Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagrjr 10. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að elsha... . • •og deyja 75. dagur inu; glugginn var opinn og regniö streynidi niður, fölt og litlaust, eins og fljótandi veggur. Gráber hlustaði á tilbreytingalausan niðinn. Hann var að hugsa um að í Rússlandi væri leðjan komin í al- gleyming, þegar allt var á kafi í aur og eðju. Þannig yröi það enn þegar hann kæmi þangað. „Verð ég ekki áð fara?“ spurði hann. „Frú Lieser kemur víst bráðum heim.“ „Látum hana koma,“ tautaði Elísabet syfjplega. „Er „ „klukkan orðin svo..piargt^í r. „Ég veit þaö ekki. En -eí- ;tií ,yili kemut;.,hún. fyrr vegna rigningarinnar." - ; . ,,Ef til vill kemur hún einmitt ekki. fyrr en seinna vegna rigningarinnar.“ „Það getur líka verið.“ „Ef til vill kemur hún alls ekki fyrr en á morgun,“ sagði Elísabefe og lagði andlitið á öxl hans. „Ef til vill hefur hún meira aö segja orðið undir bíl. Það væri heppni sem segði sex.“ „Þú ert enginn mannvinur,“ tautaöi Elísabet. Gráber starði út í gráleitan regnvegginn fyrir utan gluggann. „Ef við værum gift þyrfti ég alls ekki að fara,“ sagði hann. Elísabet hreyfði sig ekki. „Af hverju viltu kvænast mér?“ tautaði hún. „Þú þekkir mig varla nokkuö“. „Ég hef þekkt þig nógu lengi.“ „Hvað lengi? Nokkra daga.“ „Ekki nokkra daga. Meira en ár. Það er nógu. langur tími.“ „Hvers vegna segirðu ár? Við getum ekki reiknað meö tímanum þegar við vorum börn; það er of langt síðan.“ „Ég geri það ekki heldur. En mér var veitt þriggja vikna leyfi fyrir tvö ár á vígstöövunum. Nú er ég bráð- um búinn að vera hér tvær vikur. Þaö samsvarar fimmtán mánaða dvöl á vígvellinum. Og þess vegna hef ég þekkt þig í meira en ár; jafngildi tveggja vikna leyfis.“ Elísabet opnaði augun. „Þetta hef ég ekki athugað fyrr.“ „Ég ekki heldur. Mér datt það í hug áðan.“ „Hvenær?“ „Áðan, meðan þú svafst. í rigningu og rökkri dettur manni margt í hug.“ „Þarf að vera rigning og rökkur til þess?“ „Nei, En þá hugsar maður öðru vísi.“ „Datt þér nokkuð fleira í hug?“ „Já, mér datt í hug hve dásamlegt þáð værí, að maður gæti notað hendur sínar og handleggi til annars en skjóta af byssu og fleygja handsprengjmn.“ Hún leit á hann. „Hvers vegna sagöirðu þetta ekki viö mig um hádegi í dag?“ „Það er ekki hægt að segja slíkt um hádegi." „Það hefði verið betra. en að tala um mánaðarlegan lífeyri og giftingarlán.“ Gráber lyfti höfðinu. „Tilgangurinn var hinn sami, Elísabet,“ sagöi hann. „Það var aðeins sagt með öðrum oröum.“ Hún umlaði eitthvað. „Stundum eru orö mjög mikil- væg,“ sagði hún svo. „Að minnsta kosti í þessum sökum.“ „Ég er óvanur aö nota orö á þennan hátt. En ég kemst upp á lagið. Ég þarf aðeins að fá dálítinn tíma.“ „Tíma,“ andvarpaöi Elísabet. „Við höfum ekki of mikinn tíma, er það?“ „Nei. í gær höfðum við mikinn tíma. Og á morgun finnst okkur sem við hefðum haft mikinn tíma í dag.“ Gráber lá kyrr. Höfuð Elísabetar hvíldi á handlegg hans, dökkt hár hennar breiddist yfir hvítan koddann og flöktandi skuggar regnsins liðu um andlit hennar. „Þú vilt kvænast mér,“ tautaöi hún. „En veiztu nokkuö, hvort þú elskar mig eða ekki?“ „Hvernig gætum við vitað þaö? Til þess þarf lengri tíma og meiri samvistir.“ „Það má vera. En hvers vegna viltu þá kvænast mér?“ „Vegna þess að ég get ekki lengur hugsað mér lífið án þín.“ Elísabet þagði um stund. „Heldurðu ekki að það sem komið hefur fyi'ir okkur, hefði getað komið fyi’ir þig með einhverri annarri?" spurði hún svo. Gráber horfði á iðandi gráan regnvegginn utanviö gluggann. „Ef til vill hefði það getaö komið fyrir mig með einhverri annarri,“ sagði hann. „Hver getur sagt um þaö? En nú hefur það komiö fyrir okkur og ég get ekki hugsað mér þann möguleika að það hefði komiö fyrir mig með einhverri annarri.“ Elísabet mjakaði sér til í handarkrika hans. „Þú ert að læra. Þú talar ekki eins og þú gerðir um hádegið. En auövitaö er nú komiö kvöld. Heldurðu að ég þurfi aö bíða þess alla mína ævi að kvöldið komi?“ „Nei. Og fyrst um sinn skal ég ekki minnast á mán- aðarlegan lífeyri.“ „En samt skulum við ekki ganga framnjá honum, er það?“ „Hverjum?" „LífeyrinUm." Andartak hélt Gráber niðri í sér andanum. „Viltu þaö þá?“ spurði hann. „Fyrst við erum búin aö þekkjast í heilt ár, þá megum við næstum til. Og við getum alltaf fengið skilnaö. Eða er það ekki?“ „Nei.“ Hún þrýsti sér að honum og sofnaði aftur. Hann lá vakandi langa stund og hlustaði á regnhljóðið. Allt í einu mundi hann eftir mörgu sem hann hefði getaö sagt við hana. Fylgist með verðlaginu Hæsta og lægsta smásöluverð ýrnissa vörutegunda í nokkrum smásöluverzlunum í Reykjavík reyndist vera þann 1. þ. m. sem hér segir: Vegið meðal- 17. „Taktu það sem þú þarft, Ernst,“ sagði Binding gegn- um gættina. „Láttu eins og þú sért heima hjá þér.“ „Þakka þér fyrir, Alfons.“ Gráber lá endilangur í baðkerinu. Hennannabúningur hans lá á stól í horninu, grár, grænn og rytjulegur eins og gamlir tötrar; hjá honum héngu blá föt sem Reuter háfði útvegað honum. Baðherbergi Bindings var stórt með grænum veggjum, settum postulínsflísum og nikkeli — sannkölluð paradís miðað við steypiböðin í skálunum. Sápan var af frönsk- Rúgmjöl pr. kg Lægst Hæst v. Kr. Kr. Kr. 2.30 2.55 2.50 Hveiti —- — 2.55 2.60 2.59 Haframj. — — 2.90 4.00 3.50 Hrisgrjón — — 5.95 6.25 6.12 Sagógrjón — 5.00 6.15 5.34 Hrísmjöl — — 3.70 6.70 5.20 Kartöflu- mjöl — 4.65 4.85 4.75 Baunir — — 4.50 5.90 5.35 Te, 1/8 lbs. pk. —• TT': 3.10 4.50 3.94 Kakó J/2 lbs. pk. — l’ 7.75 10.25 9.15 Suðu- súkkjil. — — 58.00 60.00 59.56 'Mólákýk. — — 3.85 4.15 3.96 Strásyk. — — 2.65 3.25 3.20 Púðursyk. — — 3.25 4.30 3.45 Kandís — — 5.50 5.75 5.71 Rúsínur — — 11.30 13.50 12.47 Sveskjur 70/80 — — 16.00 18.60 16.66 Sítrónur — — 13.00 14.60 14.35 Þvottaefni útlent Pk. 4.70 5.00 4.82 Þvottaefni innlent - 2.85 3.30 3.9 <&- 00 eimilisþáttur Hlýjar barnahúfur Börn þurfa að hafa hlý höf- uðföt þegar þau leika sér úti í kulda og nú eru til mörg fal- eilítið síðari í hliðunum til þess að vera viss um að húfan hlífi eyrunum. Þétt efni er nauðsyn- legt í vetrarhúfur, og þótt prjónahúfur séu hlýjar, næðir alltaf í gegnum þær þegar hvasst er. Síðustu tvær húfurnar eru allt að því fyrirmyndar vetrar- húfur. Svarta flauelshúfan með barði að framan og breiðu Á eftirtöldum vörum er, sama verð i öllum verzlunum. Kaffi brennt og mal. pr. kg. 44.00 Kaffibætir pr. kg. 16.00 Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluverði getur m. a. skapazt vegna teg- undamismunar og mismunandi innkaupa. Skrifstofan mun ekki gefa upplýsingar um nöfn einstakra verzlana í sambandi við framan- greindar athuganir. (Frá verðgæzluskrifstofunni). leg og hlý húfusnið. Oft eru drengjahúfurnar hentugar með eyrnahlífum sem hægt er að bretta niður fyrir eyru. Telpu- húfur eru oft skjólminni og að vísu hafa telpur oft mikið hár sem hlífir eyrunum, en það er engan veginn nóg. Hlý og skjól góð húfa er nauðsynleg og á mörgum böniUm eru eyrun við- kvæmur líkamshluti. Telpuhúfa með derhúfusniði eins og sýnd er á myndinni er ljómandi snotur, en hún nær ekki niður fyrir eyru, og því er hún ekki heppileg meðan kalt er í veðri. Saumaða flókahúfan er að vísu hlýlegri, en nær þó tæpast nógu langt niður. Ef maður fer eftir þessu sniði er hægur vandi að hafa húfuna fóðra þær með vindþéttu efni, annars er lítið gagn í þeim vetrarhúfur, gætið þess þá að hökubandi sem hylur eyru og kjálka er góð vörn fyrir kulda og vindi. Loks er hettusniðið sem farið er aftur að ryðja sér til rúms og er alls ekki mjög barnalegt, þegar hettan er saumuð úr þykku ullarefni og notuð við samfestinga eða galla. Hettusniðið er tilvalið þegar um er að ræða böm með vangæf eyru. Ef þið prjónið börnunum handa. börnum sem oft eru tim- unum saman úti í kulda og roki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.