Þjóðviljinn - 13.03.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 13. marz 1955 fllÓOVIUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltetjórar: MagnÚ3 Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðjar Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið, Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hótunin um gengislækkun í ræðu Einars Olgeirssonar um efnahagsmálin sem hann flutti á mánudaginn var, minnti hann á, að hótun- in um að svara kauphækkunum íslenzkra verkamanna með gengislækkun væri ekki upphaflega komin frá Ólafi Thors forsætisráðherra í síðustu áramótaræðu hans, held- ur væri hún fyrst komin frá öörum og voldugri aöilum. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa taliö að með þessu væri miklu fargi létt af Ólafi Thors, og má það raunar furðu gegna þegar nánar er að gáö. Virðist Morgunblaðið telja honum léttbærara að heita og vera leppur bandarísks auðvalds, framkvæmandi erlendar fyrirskipanir til tjóns fyrir þjóðina, en ef hann væri einn ábyrgðarmaður hótan- anna gegn málstað verkalýðsins. Einar minnti á setningu gengislækkunarlaganna 1950. Frumvarpið var samið af bandarískum „sérfræöingum“ og sent Alþingi íslendinga til samþykktar. í frumvarpinu var upphaflega ákvæði 1 2. gr. svohljóðandi: „Landsbanka íslands er skylt að taka sérstaklega til at- Tiugunar gengisskráningu íslenzkrar krónu, þegar almenn breyting verður á kaupgjaldi, önnur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum, skal bankinn svo fljótt sem kostur er gera ríkisstjórninni grein fyrir niðurstöðum sínum.“ Þarna kom upphaflega fram hótunin um að tengja gengi íslenzks gjaldeyris við launabreytingar innanlands, og sýndi ótvírætt vilja hinna bandarísku húsbænda Ólafs Thors og Eysteins Jónssonar, enda þótt ekki þætti fært þegar til kom að þröngva Alþingi til að gera þessa frum- varpsgrein að íslenzku lagaákvæði. En hér var og er um mikilvægt hagsmunaatriði Bandaríkjanna að ræða, mikil- vægt atriði 1 stjórn þeirra á efnahagslífi íslands, en þá stjórn hafa þeir framkvæmt gegnum leppa sína í Sjálf- stæðisflokknum og Framsókn. Einar minnti á, að þegar hinir bandarísku húsbændur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar knúðu fram gengis- lækkun og gerðu þá kröfu, að kauphækkunum íslenzkra verkamanna yrði mætt meö nýrri gengislækkun, voru Bandaríkjamenn að búa sig undir að verða stœrsti at- vinnurekandi á íslandi, og að bandaríska auðvaldið var þá og er enn stœrsti viðskiptaaöili íslendinga. Bandaríkjaauðvaldið hafði því beina og mikla hags- muni af því, að haldið væri niðri kaupgjaldi íslenzkra verkamanna og gengið lækkaö, vegna atvinnurekendaað- stöðu hér á landi; — og jafnframt mikla hagsmuni af því sem stærsti viðskiptaaðili íslendinga, að krónan væri sem lægst gagnvart dollar. Þarna komu fram þær hótanir sem Ólafur Thors ítrek- aði um áramótin, sem trúr þjónn hinna bandarísku hús- bænda,.fús til að framkvæma vilja þeirra sem fer samæn við hagsmuni íslenzku gróðaklíknanna og skuldakóng- anna, en er andstæður hagsmunum þjóðarheildarinnar. Með skýrum rökum sýndi Einar fram á að það er „hrein villukenning og vitleysa að kaupgjald íslenzkra verkamanna og gengi íslenzku krónunnar þurfi að breyt- ast saman“. „Gengi íslenzks gjaldeyris byggist á því hve mikið við framleiðum til útflutnings og hvaða verð-við fáum fyrir þær afurðir sem við flytjum út. Og það byggist á því, hvaða hóf og hagsýni þau máttarvöld, sem stjóma inn- flutningnum til landsins, sýna í innkaupum sínum fyrir þjóðina. Hér á landi eru þess vegna aukin afköst í sjávar- útveginum höfuðundirstaðan undir öruggum gjaldeyri og undir velmegun almennings. Hitt spursmálið hvemig verkamenn og auðmenn eða aðrir slíkir innanlands skipta andvirði hinnar seldu vöm á milli sín, er algert innan- landsmál, sem hefur engin bein áhrif á gengi krónunnar". Verður þessi kafli úr ræðu Einars birtur einhvem næstu daga hér 1 blaðinu. Hótun afturhaldsins, að kjarabótum verkamanna verði rænt með gengislækkun, er eitt aðal- áróðursatriðið gegn baráttu verkalýðsfélaganna fyrir kauphækkunum, og því nauðsyn að verkamenn geri sér ljóst hvað í henni felst. Brynjólíur Bjarnason svarar íhaldsráðhemmum: Hfkisstjórnin grípur inn tii þess ai reyna að koma í veg fyrir samninga Svo sannarlega eru verka- lýðsfélögin ekki að gera kröfu til þess aí allur gróði í þjóð- félaginu sé afnuminn. Þvert á móti er gert ráð fyrir mjög mikilli gróðamyndun eftir sem áður. Við sósíalistar viður- kennum ekki, að gróðasöfnun einstakra manna sé nauðsyn- leg á því stigi, sem fram- leiðsla mannanna er nú komin á. Gróðamyndun einstakra manna er hins vegar lögmál kapítalismans. Við sósíalistar viðurkennum ekki það skipu- lag. Við teljum það siðlaust og mannskemmandi og vera orðið framförum mannkynsins fjötur um fót. En með kröf- um okkar og verkalýðsfélag- anna nú er vissulega ekki ver- ið að krefjast afnáms auð- valdsskipulagsins. Þess vegna eru kröfurnar líka miðaðar við það að mjög mikil gróða- myndun einstakra manna geti eftir sem áður átt sér stað. Og nú kemur ríkisstjórnin og leggur til að skipuð sé nefnd til þess að rannsaka það, hvort atvinnuvegirnir þoli kauphækkun og hvort kauphækkun geti komið verka- mönnum að notum. Öll undan- farin ár hefur verið svikist um að láta gera skýrslur um hluti sem þykir nauðsynlegt að almenningur fái vitneskju um í öllum siðuðum löndum svo sem tekjuskiptingu stétt- anna, breytingu á kaupmætti launa, hlutdeild hinna ýmsu greina í þjóðartekjunum og gróða hinna ýmsu atvinnu- greina og fyrirtækja. Það er nú bráðum liðið heilt ár síðan verkalýðsfélögin sögðu upp samningum til þess að fá samningstímann styttan í því skyni að geta hvenær sem er lagt til baráttu fyrir hækk- uðu kaupi, ef ekkert yrði gert til þess að auka kaup- mátt launanna, en sama þró- un, sem hefur í för með sér síminnkandi kaupmátt laun- anna, yrði látin halda áfram. Á þessu tímabili hefur ýms- um atvinnustéttum, sem ekki taka þátt í þessari deilu, tek- ist að hækka kaup sitt veru- lega. Það er nú komið allmikið á annan mánuð síðan verka- lýðsfélögin sögðu upp samn- ingum og meira en hálfur mánuður, nærri þrjár vikur, síðan verkfallinu var frestað, til þess að freista þess að ná samningum án verkfalls. En ekkert hefur heyrst frá ríkis- stjóminni nema sífelldur raka- laus áróður gegn verkamönn- um og kröfum þeirra. Nógur tími hefur verið til stefnu til þess að láta fara fram hlut- lausa rannsókn um allt sem máli skiptir í þessu sambandi. Það er alveg gersamlega gagnslaust fyrir hæstvirtan dómsmálaráðherra að bera því við, að kaupkröfurnar hafi ekki legið fyrir, það sem lá fyrir var það, að talið var nauðsynlegt að hækka kaupið. Og ef það á annað borð var viðurkennt þá var ekkert til fyrirstöðu að láta rannsókn fara fram um það hvað væri hægt að hækka kaupið mik- ið. Það er ekkert annað en undansláttur, að bera því við að ákveðnar kaupkröfur hefðu ekki verið gerðar. Og ef að á því hefði staðið, og óskað hefði verið eftir kaupkröfum verkalýðsfélaganna þá mundi aldrei hafa staðið á þeim. Nú eru allt að því þrjár vik- ur síðan þessar kaupkröf- ur voru settar fram og það hefur ekki komið fram nein till. um slíka rannsókn fyrr en nú. Og hvers vegna ein- mitt nú? Um leið og samning- amir um sjálf kaupgjalds- atriðin eru að hefjast fyrir alvöru, þá fyrst kemur ríkis- stjórnin og leggur til að nú sé byrjað á svokallaðri rann- sókn sem varla mundi taka skemmri tíma en mánuð. Það Hér er birt niðurlagið á ræðu Brynjólís er hann hélt í Alþingisumræðun- um um kaupgialdsmálin nú í vikunni. Fyrri hlut- inn var birtur í blaðinu í gær. er varla von að verkalýðsfé- lögin geti dregið nema eina ályktun af þessari framkomu og það hafa þau gert með svari sínu. Ríkisstjórnin gríp- ur inn til þess að reyna að koma í veg fyrir samninga, einmitt á þeirri stundu sem nokkrar líkur voru fyrir því að saman mundi draga með deiluaðilum. Með þiessu er rík- isstjórnin beinlínis að segja við atvinnurekendur: Semjið ekki á þessu stigi málsins. Gefið ekki eftir um hárs- breidd. Hitt er þó sérstaklega at- hugavert hvemig till. rík- isstjómarinnar em orðaðar. Það sem farið er fram á, að rannsakað verði ■— kemur, að því er aðalatriðið snertir, ekki deilunni við. Við vitum að tog- ararnir t. d. hafa margir gengið með halla og það hef- ur verið rannsakað af stjórn- skipaðri nefnd. En það er ekki það sem máli skiptir fyrir verkalýðssamtökin í þessu sambandi. Verkalýður- inn getur ekki miðað kaup- kröfur sínar við það, að eitt- hvert fyrirtæki sé rekið með halla. Þá yrðu kaupkröfurn- ar að vera miðaðar við það, sem mesti hallarekstur í þjóð- félaginu gæti borið, alveg án tillits til þess, þó að ofsa- gróði væri á öðmm sviðum. Með þvi móti yrði kaup verka- lýðsins harla lítill hluti af þjóðartekjunum. Sem sagt, verkamenn yrðu að búa við kaupkjör, sem væm hungur- kjör, þrátt fyrir miklar þjóð- artekjur, óvenjulega mikil vinnuafköst og ofsagróða auð- mannastéttarinnar í heild sinni. Það væri að vísu mjög fróðlegt og gagnlegt að láta fara fram ýtarlega rannsókn á því, hvað milliliðirnir hirða mikið af því verðmæti, sem sjávarútvegurinn aflar. En það kemur ekki kaupkröfum verkamannanna við. Það eina sem þeim kemur við, það er hver er hlutdeild þeirra í þjóð- artekjunum. Hitt er svo mál stjórnarvaldanna hvernig skiptingin er milli auðmanna- stéttarinnar, milli kaupsýslu- manna og atvinnurekenda í ýmsum greinum. Það er á- kveðin efnahagspólitík núver- andi ríkisstjórnar, sem veldur því að undirstöðuatvinnuveg- ur þjóðarinnar er látinn vera á heljarþröminni og aðrir að- ilar látnir hirða bróðurpart- inn af þeim verðmætum sem hann aflar. Og það er verk- efni og skylda þessarar sömu ríkisstjórnar að leiðrétta það. Hvað hitt atriðið snertir, hvort kauphækkun muni koma verkalýðnum að notum, þarf enga rannsókn og kemur eng- in hagfræðileg rannsókn að gagni. Það eina sem getur komið að haldi í því sambandi, það er breytt stjórnarstefna. Kauphækkun verður verka- lýðnum til varanlegra nota, nema að það sem vannst í kaupdeilunni verði beinlínis aftur tekið með stjórnarráð- stöfunum. Og það er einmitt þetta sem stjórnarvöldin hafa verið að gera sífelldar tilraun- ir til á undanförnum árum. Og þess vegna hefur verkalýð- urinn verið neyddur til þess að heyja hin mörgu og fórn- freku verkföll. Þess vegna hafa atvinnutækin stöðvast mánuðum saman til tjóns fyrir alla þjóðina. Af þessari reynslu undanfarinna ára, fer þeim verkamönnum nú sífellt fjölgandi, sem skilja það, að það er ekki nóg að heyja kaupgjaldsbaráttu. Til þess að sú barátta geti komið að full- um notum, þarf verkalýðurinn að hafa úrslitavald um það, hvemig þjóðarbúskapurinn er rekinn og hvemig honum er stjórnað. Til þess þarf hann pólitísk völd. Og til þess þurfa áhrif hans á Alþingi að verða margfalt öflugri en nú. Þær upplýsingar sem verka- lýðssamtökin þurfa á að halda í sambandi við þessar kaup- deilur, það er hvaða breyting- ar hafa orðið á kaupmætti launanna og hvaða breytingar hafa orðið á hlutdeild þeirra í þjóðartekjunum undanfarin ár. Ekki frá 1953, heldur á öllu því tímabili, sem hin raun- verulegu laun hafa sífellt ver- ið að lækka, þ.e. allar götur frá því 1947. Þessum gögn- um hefur nú verið safnað af hagfræðingum, sem hafa unn- ið verk sitt vel og samvizku- samlega og munu bráðlega verða birt. Til þess að ganga úr skugga um þetta þarf ekki langan tíma. Það er hægt að gera á 2—3 dögum og ef rík- isstjórnin vill eiga sinn þátt í slíkri hlutdrægnislausri rann sókn, sem getur farið fram án þess að tefja samningaum- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.