Þjóðviljinn - 06.03.1955, Page 1

Þjóðviljinn - 06.03.1955, Page 1
VILJINN Sunnudagur 6. marz 1955 — 20. árgangur — 54. tölublað Samningafundur annaðkvöld Næsti fundur sáttasemjara með samninganefndum verka- lýðsfélaganna og atvinnurek— enda verður annaðkvöld kl. 9. Forustumenn ihaldsins lýsa hugsjónum sinum: j Olafur Björnsson: Bezta kjarabétisi er að hætta að byggja íbúðarhús Ólalur Thors: Ég er einn skuldugasti maður landsins og hefði mikinn hag af gengislækkun Hagfræðingur íhaldsins, Ólafur Bjömsson prófessor, birtir grein í Morgunblaðinu í gær og kemst þar að þeirri niðurstöðu „aö raunhœfar ráðstafanir til aukningar kaup- mátiktr launanna yröu ekki geröar nema meö pví að minnka fjárfestinguna, enda væri meginorsök launadeilna peirra sem nú stœöu yfir mikil eftirspurn eftir vinnuafli, sem stafar einkum af miklum byggingarframkvœmdum“. Með öðrum orðum: Kjaraskerðingin á undaníöm- um árum stafar af því að það hafa verið byggð of mörg hús! Leiðin til kjarabóta er að hætta að byggja íbúðir!! í greininni sem birtir þessa lærdómsríku niðurstöðu er Ól- afur Björnsson annars að reyna að verja afstöðu sína í kaupgjaldsmálunum. Hún er sem kunnugt er á þá leið að Ól- afur Björnsson getur alltaf sanna að hann eigi rétt á grumikaupshækkunum. Hann á einnig auðvelt með að sanna að hann eigi rétt á margfalt hærrí launabótum en þeir op- inberír starfsmenn sem hafa lægstar tekjur. Og inn á milli sannar hann svo með jafn miklum sannfæringarkrafti að verkamenn eigi aldrei rétt á grunnkaupshækkunum. Honum er aðeins ofvaxið að koma þess- um sjónarmiðum saman og heim, og skyldi enginn lá hon- um það. ’jlr. Þakkarverð hrein- skilni. En þessi hagfræðingur í- haldsins er nú kominn á það stig að hann heldur því fram að of miklar íbúðarhúsabygg- ingar séu undirrót alls ills í þjóðfélaginu: Launadeilurnar stafa af „miklum byggingar- framkvæmdum"; kaupmáttur launa verður aðeins aukinn með þvi að draga úr húsbyggingum! Og það er ástæða til að þakka sérstaklega þessa afar hrein- skilnu yfirlýsingu um stefnu í- haldsins; hún sýnir mætavel hver heilindi eru á bak við skrum Morgunblaðsins í hús- byggingamálum. Auk þess sýn- ir niðurstaða Ólafs einkar vel í hvers konár—sjálfheldu þeir hagfræðingar komast sem •reyna að verja „fræðilega11 stefnu íhaldsins og andstöðu þess við réttarkröfur vinnandi fólks. Hver lieilvita maður veit fullvel að auknar íbúðarhúsa- byggingar eru kjarabót og stuðla að auknum kaupmætti launa, að húsnæðisskortur er undirrót kjaraskerðingar og neyðar. En sjónarmið heilvita manna eiga auðvitað ekkert er- indi inn í hagfræði ihaldsins. ^ Vilja atvinnuleysi. Enginn skyldi þó ætla að Ól- afur Björnsson sé fáviti; hann hugsar aðeins út frá sjónar- miðum atvinnurekenda. Það sem hann á við er' þetta: Það verður að draga úr atvinnunni og koma á hæfilegu atvinnu- leysi til þess að lama verkalýðs- samtöldn, svo að þau geti ekki liáð sigursæla kaupgjaldsbar- áttu. En þetta þorir íhaldið ekki að segja berum orðum, og þess vegna eru búnar til „röksemd- ir“ eins og þær sem Ólafur Björnsson hampar í Morgun- blaðinu í gær. Og þær eru enn eitt dæmi þess hversu illa íhald- ið er statt í andstöðu sinni við kröfum verkafólks um hækkað kaup — sem geri mönnum kleift að búa í sæmilegu húsnæði. Aðrænaböm „Ávaxtið krónuna" erAtjör- orð sparifjársöfnunar skóla- barna. I*að hefur verið haft fyrir börnunum í blöðunum og útvarpi, í bamatimum og kennslustimdum. Og: auð- vitað hafa bömin tekið þessu vel; þeim hefur verið sagrt að auramir myndu aukast og margfaldast, þannig; að þau gætu keypt sér eitthvað mikið eftir nokkur ár. En nú, þegar bömin í landinu hofa fest hundmð þúsimda króna í bönkunum, koma skulda- kóngar íhaldsins til skjal- anna og heimta að fá að ræna bömin eins og aðra. Ólafur Thors hótar gengfis- lækkun dag eftir dag með þeirri skýringu að haiui sé „án efa í hópi skuldugustu manna landsins" — þeirra manna sem hafa beinan hag af því að lækka geng- ið. Og ef þelr þora að fram- kvæma hótanir sínar munu börnin í landinu komast að þvi elnn góðan veðurdag að það er búið að ræna úr bókunum þeirra, iikt og þegar innbrotsþjófur lætur sig hafa það að stela spari- baukum bama. Og pening- amir sem hverfa úr bókun- um munu koma í Ieitlmar hjá skuldakóngum íhalds- ins; þeir verða þeim mun auðugri sem börnin verða fátækarl. Forsætisráðherra íhaldsins, Ólaíur Thors, lýsir yí- ir því í Morunblaðinu í gær að hann sé einn skuld- ugasti maður landsins og þess vegna myndi hann hafa mikinn gróða af nýrri gengislækkun. Birtist yfirlýsing þessi í ræðu sem hann flutti á Alþingi daginn áður, en þar hafði hann enn sem fyrr í hót- unum um nýja gengislækkun ef verkafólk reyndi að tryggja sér réttlátan hlut af þjóðartekjunum. Hótun sína um gengislækkun flutti Ólafur Thors fyrst um síðustu áramót og síðan hefur verið klifað á henni sýknt og heilagt í blöðum íhaldsins. Hefur auðvitað verið reynt að skella ábyrgðinni á verkalýðs- félögin og því verið haldið fram að hækkað kaup hlyti ó- hjákvæmUega að leiða til geng- islækkunar, því þá yrði út- flutningur okkar ósamffeppnis- fær erlendis. Þessi kenning er lokleysa. tjtflutningsafurðir okkar eru greiddar í erlendum gjaldeyri, og við fáum ná- kvæmlega jafn mörg pund, dollara eða rúblur hvað svo sem gengið er skráð. Gengis- lækkun er aðeins ráðstöfun til þess að breyta skiptingu þjóð- arteknanna innanlands. Hvað skuldar hann mikið? Skýring-in á gengislækkunar- hótun íhaldsins er auðfundin ef athugað er hverjir hafa hag af gengislækkun. Það eru fyrst og fremst skuldakóngar íhaldsins, þeir sem hafa fengið að ausa fé úr bönkum þjóðarinnar; og í annan stað þeir sem hafa stol- ið undan gjaldeyri og geyma Séra Ingimar jónsson segir af sér skólastjórastörfum Séra Ingimar Jónsson, skóla- stjóri við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sagði af sér skólastjórastörfum í fyrradag. Var afsögn hans tilkynnt í skólanum í gær og jafnframt að Sveinbjörn Sigurjónsson hefði verið settur skólastjóri til vors. Nú um alllangt skeið mun hafa verið Ijóst að ekki var allt með felldu um fjárreið- ur skólans. Mun málið hafa verið rannsakað að undan- förnu og komið í ljós að mjög verulegar upphæðir höfðu ver- ið dregnar út úr rekstri skól- ans. Er þetta tilefni þess að Ingimar Jónsson hefur sagt af sér störfum, en eflaust fer málið nú til ýtarlegrar rann- sóknar. Ingimar liefur verið skóla- stjóri gagnfræðaskólans frá 1930 — eða í næstum því 25 ár. hann erlendis. Fremstur í þeim flokki er einmitt Ólafur Thors. „Eg er án efa í hópi skuidug- ustu manna landsins“ segir hann í Morgunblaðinu í gær, og það er jafnframt játning á því að hann hafi grætt milljóna- fúlgur á síðustu gengislækkun. Væri ánægjulegt ef hann vildí halda hreinskilni sinni áfram og skýra frá því hversu mikið hann skuldar. Því hefur verið haldið fram opinberlega — mót- mælalaust — að Kveldúlfur einn saman skuldi 100 milljónir króna í bönkunum. Því hefur einnig verið haldið fram í stjórnarblaðinu Tímanum, að Kveldúlfur komi stöðugt fyrir gjaldeyriseignum á Italíu. Þarna er sem sé einn helzti að- ilinn sem lítur á gengislækkun sem beint hagsmunamál og mikinn gróðaveg. ^ Persónulegt hags- munamál að ræna sparifé barna. Það eitt er stórfellt hneyksli að einn skuldugasti maður landsins skuli gegna störfum forsætisráðherra á Islandi. Það fer ekki milli mála að hann notar þá aðstöðu til þess að skófla fé út úr bönkunum á sama tíma og hann kemur und- an milljónafúlgum. Af þeim á- stæðum eru gróðahagsmunir hans og fyrirtækja hans einn- ig í fyllstu andstöðu við hags- muni þjóðarinnar. Og það myndi óvíða verða þolað nema á Islandi að forsætisráðherra landsins hefði í hótunum um gengislækkun — aðeins vegna þess að það er honum persónu- legt hagsmunamál; og skiptir hann þá engu máli þótt hann ræni meginþorra þjóðarinnar og þar með börnin sem hafa verið löðuð til þess á undanförnum mánuðum að festa aurana sína i krtM Irii wi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.