Þjóðviljinn - 04.03.1955, Page 6
■£>) — ÞJÓÐVILJJNN — Pöstudagur 4. marz 1955
þJÓOVIUINN
Útgofand.1: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.í.
Feimnisinál Heíga
' Alþýðublaðið segir í gær, að það hefði verið vandalaust fyrir
Alþýðuflokksfulltrúa á síðasta Alþýðusambandsþingi að ráða
kosningu sambandsstjórnar „hefðu þeir verið einhuga og sam-
taka“. Reynir blaðið að renna stoðum undir þessa kenningu
með þeirri fullyrðingu að flokksmenn þess hafi verið stærsti hóp-
ur þingsins, fylgjendur Framsóknar á þinginu hafi verið reiðu-
búnir til liðsinnis og það befði nægt til að tryggja „hreinni Al-
þýðuflokksstjórn" kosningu.
Ekkert af þessu er rétt. Einingarmenn voru fjölmennastir á
sambandsþinginu. Er rétt að það komi fram þótt það skipti ekki
meginmáli. Fylgjendur Framsóknarflokksins munu hafa verið
um 25 þannig að atfylgi þeirra einna hefði ekki hrokkið til þótt
til staðar hefði verið. Auk þess var reynslan sú, að hægri menn
Alþýðuflokksins og forkólfar Framsóknar höfðu ekkert vald á
atkvæðum ýmissa fulltrúanna sem til Framsóknar töldust. Marg-
ar atkvæðagreiðslur um átakamál þingsins sönnuðu þetta.
Annars er þýðingarlaust fyrir Helga Sæmundsson að vera að
setja upp fölsuð reikningsdæmi til að dylja atferli húsbænda
sinna í hægri klíkunni. Aðalatriði málsins er að fulltrúar á síð-
asta Alþýðusambandsþingi skiptust ekki eftir pólitískum flokk-
um í afstöðu sinni til veigamestu mála. Þetta tókst ekki þrátt
fyrir endurteknar tilraunir og mikla fyrirhöfn flokksstjórnanna
í Alþýðuhúsinu, Holstein og Edduhúsi. Einingarmenn og vinstri
menn Alþýðuflokksins stóðu saman á sambandsþinginu og ráku
erindreka afturhalds og atvinurekenda úr æðstu trúnaðarstöð-
um alþýðusamtakanna. Það var mikið þarfaverk. Og það er al-
veg vonlaust fyrir Helga Sæmundsson að ætla sér að hvítþvo
Stefán Jóhann og Harald Guðmundsson af þeim flekk að hafa
ætlað að freista þess að halda Alþýðusambandinu áfram í hlýðn-
isafstöðu við atvinnurekendaflokkinn. Þetta er á vitorði allra
enda yfirlýst af Morgunblaðinu um leið og það snupraði hægri
foringjana fyrir það „hugleysi'* að þora ekki að hafa opinbert
kosningabandalag við íhaldið.
Einingarvilji alþýðunnar og festa þeirra fulltrúa hennar sem
ekki brugðust á Alþýðusambandsþingi gerðu að engu draum aft-
tirhaldsins um „hreina Alþýðuflokksstjóm" kosna af íhaldi og
hægri mönnum. Þetta eru staðreyndir málsins og þær verða ekki
duldar þótt ritstjóri Alþýðublaðsins hafi allan vilja til að fara
með samninga húsbænda sinna við flokk atvinnurekenda og í-
halds sem feimnismál.
Framlag alvinnurekenda
Aðalkröfum verklýðsfélaganna á hendur atvinnurekendum
hefur nú verið vísað til sáttasemjara ríkisins en beinar viðræður
halda áfram milli samninganefnda beggja aðila um hinar ýmsu
sérkröfur sem gerðar eru af hálfu einstakra félaga og starfs-
hópa.
Það er opinbert leyndarmál að til þessa hafa fulltrúar at-
vinnurekenda ekki gengið í einu einasta atriði til móts við þær
kröfur sem verklýðsfélögin hafa gert. Þeir hafa notað frestinn
til annars. Þeir hafa hafið skipulagðan áróður gegn réttlætis-
kröfum verkalýðsins og gripið til hinna fáránlegustu blekkinga
málstað sínum til framdráttar. Er þar skemmst að minnast út-
reikninga hagfræðinga ríkisstjórnarinnar um að kaupmáttur
verkamannalauna hafi aukizt um 1.1% síðustu tvö árin og hinnar
furðulegu orðsendingar gjaldeyrisbraskaranna í L.I.Ú. um að
hætt verði starfrækslu vélbátaflotans og togaranna fái verka-
menn nokkrar kjarabætur. Til viðbótar koma svo daglegar blekk-
ingar Morgunblaðsins og Vísis, málgagna auðkýfinganna sem
eiga Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi framkoma atvinnurekenda mun lengi í minnum höfð og
sýnir ijóslega hver alvara þeim er að leysa vinnudeiluna án þess
að til verkfalls komi. Ábyrgri afstöðu verklýðshreyfingarinnar
er svarað með algjörri andstöðu við allar kröfur hennar og frest-
urinn notaður til þess að torvelda samninga svo sem verða má.
Þetta sérkennilega framlag atvinnurekenda til lausnar á vinnu-
deilunni er án efa með fullu samþykki ríkisstjómarinnar enda á
hún sinn þátt í blekkingunum.
Hollast væri fyrir atvinnurekendur og ríkisstjórn þeirra að
átta sig á því í tíma að þau vinnubrögð sem þessir aðilar hafa
beitt hingað til leiða ekki til neinnar lausnar. Leiðin sem fara
verður er að semja við verkalýðsfélögin, að öðrum kosti munu
þau grípa til sinna ráða til þess að knýja fram kröfur sínar um
/Jiækkuð laun og aðrar kjarabætur.
Orðsending lil Einars Braga
Þú berð þig að vonum illa
út af því, að Jóhannes úr
Kötlum skyldi taka til sín
ummæli þín um kulvísa kalla
í Hveragerði. íEn það var ekki
við öðru að búast. Þú hélzt,
að Jóhannesi ætti að vera
það ljóst, að með þeim um-
mælum ættir þú við mig. En
auðvitað datt hvorki honum
né öðrum, sem til mín þekkja,
í hug, að átt sé við mig, þeg-
ar talað er um kulvísa kalla.
Þú segir, að þér hafi runnið
í skap við mig út af skrifum
mínum í Þjóðviljann og ýtt
þess vegna lítillega frá þér.
Það var leiðinlegt, að það oln-
bogaskot, sem mér var ætlað,
skyldi lenda í aumingja Jó-
hannesi, sem er alveg sér-
.staklega góðs maklegur frá
þinni hendi. En nú er ég
hræddur um, að tvö olnboga-
skot, sem þú munt ætla mér í
niðurlagi orðsendingar þinnar
til Jóhannesar, hitti einnig
aðra en til er ætlazt. Þú tal-
ar með nokkurri fyrirlitningu
um Nesjahrepp og menning-
arleg viðhorf þar á uppvaxt-
arárum mínum. En ég hef
aldrei verið í Nesjahreppi.
Svavar Guðnason listmálari er
aftur á móti alinn upp í
Nesjahreppi. Þetta menning-
arlega viðhorf, sem þú segir
að ríkt hafi í Nesjahreppi á
uppvaxtarárum mínum, segir
þú að enn „hjari“ í gróður-
húsum austan Hellisheiðar, og
ég hef það fyrir satt, að þar
eigir þú við gróðurhús í
Hveragerði, og er helzt að sjá,
að þau hús séu eini staður-
inn á öllu landinu, þar sem
þetta Nesjahreppssjónarmið
hjarir enn. En ég hef aldrei
verið í gróðurhúsi í Hvera-
gerði eða annars staðar. En
Kristján frá Djúpalæk vann
hér í gróðurhúsum í sumar,
og mætti því ætla, að honum
væri sneiðin ætluð. Það finnst
mér mjög ólistrænt að skrifa
þannig, að megnið af því,
sem virðist skiljanlegt, sé
þannig fram sett, að það
hljóti að misskiljast.
Þú segir, að í sumar hafi
ég setið við að snúa ókvæð-
isorðum upp á unga félaga
mína. Þar átt þú við greina-
flokk minn í Þjóðviljanum:
„Dugur eða drep“. Ég kann-
ast ekki við að viðhafa ókvæð-
isorð í ritum mínum yfirleitt,
en viðurkenni þó, að það get-
ur verið smekksatriði, hvað
menn nefna því nafni, en það
er auðvitað til of mikils ætl-
azt, að þú farir að leggja þig
niður við að tilnefna dæmi
máli þínu til sönnunuar. Hitt
kannast ég þó enn síður við,
að ég hafi fyrst og fremst
beint brandinum að ungum fé-
lögum mínum. Tilefni þessa
greinaflokks voru tveir rit-
dómar, sem mér þóttu sér-
staklega hneykslanlegir, eft-
ir þá Helga Sæmundsson og
Indriða G. Þorsteinsson. Báða
þessa menn kannast ég við
sem unga menn, en hvorugan
hef ég talið félaga minn. Vera
má, að þér hafi fallið illa, hve
hart ég tók á þeim ungu
mönnum, og þeir standi nær
þínu hjarta en mínu. Þá er
það annað í greinum mínum,
sem þér kann að hafa fallið
illa, en það eru lofsyrði þau,
er ég lauk á Kristján frá
Djúpalæk, en það var nýjasta
kvæðabók hans, sem hafði
gefið tilefni til hinna óskap-
legu ritdóma þeirra Indriða
og Helga. Kristján er einn
minna ungu félaga, og mér er
það mikil ánægja, hve mikill-
ar þjóðhylli hann hefur þeg-
ar aflað sér, og ég hef eng-
ar áhyggjur af hagmælsku
hans. Það hefur opinberazt,
og það í votta viðurvist, að
lofsyrði um Kristján hljóma
illa í þínum eyrum. En þótt
tyftun á hendur þeim Indriða
Frá
Gunnari
Benediktssyni
og Helga og málsvöm fyrir
skáldskap þann, er þeir níddu,
væri þungamiðja ritgerða
minna, þá kom ég víðar við
til frekari skýringar á ýms-
um menningarfyrirbærum
samtíðarinnar. En þar sem
þú virðist ekki hafa mjög
mikla hæfileika og hér um bil
engan vilja til að greina þætti
eins fyrirbæris einn frá öðr-
um og ennfremur var þér
sýnd sú virðing að vitna í
ummæli þín, þá urðu þær setn-
ingar að heilum langhundi í
höfði þínu og allt annað hvarf.
Ég benti á það, að þeir for-
dæmanlegu starfshættir, sem
þeir Helgi og Indriði gerðu
sig seka um, ættu víðar rætur
í menningarlífi okkar og einn-
ig'þar sem sízt skyldi. En þá
varst þú kominn anzi nærri
vettvangi. „Helvítis rímið“,
var nokkurs konar stef í rit-
dómi Helga, og Indriði lét
ekki standa á stuðlum. En
um líkt leyti hafðir þú skríf-
að ósköp sóðalega og ólist-
ræna ádeilu á hið bundna
ljóðform okkar Islendinga, og
kom í ljós, að þetta hefð-
bundna tjáningarform for-
feðra okkar hatar þú af öllu
þínu hjarta og betur til, og
þó hefði sennilega engum dott-
ið í hug að jafna þér sem
skáldi við Jónas Hallgríms-
son, hefðir þú ekki eitt sinn
álpazt til að grípa til þessa
forms. — En ég tel ekki eftir
mér að endurtaka það svo
oft sem þurfa þykir, að fyrir-
litning á rótgrónum menning-
arerfðum okkar Islendinga
þykir mér mjög uggvænlegur
hlutur, og viðleitni nýrra
menningarfrömuða til að slíta
tengsl fólksins við forna og
rótgróna menningu met ég til
neikvæðrar stærðar á menn-
ingarsviði og þó sérstaklega
við þær aðstæður, sem þjóð-
líf okkar á nú við að búa.
Greinaflokkur minn í sum-
ar átti að geta gefið tilefni
til umræðna um þau menning-
arfyrírbæri, sem þar var um
fjallað. Hann átti að geta gef-
ið ykkur, listamönnum nýrra
listastefna, tilefni til að koma
á framfæri viðhorfum okkar
og leiðréttingum um þau at-
riði, sem ykkur þótti ég ekki
rétt með farq í túlknh. ykk*ar
viðhorfa. Því að hafi í ein-
hverju efni verið um misskiín-
ing að ræða af minni hendi,
þá er það alveg víst, að fleiri
munu vera þeim misskilningi
haldnir, og hefði þá átt að
vera vel þegið að fá tilefni
til að koma leiðréttingum á
framfæri. Ég taldi ekki von-
laust, að ritgerðir mínar gætu
gefið tilefni til rökræðna á
opinberum vettvangi um þessi
mikilvægu mál, sem svó mjög
eru rædd manna á milli. Þær
umræður hefðu átt að geta
leitt til aukins skilnings á
því, sem um er deilt, fært
andstæð sjónarmið hvert nær
öðru, gert skýrara, hvað á
milli ber og greint nánara
milli aðalatriða og aukaatriða
þessara mála, en þeim hættir
allmikið við að þvælast hverju
um annað í daglegu karpi. En
það varð lítið úr því, að þið
ungu mennirnir, hagnýttuð
þetta tækifæri. Þú kvartar
undan því, að ég hafi notað
tækifærið, þegar þið voruð í
sumarvinnu ykkar, en þá er
ég í mínu sumarleyfi. En auð-
séð er á orðsendingu þánni til
Jóhannesar úr Kötlum, að
greinar mínar hafa ekki horf-
ið með öllu úr huga þínum x
sumarannríkinu, og gaztu
þess vegna tekið upp þráðinn
með haustnóttunum. Einn
ungur maður var þó ekki
svo önnum kafinn, að hann
gæti ekki gefið sér tíma til
að taka upp hanzkann fyrir
sína hjartkæru hugsjón, sem
hann taldi mig hafa ráðizt á.
En Þjóðviljinn, sem allt vill
þó fyrir ykkur gera, treysti
sér ekki til að birta þá grein,
en Helgi Sæmundsson tók
henni með miklum fögnuði.
Þessi greinarhöfundur er einn
þeirra manna, sem eiga að
vera frémstir í varaliði nýrr-
ar menningarsóknar á íslandi
undir þinni forustu, og af því
má marka, að hann muni
mjög að þínu skapi. Það var
ekkert í þeirri grein', sem
nýtilegt var sem grundvöllur
fyrir frekari umræður. Mikill
hluti hennar var t.d. harðar
átölur fyrir það, að ég bæri
Ásmundi Sveinssyni mynd-
höggvara það á brýn, að
hann hefði selt sig. Nú vill
svo til í fyrsta lagi, að í
greinum mínum er ekki
minnzt einu orði á Ásmund
Sveinsson, í öðru lagi er ekki
minnzt einu orði á högg-
myndalist, og í þriðja lagi
er hvergi að því vikið, að
nokkur maður hafi selt sig.
Ég vona fastlega að þú skilj-
ir það, að svona höfundar
eru ekki viðræðuhæfir. En í
þessu sambandi tel ég rétt að
taka það fram, að Ásmundur
Sveinsson er einn þeirra ís-
lenzkra listamanna, sem ég
virði mest, og ekki aðeins
vegna listar hans, sem ég dái,
heldur einnig fyrir þann
manndóm og æðruleysi, sem
hann hefur sýnt í marghátt-
uðum erfiðleikum, sem hann
hefur átt við að stríða, svo
sem margir þeir aðrir, sem
helga sig listinni af heilum
hug. Væri vel, ef unga lista-
mannakynslóðin legði kapp á
að taka sér hann til fyrir-
myndar í þeim greinum, því
í . Í í (» i e í'rennHaJdL á 9opí«u.