Þjóðviljinn - 01.03.1955, Blaðsíða 4
%) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. marz 1955
a
íslenzkar fóðurtilraunir
og niðurstöður þeirra
Síðari áratuginn hefur það
jmjög færzt í vöxt hér á landi
að fóðra sauðfé að verulegu
leyti á kjamfóðri með heit,
auðvitað einkum þar sem
hagasælt er og beit mikil.
Hefur notkun sildarmjöls eink
um farið mjög í vöxt, enda
mun tvímælalaust hyggilegast
að nota það til að bæta upp
eggjahvítu og steinefnaskort
eem allmjög er fyrir hendi
bæði í léttingsútheyi, þar sem
það er gefið enn þá, og þá
auðvitað ekki síður í vetrar-
beitinni. En mjög hefur á því
borið að bændur hafi gefið
misjafnlega mikið af síldar-
mjöli eða fiskimjöli og mjög
ííklegt að ýmsir hafi þar
gengið allmiklu lengra en
góðu hófi gegnir og beinlinis
valdið sjálfum sér óþarfa
kostnaði.
I>á hafa ýmsir bændurþótzt
komast að raun um það, að
mjög mikil síldarmjölsgjöf
hefði skaðleg áhrif á heilsu-
far ánna.
Til þess að komast að raun
Him hvort svo væri og einnig
það hve mikið síldarmjöl væri
hagkvæmt að gefa sauðfé með
heygjöf í innistöðu eða með
beit hefur Tilraunaráð bú-
fjárræktar látið gera nokkr-
ar tilraunir því viðvíkjandi.
Áður höfðu verið gerðar
Bokkrar fóðurtilraunir hér á
landi og hefur Atvinnudeild
Háskóians birt yfirlit yfir
þessar tilraunir allar.
. Fóðurtilraunir hér á landi
eru þegar orðnar fullra fjöru-
tíu ára gamlar. Fyrstu fóður-
iilraunir, sem vitað er um,
voru gerðar á Síðumúla í
Borgarfirði og Leifsstöðum í
Eyjafirði veturna 1914-1917.
Þessar tilraunir voru gerðar
að tilhlutan Búnaðarfélags Is-
lands og voru kjarnfóðurteg-
snndirnar síldarmjöl, lýsi, rúg-
'or, maís og olíukökur. Voru
Kiðurstöður birtar í Búnaðar-
ritinu 1917.
Það sem fyrst og fremst
var spurt um í þessum til-
raunum var það, hvort hag-
kvæmt væri að gefa sauðfé
eíldarmjöl eða annað lcjarn-
fóður í stað nokkurs hluta
heygjafar, en ekki hitt hve
hagkvæm slík kjarnfóðurgjöf
.væri með venjulegri heygjöf.
Hins vegar hefur það komið í
Hjós síðan, að næringargildi
hinna ýmsU fóðurtegunda sem
notaðar voru var rangt met-
Ið. Var slíkt ekki nema eðli-
2egt þar sem hér var alger-
■lega um innlent brautryðj-
endastarf að ræða og því eng-
in innlend reynsla til að
hyggja á.
Niðurstöður þessara til-
rauna urðu þær að auðveld-
3ega mætti spara heygjöf að
% hluta með síldarmjölsgjöf.
Segir í skýrslunni „að í heil-
■ brigðu verzlunarárferði sé
engin frágangssök að fóðra
siokkuð á kjarnfóðri og sýni-
legur hagur hjá því að setja
skepnur sínar í voða vegna
‘ skemmdra heyja“. '
Næstu árin fóru svo ekki
íram neinar skipulagðár fóð-
urtilraunir fyrr en árið 1921.
En þá hóf Þórir Guðmunds-
son tilraunir að nýju á veg-
um Búnaðarfélags íslands. —
Skyldi nú reynt að fá svar
við því hvert væri fóðurgildi
ýmissa innlendra fóðurteg-
unda, einkum fyrir sauðfé í
innistöðu, og var það borið
saman við rúgmjöl.
Aðaltegundir þær, sem
rannsakaðar voru, voru síld-
armjöl, fiskimjöl, söltuð síld
og stararhey. Þessar tilraun-
ir stóðu yfir til ársins 1927
og segir frá niðurstöðum
þeirra í Búnaðarritinu 1928.
Voru niðurstöður um fóður-
gildi hinna ýmsu tegunda
þessar:
„1. Af staraheyi þarf 2,5-
3,5 kg í hverja fóðureinihgu,
eftir því hve vel verkað heyið
er.
2. Af síldarmjöli þarf 0,8
kg í hverja fóðureiningu.
3. Af saltaðri hafsíld þarf
hér um bil 1,65 kg í hverja
fóðureiningu, miðað við að
dagskammtur ærinnar sé 0,1
kg enda ekki ráðlegt að gefa
meira.
4. Af fiskimjöli þarf 1,10-
1,25 kg í hverja fóðureiningu.
5. Eins og verði á kjarn-
fóðri er nú háttað verður fóð-
ureiningin að jafnaði ódýr-
ari í síldarmjöli en í nokkr-
um öðrum þeim kjamfóður-
tegundum sem athugaðar
vom. Stundum mun þó hægt
að fóðureiningin verði þar
ódýrari en í síldarmjöli.
6. Fóðureiningin mun að
jafnaði verða ódýrari í sæmi-
lega verkuðu starheyi en í
kjamfóðri. Þess vegna borg-
ar sig ekki að gefa ám í
innistöðu kjarnfóður með
starheyi ef nægilegur forði
er til af því sæmilega verk-
uðu.
7. Viðhaldsfóður ærinnar er
hér um bil 0,44 fóðureiningar
á dag fyrir hver 50 kg af
lifandi þunga“.
Þetta vom sem fyrr er
sagt niðurstöður Þóris Guð-
mundssonar og má segja að
enn þá séu þær í fullu gildi.
Næstu vetur 1927-29 hélt
Þórir Guðmundsson áfram
tilraunum. En þær voru mið-
aðar við að fá svar við því,
hver áhrif síldarmjölsgjöf
hefði með léttu útheyi og beit,
hve mikið af því skyldi gefa
og hve mikið hey mætti spara
fyrir ákveðinn þunga af síld-
armjöli. Þessar tilraunir voru
því dreifðari, • og fóm fram
á Hrafnkelsstöðum í Mýra-
sýslu, og Deildartungu og
Grund í Borgarfjarðarsýslu.
Og í samræmi við tilgang
tilraunanna var nú tilrauna-
ánum beitt. Niðurstöður þess-
ara tilrauna vom sem hér
segir:
„1. Það er eki hægt að
fóðra ær svo viðunandi sé
með; léttri beit og útheyi.
2. Rúgmjöl getur ekki bætt
upp þann efnaskort, sem gera
má ráð fyrir að éigi sér stað
í léttu útheyi og béít. Það
kemur því að litlum notum-,
sem fóðurbætir undir þess-
um kringumstæðum.
3. Sildarmjöl er afbragðs
fóðurbætir handa beitiám.
Sé það gefið notast beitin
miklu betur en ella, og ærn-
ar verða þyngri og sællegri.
4. Með síldarmjöli má spara
hey í stómm stíl. I fram-
anskráðum tilraunum hefur
fóðrið verið minnkað um allt
að 8 kg fyrir hvert kg síld-
armjöls sem gefið var. Þrátt
fyrir það hafa sildarmjöls-
ærnar ávalt verið þyngri og
sællegri en þær ær sem hafa
fengið eintómt hey eða hey
og rúgmjöl. Síldarmjöl mun
því oft verða ódýrara fóður
handa beitarám en létt hey í
hlutfalli við næringargildi.
5. Undii'óflestum kringum-
stærðum mun 50-60 gr dag-
skammtur verða nægilegur
fóðurbætir handa ánni með
léttu heyi og beit. Minni
skammtur gerir þó einnig á-
gætt gagn. Ef næg hey em
fyrir hendi og eigi sérlega
létt, mun óþarft að gefa ánni
meira en 30 gr af síldarmjöli
á dag. Réttara mun þó vera
að auka skammtinn nokkuð
seinni hluta meðgöngutímans.
Sé heyknappt og þess yegna
sérstök þörf á heysparnaði er
óhætt að gefa hverri á allt að
120 gr af síldarmjöli á dag
og sennilega talsvert meira.
6. Á miklum beitijörðum er
í góðum vetmm oft hægt að
komast af án þess að gefa
nokkurt hey, ef síldarmjöl er
gefið. Ærnar fóðrast mun
betur á því og beitinni en
léttu útheyi og beit“.
Þetta em þá niðurstöður
þessara síðari tilrauna Þóris
Guðmundssonar. Mjög mun
reynsla íslenzkra bænda hafa
sannað réttmæti þeirra þann
tíma sem liðinn er síðan, enda
var Þórir Guðmundsson kunn-
ur að vandvirkni og vísinda-
Framhald á 11. síðu
Svar við fyrirspurmim
um Pobeda bílana
„Vegna fyrirspurnar í í>jóð- eðlilega. Ganga úr skugga um
viljanum í dag viðvíkjandi að rafmagns- og kælikerfi sé í
POBEDA bifreiðum, er okkur lagi. Fullvissa sig um að hemlar
ljúft að gefa eftirfarandi upplýs- séu í lagi, bæta á hemlavökva,
ingar: ef nauðsynlegt er. Stilla hurðir,
Það er ófrávíkjanleg krafa bif- skrár og lamir, einnig lok á far-
reiðaframleiðenda almennt ,— angursgeymslu og vélahlíf. Bóna
einnig framleiðenda POBEDA og hreinsa bifreiðina. Skipta um
bifreiða, — að umboðsmenn á Ijósasamlokur og stilla þær.
hverjum stað taki bifreiðarnar Fullvissa sig um þau verkfæri,
úr umbúðum, setji þær í gang sem fylgja eiga bifreiðinni séu á
og gangi örugglega úr skugga sínum stað, og margt fleira.
um að þær séu í fullkomnu lagi, í sambandi við varahluti í
áður en þær eru afhentar kaup- bifreiðarnar þá er nú komin til
anda. Er þetta einnig nauðsyn- landsins nokkuð stór og full-
legt að því leyti sem tekur til kominn varahlutalager og ættu
ábyrgðar framleiðanda á bifreið- eigendur POBEDA bifreiða ekki
inni. Samkv. venju eru umbúð- að þurfa að kvíða varahluta-
ir eign umboðsins. leysi miðað við svipað ástand og
Af óviðráðanlegum ástæðum nú er. í þessu sambandi er rétt
hefur ekki verið hægt að kom- að það komi hér fram, að hinir
ast hjá að á bifreiðarnar hefur rússnesku framleiðendur af-
fallið geymslu- og vátryggingar- greiddu varahlutina bæði fljótt
kostnaður, sem kaupendum hef- og vel.
ur verið reiknaður. Kostnaði Spurt er um kosti og galla
þessum hefur hinsvegar verið POBEDA bifreiða, miðað við
haldið eins niðri, og hægt hefur aðrar bifreiðar. Án þess að við
verið. viljum í þessum fáu línum fara
Eigendur'Tiurftu að láta smyrja langt út í þetta atriði, kjósum
undirvagn bifreiðanna, þegar heldur að bifreiðarnar svari fyrir
eftir að þeir tóku við þeim, og sig sjálfar að fenginni reynslu,
var þá eðlilegast að þeir létu má þó benda á eftirfarandi
skipta um olíu um leið og gat staðreyndir: POBEDA bifreiðar
eigandi þá valið sjálfur þá olíu- eru öruggar í gang í öllum veðr-
tegund, sem sett var á bifreið- um> háar undir, stöðugar og fara
ina. Að sjálfsögðu önnuðumst míög vel á misjöfnum vegum. Á
við þetta fyrir þá kaupendur, þeim virðist vera vönduð vinna
sem sérstaklega óskuðu eftir því. °g góður frágangur. Við þorum
Vinna sú, sem framkvæmd er Því óhikað að leggja bifreiðina
við bifreiðina, áður en hún er undir dóm íslenzkra notenda,
afhent kaupanda, er nokkuð sem eina af þeim bifreiðum, er
margvísleg, og má. hér benda á ve^ henta íslenzkum staðháttum,
það helzta. Taka bifreiðina úr og. erum sannfærðir um að eig-
kassanum, skrúfa á . hana þá endur þeirra kunna því betju-
hluti sem lausir eru, að svo að meta þeirra mörgu kosti,
miklu leyti sem þörf er á, svo Því lengur sem þeir eiga þær.
sem hjól, stuðara o. fl. Taka af Virðingarfyllst,
vélinni blöndunginn til að fjar- f Bifreiðar- og landbúnaðar-
lægja spjald, sem undir honum
er og nauðsynlegt er að taka í
burtu áður en bifreiðin er gang-
sett, festa blöndunginn á aftur.
Athuga að smurningur sé á vél,
gírkassa, stýri og drifi. Setja
benzín á bifreiðina og hlaða raf-
geymi. Setja vél bifreiðarinnar
í gang, stilla gang mótorsins og
fullvissa sig um að hann gangi
vélar h. f.
Guðm. Gíslason.
<s>-
Lisí sem ég leik ekki framar — Dularfullt atvik í
stofudyrum — Þegar bollabakkar fara að hugsa
_______ sjálfstætt
EFTIR ÞAÐ sem kom fyrir mig
á laugardagskvöldið liggur við
að ég sé farirt að trúa á drauga,
fylgjur og annarlegar, ósýnileg-
ar návistir. Eða hvernig mynd-
uð þið bregðast við í mínum
sporum? Ég skal segja ykkur
söguna eins og hún gekk til.
Ég hef alltaf stært mig af
því að geta raðað listavel á
bollabakka, hlaðið á hann ó-
t.rúlega miklu af alls kyns
varningi og borið hann sneisa-
fullan án þess svo mikið sem
dropi fari út úr rjómakönn-
unni. Þessa list hef ég leikið
árum sáman og sparað mér
með því margar aukaférðir
milli eldhúas., og stofu. En nú
get ég víst aldrei framar leikið
Þessa list mér til framdráttar,
því að ég vil ekki eiga á hættu
að sömu ósköpin endurtaki sig.
En ég skal koma mér að efn-
inu. Bakkinn stóð hlaðinn
hnossgæti á eldhúsborðinu, tei,
brauði, sykri, mjólk, smjöri,
bollum, undirskálum, diskum,
hnífum, göfflum. Ég yfirleit
hann í síðasta sinn áður en ég
tvíhenti hann faglega og stikaði
af stað inn ganginn og beygði
rennilega fyrir hornið inn í
stofuna. En í stofudyrunum
gérðíst það. Bakkinn tók af
mér stjórnina. Ég hægði dugg-
Unarlítlð á mér á beygjunni en
bakkinn ekki, heldur sigldi
hann hraðbyri áíram inn í
stofuna, út úr liöndunum á
mér, flaug í mjúkum boga inn
á mitt stofugólf, þar sem hann
hvolfdi af sér innihaldinu og
lagðist síðan sjálfur ofan á
hraukinn. Og þvílíkur hraukur
hefur aldrei sést fyrri. Það sem
rétt áður var girnilegur kvöld-
saðningur fólksins á heimilinu
var allt í einu orðinn viðbjóðs-
legur óskapnaður, mjólk, egg,
sykur og brauð í einum hræri-
graut, blandað glerbrotum úr
sparistellinu hennar mömmu.
Þetta var viðurstyggð eyðilegg-
ingarinnar í algleymingi og ég
stóð agndofa á þröskuldinum,
hafði ekki einu sinni hrasað.
Það sem gerðist- var annað
hvort það að bakkinn öðlaðist
sjálfstæða hugsun andartaks-
stund og tók af mér ráðin, ell-
egar það að einhver fólskufull
dularvera, ósýnileg og illgjörn,
hefur rifið bakkann út úr
höndunum á mér, sem átti mér
einskis ills von, og grýtt hon-
um í gólfið í bræði sinni. Ég
veit ekki hvort er sennilegra.
Hitt veit ég, að ég þori aldrei
framar að taka mér hlaðinn
bakka í hönd.