gestunum og öðrum, voru 242 kr., af því var notað í ýmsan kostnað vegna veitinganna og tjaldanna kr. 153.20 kr. Afgangur eða hreinn gróði Samverj ans varð þannig kr. 88,80. Ofangreindar töiur gætu verið allgóóur texti f ýmsar hugieiðing- ar, og aðgætmr lesendur ættu ekki að þurfa miklar Ieiðbeiningar ul þess. Sérstakiega mætti minna á, sem þær sfna greinilega, þótt full kunnugt sé áður, að margir eru fátækir og margir eru gjafœildir í Reykjavfk, óg.að fjölmennu mál- tlðirnar eru tiltölulega miktu ó dýrari en þær fámennari. Ea hitt sýna þær ekki, sem sumfr ókunn ugir og úr hvorugum ofangreind um hóp halda, að „slæpingar geti iifað af Samverjanum", vitnum vér þar óhræddir tii allra þeirra Reyk vikinga, sem ofurlitið eru kunnugir starfssmi Samverjans, enda má nærri geta, hvort hann fengi þá eins mikiar gj^fir ár eftir ár, Stuðningsmenn Samverjans eiga margfaldar þakkir skilið fyrir rausn sfna og trúfesti við þetta mann- úðarstarf, og vér, sem höfum stjórn- að þvf, erum þakkiátir fyrir ait það traust, sem oss hefir verið sýnt. Reykjavik 4 sept 1921. F. h. Samverjans Sigurbjöm A. Gíslasou. Alþýðumoim verzla að öðru jöfnu við þá sem auglýsa í blaði þeirra, þess vegna er bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu. ýitvinnuleysií. Er atvinnuleysið í bænum rainna en af er látlfl? Morgunblaðið hefir það eltir hr. stórkanpm. Þórði Bjarnasyni, að hann hafi sagt á sfðasta bæjar- stjórnarfundi, þegar rætt var um atvinnubæturnar, að >ýmsum þætti bera á því, að atvinnuleysið væri ekki eins og af væri látið, þv£ mörgum yrði erfitt fyrir, að ná i menn til verks«. Annaðhvort hefir hr. bæjarfulltrúinn verið að reyna að slá ryki f augu bæjarstjórnar- fnnar f þeim tiigangi að hindra það, að reynt verði að bæta úr sárustu neyðinni er nú ríkir meðal margra verkamanna hér f bæ, og væri slíkt ilt verk, og engum bæjarfullttúa sæmandi, eða hitt, sem þó er sennilegra, að bæjar- fulltrúinn eða þessir „ýmsu* er hann vitnar tii, rfsi ekki nógu snemma úr rekkju, til þess a5 hitta strsx á vinnulausa menn. En það er vani verkamanna að ganga niðcr á Hafnarbakksna kl. 6 á mcrgnana; þar bfða þeir, þat tii þeir eru úrkula vonar um vinnu; þá neyðast þeir til að ganga heim til sin aftur, stundum kaldir og háif svangir. Heim á bjargarlítið heimili sitt. Þó að bráðlega verði nú byrjað á fiskreitagerðinni, og 100 menn fái þar atvinnu, þá get eg saml fulivissað hr. bæjarfuiitrúann um það, að hann getur fengið annað hundraðtð í vinnu, ef hann geng- ur tfmanlega morguns niður á Hafnarbakkann, eða með því að augiýsa f Aiþýðublaðinu, það gera aliir hygnir menn, sé um nokkra vinnu að ráði að taia um, vegna þess að sllir verkamenn lesa það. Fari Þórður þannig að, eins og og bent er á hér að oian, þá mun bæði hann og ýmsir aðrir sann- færast um, að atvionuieysið er ekki minna en af er látið. Verkamaður. Tveir þýzkir stádeafcar komu hingað á Goðafossi f gær. Ætla þeir að stundá hér fsienzkunám í vetur, en hafa áður stundað það hjá prófessor Heusler f Berifn. Stúdentaskiftaneíndin hefir útveg- að þeim hér verustað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.