Þjóðviljinn - 01.03.1955, Side 12

Þjóðviljinn - 01.03.1955, Side 12
Brezkur togari strandar á Heðallands- fjöru - allri áhöfninni bjargað t' • __ __ Brezki togarinn „King Sol" strandaði á Meðal- landsíjöru í fyrrinótt. Slysavarnasveitin Happas'æll bjargaði allri áhöfninni, 20 mönnum. HJÓÐVILimN Þriðjudagur 1. marz 1955 — 20. árgangur — 49. tölublað' Þjóðleikhúsið frumsýnir tvö leikrit á fimmtiidag Þá verður jafnframt minnzt 40 ára lelk- afmælis Haralds Björrttsonar Á íimmtudaginn verða frumsýnd I Þjóðleikhúsinu tvö leikrit, Ætlar konan að deyja? eftir Christopher Fry og Antígóna ©ftir Jean Anouilh. Meðal leikendá í síðara leikritinu er Haraldur Björnsson og verður þess minnzt á fruinsýningunni að um þess- ar mundir eru liðin 40 ár síðan hann kom í fyrsta sinn fram opin- berlega á leiksviði. Rétt fyrir kl. 1 i fyrrinótt tilkynnti loftskeytastöðin í Vestmannaeyjum að togari væri strandaður við Portland. Hringdi Henry Hálfdansson þegar til Víkur í Mýrdal, en eftirgrennslanir þar báru eng- an árangur. Nokkru síðan til- kynntu bændur í Meðallandi að skip væri strandað þar í brim- garðinum. Fór slysavamasveit- in Happasæll á vettvang og var komin á strandstaðinn kl. 3 um nóttina. Beðið var birtu með björgun og hófust björg- unartilraunir kl. 7. Var björg- un allrar áhafnarinnar lokið fyrir hádegi. Skipbrotsmenn voru á bæj- um eystra s. 1. nótt en verða sóttir austur í dag. Bnmatryggingar í Iíópavogi boðnar ut Á fundi hreppsnefndar Kópa- vogshrepps s. 1. laugardag var einróma samþykkt tillaga odd- vitans, Finnboga Kúts Valdi- marssonar, um að bjóða út allar brunatryggingar húsa í Kópavogi. Á sama fundi var einnig samþykkt að ráða, í félagi við Sjúkrasamlag Kópavogs, hjúkr- unarkonu til starfa í hreppn- um. Góð sjóveður Selfossi. 25. febrúar. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sjóveður hafa verið sérlega góð og sæmilegur reitingsafli. Þorlákshafnarbátarnir hafa fengið á annað hundrað tonn frá vertíðarhyrjun, enda hafa þeir róið á hverjum degi und- anfarið. Allur er aflinn á línu, enn sem komið er, netin er ekki farið að leggja ennþá, og verð- ur því að vona að mesta afla- hrotan lé eftir. Sýiftingar Leikfélagsins Um helgina sýndi Leikfélag Reykjavíkur sjónleiki sína Frænku Charleys á laugardag í 72. sinn og Nóa á sunnudags- kvöld í 14. sinn. Var aðsókn á- gæt að báðum þessum sýningum og hefur félagsstjórnin til athug- unar að sýna Nóa enn einu sinni og þá á laugardaginn kemur kl. 5. Hafa laugardagssýningar félagsins gefist mjög vel og verið vinsælar hjá fólki, sem á illa heimangengt á kvöldin, en get- ur einmitt notað þennan tíma til að taka með sér börn og ung- linga í leikhúsið. Hefur félagið haft 14 laugardagssýningar það sem af er leikárinu. Með sýningu á Nóa n.k. laug- ardag er sýningum á því leik- riti lokið, en aðeins fáar sýn- ingar eftir á gamanleiknum Frænku Charleys. Er nú í undir- búningi nýtt leikrit hjá félaginu og munu sýningar á því hefjast upp úr miðjum mánuðinum. Togarinn King Sol er 236 lestir, smíðaður 1936, eign Rin- ovafélagsins í Grimsby. Stýri skipsins hrotnaði við strandið, en það var á réttum kili á sandinum. Talið er að röng staðarákvörðun skipstjóra hafi valdið strandinu. Suðaustan rok var þegar skipið strandaði. Þegar heiðursgesturinn var genginn til sætis í Gamla bíói, ásamt konu sinni, dóttur og dótturdóttur kom Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri fram á söngpallinn og ávarpaði Pétur með ræðu. Því næst hylltu á- heyrendur óperusöngvarann með ferföldu húrrahrópi. Að því loknu komu söngv- ararnir fram hver af öðrum og fluttu eingöngu efni úr heimsfrægum óperum; aríur, tvísöngva og að lokum kyart- ettinn úr Rigoletto. Áheyrendur fylgdust með söngvurunum af lífi og sál og var hverju atriði tekið með miklum fögnuði. Flutningur söngvaranna var undantekning- arlaust með óvenjulegum glæsi- brag og sýndu þeir ótvírætt með þessum hljómleikum, að hér eftir er með öllu ástæðu- laust að sækja hingað erlenda söngvara til óperuflutnings. Því að auk hins glæsilega hóps, iíínkkunnnB Fulltrúa- og trúnaðar- mannafundur í Sósíalistafé- lagi Reykjavíkur verður í kvöld klukkan 8.30 e.h. í Baðstofu iðnaðarmaima. Félagar eru beðnir um að fjölmenna og mæta stund- víslega. Stjórnin. Anægjulegt kvöld Bókmenntakynning Landnem- ans í Tjarnarkaffi í fyrrakvöld var hin ánægjulegasta. Þrír ungir höfundar lásu upp úr verkum sínum, en tveir leik- arar fluttu Ijóð annarra þriggja, og hafa nöfn þeirra verið greind áður. Var gerður mjög góður rómur að upplestri þeirra allra. . í upphafi kynningarinnar flutti Bjarni Benediktsson fáein inn- gangsorð um samstöðu lista- manna og alþýðu. Er bókmenntakynningunni lauk var stiginn dans til kl. 1. Það var nær eingöngu ungt fólk er sótti þessa kynningu, og voru stúlkur í meirihluta. Kann- ski væri ástæða til að minna Fylkingarfélaga sjálfa á að gefa meiri gaum að sínum eigin bók- menntakynningum í framtíðinni. Næg atvlnna Selfossi. Frá fréttaritara Atvinna er hér nóg þó að vetur sé, byggingaframkvæmd- ir töluverðar og von á að þær aukizt með vorinu. Heyrzt hefur að hér eigi í vor að byggja nýtt og fullkom- ið bifreiðaverkstæði. Verður það hlutafélág sem að því stendur. sem kom fram á þessum hljóm- leikum eigum við ýmsa efnilega og liðtæka söngvara, sem mik- ils má vænta af í framtíðinni gefist þeim tækifæri til frekara söngnáms og þjálfunar í óperu- flutningi. Fjöldi fólks, sem ætlaði sér á hljómleikana varð frá að hverfa og þegar bárust miklar fyrirspumir um, hvort þeir yrðu endurteknir. Fritz Weiss- happel lék undir hjá öllum söngvumnum og þótt hann hefði erfiðu hlutverki að gegna leysti hann það afbragðsvel af hendi. Að hljómleikunum loknum beið mannfjöldi fyrir utan Gamla bíó til þess að sjá mesta og vinsælasta söngvara, sem Island hefur átt, ganga út úr húsinu. Atvinnurekendur bára fram þá ósk að kröfurnar yrðu ræddar af einni nefnd frá verkalýðsfé- lögunum sem mætti sameigin- «r legri samninganefnd atvinnurek- enda. Stjórnir þeirra verkalýðsfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði sem sagt hafa upp sámningum og samstöðu hafa í deilunni héldu sameiginlegan fund kl. 10 á sunnudagsmorguninn. Voru mál- in rædd þar og framkvæmda- nefndinni sem áður hafði verið kosin falið að hafa samninga- viðræður á hendi um aðalkröf- urnar f. h. félaganna allra. Verð- ur fyrsti samningafundurinn um höfuðkröfur félaganna haldinn kl. 2 í dag. í dag hefði hafist vinnustöðv- un af hálfu verkalýðsfélaganna hefðu þau ekki veitt rýmri frest en venja er til í sambandi við uppsögn samninga. Fram að þessu hefur hvorki gengið né rekið og atvinnurekendur bók- staflega enga tillitssemi sýnt, Baldvin Halldórsson stjórnar sýningum beggja leikritanna og er það fyrst leikstjórn hans við Þjóðleikhúsið, en leiktjöld hefur Magnús Pálsson gert. Ætlar konan að deyja? Fyrra leikritið, Ætlar konan að deyja? er gamanleikur í ein- um þætti og persónur aðeins þrjár en leikendur Herdís Þor- valdsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Helga Valtýsdóttir, sem nú kemur í fyrsta skipti fram á sviði Þjóleikhússins. Höfundur'- inn, Christopher Fry er enskur og velþekktur í heimlandi sínu og á Norðurlöndum, þar sem leikrit hans hafa verið sýnd við miklar vinsældir. Þýðingu leik- ritsins hefur Ásgeir Hjartarson gert. Antígóna Hitt leikritið, Antígóna, er eitt kunnasta verk franska höfund- arins Jean Anouilh og er þetta annað leikrit hans, sem Þjóð- leikhúsið flytur. Þýðandi er Halldór Þorsteinsson. Aðalhlut- verkin eru í höndum Guðbjargar enginn vottur þess sést að fallist verði á réttlætiskröfur verkalýðsins. Þvert á móti hafa atvinnurekendur og ríkisstjórn verið önnum kafin við að láta á þrykk út ganga hina fáránleg- ustu útreikninga og „sannanir“ fyrir því að kaupmáttur verka- mannalauna hafi aukizt! Slíkt er framlag þessara aðila til lausn- ar vinnudeilunni. Skagfirðingafélagið á Akur- eyri hefur haft forgöngu um að koma minningarlundinum á Bólu upp. Minnismerkið gerir Jónas Jakobsson myndhöggvari á Ákureyri. Stjóm Skagfirðingafélagsins Þorbjarnardóttur og Haralds Björnssonar, en af öðrum leik- endum má nefna Lárus PáLsson, Jón Aðils, Róbert Arnfinnsson, Bryndísi Pétúrsdóttur og Regínu Þórðardóttur. 40 ára leikafmæli Eins og áður er sagt verður þess minnzt á frumsýningunni á fimmtudaginn að um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að Haraldur Björnsson kom í fyrsta sinn fram á leiksviði. Var það í febrúarmánuði 1915, er hann lék einn af stúdentunum í Frænku Charleys á Akureyri. Nú er Haraldur sem kunnugt er fastráðinn leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Aukaþing B.S.R.B. Aukaþing B. S. R. B. hófst eftir hádegið í gær. Voru um 70 fulítrúar mættir til fund- arins. Forseti var kosinn Helgi Hallgrímsson. Forrnaður ur B. S. R. B. hélt langa ræðu um launamál. Fundur hófst aftur í gærkvöldi. Það er rétt að ríkisstjóm og at- vinnurekendur geri sér það ljóst strax að þollnmæði verkalýðs- félaganna eru takmörk sett. Þau gáfu sinn frest í því trausti a& unnið yrði af alvöru að lausn deilunnar og að einlægur vilji kæmi fram fyrir því að forða vinnustöðvun. Breytist ekki við- horf atvinnurekenda og ríkis- stjórnar frá því sem verið hef- ur til þessa er sýnilegt að ekki verður hjá því komizt að grípa til verkfallsvopnsins til þess að knýja fram samninga. skipa: Sófonías Jónasson for- maður, Bjarni Finnbogason rit- ari, Jón Einarsson gjaldkeri og meðstjórnendur Þórður Frið- bjamason og Sigurður Hannes- son. Pétur Jónsson óperusöfttgv- art Iirlltur í Gamla bíói Hin einstaeöa söngskemmtun, sem „Félag íslenzkra ein- söngvara“ efndi til s.l. föstudagskvöld, til heiðurs Pétri Jónssyni óperusöngvara, þótti takast með afbrigðum vel. Sameiginlegri nefnd falíð að fara meí samninga um kröfur verkiýðsfélagai Fyrsti samningafundurinn verSur í dag Undanfarna daga hafa sem kunnugt er staðið yfir viðtöl milli atvinnurekenda og einstakra félaga og félagshópa um sérkröfur þeirra. Engin ákveðin nið- urstaða hefur fengizt af þes'sum samtölum. Minnismerki Bólu-Hjálmars afhjúpað í minningarlundinum að sumri Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á aðalfundi Skagfiröingafélagsins á Akureyri var skýrt frá því að á næsta sumri yrði afhjúpaöur minnisvarði um Bólu-Hjálmar í minningarlundi skáldsins í Bólu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.