Þjóðviljinn - 01.03.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN .— (11
Erich Maria REMARQUE:
Að elska ...
• •. og deyja
67. dagur
Hann sneri sér snögglega vi'ð og fleygði sér útaf á
rúxnið. Þeir létu allir sem þeir hefðu ekki heyrt til hans.
„Ef egghöfðinn hefði séö þetta,“- hvíslaði Feldmann.
„Hann veðjaði um að Rummel missti stjórn á sér í dag.“
„Láttu hann vera,“ sagði Reuter reiðilega. „Hver veit
hvenær þú missir sjálfur stjórn á þér? Enginn er óhult-
ur. Ekki einu sinni svefngengill.“ Hann sneri sér að
Gráber. „Hvað áttu langan tíma eftir?“
„Ellefu daga! Þaö er langur tími.“
,,í gær var það enn langur tími,“ sagöi Gráber. „í dag
er það sorglega stutt.“
„Það er enginn heima,“ sagði Elísabet. „Hvorki frú
Lieser né barnið. Við höfðum íbúöina fyrir okkur.“
„Guði sé lof! Ég held ég hefði kálað henni ef hún hefði
svo mikið sem opnaö munninn. Lentirðu aftur í deilum
við hana í gær?“
Elísabet hló. „Hún lítur á mig sem lauslætisdrós.“
„Af hverju? Viö vorum einn einasta klukkutíma hér
1 gærkvöldi."
„Það var daginn áður! Þá varstu hérna allt kvöldiö."
„En við breiddum fyrir skráargatið og höfðum
grammófóninn á allan tímann. Hvernig dettur henni^,
slíkt í hug?“
„Já, ég segi þaö með,“ sagði Elísabet og leit á hann
snöggu, heitu augnaráði.
Gráber leit á hana. Snöggur roði steig upp í andlit
hans. Hvar hafði ég augun fyrsta kvöldið? hugsaði
hann. „Hvað varð um kvenskassið?" spurði harm.
„Hún fór út í þorpin með barnið. AÖ sáfna fégjöfum
í einhverjum sumar eða vetrar tilgangi. Hún kemur
ekki aftur fyrr en annað kvöld. Við höfum kvöldiö í
kvöld og allan daginn á morgun fyrir okkur“.
„Allan daginn á morgun? Þarftu ekki aö fara í verk-
smiðjuna?“
Elísabet hló. „Ekki á morgun. Þaö er sunnudagur á
morgun. Enn sem komið er eigum við frí á sunnu-
dögum“.
„Sunnudagur“, sagði Gráber. „Hvílík heppni! Ég hafði
ekki hugmynd um það. Og þá fæ ég loksins að sjá
þig aö degi til. Fram aö þessu höfum við aðeins sézt aö
kvöldlagi".
„Er það satt?“
„Já. Við fórum fyrst út á mánudegi. Með annagnac-
flösku".
„Það er alveg rétt“, sagði Elísabet undrandi. „Ég
hef ekki séð þig að degi til heldur“. Hún þagði andartak,
horfði á hann og leit síðan undan. „ViÖ lifum dálítið
hátt, er það pkki?“ ^
„Við eigum ekki á öðru völ“.
„Það er rétt. En hvernig fer nú þegar við sjáum hvort
annað á morgun í miskunnarlausri dagsbirtunni?”
„Við látum forlögin um það. En hvað eigum viö að
gera í kvöld? Eigum viö að fara á sama gistihúsið og
í gærkvöldi? Það var ekkert í það varið. Við þurfum
eitthvað á borö viö Germaníu. Þaö er verst aö þar skuli
vera lokað“.
„Við getum verið hér. Við eigum ennþá nóg aö drekka.
Ég gæti reynt að búa til einhvern mat“.
„Geturðu afborið að vera hér? Langar þig ekki meira
til áð fara út?“
„Þegar frú Lieser er ekki heima er hér eins og sælu-
staður“.
„Þá skulum við vera hér. Við skulum hafa músiklaust
kvöld. Það verður stórkostlegt. Og ég þarf ekki að fara
1 .herskálann. En hvað um matinn? Kanntu að búa til
mat? Þú lítur ekki út fyrir það“.
„Ég get reynt það. Auk þess er ekki mikið til hérna.
Aðeins það sem fæst út á skömmtunarseðla".
„Það er varla mikið“.
Þau fóru fram 1 eldhúsið. Gráber leit á vistir Elísa-
betar. Það vai’ harla lítið til — ögn af brauöi, dálítiö
gervihunang, smjörlíki, tvö egg, og nokkur skoi’pin epli.
„Ég á eitthvað af skömmtunarseölum", sagði hún. „Við
geturn farið út og keypt eitthvað. Ég veit um búð sem er
opin á kvöldin".
Gráber lokaði skúffunni. „Geymdu seðlana þína. Þér
veitir ekkert af þeim. í dag veröum við að afla birgða
á annan hátt. Við veröum að skipuleggja okkur“.
„Við getum ekki stolið neinu hérna, Ernst“, sagöi
Elísabet skelkuð. „Frú Lieser veit nákvæmlega um hvern
brauðmola sem hún á“.
„Það var henni líkt. Annars ætla ég engu aö stela
í dag. Ég ætla út aö afla vista eins og hermaður í ó-
vinaríki. Alfons nokkur Binding bauð mér í smáveizlu.
Ég ætla að fara þangað og taka það sem ég hefði étið
ef eg hefði tekið þátt í gleðskapnum og koma meö það
hingað. Hann á nægar birgðir af öllu. Ég kem aftur
eftir hálftíma“.
Alfons tók á móti honum rjóður og innilegur. „Þarna
kemurðu, Ernst. Komdu inn. Ég á afmæli í dag. Þaö eru
nokkrir vinir mínir hjá mér“.
Stofan var full af reyk og fólki. „Heyrðu mig, Alfons“,
sagði Gráber í skyndi í ganginum. „Ég get ekkert
stanzað. Ég leit aðeins inn andartak og venð’ að fara
strax aftur“.
„Fara aftur? En Ernst! Það kemur ekki til nokkuiAa
mála!“
„Ég má til. Ég var búinn að mæla mér mót áður en
ég frétti að þú hefðir spurt um mig“.
„Þaö skiptir engu máli! Segðu fólkinu að þú veröir
að fara á óvæntan pólitískan fund. Eða í yfirheyrslu!“
Alfons hló dátt. „Þaö eru tveir Gestapoforingjar inni í
stofu. Ég skal kynna þig fyrir þeim undir eins. Segöu
kunningjum þínum að þú þurfir aö mæta hjá Gestapo.
Þá þarftu engu að ljúga. Eða komdu meö þá hingað, ef
þetta er gott fólk“.
„Þaö er ómögulegt".
„Hvers vegna? Hvers vegna er það ómögulegt? Við
gerum okkur engan mannamun".
eimifiisþáttiir
Kartöflutilbreytni
Tilbreytni í mat þarf
ekki alltaf að hafa mik-
inn tilkostnað né fyrir-
höfn í för með sér. Tök-
um til dæmis kartöfl-
urnar. Franskar kartöfl-
ur og enskar ,,chips“ —
sem er næstum hið
sama — hafa aldrei náð
mikilli útbreiðslu meðai
almennings. Þær eru þó
skemmtileg tilbreytni
frá hinum eilífu soðnu
kartöflum og fyrirhöfn-
in er ekki svo miklu
meiri.
Skrælið kartöflurnar
hráar og skerið þær í
stengur (Frakkar vilja
hafa þær þunnar, Eng-
lendingar þykkar; sjálf-
ur getur maður valið
eftir eigin smekk).
Stengurnar þurrkaðar
og soðnar í sigti í potti
með sjóðandi olíu, tólg
eða plöntufeiti. Ljós-
brúnar eru þær teknar
upp og lagðar til hliðar
svo að feitin renni af
þeim meðan nýr
skammtur er soðinn.
NIÐURSUÐU
VÖRUR
• ÚTBREIÐIÐ
• ÞJÓÐVILJANN
Loks eru ailar kartöfl-
urnar soðnar í einu þar
til þær eru gulbrúnar.
Látið mestu fituna
renna af þeim og berið
þær fram í heitri skál.
í staðinn fyrir stengur
má skera kartöflurnar í
þunnar sneiðar.
Munið að feitin þarf
að vera mjög heit, ann-
ars verða kartöflurnar
linar. Setjið fyrst eina
stöng niður í til að að-
gæta hvort snarki í feit-
inni þegar hún er sett í.
Féðartilraunir
FramhaJd af 4. síðu.
legri nákvæmni í starfi sínu.
Og síldarmjölsnotkun handa
sauðfé hefur sem kunnugt er
mjög farið í vöxt, og það svo
að á góðum beitarjörðum hef-
ur sumstaðar verið fóðrað á
því svo að segja einu með
beitinni árum saman.
Hins vegar mun sumsstaðar
hafa borið nokkuð á því að
síldarmjöl og annað kjarnfóð-
ur væri notað í litlu hófi,
svo að fóðrið yrði gert dýr-
ara en vera þyrfti og viss
næringarefni svo sem eggja-
hvítan, notuðust ekki að fullu,
þegar meira væri af þeim í
fóðrinu en skepnan þarf. 'En
á þessum fyrrnefndu tilraun-
um Þóris Guðmundssonar er
að mestu byggð sú innlenda
þekking er við nú höfum á fóð-
ui’gildi hinna ýmsu tegunda
bæði heys og kjarnfóðurs.
1 næsta búnaðarþætti mun
verða sagt frá síðari tilraun-
um er tilraunaráð bufjárrækt-
ar hefur látið gera, til þess”
einkum að-fá því svarað, hve
mikið síldarmjölsmagn megi
gefa kindinni án þess að henni
verði til skaða, og einnig hve
mikið sé ástæða til að gefa
miðað við það að fóðrið notist
sem bezt.
Of langar ermar?
Ef maður kaupir skyrtu handa
dreng í vexti er nauðsynlegt að:
hafa hana vel stóra. Ef ermt
arnar eru of langar er auð-
veldast að spretta hnappnum af
föstu manséttunni, beygja hana
upp og sauma hnappinn á hinum
megin. Á þann hátt styttist erm-
in um það sem manséttunni
nemur án þess að maður þurfi
að taka saurna eða klippa af
erminni. Það er auðveit að lengja
ermina og færa hnappinn ef
skyrtan hleypur í þvotti eða
drengurinn vex upp úr styttu
ermunum.