Þjóðviljinn - 06.03.1955, Page 4

Þjóðviljinn - 06.03.1955, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. marz 1955 Forarbað og brosandi lögregluþjónar — Hvers vegna ný leikrit og nýjar kvikmyndir? — Cefið okkur fleiri Gullin hlið, Önnur og Frænkur Charleys! HLÁKAN og hlýviðrið orsaka ó- hreinar götur, drullupolla og forarsvað og þá reynir mjög á ökuhæfni bílstjóranna. Rétt í þessu var einn lítill og snotur- legur bíli að ausa yfir mig úr nokkrum stærstu pollum í Stór- holtinu, sem eru hvorki fáir né frýnilegir. Og sem ég þurrka forina úr andlitinu og lít á eft- ir bílkrílinu til ’að sjá a.m.k. hvernig svona ökuníðingur lít- ur út, þá ber fyrir augun hvorki. meira né minna en tvo lögregluþjóna í fullum skrúða, sitjandi inni í bílnum hlæjandi og talandi og virðast ekki hafa mikinn áhuga á þvi hvort ek- illinn sullar for og bleytu yfir saklausa vegfarendur á báða bóga. Æjá, þeir eru búnir að bjarga fínu úníformunum sín- um inn í bíl og láta sig svo engu skipta föt hinna sem urðu að sætta sig við að ösla forar- göturnar. , V OG SVO hefur margur maður- inn velt því fyrir sér upp á síðkastið, hvers' vegna kvik- myndahús og leikhús eru að burðast við að færa upp ný og ný leikrit og sýna nýjar og nýjar kvikmyndir. Það er Ijóta fásinnan. Það hefur sýnt sig á- þreifanlega upp á síðkastið að þetta er hreinasti óþarfi. Þjóð- leikhúsið þyrfti ekki að sýna annað leikrit en Gullna hliðið, ef til vill smella Pilti og stúlku inn í öðru hverju til tilbreyt- ingar. Þá væri gestum þess borgið. Leikfélag Reykjavíkur gæti látið sér nægja Prænku Charleys. Og hvað kvikmynda- húsin áhrærir hefur það komið greinilega í ljós upp á síðkastið, að því betri sem myndir eru, þeim mun styttri tíma eru þær sýndar. Nýja bíó sýndi Othelló fyrir skemmstu í aðeins tvö kvöld og bar þó öllum saman um sem myndina sáu að hún hefði verið afbragð, bæði hvað leik og myndatöku snerti. Síð- asta sýning er ekki einu sinni auglýst, svo mikið liggur á að kippa myndinni út af dagskrá. Nei, bíóunum er borgið ef þau hafa nokkur eintök af Önnu, Vanþakklátu hjarta eða Lækn- inum hennar, og myndum í þeim dúr, með læknum, hvít- um sloppum, nokkrum manns- lífum í bláþræði, helzt blindri eða heyrnarlausri stúlku sem auðvitað fær sjón eða heyrn aftur í lokin og giftist læknin- um í hvíta sloppnum. Þetta má svo varíera á margan máta. En með því að ná í eina svona mynd er bíóinu borgið og það getur sparað sér þá fyrirhöfn sem fylgir því að elta uppi góð- ar myndir. Hvern fjandann hefur fólk að gera við góðar myndir? Það vill hvíta sloppa, ást, vonbrigði, tryggðrof og happy end og því skyldi það ekki fá það? Því á hvert bíó að koma sér upp einni slíkri kvik- mynd og sýna hana og enga aðra. Allt fellur í ljúfa löð, fullt hús á hverju kvöldi og enginn þarf að rífast yfir því að síðustu sýningar hafi ekki verið auglýstar, vegna þess að síðasta sýning verður aldrei. • T I L LIGGUR LEIÐIN Osvagiteppi Verð kr. 90.00 Toledo Fischersundi. BIFREI9AEIGENSUR! ..Hreyfílfinn gengur þýður og skilar meiri orku". er ein- rcma álit bifreiðaeigenda. sem notað hafa Shell-benzín með I.C.A. Skaðlegar kolefnisútfellingar safnast innan á strokklokið. í dag er ár lið'ið síðan Shell-benzín með I.C.A. kom fyrst á mark- aðinn hérlendis. Á þessu eina ári hafa vinsældir þess stöðugt auk- izt og bifreiöaeigendur um allt land sannfærzt um kosti þess um- fram annaö benzín. Fyrstu tíu mánuöina jókst sala á Shell-benzíni um tæp 30%, er sýnir betur en nokkuö annað þær vinsældir, er Shell-benzín meö I.C.A. hefur náð meðal bifreiðaeigenda. Að baki hinum mikla árangri, er náðst hefur með I.C.A. eru vís- indalegar tilraunir, byggðar á einföldum staðreyndum, er skýrðar eru hér að neöan. Á myndinni til vinstri hef- ur kolefmsútfellingum verið safnað í skál og hún hituð .upp í sama hitastig og fyrir kemur í brunaholi hreyfils- ins í bifreið yöar. Við það myndast glóð í útfellingun- um. í brunaholinu veldur glóðin því, að það kviknar í eldsneytishleðslunni, áður en bullan er komin í rétta stöðu til þess að taka við aflslaginu. Til vinstri sjást kolefnisút- feliingar úr hreyfli, er not- að hefur Shell-benzín með I.C.A. Enda þótt skálin sé hituð myndast engin glóð. Útfellingarnar hafa því ver- ið gerðar óskaðlegar. Shell með I.C A. hefur því komið að gagni. Engin „glóð- arkveikja”, betri og full- komnari bruni eldsneytisins og engin skaðleg áhrif í hreyflinum. Eftir fimm ára rannsóknarstarf í efnarannsóknarstofum Shell-félaganna í Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjum N-Ameríku, og 120 milljón kílómetra reynsluakstur á öll- 1 kertunum valda útfellingarnar einnig vandkvæð- um. Þær leiða rafmagn og orsaka þannig skamm- hlaup í þeim, er hefur í för með sér ójafnan gang og sóun á eldsneyti. „Glóðarkveikja” og skammhlaup í kertum eru veigamestu orsakir afltaps og slæmrar orkunýtni. Myndin til hægri sýnir hvernig vandkvæði þessi komia í ljós, er gangur hreyfilsins hefur verið hljóðritaður. (Sjá strokka nr. 5 og 6 é 5. mynd). um tegundum bifreiða, var fyrst ákveðið að setja Shell- benzín með I.C.A. á markaðinn, en það er nú selt í yfir 40 löndum heims. Ekkert skammhiaup í kertum. I.C.A. hefur breytt efnasamsetningu útfellinganna. Straumurinn fer þvi rétta ieið milii kveikiodda kertanna og öflug- ur neisti myndast, er kveikir i eldsneytishleðsl- unni á réttum tíma. Notið SHELL með á bifreiðina i Andsvar við orðsendingu Gunnar Benediktsson sendir mér fjögra dálka orðsendingu í Þjóðviljanum í fyrradag. í henni koma ekki fram nein ný viðhorf, og því ætla ég ekki að lengja þessar viðræður. Á fjölmennri ráðstefnu lista- og menntamanna, þar sem Gunnar Benediktsson og Kristján frá Djúpalæk voru báðir nærstaddir, færði ég rök að því með tilvitnunum í skrif Gunnars, að hann hefði þá fyrst orðið verulega hrifinn af kveðskap Kristjáns, er hann hafði ort Sjómannavals- inn. I þessu fólst ekkert mat á skáldskap Kristjáns umfram það, að ég tæki ljóðin hans fram yfir danslagatextana. Frá þessum orðaskipturn skýr- ir Gunnar á þennan smekk- lega hátt: „Það hefur opin- berazt, og það í votta viður- vist, að lofsyrði um Kristján hljóma illa í þínum eyrum“. Af þessu gætu þeir, sem ó- kunnugir eru málavöxtum, á- lyktað að ég hefði verið að niða Kristján, sem er einn af beztu kunningjum mínum, að honum fjarverandi. Mig brest- ur orð til að lýsa undrun minni yfir svona málflutningi. Mér hefur alltaf skilizt að jákvæð listgagnrýni væri í því fólgin að afhjúpa veilurnar í verkum hinna viðurkenndu listamanna og hefja það sem lífvænt er í verkum hinna ungu, en taka létt á göllun- um. Gunnar fer þveröfugt að. Þess vegna er barátta hans vonlaus. Ég vil þó engan veg- inn halda því fram að hún sé til tjóns eins. Hæfileg and- staða drepur engan. Einar Bragi. S h áhin Framhald af 6. síðu. ig (Rxh7, Kg8 23. Rf6f Kf8 24. Rxe7 gxf6 25. Rxc6 De8 26. Db4! a5 27. Dc3) 22. Rf5xe7 Dd8xe7 Nú hefur svartur væntanlega hugsað með ánægju til 23. Re4 Bf5 24. Hd4 c5 25. Hc4 Hd8, en blindingurinn kemur honum aftur á óvænt. 23. Da4—e4! Verst máti og hótar máti sjálf- ur, svo að svartur á ekki ann- ars úrkosta en taka drottn- ingakaup. Hann tapaði síðan skákinni eins og vera bar. Þetta mé allt finna í bók Alje- khins „Beztu skákir mínar“ og einnig þá að því er virðist sjálfsögðu athugasemd, að 20. — Rf6xe4 strandi á 22. Hd6xd7. en nýlega hefur rússneskur skákvinur botnað á snjallan hátt: 22. — Dd8xd7!! 23. He7x d7 Re4—c3! Nú vofir bæði mát og frúarmissir yfir, svo að hvít- ur á varla á öðru völ en 24. Rf5—h6f Kg8—h8 25. Rh6xf7f Kh8—g8 26. Rf7—h6f og jafn- tefli með þráskák. Hann hefði því sennilega betur teflt 32. Da4xe4 með góðum vinnings- horfum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.