Þjóðviljinn - 04.03.1955, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. mai'z 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Jarðbylgjur meiri í Reykjavik en nokk-
urs staíar annarstaðar á jörðinni
Hérlendis urðn um 350 jarðhrærmgar á 22 dögirni,
eu alls mældust þær nálægt 59Ö
Á s.l. ári urðu engir miklir jaröskjálftar, en þó uröu hér-
lendis um 350 jarðhræringar á áilnu. Jaröskjálftar eru
miklu tíðari sunnanlands en noröan. Varð hræringa vart
22 daga ársins, þar af aðeins þvisvar á Noröurlandi en 19
sinnum á Suöurlandi.
ÞjóÖviljinn hefur fengiö eftirfarandi yfirlit yfir jarð-
skjálfta á s.l. ári hjá Eysteini Tryggvasyni, forstöðrmianni
j aröskj álftadeildar Veðurstofunnar.
Nýir næmir mælar
A þeim 29 árum, sem veður-
stofan hefur starfrækt jarð-
skjálftamæla, hafa aldrei mælzt
eins ’margir jarðskjálftar og á síð-
astliðnu ári. Aðalástæða þess er
sú, að veðurstofan fékk á árun-
um .1951—’52 nýja mæla, sem
eru miklu næmari en þeir, sem
notaðir voru áður.
1600 manns fórust
Alls mældust um 500 jarð-
hrædngar á árinu og af þeim
áttu 150 upptök í meira en 500
km fjarlægð frá Reykjavík.
Langmest tjón af jarðskjálfta
á árinu varð í Alsír 9. september
þar sem 1600 manns fórust, en
mjög mikið tjón varð einnig
í Grikklandi 30. apríl, en þar
fórust 24 menn, á Filippseyjum
2. júlí og Trinidad 4. desember.
Mestu jarðskjálftarnir
Þetta eru þó ekki þeir jarð-
skjálftar, sem mælarnir sýna
mesta. Samkvæmt mælingumj
Endurskoðun
löggjafar
nm umferða- eg bifreiða
mál
Vegna hinnar miklu aukn-
ingar umferðarinnar hér á landi
á síðastliðnum hálfum öðrum
áratug, tilkomu ýmissa nýrra
ökutækja og sívaxandi fjölda
umferðarslysa, hefur dóms-
málaráðuneytið ákveðið að
beita sér fyrir endurskoðun á
löggjöf um umferðamál og bif-
reiðamál, svo og reglugerða um
sama efni. Núgildandi umferða-
lög og bifreiðalög voru sett ár-
ið 1941, en samin fyrir árið
1940. Reglúgerð um gerð og
notkun bifreiða er frá árinu
1937.
Hefur því dómsmálaráðherra
í dag skipað þá Sigurjón Sigurð-
urðsson, lögreglustjóra, Geir
Zoega, vegamálastjóra, Theo-
dór B. Líndal, prófessor, Bene-
dikt Sigurjónsson, fulltrúa
borgardómarans í Reykjavík,
og Sigurgeir Jónsson, fulltrúa í
dómsmálaráðuneytinu, í nefnd
til að gera tillögur um endur-
skoðim löggjafar um umferða-
mál og bifreiðamál, svo og
reglugerð um sömu málefni.
Er nefndinni falið að skila á-
liti og tillögum til ráðuneytis-
ins, ásamt lagafrumvörpum og
reglugerðatillögum, ef til kem-
ur, fyrir samkomudag næsta
reglulegs Alþingis.
Sigurjón Sigurðsson, lög-
reglustjóri, er formaður nefnd-
arinnar.
(Fréttatilkynning frá dóms-
málaráðuneytinu).
varð mesti jarðskjálfti ársins 29.
april í Kaliforníuflóa. Olli hann
nokkru tjóni í Vestur-Mexikó.
Jarðskjálftanir í Alsír og Grikk-
landi, sem mestu tjóni ollu,
komu sem 12. og 13. í röðinni.
350 hræringar
hérlendis
Hér á landí komu engir miklir
jarðskjálftar á árinu, enda þótt
mælarnir sýndu um 350 hræring-
ar. Mestir voru jarðskjálftarnir
29. október, en upptök þeirra
voru um 10 km. í norðvestur frá
Hveragerði. Þann dag fundust
um 60 hræringar í Hveradölum,
en mælarnir sýndu enn fleíri
kippi.
Alls er kunnugt um, að jarð-
skjálftar hafi fundizt einhvers-
staðar á landinu 22 daga ársins,
þar af þrisvar á Norðurlandi en
19 sinnum á Suðvesturlandi.
j
Nýr jarðskjáiftamælir
settur á Akureyri
Á árinu var settur upp jarð-
skjálftamælir á Akureyri og hef-
ur hann komið að miklum not-
um við ákvörðun á upptökum
jarðskjálfta. Nokkrir jarðskjálft-
ar hafa átt upptök í norðvestur-
hluta Vatnajökuls, m. a. við
Grímsvötn 17. júlí þegar Skeið-
arárhlaupið stóð sem hæst og
tveir jarðskjálftar 22. desember
áttu upptök nálægt Eiríksjökli.
Ef ekki hefði verið jarðskjálfta-
mælir á Akureyri hefði ekki ver-
ið unnt að ákvarða upptök þess-
ara jarðskjálfta, en þetta er í
fyrsta skipti, sem vitað er um
upptök á þessum slóðum, þegar
Börnin afgötunni!
Framhald af 1. síðu.
gang á því að fjölga leikvöllum,
girða leikvelli fyrir lítil böm
og taka upp gæzlu bamanna,
slíkt væri nú aðeins gert á tveim
Ieikvöllum. Það sem ætti að
gera væri að fjölga leikvöllun-
um, girða þá og hafa fasta
gæzlu á litlum bömum þar, svo
þau gætu verið algerlega ömgg.
Og til þess að ákveða þenna
sjálfsagða og augljósa hlut
þarf ekki að bíða eftir rann-
sóknum og tillögum umferðar-
málanefndar, .heldur aðeins að
bæjarstjórnin viðurkenni nauð-
syn þess að gera þetta og á-
kveða það. — Verður nánar
skýrt frá ræðu Petrínar síðar.
léttu rúmi þótt bömin séu í
élttu rúmi þótt börnin séu í
hættunni á götunni, því það vís-
aði tillögunni frá — til leik-
vallanefndar! — með sínum 8
atkv. gegn atkvæðum allra
fulltrúa minnihlutaflokkanna.
undanskilinn er lítill jarðskjálfti
með upptök í Grímsvötnum er
gosið hófst þar 1934.
* I
Mælingar erfiðari hér en
nokkurstaðar
annarsstaðar
Jarðskjálftamælingar eru erf-
iðari viðfangs hér á landi en víð-
ast annars staðar, en það stafar
af því, að alltaf verður vart
nokkurrar hreyfingar, eins kon-
ar öldugangs, þar sem jörðin
gengur í bylgjum. Þessi stöðuga
hreyfing er á erlendum málum
nefnd mikroseismar. Það sem or-
sakar þessa hreyfingu er m. a.
brim við klettótta strönd, en
einnig hafa stormar 4 rúmsjó á-
hrif, sem gætir á landi í mörg
hundruð km fjarlægð. Þessir
mikroseismar eru meiri í Reykja-
vík en nokkurs staðar annars
á jörðinni þar sem jarðskjálfta-
mælar eru, en þeir valda því, að
mjög sjaldan er hægt að ákvarða
upptök jarðskjálfta með því að
nota einungis mælingar jarð-
skjálftamælanna í Reykjavík.
Skipbrotsmeiiniriiir fljuga til
Englasids á naánndagiain
Hrósa mjög öllu björgunarstaríinu og
aðhlynningu í landi
Skipbrotsmenn af brezka togaranum King Sol frá
.Grimsby, sem strandaði á Meðallandssandi aðfaranótt s.L
mánudag, komu til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Um miðjaii
dag í gær bauð Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykja-
vík og Sjómannastofan þeim til tedrykkju í skrifstofu
Slysavar naf élagsins.
Við það tækifæri bauð Guð
bjartur Ólafsson forseti Slysa-
varnafélagsins brezku sjómenn-
ina velkomna, minnti á það
gifturíka starf sem hér hefði
verið unnið í slysavarnamálum
á undanförnum árum og þann
þátt sem brezkir sjómenn hefðu
oft átt í björgun íslenzkra
skipshafna. Lauk hann máli
sínu með því að óska að þessi
samhugur brezkra og íslenzkra
sjómanna í slysavarnamálunum
mætti verða til fyrirmyndar um
fleira í sambúð þjóðanna.
Brezki sendiherrann, Thyne
Henderson, lýsti ánægju sinni
yfir hinni giftusamlegu björg-
un og þeirri aðhlynningu, sem
skipsbrotsmenn hefðu notið í
landi. Færði hann Slysavarna-
félaginu beztu þakkir, einkum
kvennadeildinni í Reykjavík,
sem komið hefði upp hinu á-
gæta skýli á Meðallandssandi,
en það var nú notað í fyrsta
sinn af sjómonnum.
Frú Guðrún Jónasson færði
hverjum hinna brezku sjó-
manna myndabók til minja ura
þau not, sem urðu af skýlinu
á Meðallandssandi við björgun-
ina. Einnig töluðu séra Óskar
J. Þorláksson, formaður slysa-
varnadeildarinnar Ingólfs, Snæ-
björn Jónsson og sr. Jakob
Jónsson.
Skipstjórinn á King Sol, Phil-
ip Sidney Farmery, flutti Slysa-
varnafélaginu alúðar þakkir
fyrir hönd skipshafnarinnar og
kvað þá félaga ekki myndu
gleyma því sem fyrir þá hefði
verið gert hér, er þeir kæmu
til Englands. Þeim væri af
eigin reynslu ljóst að íslend-
ingar hlífðu sér í engu, ef
sjómenn þyrftu aðstoðar með
við strendur landsins, og skipti
þjóðerni þeirra engu máli.
Skipsbrotsmennirnir, sem era
20 talsins eins og jafnan á
brezkum togurum, munu halda
heimleiðis með flugvél á mánu-
daginn. Þeir eru allir búsettii’
í Grimsby eða næsta nágrenni,
Frétfabréf frá Dalvik
Hukin hátaútgerð undirbúin
Lítil sem engin atvinna f rá því í nóvember á s.l. hausti
Á s.l. ári voru byggöir 3 þilfarsbátar á Akureyri fyrir
Dalvíkinga, 6 til 8 smálesta. Þessir bátar voru geröir út á
línuveiöar s.l. haust, svo og einn 50 lesta bátur og nokkrar
trillur. Var afli fremur tregin’ enda óhagstætt veðurfar
til sjósóknar, sérstaklega fyrir opna báta.
Fá fullt verð
fyrir aflann
. Bátar þessir voru gerðir út til
pramóta, og var nokkur atvinnu-
þót að því, þar sem aflinn var
unninn í frystihúsi. Á bátunum
!róa 3 menn, og. eru 2 í landi.
Skipt er í 9 staði, og fá hlutar-
tnenn fullt verð úr aflanum, eða
eins og útgerðin fær endanlega
tneð bátagjaldeyri.
Hafa róið frá áramótum
Þessir 3 nýju bátar hafa
stundað róðra frá áramótum, en
slíkt hefur ekki þekkzt hér, að
bátum væri róið frá Dalvík yfir
þennan tíma árs. Yfir janúar-
mánuð voru farnir aðeins 6—7
róðrar, enda var að heita mátti
stöðug norðanátt og snjókoma.
í febrúar 8—12 róðrar á bát,
og hefur afli verið 1000 til
3500 kg í róðri. Frosthörkurnar
hafa verið miklar, og reynst
hefur örðugt að verja fiskinn
frosti meðan á uppskipun hefur
staðið.
Gera menn sér vonir um að
afli glæðist þegar kemur fram í
marzmánuð, og loðna fer að
veiðast.
Frosin síld mun aðeins til í
10—12 róðra á bát.
2 bátar væntanlegir
erlendis frá
Mótorbátarnir Þorsteinn, Hann-
es Hafstein og Björgvin eru all-
ir á vertíð á Suðurlandi, en
m.s. Bjarmi var um áramótin
seldur til Véstmannaeyja. Hafa
eigendur Bjarma fengið inn-
flutningsleyfi fyrir nýjum bát
frá Danmörku, og Egill Júlíus-
son útgerðarmaður sem er aðal-
eigandi að Hannesi Hafstein, hef-
ur einnig fengið innflutnings-
leyfi fyrir nýjum bát, sem mun
verða byggður í Svíþjóð.
Hreppsnefndinni
neitað um bát!
Hreppsnefnd Dalvíkurhrepps,
sótti einnig um innflutning á nýj
um bát, er hún hugðist fá sjó-
menn hér til að yfirtaka, en
var synjað um innflutningsleyfi,
en ráðandi menn hér vilja
leggja áherzlu á fjölgun fiski-
báta.
Vatnsskortur —
Snjóalög
Vegna langvarandi frosta hef-
ur hér sem víða annarstáðar
verið allmikill skortur á neyzlu-
vatni, og hafa sum íbúðarhús
verið svo til vatnslaus um nokk-
urn tíma.
Snjóalög eru hér nokkur, mun
vera um % metra djúpur á lág-
lendi. Fyrir nokkru ruddu snjó-
ýtur veginn til Akureyrar, og
hefur hann haldizt opinn síð-
an, þailhig að bílfært hefur ver-
ið milli Akureyrar og Dalvíkur
að undanförnu.
Skíðanámskeið
Hálfsmánaðar skíðanámskeiðj
fyrir börn og unglinga er nýlok-
ið, og var mjög góð þátttaka I
því. Námskeiðið var haldið að tiÞ
hlutan Ungmennafélags Svarf-
dæla, og skólanefndar. Kennari
var Jónas Ásgeirsson frá Siglu*
firði.
Kauðmagaveiðar
Um miðjan febrúar fór að afl-
ast hér rauðmagi, og hefur veiði
verið' óvenju góð svona snemnia
á tíma. Hafa þó enn allmargir
ekki lagt net sín.
Atvinnuleysi
Lítil sem engin atvinna hef-
ur verið, frá því í nóvembeí
fyrir verkafólk, nema við nýt-
ingu þess afla sem fengizt hef-
ur, en heita má að handverks-
menn hafi enn sem komið ec
haft næga atvinnu.
Samningaumleitanir
Aðalfundur Verkalýðsfélagsins
var haldinn 28. janúar s.l. Var
þar samþykkt, að ræða við at-
vinnurekndur um nýja kaup-
gjaldssamninga, án til uppsagnar
kæmi á gildandi kaupsamning-
um. Viðræður munu þó enn ekki
hafa farið fram milli samnings-
aðila.
IfiDkkunnni
1. ársfjórðungur féll í gjald-
daga 1. janúar. Greiðið flokks-
gjöld ykkar skilvíslega i skrif-
stofu flokksins.