Þjóðviljinn - 04.03.1955, Page 4

Þjóðviljinn - 04.03.1955, Page 4
4) ■— ÞJÓÐVILJíNN — Föstudagur 4. marz 1955 Söitgskemmtun Níu söngvarar efndu til söng- skemmtunar í Gamla bíói síð- astliðinn þriðjudag. Þetta var nokkurs konar endurteknjng á söngskemmtun þeirri, sem söngfólkið hafði haldið til heið- urs Pétri Jónssyni sjötugum föstudagskvöldið áður. Að þessu sinni komu fram allir hinir sömu söngvarar og þá, að Katli Jenssyni undanteknum, en söng skráin nokkuð aukin frá þvi, sem verið hafði (bætt við 4 lög- um í stað 2ja, sem niður höfðu verið felld) án þess að heildar- svipur hennar breyttist að nokrum mun. Yfirleitt mátti ' söngskráin heita heldur til- breytingarlítil, eins og við var að búast, þar sem flutt voru eingöngu óperulög tilefninu samkvæmt, og varð þá varla heldur hjá því komizt, að til- tölulega mikið færi fyrirr ítölsku óperuhöfundunum. Söngkonur voru þrjár af þeim níu, sem þarna komu við sögu. Frammistaða Guðrúnar Á. Símonar hlýtur að verða minnisstæð. Söngur hennar í aríu úr óperunni „II barbiere di Sevigiia“ eftir Rossini var svo glæsilegur og einstaklega þokkafullur i alla staði, að manni þótti sem sæmt gæti „prímadonnu* á hvaða meiri háttar óperusviði sem vera skyldi. Guðrún Þorsteinsdóttir fór mjög vel með aríu úr óper- unni „Samson et Dalila“ eftir Saint-Saens, og var söngur hennar þó ef til vill ekki nægi- lega skapmikill. Mjög fallegur var samsöngur þeirra Guðrún- ar Á. Símonar og Þuríðar Páls- dóttur í lagi úr óperunni „Le nozze di Figaro" eftir Mozart. Einar Sturluson fór bráðvel með aríu úr óperunni „L’elisir d’amore“ eftir Donnizetti, og Guðmundur Jónsson flutti aríu úr óperunni „Un ballo, in mas- chera“ eftir Verdi af miklum glæsileik. Aría úr óperunni „Salvator Rosa“ eftir Gomes var flutt af Jóni Sigurbjörns- syni með feikidramatískum fimbulbassa, sem vafalaust frá BólsfurgerSinni EfiÍKtalin húsgögn hölum við á hoðstólum: Dagstofusófasett, Hringsófasett, með lausum púðum Armstólasett, Rokokosett, Armstólar, Hailstólar, með lausum púðum, Rokokostólar, Ernaklappstólar, Svefnsófar, Svefnstólar, Innskotsborð. Höfum úrvals húsgagnaáklæði, ullartau, damask, góbelin og plyds í mörgum litum. Fagmannavinna Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bólsturgerðin I. Jónsson h.f. Brautarholti 22 — Sími 80388 !■■■■■■■■■■■.. )■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Körfuknattleiksmót Islands hefst föstudaginn 18. marz í íþróttahúsinu að Háloga- landi. Keppt verður í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla. — Tilkynningar um þátttöku skulu hafa borizt skrifstofu í. B. R., Hólatorgi 2, fyrir 12. marz. Þátt- tökugjald er kr. 25.00 fyrir meistaraflokk og 20.00 kr. fyrir hvorn yngri flokkanna. íþróttabandalag Reykjavíkur myndi þykja hlutgengur víða á óperusviði. Kristinn Hallsson söng aríu úr óperunni „Don Giovanni" eftir Mozart af sín- um alkunna glæsibrag og kom auk þess fram í tveim tvísöngs- lögum. Magnús Jónsson fór ^Jórvel með sitt hlutverk í tví- söngnum úr óperunni „Tosca“ eftir Puccini, sem hann söng á- samt Guðrúnu Á. Símonar, og Þorsteinn Hannesson söng aríu úr óperunni „Fidelio“ eftir Beethoven af þrótti, kunnáttu og skilningi, *auk tenórhlut- verksins í tvísöng úr óperunni „La forza del destino" eftir Verdi, sem hann söng á móti Kristni Hallssyni. Að lokum var lag úr óperunni „Rigoletto“ eftir Verdi, þar sem þau sungu fjórmenning Þuríður Pálsdótt- ur, Guðrún Þorsteinsdóttir, Mangús Jónsson og Guðrnund- ur Jónsson, mjög prýðilega, eins og vænta mátti. Eftir þessa söngskemmtun hefur væntanlega mörgum á- heyrendum orðið ljósara en áð- ur var, hversu álitlegan hóp söngfólks við eigum orðið, og komu hér þó ekki öll kurl til grafar, jafnvel þó að ekki sé minnzt á þá ágætu söngvara okkar, sem við höfum misst úr landi að mestu eða öllu leyti, eins og Maríu Markan, Guð- mundu Elíasdóttur, Einar Kristjánsson og Stefán Guð- mundsson. Það er mikil og góð þróun, sem átt hefur sér stað í þessu efni á allra síðustu áratugum, og vist mun braut- ryðjandinn Pétur Jónsson hafa glaðst yfir þessum glæsilega hópi eftirkomenda sinna. B. F. m oáiMnn Askorun til Nýja bíós — Auglýsið síðustu sýningar Nokkur orð um útvarpsleikrit að Kvikmyndavinur skrifar: „FYRIR skömmu var sýnd myndin „Glæpur og refsing" í Nýja Bíó. Hugði ég gott til glóðarinnar að fá að sjá þetta snilldarverk á kvikmynd. En viti menn, eftir þrjá eða fjóra daga er hætt að sýna myndina, svo ég, og að sjálfsögðu ótal margir fleiri, missum þarna af afþragðsmynd. Nú skora ég á Nýja Bíó að sýna myndina aft- ur. Um leið vil ég vekja at- hygli Nýja Bíós, og annarra sem hlut eiga að máli á því, að of sjaldan er tekið fram, hvenær mynd er sýnd í síðasta sinn. Fyrir bragðið missa ýms- ir af myndum, er þeir hafa ætlað sér að sjá. Og oft eru það beztu myndirnar, þvi það einkennilega á sér stað, að venjulega er það þær, sem ganga skemmst. Kvikmyndavinur.“ SVO hefur E.G. beðið Bæjar- póstinn fyrir eftirfarandi línur um Útvarpsleikrit Halldórs Stefánssonar. — „Það hefur lengi staðið til að senda þér þessar línur, en það hefur dreg- izt úr hófi fram og ef til vill eru nú margir búnir að gleyma efni og meðferð leikritsins sem K. -3S ég geri að umræðuefni, Út- varpsleikriti Halldórs Stefáns- sonar. Eg hafði ýmislegt við það að athuga og þá einkum það er nú skal greina. Sú persóna sem hefði átt að koma með mestri reisn út úr leikrit- inu, er unga stúlkan. Hennar ferill hefði átt að verða allur annar til þess að leikritið yrði betra og heilsteyptara. Hún hefði átt að draga þær álykt- anir af vonbrigðum þeim sem hún varð fyrir af unnustanum, að ástæðulaust væri að harma hann vegna þess hve veiklynd- ur hann var, og hún hefði átt að halda leitinni áfram að sterkum manni og finna hann. Mér finnst meðferðin á ungu stúlkunni benda til þess að höfundur hafi að nokkru leyti gefizt upp á leikritinu og hnýtt á það lokahnútinn án þess að kryfja efnið til mergjar eins og vera bar. Hins vegar var hinn kvenmaðurinn, dóttir lög- fræðingsins, vel byggð persóna og sönn. Það má margt gott um þetta leikrit segja og kom margt slíkt fram í blöðunum á sinum tíma, en gagnrýni á á- valt rétt á sér, og þetta er það sem ég vildi leggja til máianna. Vinsamlegast. E. J Kirkjugarðsvarðarstaðanj | i I í Hafnarfirði er laus til umsóknar frá 1. apríl að ] [ telja. Umsóknarfrestur til 20. marz. Umsóknir sendist j : til formanns kirkjugarðsstjórnarinnar, Jóns G. : Vigfússonar, sem gefur nánari upplýsingar. Kirkjugarðsstjórnin Byggingavörur úr asbestsementi Þakhellur — Innanhúss-plötur Þrýstivatnspípur og allskonar tengistykki Einkaumboð: MAKS TRADING €o. Klapparstig 26 — Sími 7373 CZECHOSLOVAK CERAMICS Ltd., PRAGUE, CZECHOSLAVAKIA Utanhúss-plötur, sléttar Báruplötur á þök Frárennslispípur og tengistyldd

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.