Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. marz 1955 *a Benjamín Eíríksson; a utrygginganna eitf af undrum veraldar Benjamín Eiríksson, banka- Etjóri Framkvæmdabankans og bandarískur doktor í hagfræði, birtir grein í stjórnarblöðunum j gær um þjóðartekjurnar. Við- •urkennir hann þar að „enginn ágreiningur ríki um það, að þjóðartekjurnar jukust á s. 1. ári. Tölulegar upplýsingar sem fyrir hendi eru sýna ljóslega a.ukningu“. Eftir þessa játningu beldur doktorinn og bankastjór- jnn því svo fram að öll þessi sukning hafi runnið til verka- íólks, skipting þjóðarteknanna sé fullkomlega réttlát, hún sé „í fyllsta samræmi við lögmálin um sköpun og skiptingu þjóðar- •ieknanna. Þær renna til þeirra sem skapa þær“. Svona einfalt er þetta og bankastjórinn og ioktorinn skýrir mál sitt sem dæmi. „Sköpun þjóðarteknanna og skipting þeirra er í rauninni eitt og sama mál. Sjómaður, sem veiðir fisk fyrir 100 þús. kr. fær í sinn hlut það afla- verðmæti sem hans vinna skap- ar. Frá þessum 100 þús. kr. dregst kostnaður við eldsneyti, veiðarfæri, notkun skips o. s. frv. sem eru verðmæti, sköpuð af öðrum. Skipasmiðunum var greitt þegar þeir byggðu skipið o. s. frv. Afgangurinn af verð- mæti aflans er það verðmæti, sem vinna sjómannsins hefur skapað. Þegar útgerðin er rekin með tapi fær sjómaðurinn meira en það verðmæti sem hann skapar“. Já, það er alltaf munur að vera langmenntaður hagfræð- ingur. Tap útgerðarinnar stafar ofur einfaldlega af því að sjó- menn fá of mikið kaup. Það er ekki til nein gróðamyndun í þjóðfélaginu, engir sem hirða arðinn af vinnu annarra, engar afætur, engir milliliðir. Það fá allir sjálfkrafa í sínar hendur það sem þeim ber, og því er ástæðulaust að deila um kaup og kjör. Svona vitringi er ekki hægt áð svara. Maður starir aðeins á hann í forundraa. Einhver kann að vilja vefengja heiðar- leik hans með því að spyrja hversvegna hann fylgi ekki ;kenningu sinni og ráði sig á sjóinn, til þess að hann geti hirt meiri hlut af þjóðartekj- unum en honum ber. En eflaust stafar það af heiðarleik. Dokt- orinn vill aðeins fá sinn af- skammtaða réttláta hluta — sem bankastjóri Framkvæmda- bankans, sérfræðingur ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum og umboðsmaður bandaríska Alþjóðabankans á íslandi. Hinn 20. apríl sl. var ég sendur inn á skrifstofu Sjúkrasamlagsins til að ná í barnsmeðlög fyrir konu hér á Akureyri. Bamsmeðlög þessi hafði hún fengið greidd fyrir þrjú börn sín, að upphæð 855 kr. Ég var spurður hvort hún byggi ekki með manni. Ég gat ekki annað en sagt eins og satt var að svo hefði ver- ið undanfarin ca 8 ár, en þau væm ógift. Þess skal getið til skýring- ar að áðurnefnd 3 börn átti konan með manni sínum sem hún bjó með í 13 ár en var búin að vera löglega fráskil- in í ca 8 ár. Eftir að ég hafði gefið áð- urnefndar upplýsingar á skrif- stofunni, var mér tilkynnt að búið væri að svipta konuna áðurnefndum styrk. Það væri gert samkvæmt lögum frá 1951 og komið hefðu til fram- kvæmda um áramót 1953-54 og fengi hún því ekki þetta greitt eftirleiðis. Ég sá að engu varð umþokað og fór því til konunnar og tilkynnti henni þetta. Þetta kom henrá mjög á óvart. Hún hafði eng- Burt með imdanþágurnar! ósturtm „Hafnfirðingar í sunmidagsmatinn'' — Erfiðir að- drættir — Aukagjald ofaná mjólkurverð AUGLÝSINGAÞULA útvarps- Eitt af því einkennilega af afrekum stjórnarvalda vorra eru hinar ýmsu undanþágur sem veittar eru við að segja má öll möguleg og ómöguleg lækifæri. Oft mun það vera til j dæminu að ýmsum félögum <er veitt leyfi til vínveitinga á þeim stöðum sem annars má ekki selja vín. Þá má einnig iminnast á undanþágur þær sem veittar hafa verið vegna hinna nýju og stóru bíla sem t.ú eru sem óðast að ryðja sér til rúms á flestum leiðum landsins. Sem dæmi ætla ég að nefna nokkur dæmi sem til eru hérna sunnanlands. Kaupfélagið Þór á Hellu fékk •einn stóran og mikinn vörubíl iyrir nokkru síðan, og varð auðvitað að fá undanþágu til að mega nota hann. Undanþág- an fékkst, en aðeins á leiðinni xnilli Reykjavíkur og HellU. Á likum tíma fékk Kaupfélag Eangæinga á Hvolsvelli annan bíl af sömu gerð. Fyrir hann varð einnig að fá undanþágu, sem hann og fékk, á leiðinni xnilli Hvolsvallar og Reykjavík- ur. En sagan er ekki búin enn. 3>að þurfti líka að flytja vörur austur í Vík í Mýrdal, og það á samskonar bíl, fyrir hann varð að fá undanþágu á leiðinni :milli Víkur og Reykjavíkur. Hversvegna eru nú svona heimskupör framin? Hvers vegna fær bíllinn frá Hellu •ekki að fara austur um Eyja- ijöll og Landeyjar, og hvers- vegna fá ekki bílarnir bæði frá Hvolsvelli og Hellu leyfi til að aka sömu leið og bílar frá Vík? Svo eru dæmin líka til frá Mjólkurbúi Flóamanna og Kaupfélagi Árnesinga, sem 'bæði eiga mikið af gtórum íjutningabílum. Sumir þeirra fá ,'leyfi til að fara um allar götur Heykjavíkur en aðrir ekki Bertia aðeins í Mjólkurstöðina. Allt eru þetta stórir bílar serrt þurfa mikið pláss og allir þurftu þeir að fá undanþágu til aksturs og fengu hana á leið- inni milli Selfoss og Reykjavík- ur, sennilega hvort sem ekið er um Hellisheiði, Þingvöll eða Krýsuvík. Ekki er því heldur til að dreifa að það séu allt stærri bílar sem aka í Mjólk- urstöðina, nema síður sé, breidd þeirra mun vera sú sama, en tankbílarnir, sem flytja mjólk- ina aðallega, eru yfirleitt held- ur styttri en hinir sem byggðir eru með pall til vöruflutninga. Nú fer einnig að líða að því að stærri bílar verði notaðir á ýmsar leiðir út um sveitirnar eftir því sem mjólkin og flutn- ingaþörfin vex, og verður þá sjálfsagt að fá sérstaka undan- þágu fyrir einn og einn bíl á hverri leið. Alltaf geta bílar einnig bilað og þarf þá að senda annan í þeirra stað, Og hvað á þá að gera? Eftir þessu undanþágufargani öllu saman að dæma má ekki neinn af þessum stóru bílum fara aðra leið en honum er veitt undan- þága á, og virðist því helzt að sækja verði um nýja undan- þágu í hvert sinn sem senda þarf undanþágu-bíl aðra leið en hann er skráður á í fyrstu. Það er erfitt að hugsa sér að nokkur maður sé til sem ekki skilur jafn einfaldan hlut og þessi mál. Allt bendir til þess að á næstu árum verði fluttir til landsins stærri og stærri bílar og eigi þetta und- anþágu-fargan að halda áfram í svipuðum stíl og verið hefur, þá getur orðið dálítið erfitt að ferðast um landið og oft að skipta um bíl. Vonandi er að þessu verði bráðlega breytt og allar undanþágur afnumdar fyrir fullt og allt, hvort sem um vínveitingaleyfi eða bif- reiðaakstur er að ræða. Burt með undhnþágurnar! Sunnlendingur ins getur verið hið mesta skemmtiefni, ef á hana er hlýtt með réttu hugarfari, og maður er kominn yfir það stig að láta hana fara í taug- amar á sér. Og þegar maður hugsar um það að hvert orð sem drýpur af vörum lesarans kostar fimmkall, þá verður hlustunin enn skemmtilegri. En það er varlegt að trúa auglýsingum um of, hvort heldur er í útvarpi eða blöð- um. Ef maður tæki hvert orð bókstaflega mætti halda að Hafnfirðingar væru blóðþyrst- ir með afbrigðum og mannæt- ur þarofaná. Fyrir nokkrum árum gerði Spegillinn sér mat úr hafnfirzkri blaðaaug- lýsingu, þar sem stóð að á tiltekinni skemmtun yrði borð aður kaldur maður og fólk var beðið að hafa með sér hnífa. En í útvarpinu um dag- inn var tilkynnt hátíðlega í fimm krónu orðum: „Hafn- firðingar í sunnudagsmatinn." Já, það er vissulega ástæða til að hlusta á auglýsingar með réttu hugarfari. • RÓSA skrifar: — Víða í bæn- um er erfitt um aðdrætti, ekki sízt á mjólk, fiski og þess háttar. Ég sæki daglega mjólk í Hlíðarbakarí og þar hitti ég stundum litla vinkonu mína í mjólkurkaupum. Hún er bara tæplega sjö ára, en hún kemur innanúr Smáíbúða- hverfi með strætó til að kaupa mjólk. Þegar ég sem er all- sendis ókunnug í því hverfi, spyr hana hvort engin mjólk- urbúð sé nær en þarna á horninu á Miklubraut og Lönguhlíð, svarar hún því til að það sé að vísu mjólkur- búð alveg hinum megin í hverfinu, en það sé fljótlegra að sækja mjólkina í þessa búð, vegna þess að hægt sé að fara í strætó og svo muni sáralitlu á vegalengd. — Ég hef stundum sjálf verið að fjargviðrast yfir þeim tíma sem fer í það að sækja mjólk og í matinn á morgnana og verðinu á þessum allra brýn- ustu nauðsynjum. En hvað mætti þetta fólk segja sem þarf að fara svo langan veg til aðdrátta og borga auk þess strætisvagnafargjöld ofaná mjólkurverðið sem manni finnst nóg fyrir. Væri ekki hægt að gera eitthvað til að létta undir með þessu fólki? Væri ekki hægt að taka upp heimsendingu á mjólk í þau hverfi sem verst eru úti hvað mjólkurbúðir snertir? Fólk vildi fremur borga smáauka- gjald fyrir að fá mjólkina senda heim að dyrum en að borga strætisvagnafargjöld of- aná mjólkurverðið og þurfa þar að auki að eyða dýr- mætum tíma á hverjum morgni í ferðir. Einnig væri hagkvæmt að fiskvagnar væru á ferð á þessum slóðum á vissum tímum. — Ég veit ekki hvort hægt er að koma þessu við, en manni finnst að eitthvað verði að gera til að létta undir með húsmæðr- unum í þessum hverfum með- an búðaskorturinn er svo til- finnanlegur sem raun ber vitni. — Vinsamlegast. Rósa.“ , ar fregnir fengið um nein lög í þessu efni. Henni féll það þyngst vegna barnanna sem eru þrjú eins og áður er get- ið: drengur sem þá var 14 ára og tvíburasystnr þá 11 ára gamlar og sem hún þarf að kosta á barnaskóla og sem verður eftir því kostnaðar- samara sem börnin eldast, út- heimtir bæði rlýrari föt, auk- inn bókakost ofl. Það fyrsta sem konan gerði var að hún :!ór til framfærslu- fulltrúans hér til að vita hvort hann gæti rétt hlut hennar í þessu máli. Hann vildi ekkert ltðsinna henni. Vjrðist þó liggja beint við að það heyri helst undir hann að lagfæra þetta. Eftir þá útreið sem hún fékk hjá honum fór hún í lögfræðing og fékk hann til að hefja málsókn gegn Akur- eyrarbæ í von um að eitthvað ynnist. Síðan hefur staðið í þófi með málið þar til nú, að ég held, fyrir jól var kveðinn upp dómur í málinu, sem féll á þann veg að konan fékk enga leiðréttingu sinna mála. Síðan hef ég ekkert af málinu frétt, nema það að það mun eiga að leggja það fyrir Hæstarétt. Hvenær dómur fellur í málinu er ekki gott að reikna út, en ekki er hægt að segja að bæjarfógetinn hérna á Akureyri hafi verið að hraða málinu eða komast að áðurnefndri niðurstöðu. — Svo fékk hún þetta í jólagjöf. Annars virðast sumir dóm- ar skrýtnir og ekki gott að skilja þá fyrir ólöglærða. Ég á erfitt með að skilja að hér á Akureyri gildi önnur lög en í Reykjavík. Hafi Reykjavík þurft að greiða gífurlegar fjárupphæðir undanfarin ár og á f járhagsáætlun þessa árs eru áætlaðar nær 3 milljónir króna sem greiða þarf til mæðra í barnsmeðlög, þá virð- ist eitthvað bogið við það að dómur falli á þá lund er að ofan er frá sagt: að Akur- eyrarbær sé leystur frá að greiða slík meðlög. Þess skal ennfremur getið að umrædd kona er biluð að heilsu og óvinnufær, og mað- urinn sem hún býr með er einnig heilsutæpur en á að heita vinnufær ennþá. Þau eiga tvo drengi 7 og 8 ára sem þau fá enga meðgjöf með. En maðurinn sem hún var gift var og er ofdrykkjumað- ur sem drekkur út nær því hvern eyri sem hann vinnur inn og hefur þó unnið fyrir háu kaupi, er alltaf á skipum síðan þau skildu, svo það er ekkert af honum að hafa sjálfum. Með honum var hún búin að búa í 13 ár við hörmuleg kjör. Ég lýsi því ekki nánar hér. En þegar á allt er litið virð- ist þetta lýsa frámunalegu skilningsleysi á kjörum fá- tæklinga í landinu hjá þeim þingmönnum sem hafa getað fengið sig til þess að sam- þyklcja lög sem þessi er svipta fyrirvaralaust margar mæður réttmætum meðlögum með börnum sínum án þess að semja önnur lög sem yrðu til Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.